Dagblaðið - 17.09.1980, Side 6

Dagblaðið - 17.09.1980, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. „Hinn stórkostlega gamanleik” kallaði þessi kona stjórnarskrána sem samþykkt var I Chile fyrir nokkrum dögum. Samkvæmt henni tryggði Pinochet forseti sér og herforingjastjórn sinni völdin í næstu sex ár. Veri legrar andstöðu gætti gegn stjórninni i þessu máli en hún hlaut verulegan meirihluta i almennum kosningum. El Salvador: SPRENGJUR í SENDIRÁÐI Tvær handsprengjur útbúnar eins og eldflaugar lentu á byggingu bandaríska sendiráðsins í San Salva- dor, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins El Salvador, í gær. Ollu sprengjurnar nokkrum skemmdum en enginn af þeim sem í byggingunni voru særðist að sögn talsmanns sendiráðsins. Sprengjurnar lentu á þriðju hæð byggingarinnar sem stendur í ntið- borg San Salvador. Var þetta um há- degisbilið en skömmu áður Itöfðu fjórar smásprengjur sem innihéldu áróðursmiða vinstrimanna sprungið i nágrenni sendiráðsbyggingarinnar. Ein sprengjanna hr'ggja sem lentu á sendiráðinu fór í gegnum skothelt gler i glugga og lenti þar inni á gólfi einnar skrifstofunnar. Herbergið var mannlaust þegar þetta varð. I ögregla og herlið kom þegar á veltvang og lokaði aðgangi að banda- riska sendiráðinu. Engin merki munu hafa fundizt um tilræðismennina. Að sögn lögreglunnar í San Salvador var skotið að sendiráðsbyggingunni í sama mund sem sprengingarnar urðu. Komu skotin frá bifreið sem ók framhjá. Nokkrum sinnum áður hefur bandaríska sendiráðið í San Salvador orðið fyrir skotárásum en aldrei þannig að beitt hafi verið öflugum sprengjum. Lögregluyftrvöld telja að hér Itafi hryðjuverkantenn vinstri, hreyfinga veriðá ferðinni. Suöur-Kórea: FOMNGISTJÓRNAR- ANDSTÖDUNNAR DÆMDUR TIL DAUDA Helzti andófsmaðurinn gegn stjórn- inni í Suður-Kóreu var dæmdur til dauða fyrir herrétti í morgun. Var hann fundinn sekur um að styðja kommún- ista og hafa staðið fyrir ýmiss konar aðgerðum sem andstæðar væru stjórn landsins. Kim Dae Jung sem áður var frambjóðandi til forsetaembættis í Suður-Kóreu neitaði öllum ásökunum. Er talið vlst að lögfræðingar hans áfrýr málinu til æðri herréttar. Tuttugu og þrír fylgismenn Kim Dae Jung hlutu einnig dóma fyrir sams konar starfsemi en þó ekki eins alvar- legar ákærur. Þar á meðal eru háskóla- prófessorar, stúdentar, fyrrverandi þingmenn og kirkjunnar þjónar. Hlutu þeir frá tveggja til tuttugu ára fangelsi. Kim Dae Jung hlaut 45% atkvæði í forsetakosningum árið 1971 en þá var Park Chung Hee talinn hafa sigrað. Kim Dae Jung, helzti andstæðingur Park var ráðinn af dögum i fyrra. stjórnvalda í Suður-Kóreu, sem nú Voru þetta síðustu frjálsu kosningar hefur verið dæmdur til dauða. sem fram hafa farið í Suður-Kóreu. Bandaríkin: Carter kominn yfir Reagan — stöðugur áróður Jimmy Carters fyrir því að Ronald Reagan sé óhæfur í forseta embættið virðist bera árangur Skoðanakönnun sem birt var i Bandaríkjunum í morgun bendir til þess að fylgi Jimmy Carters sé nú orðið meira en Ronalds Reagans keppinautar hans um forsetaem- bættið í Bandarikjunum. Skoðana- könnunin er gerð eftir að Carter Bandaríkjaforseti hefur lokið tveggja daga fundaherferð um heimaríki sitt Georgíu, Texas, Suður-Karólínu og Ohio. Könnunin er gerð á vegum CBS sjónvarpsstöðvarinnar og The New York Times. Samkvæmt henni er Carter sagður njóta fylgis 38% kjós- enda, Reagan 35% og John Ander- son 14%. Fyrir cinum mánuði var Reagan nteð mikla forustu í sams konar könnun. Hafði hann þá fylgi 43% kjósenda, Carter 27% og Anderson 13%. Könnun CBS og Thc New York Times bendir í sömu átt og aðrar kannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið. Carter forseti hefur mjög unnið á en Ronald Reagan, fram- bjóðandi Repúblikanaflokksins, tapaðaðsama skapi. Gerist þetta eftir að Carter var endurútnefndur sem forsetaefni Demókrataflokksins. í fundaher- ferðinni, sem áður var nefnd, iagði Carter rika áherzlu á það i ræðum sínum að Ronald Reagan væri alls ekki hæfur til að gegna embætti for- seta Bandarikjanna. Var Carter óspar á að minna kjósendur á ýmis mistök sem Reagan hefði orðið á i ræðuflutningi sínum. Má þar nefna óþægileg ummæli um Kína og Taiwan og einnig þegar Reagan sakaði Carter um að hafa slutt Ku- Klux-Klan hreyfinguna í Georgiu á sínum tíma. Carter virðist nú i fyrsta sinn njóta meira fylgis en keppinautur hans Reagan eftir að kosninga baráttan vestra hófst fyrir aivöru. Jámbrautarmenn styðja hafnar- verkamennina Samtök járnbrautarverkamanna í Bretlandi hétu þvi í gær að styðja verk- fall brezkra hafnarverkamanna en það hefur verið boðað frá og með næsta mánudegi. Mundi það þá ná til áttatíu helztu hafna i Bretlandi. Stuðningur járnbrautarmanna táknar það að þeir munu ekki taka að sér flutning á vörum sem ella færi um hafnirnar ef til verk- lallsins kemur. Til þess er boðað til að mótmæla fyrirætlunum um að segja upp 178 verkamönnum við höfnina í Liverpool en ráðamenn þar segja að ekki séu lengur verkefni fyrir þá við höfnina. Hafnarverkamenn í Bretlandi fengu nokkurs konar tryggingu fyrir þvi að halda starfi sínu ævilangt eftir verkfall árið 1972. Hafnaryfirvöld i Liverpool segja að ekki sé annað hægt en segja hinum 178 upp vinnu. Forustumenn verkamanna liafa ásakað hafnaryfirvöld um að hafa ekki reynt að útvega mönnunum 178 önnur störf áður en þeim var sagt upp. Upp- sagnirnar eiga að taka gildi frá og með næstu mánaðamótum. Einn þingmanna stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, Bob Parry, hefur tilkynnt að hann ætli að krefjast þess að brezka þingið verði kallað saman ef til verkfallsins kemur. „Það gæti orðið löng og hörð barátta sem kostaði bæði blóð og svita,” sagði þingmaðurinn við fréltamenn. Byggingin á myndinni er í Jerúsalem eöa þeim hluta borgarinnar sem ísraelsmenn hertóku í sex daga stilðinu árið 1967. ÆH- unin er að byggingin hýsi í framtíðinni ísraelska forsætisráðuneytið. Fyrir forustu ríkisstjórnar Menachem Begins hefur verið ákveðið að höfuðborg Israelsríkis verði Jerúsalem í framtíðinni. Sagt er að Begin hafi frestað flutningi skrifstofu sinnar um sinn til borgarinnar en sé cngu að síður ákveðinn í að gera það innan tiðar. Jerúsalemborg er heilög I augum þriggja trúarbragða: gyðinga, kristinna og múhameðstrúarmanna. Borgin var áður á yfirráðasvæði Jórdanlu. Óttazt er að flutn- ingur höfuðborgar tsraels þangað geti dregið alvarlegan dilk á eftir sér.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.