Dagblaðið - 17.09.1980, Side 1
6. ÁRG. - MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980 - 212. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSÍMI 27022.
I
Samiö um launaflokkarööun hjá löjufélögunum, vörubílstjórum og verzlunarmömun:
„FULL ALVARA AÐ BAKI
WFALLSHEMLDfNNT
formaöur löju, um verkfallsheinwU sem félag hans afíaöi sér í gserkvöldi
500 irilljarða fjárlagafnnwarp
,,Á félagsfundi í gær var borin upp
tillaga um að veita trúnaðarmanna-
ráði okkar heimild til verkfalls-
boðunar. Tillagan var samþykkt
samhljóða,” sagði Bjarni Jakobsson,
formaður Iðju, félags verksmiðju-
fólks í Reykjavík, i samtali við Dag-
blaðið í morgun.
Landssamband iðnverkafólks
samdi i gær við Vinnuveitendasam-
bandið um röðun starfsheita í launa-
flokka, en sams konar samkomulag
hafði tekizt við Verkamannasam-
bandiðá mánudaginn.
„Þessi samningur í gær var stór
áfangi á löngum tíma,” sagði Bjarni
Jakobsson.
„Samningum var sagt upp 1. des.
1979 og þeir voru lausir frá sl. ára-
mótum. Róðurinn hefur verið bæði
langur og erfiður. Ótal margt er eftir
að semja um ennþá. Verkfallsheim-
ildin sem við höfum aflað okkur er
ekki til að sýnast, heldur býr full al-
vara að baki.”
Fundir stóðu yfir hjá ríkissátta-
semjara til klukkan hálftvö i nótt.
Náðist einnig samkomulag um röðun
starfsheita í launaflokka hjá Lands-
sambandi vörubifreiðastjóra og
Vinnuveitendasambandinu. og einn-
ig hjá Landssambandi isl. verzlunar-
manna og Verzlunarmannafélagi
Reykjavíkur annars vegar og VSÍ
hins vegar.
Sáttafundur var boðaður kl. tíu í
morgun. Verður reynt að semja um
launaflokkaröðun hjá starfsfólki í
veitingahúsum, Málm- og skipa-
smiðasambandinu og Sambandi
byggingamanna í dag.
Þá voru í gær haldnir undirnefnda-
fundir í kjaradeilu bókagerðarmanna
og prentiðnaðarins og í deilu Flug-
leiða við Félag ísl. atvinnuflugmanna
og Félag Loftlei Jaflugmanna.
- ARH
Steingrlmur Hermannsson samgönguráðherra og cmbœttismannanefndin hitti Flugleiðatoppana á flugvellinum l morgun.
Frá vinstri eru Birgir Guðjónsson og Þorsteinn Ingólfsson, þá Steingrímur Hermannsson ráðherra og Brynjólfur Ingólfsson
ráðuneytisstjóri og síðan Flugleiðamennirnir Björn Theódórsson, Sigurður Helgason og Örn Ó. Johnson.
DB-mynd: Sigurður Þorri.
Luxemborgarviðræðumar hef jast kl. 14 í dag:
— Flugleiðatoppamir í „einkaerindum” með sömu vél og
hin opinbera sendinefhd til Luxemborgar
Steingrímur Hermannsson sam-
gönguráðherra hélt I morgun til
Luxemborgar til viðræðna við þarlend
stjórnvöld \um erfiðleika Flugleiða.
Viðræðurnar hefjast kl. 14 í dag og
verður þar kannað á hvern hátt rikis-
stjórnir landanna geti stutt við bak
félagsins svo Atlantshafsflug fétagsins
haldi áfram svo sem verið hefur. Með I
föruneyti ráðherrans eru Brynjólfur
Ingólfsson ráðuneytisstjóri og Birgir
Guðjónsson frá samgönguráðuneytinu,
en frá utanríkisráðuneyti Þorsteinn
Ingólfsson og Henrik Sv. Björnsson.
Sigurður Helgason, forstjóri Flug-
leiða, örn Ó. Johnson, stjórnarfor-
maður og Björn Theódórsson, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs félagsins,
héldu einnig til Luxemborgar í morgun.
Þeir eru ekki í hinni eiginlegu
sendinefnd og sagðir í einkaerindum.
Þess er þó að vænta að náið samstarf
verði milli hinnar opinberu sendinefnd-
ar og forystumanna Flugleiða. Sendi-
nefndin og forystumenn félagsins hitt-
ust í morgun i flugstöðinni í Keflavík
og ræddu málin yfir kaffibolla í kaffi-
teríu stöðvarinnar.
Steingrímur Hermannssón sam-
gönguráðherra lagði fram á ríkis-
stjórnarfundi í gær sameiginlegar
tillögur ráðherranefndar um aðstoð af
opinberri hálfu. Rikisstjórnin
samþykkti einróma tillögurnar og telur
rétt að stuðla að því að Atlantshafs-
flugið verði áfram með svipuðum hætti
og verið hefur.
í samþykktinni segir m.a. að Ijóst sé
að sú ákvórðun Flugleiða hf. að draga
mjög úr eða fella niður Atlantshafs-
flugið muni hafa afar víðtæk áhrif i
ýmsum þjónustugreinum og skapa
óvissu um atvinnu fjölda manna, auk
þess sem umtalsverðar tekjur rikis-
sjóðs af flugi þessu falli niður. Tillögur
ríkisstjórnarinnar fela i sér bak-
tryggingu fyrir rekstrinum og að eign-
araðild ríkisins verði aukin. Þá verði á-
hættuflug og grundvallarflug aðskilið
og samkomulag stjórnenda og starfs-
fólks Flugleiða bætt.
Gert er ráð fyrir því að viðræðununl
í Luxemborg ljúki á hádegi á föstudag
og er sendinefndin þá væntanleg heim.
-JH.
Stríðandi fylkingar sættar í
kamhúsinu ~~ WB v® á samningafundi
- sjá bls. 5
Heimiliskötturínn lenti
/ þvottavél — og slapp llfandi en úfinn
og ringlaður — sjá bls. 9
Vaxandi andúð á
efnahagsstefnu Thatchers
— sjá erlent yfirlit á bls. 8
Rangers viija ðlmir fá 17
ára Blika-pilt í sínar raðir
___ — sjá íþróttir í opnu
'IMISRUIBIB
Lesendur Dagblaðsins eru beðnir velvirðingar á því
hve seint blaðið kemur út í dag. Það stafar af bilun í
prentsmiðju blaðsins í morgun.
SIGURÐUR, ÖRN 0G BJÖRN Á
HÆLA SAMGÖNGURÁÐHERRA
v