Dagblaðið - 17.09.1980, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980.
11
Enn stækkar fiskiskipafloti landsmanna. Hér siglir nýjasti skuttogarinn, Hólmanes SU-220, inn til Eskifjarðar nýlega.
DB-mynd: Emil Thorarensen.
Næsta stórverkefni f endurnýjun fiskveiðiflotans:
MINNIBÁTARNIR ÚR-
ELTIR OG ENDURNÝJUN
ÞEIRRA NAUDSYNLEG
— stefnt að samstarfi við raðsmíði íslenzkra
fiskiskipa
Það mun samdóma álit þeirra sem
gerst þekkja að vertiðarbátar, rækju-
bátar og fleiri bátar al stærðinni 20—
250 brúttórúmlestir komist
senn á jafn úrelt tæknistig og gömlu
síðutogararnir. í byrjun ársins voru 255
skip íslenzka fiskiskipaflotans 20 ára
og eldri og eftir 2—3 ár verða þau orðin
meira en 400. Langflest skipin eru af
áðurnefndri stærð.
Þennan hluta skipaflotans þarf því
að endurnýja á næstu árum og kemur
þá væntanlega verulega til kasta
íslenzks skipaiðnaðar. Það kom fram á
fundi Félags dráttarbrauta og skipa-
smiðja í gær, að félagið telur nauðsyn-
legt að fljótt verði við brugðið i þessum
efnum og því hafi félagið hrundið af
stað sérstöku þróunarverkefni í sam-
ráði við sjávarútvegs- og iðnaðarráðu-
ráðuneytið. Því verkefni er ætlað að
búa íslenzka skipaiðnað undir að leggja
sinn skerf til að hafa áhrif á þessa
þróun.
Hér sé að skapast tækifæri til veru-
legs átaks í íslenzkri skipasmíði. Verði
ekkert að gert muni það leiða til gífur-
legrar innflutningsbylgju líkt og þegar
skuttogarainnflutningurinn var sem
mestur. Samstillt átak skipasmíða-
stöðvanna í samvinnu við opinberra
aðila gæti aftur á móti komið í veg fyrir
slíkan innflutning.
Samstarfsverkefnið er fólgið í
hönnun og raðsmiði fiskiskipa og er
það nú þegar komið nokkuð á veg.
Verkefnið er fólgið í því að sýna fram á
'eftirfarandi megin markmið: í fyrsta
lagi endurnýjunarþörf bátaflotans. Þá
að hanna í samráði við utKerðaraðila
og þátttökulyrirtækin þrjár til fjórar
gerðir alhliða fiskiskipa með mestu
lengd milli 20 og 39 metra. Vinna
hönnunarvinnu verði unnin sem mest á
samstarfsgrundvelli til þess að lækka
kostnað.
Þá þarf að gera samræmdar og ítar-
legar tilraunir með líkön af þeim
skipum sem hönnuð verða, til að
tryggja sjó- og mótstöðuhæfni þeirra.
Einnig þarf að koma af istað og
samræma raðsmíði þeirra skipa sem
ákveðið verður að smíða hjá íslenzkum
skipasmiðastöðvum eftir ofangreind-
um teikningum og ná með þeim hætti
fram sem skemmstum smíðatíma og
lægstu söluverði. Að lokum þarf að
skapa með þessu samstarfsverkefni
grundvöll fyrir því að stjóruvöld og
fjármögnunaraðilar samþykki að
umrædd raðsmíði fiskiskipa fari fram
án þess að kaupsamningar hafi verið
gerðir fyrirfram.
Hjörleifur Guttormsson iðanaðar-
ráðherra hefur lagt fram i ríkisstjórn-
inni tillögu um raðsmíði 10 skipa af
þessari stærð, þ.e. 200—300 tonna skip
á 5 næstu árum. Þá verði einnig efldir
sjóðir til þess að kaupa gömul skip. í
tillögunni er gert ráð fyrir því að leyfð
verði smiði átveimurskipum án þess að
fyrir hendi sé kaupsamningur.
Fram hafa komið fjórar tillögur um
hin nýju skip, sem yrðu 21, 23,6,26 og
38,9 metrar að lengd. Bátarnir þurfa að
vera stæf.1 og betri en þeir sem nú eru í
uotkun og verður á næstunni rætt við
útgerðarmenn um tillögur að hönnun
bátanna.
-JH.
Samkomulag milli fóstra og fjármálaráðuneytisins:
FÓSTRUNEMAR AFTUR
HL VERKLEGS NÁMS
— samkomulagið háð samþykki félagsfundar í kvöld
Samkomulag náðist í gær milli
Fóstrufélagsins og fjármálaráðu-
neytisins um verklegt nám fóstru-
nema. 48 nemar á þriðja ári Fóstru-
skóla íslands voru sendir heim af
dagvistunarheimilum á höfuðborgar-
svæðinu í fyrradag. Fóstrur á
heimilunum neituðu að taka við
nemunum vegna kjaradeilu um
þóknun fyrir kennslu nemanna.
Kristín Kvaran, formaður Fóstru-
félags íslands, sagði í gær, að sam-
komulag það sem náðst hefði þýddi
að fóstrurnar fengju greidda 6 yfir-
vinnutíma fyrir kennsluna fram að
áramótum, en 8 tima eftir áramót.
þ.e. fyrir hvern mánuð. Þetta byggist
á sameiginlegri niðurstöðu sem áður
hafði náðst milli menntamálaráðu-
neytis og Fóstrufélagsins. Samkvæmt
áður gildandi samningum voru
greiddir I3 yfirvinnutímar fyrir þessa
kennslu fóstranna.
Samkomulag þetta er háð sam-
þykki félagsfundar, en hann verður
haldinn i kvöld kl. 20.30. Kristín
sagði það vera rangtúlkun, sem fram
kom í Þjóðviljanum í gær, að fjár-
málaráðuneytið hefði hafnað tilboði
fóstranna um 6 og 8 tima. Ekkert
tilboð hefði verið lagt fram af þeirra
hálfu, en hin sameiginlega niðurstaða
félagsins og menntamálaráðu-
neytisins hefði verið lögð fyrir fjár-
málaráðuneytið i gær og það hefði
samþykkt niðurstöðuna.
Fóstrunemarnir studdu kröfur og
aðgerðir fóstranna fyrir þessari
þóknunm og töldu hið verklega ná
ómissandi lið.
-JH:
Varðskip til móts við nýju
þyrluna — „Mjög vandaður gripur” segir Pétur Sigurðsson
Tveir flugmenn og flugvirki eru nú í
Bandarikjunum við þjálfun á nýju
þyrlu Landhelgisgæzlunnar, TF-RÁN.
Að sögn Péturs Sigurðssonar, forstjóra
Landhelgisgæzlunnar, mun varðskip
sigla á móti þyrlunni og er ætlunin að
þau mætist við Nýfundnaland upp úr
næstu helgi.
Pétur sagði þyrluna mjög hentuga til
allra gæzlustarfa, bæði við flutninea
og björgunarstörf. Hún er óvenju
hraðfleyg af þyrlu að vera, getur náð
370 km hraða á klst. en hagkvæmasti
flughraðinn er um 260 km/klst. Þyrlan
er einnig mjög langfleyg, hún ætti
auðveldlega að geta fiogið í kringum
landið meðfram ströndinni án þess að
taka eldsneyti. Með því að setja í hana
auka eldneytistanka mætti auka flug-
þolið enn meira og gæti þyrlan þá sótt
sjúklinga langt suður í Atlantshaf.
Þyrlan getur lent á fjórum varðskip-
anna, Ægi, Týr, Óðni og Þór.
Þyrlan kostaði um 850 milljónir.
-KMU.
Juvena,
snyrtinámskeið
Fyrir konur á öllum aldri. Kennum
umhirðu húðarinnar, handsnyrtingu,
dagsnyrtingu og make up. — Allar
uppl. og innritun i síma 76685 frá kl.
I—5 næstu daga.
Maria Kristmanns
Brynhildur Þorsteins
snyrtifræAingar
VITAVÖRÐUR
HORNBJARGSVITA
óskar að ráða konu sem aðstoðarvitavörð. Uppl.
á Vitamálaskrifstofu, Seljavegi 32, sími 27733.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
ÖSKAST
Ca 100 m2 iðnaðarhúsnæði óskast til leigu í
Reykjavík eða Kópavogi.
Upplýsingar í síma 75475 á kvöldin.
Starf skrifstofumanns
við Almannavarnir ríkisins er laust til umsóknar
og veitist frá og með 1. nóv. nk.
Uppl. um starfið veitir framkvæmdastjóri
Almannavarna ríkisins og skulu umsóknir berast
honum fyrir 23. sept. nk.
Almannavarnir rikisins.
TO YOTA-SALURINN
—"Já
Nýbyíavegi 8 fí portinu) Opið Jaugardagá
auglýsibj Árg. kl. 1-5.
Ekinn Verð
Toyota Cressida hardtop, sjálf- skiptur 78 46 þús. 6,3
Toyota Cressida station 78 52 - 5,8
Toyota Cressida station 78 84 - 5,7
Toyota Cressida sjálfsk. 4ra dyra 77 58 - 6,0
Toyota Cressida 4ra dyra, 5gira 78 46 - 5,4
Toyota Carina 4ra dyra 76 65 - 3,8
, Toyota Carina 4ra dyra 77 78 - 4,5
Toyota Corona Mark II 4ra dyra 77 60 - 4,5
Toyota Land Cruiser, disil 77 92 - 62
Toyota High Ace sendibill 74 116 - 2.9
Toyota Starlet ■80 6 - 5.7
Toyota Starlet SDL 79 10 - 4,8
TOYOTASALURINN
NÝBÝLAVEGl8, KÓP. SÍM!44144.
Höfum til afgreiðslu strax
Suzuki TS 50 og
GT50. Hagstætt verð og
greiðsluskilmálar. •
SUZUKIUMBOÐID
Ólafur Kr Sigurðsson hf.
Tranavogi 1, Reykjavík.
Símar 83484 og 83499.
SUZUK11980
1980