Dagblaðið - 17.09.1980, Síða 2

Dagblaðið - 17.09.1980, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. 2 r Þið í dátaleiknum: HAGIÐ YKKUR □NS OG MENN — eða hættið að kenna ykkur við samtökin 9858-2908, Neshaga, hringdi: Nokkur orð til þeirra sem voru í dátaleik á götum borgarinnar og kenna sig við herstöðvaandstæðinga: Ef þið, ungu menn, ætlið ykkur að eyðileggja nefnd samtök þá eruð þið á réttri leið og hegðan ykkar skiljan- leg. Það er auðvelt að afla sér óvin- sælda með þeirri framkomu sem þið sýnduð fyrir utan gluggann hjá mér fimmtudaginn 11. september þar sem þið óðuð um á milli kl. 6 og 7 um morguninn með hávaða og fíflalát- um, brutuð niður runnagróður sem ég og fleiri höfðum hlúð að og reynt að gera að augnayndi fyrir okkur sem í húsinu búa og þá sem um götuna fara. Ef þið haldiö áfram að raska svefnró vinnandi fólks og skemma gróður verðið þið fljótt óvinsælasti hópur sem hér finnst. Það má vera að einhverjir fleiri en þið hafi ánægju af hermannabúningum ykkar og byssum. Til eru þeir sem gefa börn- um sínum nákvæmar eftirlíkingar af drápstólum þeirra fullorðnu. Þið hafið kannski fengið að æfa ykkur í að skjóta foreldra ykkar með slíkum eftirlíkingum. Þið virtust a.m.k. kunna mæta vel við ykkur i dáta- leiknum. Þið eruð vægast sagt ekki traustvekjandi í mínum augum og trúlega vill enginn alvöru herstöðva- andstæðingur við ykkur kannast. Herstöðvamálið er mér og mörgum öðrum alvörumál sem ekkert á skylt við fiflagang ykkar. Þess vegna vona ég að þið gerið annað tveggja; hættið að kenna ykkur við herstöðvaand- stæðinga sem flestir eru utan samtak- anna eða hagið ykkur eins og menn. Þakkir frá Hnífsdal Ánægð móðir i Hnífsdal hringdi: Mig langar að koma á framfæri þökkum frá börnum og foreldrum hér í Hnífsdal til Brimklóar og Halla og Ladda. Þeir héldu hér á staðnum barnaball sl. laugardag og kostaði sama og ekkert inn á það. Auk þess er mér sagt að ágóðinn hafi runnið til félagsheimilisins. Hljómsveitin Brimkló ásamt Halla og Ladda. DB-mynd: RagnarTh. .. óðuð um eldsnemma að morgni með hávaða og fiflalátum og brutuð niður gróður... ” DB-mynd: Einar Ólason. Dalamenn: VIÐ BORGUM EKKI — fyrr en búið er að lesa á mælana Starfsmenn flokka póstinn i pósthólf. Inga Kristinsdóttir, Skarði Dalasýslu, skrifar: Ég get nú ekki lengur setið á mér að gera fyrirspurn til Rafmagnsveitna ríkisins. Hvernig stcndur á því að þeim líðst að senda fólki áretlaða raf- magnsreikninga meðsvimandi háum upphæðum? Það er verið að áætla sumareyðslu jafnháa vetrareyðslu en nú í sumar hefur maður ekkert þurft að kynda að heitið geti. Ég held að þessir peyjar, sem eiga að lesa á mæl- ana, ættu að láta sjá sig fyrir hvert tímabil sem reikningarnir eru sendir út. Við hér í Dalasýslu ættum öll að neita að greiða rafmagnsreikningana fyrr en búið er að lesa á mælana og athuga hvort mælarnir séu réttir. ENGIN PÓSTHÓLF Ritari Landssamtaka mennta- og fjölbrautaskóla hafði samband við blaðið: Samtökin bráðvantaði að fá póst- hólf og höfðu þ.ví samband við Póst og síma. Þar fékkst það svar að sá sem sæi um pósthólf fyrir R 101 væri í sumarfríi og engin pósthólf yrðu leigð út fyrr en hann kæmi úr sumar- fríi. Því yrðu samtökin að bíða þangað til. EINS OG AÐ KOMASH ÁFENGISVÍMU — að sjá sýningu Septem á Kjarvalsstöðum Árni L. Jónsson skrifar: Ef ég væri spurður þá mundi ég segja að það væri „Hó” á Kjarvals- stöðum. í vestursal gengur Vilhjálmur Bergs- son eins og þruma um heiðskíra veggi þvera og endilanga, í austursal eru gömlu kempurnar Septem-hópurinn með sitt árvissa framlag til málanna, — já og svo má ekki gleyma ljós- myndasýningunni í anddyrinu. Septem-hópurinn er orðinn eins konar kjölfesta í íslenzkri sjónmennt. Þetta eru allt sjóaðir gamlingjar, lausir við alla nýjungagirni og ævin- týramennsku og eru fyrst og fremst sjálfum sér líkir, þó að myndirnar séu nýjar. Það sýnir sig líka að hér eru menn sem kunna til verka. Maður er ekki fyrr kominn út úr salnum en maður finnur einhverja hvöt hjá sér til að snúa við, rétt eins og maður hafi gleymt einhveiju. Og eins og fyrir ein- hverja galdra er maður þarna aftur næsta dag og uppgötvar þá að Sigur- jón Ólafsson getur falið fimm stærðar höggmyndir fyrir manni inni á málverkasýningu þó svo að þurfi að ganga í kringum þær til að skoða málverkin. Þetta heitir vist að vera hógvær. Þegar maður yfirgefur sýninguna í annað sinn gerir maður sér ljóst að hér er verið að beita mann gjörning- um i gamla stíl. í þriðju heimsókninni var það myndröð Guðmundu sem seiddi mig til sín. Myndirnar eru allar skyldar þó að hver og ein sé sjálfstætt verk en eru hengdar upp á þann hátt að til samans dansa þær allar eins konar óhlutstætf Can-Can um suðurgaflinn þveran og svo gott sem stela senunni frá öðrum Septurum. í fjórðu heimsókninni var það bara ein mynd sem var mér hugleikin, nr. 37 eftir Jóhannes Jóhannesson. Og enn vöknuðu spurningar í huga mér og sama furðulega tilfinningin greip mig þegar ég var kominn fram á gang. Hvernig er hægt að sýna svona margar myndir í svona stórum sal, en Iáta samt sýninguna vera ,,litla”? Þessi sýning hjá Septem 80 er fyrst og fremst heit og einlæg — næstum því áfeng í yfirlætisleysi sínu. Maður finnur hjartahlýju gömlu mannanna streyma á móti sérog allt í einu líður manni eins og maður sé kominn í kaffi hjá bliðlyndri konu sem yæri vís til að hella gömlu viskíi útí hjá manni á meðan jnaður horfir út um glugg- ann. Jóhannes Jóhannesson hengir upp eitt verka sinna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.