Dagblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 17.09.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. Verksmiðjustörf Hampiðjan hf. óskar eftir að ráða fólk til verksmiðjustarfa. Unnið er á tvískiptum vöktum fimm daga vikunnar, aðra vik- una frá kl. 7.30 til 15.30, hina frá kl. 15.30 til 23.30. Einnig möguleiki á næturvakt eingöngu. Mötuneyti á staðnum. Vinsamlegast hafið samband- við verksmiðjustjóra Hektor Sigurðsson . eða Davíð Helgason milli kl. 10 og 12 næstu morgna. Ekki í síma. Finnski píanóleikarinn Pekka Vapaavuori heldur tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 18. september 1980 kl. 20.30 og leikur verk eftiri Bach, Beethoven, Debussy, Kullervo Karja-. lainen og Einojuhani Rautavaara. Aðgöngumiðar í kaffistofu hússins og við iiin- ganginn. Verð kr. 2.000. Allir velkomnir RENNIBEKKUR Óskum eftir rennibekk fyrir járniðnað. LISTSMIÐJAN HF. Skemmuvegi 16. Sími 75502. BODDl-HLUTIR Eigum fyrirliggjandi bretti i eftirtaldar, bifreiöar: VW1300 Mini Audi '80 Passat Fiat 127-132 Datsun 120 Y Renautt 4 og 5 Peugeot 504 Volvo '69-'78 Saab 96 og 99 Opel R. '72 *77 Lada1200 M. Banz Sbnca 1100 og 1307 ogfleiri. Varahlutir - Ármúla 24 - Sími 36510. ANTIK Dragkista frá Viktoríu-tímabil- inu til sölu. Staðgreiðsla. Uppl. í síma 19227 kl. 19—21 í dag og næstu daga. K0LSÝRU- 0G ARG0N SUÐU’ VÉLAR Eigum örfáum 160 amp. og 250 amp. vélum óráðstafað úr nýrri sendingu. Verð ótrúlega hag- stætt. Greiðsluskilmálar. Ö. ENGILBERTS- S0N HfF. Auöbrekku 51. Sími45640 BNOC-olíuverðið er ennþá leyndarmál: „Sennilega töpum við á þessu núna” — segir Tómas Ámason um samningana við brezka ríkisolíufyrirtækið BNOC en „það er hein tilviljun” „Sennilega eru horfur á að við töp- um á þessu níina. Það er hrein tilviljun,” sagði Tómas Árnason, viðskiptaráðherra á blaðamanna- fundi í gær aðspuröur um þá samn- inga um oiíukaup sem fsiendingar hafa gert við brezka ríkisolíufélagið BNOC. Aðspurður kvaðst Tómas ekki vilja gefa upp verðið á gasolíunni, sem samið hefur verið um kaup á frá BNOC. Dagblaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að verðið á fyrsta farminum af fjórum, um 20 þúsund tonnum af gasolíu, sé um 320 doll- arar tonnið, sem er um 40—50 dollurum hærra en Rotterdamverð. Tómas sagðist ekki vilja gefa verðið upp vegna þess að allt annað verð væri þarna lagt til grundvallar Tómas Árnason viðskiptaráöherra og Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri: llæpió aó dreifa oliuvióskiptunum vióa. DB-nivnd: Sitt. Þorri. en varðandi Rotterdam-verðið. Hjá BNOC væri um að ræða svokallað ,,main stream” verð sem er meðal- verð á mörkuðum Vesturlanda. Olían frá Sovétríkjunum væri hins vegar á Rotterdam-verði þar sem verðsveiflur væru mjög miklar. Tómas viðurkenndi að eins og er væri BNOC-verðið hærra en Rotter- dam-verðið. Hann sagði, að eins og er væri ekki raunhæft að bera þetta saman. „Við erum með fast verð fram í janúar en á þeim tíma gæti Rotterdam verðið breytzt mjög,” sagði Tómas og bætti því viðk, að því væri ekki ljóst fyrr en í janúar hvernig dæmið kæmi út. Því vildi hann engar tölur nefna nú þar sem þær mætti túlka á ýmsa vegu. Tómas sagði ástæðuna fyrir því að ráðizt hefði verið í þessi kaup einkum vera þá, að olíukreppan hefði haft þau áhrif að Rotterdam-verðið hefði sveiflazt mjög upp. „Við vildum meiri stöðugleika,” sagði ráðherr- ann. „Það sem við þurfum að leggja áherzlu á í sambandi við olíuviðskipt- in er öryggið. Það er eðlilegt að við reynum að dreifa -okkar viðskiptum en það er erfitt vegna þess að við erum svo smáir. Ég tel mjög hæpið að dreifa þessu á fleiri en þrjá staði,” sagði Tómas. -GAJ. Skáldgáfa íslendinga í góðu lagi: Á ANNAÐ HUNDRAÐ SMÁSÖGURBÁRUST — í smásagnasamkeppni Vikunnar Skáldagyðjan hefur ekki aldeilis gefið íslendinga upp á bátinn ef marka má þátttöku i smásagnakeppni, sem vikubiaðið Vikan gekkst fyrir í sumar. Ekki færri en 125 sögur báíust á tilsett- um tíma og síðdegis í gær voru enn að berast handrit. Skilafrestur rann út 10. september. Það er enda til nokkurs að vinna í smásagnasamkeppni Vikunnar. Fyrstu verðlauna eru hálf miiljón króna, önnur verðlaun 300 þúsund krónur og þriðju verðlaun 150þúsund. ,,Nú fer dómnefndin að lesa sög- urnar sem bárust og verður væntaniega „Júgóslavarnir virðast eiga í erfið- leikum með fjármögnun kaupanna, en ég lá von á lað frá þessu verði gengið á fundi annað hvort í London eða Belgrað á næstunni,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða þegar Dagblaðið spurði um sölu tveggja eldri Boeing 727-100 véla fyrirtækisins til Air Adria í Júgóslavíu. Samningar um sölu vélanna til Júgó- slavíu hafa legið fyrir um skeið en kaupendur höfðu ekki tryggt sér nægt að þvi að minnsa kosti sex næstu vik- urnar,” sagði Sigurður Hreiðar, rit- stjóri Vikunnar, í samtali við DB í gær. „Fyrr en því er lokið verður ekkert hægt að segja til um hverjir eru meðal þátttakenda, því allar sögurnar eru eingöngu merktar dulnefnum. En á dauða okkar áttum við von frekar en þessari gífurlegu þátttöku.” Þess má geta, að reikningsglöggir menn á ritstjórn Vikunnar hafa reiknað út, að einn af hverjum 1840 íslend- ingum hafi tekið þátt í samkeppninni. fjármagn til kaupanna og því var dráttur á að ganga endanlega frá sölu vélanna. Höfðu Júgóslavarnir frest til 15. september, en sá frestur hefur nú verið framlengdur sem fyrr segir. Fram kom á fréttamannafundi stjórnenda Flugleiða 8. september sl. að fyrirtækið ætlar að taka eina 727- 100 vélá leigu frá 15. marzánæsta ári í stað þeirra sem seldar verða. Ung hjón hefja búskap í Árneshreppi: Ekki gerst í áratugi í Árneshreppi á Ströndum eru fleiri áratugir síðan börn hafa byggt á jörð foreldra sinna. En nú hafa ung hjón, Jón Elias Jónsson og Ingibjörg Hermannsdóttir, hafið búskap á jörð foreldra Jóns, Munaðarnesi. Þau eru að byggja íbúðarhús en í kjallara þess ætla þau að hafa kyndi- klefa og geymslu fyrir rekavið sem þau ætla að nýta til upphitunar en húsið verður samt sem áður að mestu hitað upp með rafmagni. Munaðarnes er mikil rekajörð, stutt er á sjóinn í sel-, grásleppu- og handfæraveiðar og grasið er kjarn- gott. Vilja ungu hjónin, en þau eiga fjögur börn, eindregið ráðleggja fólki aðala upp börn sín í sveit, helzt á afskekktum stöðum, því Jón segist þegar vera farinn að sjá mikinn mun á börnum sínum síðan þau komu frá ísafirði í vor. Sveitin sé miklu heppi- legri uppeldisstaður fyrir börn en kaupstaðurinn þar sem börnin mega hvergi vera og alls staðar leynast hætlur-________-ReginaAKMU. Þrjár hljómsveitir á SATT-kvöldi í kvöld Hljómsveitirnar Start, Demo og Jazzkvartett Reynis Sigurðssonar köma fram á tónlistarkvöldi Samtaka alþýðutónskálda og -tónlistarmanna, SATT, sem haldið verður á Hótel Borg í kvöld. Þorgeir Ástvaldsson verður einnig á s.taðnum. Hann sér um kynningar og leikur íslenzkar hljómplötur. í nýstofnuðum Jazzkvartetti Reynis Sigurðssonar eru auk hans Þursaflokksmennirnir Ásgeir Óskars- son, Þórður Árnason og Tómas Tómasson. Forvitnilegt verður að heyra hvað þessir ágætu spilarar hafa upp á að bjóða. Upphaflega átti að halda þetta SATT-kvöld á síðasta miðvikudag. Því var frestað af óviðráðanlegum ástæðum. -ÁT. Sala tveggja Boeing-véla Flugleiða til lúgóslavíu: Fresturinn framlengdur — til að ganga frá sölunni -ARH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.