Dagblaðið - 17.09.1980, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIK'
ffEMBER 1980.
Bretland:
VAXANDIANDUÐ
Á EFNAHAGSSTEFNU
THATCHERSTJÓRNAR
V
Leiðtogar atvinnulífsins hefja nú upp raust sína í gagnrýniskórnum með leiðtogum
Verkamannaflokksins og launþega
James Callaghan fyrrum forsætisráðherra Bretlands
Margaretar Thatcher hugmyndafræði brjálæðisins.
og forjngi Verkamannaflokksins kallar efnahagsstefnu stjórnar
James Callaghan fyrrum forsætis-
ráðherra Bretlands hefur kallað það
hugmyndafræði brjálæðisins. Aðrir
nefna það punkarastefnu í peninga-
málum og fordæma hana fyrir gróf-
leika sem byggður sé á fáfræði og
einföldun ástaðreyndum.
Hugmyndafræðin sem veldur svo
mikilli fordæmingu ýmissa aðila er
stefna í peningamálum, sem hinn
þekkti bandaríski hagfræðingur
Milton Friedman er helzti talsmaður
lyrir.
-Ríkisstjórn íhaldsflokksins í Bret-
landi undir forsæti Margaretar-
Thatcher hefur fylgt stefnu Fried-
mans út i æsar. Telur Thatcher að
með því megi koma í veg fyrir hina
miklu verðbólgu í landinu og komast
á þann veg sem leiði til eðlilegs efna-'
hagsvaxtar.
Þar með hefur heiminum gefizt
tækifæri til að verða vitni að tilraun
sem er mjög áhugaverð. Heimsþekkt-
ir hagfræðingar eins og John
Kenneth Galbraith hafa sagt að
tilraunir með kenningar Friedmans í
þessu efni í hinu gamla iðnveldi,
Bretlandi, sé mjög heppileg frá
fræðilegu sjónarmiði.
í Bretlandi sjálfu verða deilurnar
um hvort rétt sé að staðið sífellt heit-
ari og heitari. Stefna Friedmans er að
vísu engin ný sannindi. í grófum
dráttum byggir hún á þvi að með því
að stjórna peningamagni í umferð,
meðal annars með vöxtum, þá megi
hafa full tök á verðbólgunni.
Atvinnuvegir á Bretlandi eru nú
svo illa staddir að sífellt fleiri starfs-
mönnum er sagt upp vinnu og tala at-
vinnulausra er nú komin töluvert upp
fyrir tvær milljónir.
Síðustu mánuðina hafa blöð i
Bretlandi stöðugt flutt greinar um
málið, bæði ritstjórnargreinar og
aðrar eftir blaðamenn, hagfræðinga,
og menn úr viðskiptalífinu.
Thatcher forsætisráðherra hefur
góðan meirihluta í neðri deild brezka
þingsins og hefur hingað til getað
staðið föst á stefnu sinni, svo mikill
var sigur hennar í maíkosningunum á
fyrra ári. En eftir þær tók hún við
forsætisráðherratigninni fyrst
kvennaá Vesturlöndum.
Thatcher hefur því hingað til get-
að haldið sér við þá stefnu í peninga-
málum að strangt eftirlit sé með
peningamagni í umferð. En eins og
áður sagði þá er það kenning þeirra
sem aðhyllast stefnuna um eftirlit
með peningamagni í umferð að ef
magnið verði of mikið þá aukist
verðbólgan. Ráðið við þessu sé því að
halda magninu í skefjum eða jafnvel
að draga úr því og þá dragi úr
verðbólgunni.
Ríkisstjórn Thatcher verður nú
fyrir stöðugt vaxandi gagnrýni. Hún
kemur ekki eingöngu frá Verka-
mannaflokknum og leiðtogum laun-
þega heldur einnig frá kaupsýslu-
mönnum og atvinnurekendum.
Hinir síðarnefndu eru ekki sizt
andvígir þeirri hávaxtastefnu sem nú
er fylgt í Bretlandi. Er henni ætlað að
gera lánsfé dýrara en ella og draga úr
áðurnefndum vexti peninga í umferð.
Hafa margir áhrifamiklir iðnrek-
endur í Bretlandi krafizt þess að
grunnvextir í Bretlandi, sem nú eru
16%, verði lækkaðir mjög. Grunn-
vextir Englandsbanka eru nú hærri
en í öðrum helztu iðnríkjum heims.
Kvartað er mjög yfir því að hinir
háu vextir valdi því að brezka pundið
sé mjög hátt á alþjóðagjald-
eyrismörkuðum og valdi þvi að
brezkar vörur á alþjóðamörkuðum
standist samkeppni verr en ella.
Iðnrekendurnir segja líka að sam-
dráttur i lánum sé að sliga brezka at-
vinnuvegi sem sárlega skorti Iánsfé
um þessar mundir til að komast af á
erfiðleikatímum.
Margaret Thatcher getur bent á að
nokkur árangur hafi náðst í bar-
áttunni gegn verðbólgunni á undan-
förnum mánuðum. Hefur nokkuð
dregið úr henni og fjármálasér-
fræðingar telja að enn muni draga úr
henni á næsta ári. Talið er að verð-
bólgan muni verða á 16,25% hraða
það sem eftir er ársins.
Þess eru sögð nokkur merki í
Bretlandi að ýmis samtök launþega
séu nú reiðubúin til að sætta sig við
nokkru lægri launahækkanir en áður
hefur verið krafizt vegna þess slæma
ástands sem framundan virðist vera.
Líkur eru á aukinni lokun fyrirtækja
og auknu atvinnuleysi.
Fregnir eru af því að verkamenn
hjá Vauxhall verksmiðjunum í Luton
hafi samþykkt að taka við 8% launa-
hækkun og verkamenn við Lucas raf-
eindaverksmiðjurnar hafa samþykkt
10% launahækkun. Þykja þessar
tiltölulega hófsömu aðgerðir verka-
manna bera vitni um að tekið sé mið
af slæmum atvinnuhorfum í náinni
framtíð.
Leiðtogar tveggja milljóna fag-
lærðra verkamanna í vélsmiðjum
hafa hafnað tilboði um 6,2% launa-
hækkun. Hefur frekari viðræðum
verið frestað þar til hinn 13. október.
Terry Duffy, einn leiðtogi vél-
smiðjanna sagði nýlega við frétta-
menn að þeir væru ekki i neinu
styrjaldarskapi og sæktust engan
veginn eftir því að í odda skærist
milli deiluaðila.
Margir fylgismenn Thatcher for-
sætisráðherra hafa hrósað henni
mjög fyrir að standa fast á stefnu
sinni og taka ekki i mál neinar
breytingar á stefnu stjórnar sinnar i
peningamálum.
Þjóðin verður sjálf að standa undir
framfærslu sinni og ,,ég mun ekki
standa fyrir því að peningar verði
prentaðir og settir í umferð aðeins til
þess að verðbólgan aukist.”
Thatcher er mjög ákveðin í að dregið
verði úr opinberri eyðslu og náð verði
tökunt á verðbólgunni. „Þannig er
hægt,” segir hún ,,að gefa atvinnu-
vegunum færi á að ná sér rækilega
upp úr öldudalnum.”
Gagnrýnendum Margaretar
Thatcher hefur samt sem áður
fjölgað mjög að undanförnu. Þeir
eru til sem halda því fram að minni
verðbólga í Bretlandi undanfarna
mánuði sé aðeins merki samdráttar i
efnahagslífinu en alls ekki að þakka
neinni sérstakri stefnu í peninga-
málum. Einnig er því haldið fram af
mörgum hagfræðingum að verðbólg-
an í Bretlandi sé enn allt of mikil
þrátt fyrir harðar kárínur sem sam-
dráttur i atvinnulífi eigi sök á ásamt
verulegum samdrætti í opinberri
eyðslu.
í The London Evening Standard
dregur brezki hagfræðingurinn
Gavyn Davies í efa að lögmálið um
takmörkun á peningamagni í umferð
geti gilt í Bretlandi. Þar sé bæði um
að ræða einokun á sviði vinnu-
markaðarins og atvinnulífs eða
einokun hinna stóru verkalýðssam-
taka og fyrirtækjasamtaka. Harðar
aðgerðir i peningamálum í slíku
þjóðfélagi þurfi til dæmis alls ekki að
leiða til þess að gengið verði til hóf-
samlegra launasamninga. Bendir
hagfræðingurinn á að meðaltals-
launahækkanir, sem samið hafi verið
um á liðnu ári, nemi 21%.
Þessar miklu launahækkanir hafa
verið i samræmi við stefnu ríkis-
stjórnarinnar um að peningamagn i
umferð aukist ekki um meira en 7 til
11% og gengi pundsins fari
hækkandi. Auk þess hafi þessu fylgt
9% samdráttur í framleiðslu brezkra
iðnfyrirtækja og tala atvinnulausra
hafi farið upp fyrir tvær milljónir.
(Reuter)
Hagfræðingurinn Milton Friedman er
einn helzti talsmaður þeirrar stefnu f
peningamálum sem rfkisstjóm
Margaretar Thatcher f Bretlandi
fylgir nú af mikilli trúmennsku.
Þrátt fyrir harða gagnrýni á árangursleysi efnahagsstefnu sinnar getur Thatcher forsætisráðherra Breta bent á að nokkuð
hafi dregið úr verðbólgunni f landinu á sfðustu mánuðum, þó ekki séu allir sammála um orsakir þess.