Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 12

Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 12
12 Iijálsl, úháð dagblað Utgafandi: DagblaðM hf. FramkvaamdaatjóH: Sveinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Kristjánsson. RitstjómarfuNtníi: Haukur Heigason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrtf stofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdai. (þróttir: HaHur Simonarson. Mennlng: Aflelsteinn Ingórtsson. Afletoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Páisson. Hfinnun: HUmar Karisson. Blaflamenn: Anna BJamason, Atli Rúnar HaHdórsson, Atíi Steinarsson, Asgeir Tómasson, Bragi SJgurfleson, Dóra Stefánsdóttir, Elfn Atoertsdóttlr, Ema V. Ingórtsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, 8lgurflur Sverrisson. Ljósmyndir: BJamieifur BJamleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson, og Sveinn Þormóflsson ✓ Skrifstofustjóri: Ólafur EyJóHsson. GJaldkeri: Þráinn ÞorieHsson. Sfikistjóri: Ingvar Svelnsson. DreHing- arstjóri: Mér E.M. HaHdórsson. Ritstjóm Slflumúla 12. Afgreiflela, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstófur ÞverhoítJ 11. Aflalskni biaflsins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plfitugerfl: HUmir hf., Siflumúla 12. Prentun Árvakur hf., SkeHunni 10. AskrHtarverfl á mánufli kr. 5.500.- Verfl i lausasöki 300 kr. ointakifl. b fjárfestí 12 milljónir á bónda á ári Kvótakerfi og fóðurbætisskattur eru /5 ekki beztu leiðirnar til samdráttar í framleiðslu mjólkurvöru og dilkakjöts. Þær koma of mikið niður á launum bænda án þess að hafa nógu mikil áhrif á framleiðslumagnið. Bezt er að byrja á að stöðva stuðning viö tjartestmgu í sauðfjár- og nautgripabúskap. Þar með er höggvið að rótum meinsins, áratuga offjárfestingu í landbúnaði. Samt heggur þessi leið ekki að launum bænda. Fjárfesting í landbúnaði nemur nú 16 milljörðum króna eða nærri 4 milljónum króna á hvern bónda. Þessi fjárfesting er að verulegu leyti í sauðfjár- og nautgripabúskap. Og hún er að verulegu leyti á kostn- að ríkis og opinberra sjóða. Sparnað ríkis og sjóða af þessari aðgerð má nota til að hvetja bændur til að draga saman seglin eða bregða búi. Það má gera mikið fyrir upphæðir, sem nema ár- lega milljónum króna á hvern bónda í landinu. Hluta upphæðarinnar má nota til að borga bændum fyrir að fækka búfé. Að baki þeirrar leiðar liggur hin ömurlega staðreynd, að þjóðfélagið sparar á að borga bændum fyrir að gera ekki neitt til að þurfa ekki að standa undir framleiðslunni. Annan hluta má nota til að kaupa jarðir bænda og taka þær úr ábúð. Væru þær þá væntanlega ekki keyptar lægra verði en svo, að það dygði fyrir íbúð í þéttbýli. Einnig má styrkja bændur til náms í atvinnu- greinum þéttbýlis. Þriðja hlutann má nota til að styðja bændur til að skipta um búgreinar, taka upp greinar, sem eru sam- keppnishæfar án styrkja, útflutningsuppbóta, niður- greiðslna og innflutningsbanns. Þar eru fiskirækt og ylrækt ofarlega á baugi. Þetta fyrsta skref mundi á nokkrum árum leiða til lækkunar og síðan hvarfs útflutningsuppbóta vegna minni framleiðslu á dilkakjöti, smjöri, ostum og mjólkurdufti. Sparnaðinn má nota til að flýta þróun- inni. Útflutningsuppbæturnar eru nú 8,5 milljarðar á ári eða um 2 milljónir króna á hvern bónda. Þetta fé má nota til að auka greiðslur til fækkunar bústofns, til kaupa á jörðum, til námsstyrkja bænda og til nýrra bú- greina. Eins má nota þessar fúlgur til að reisa á opinberan kostnað iðngarða í kaupstöðum og kauptúnum, sem hafa vinnslu landbúnaðarafurða. Húsnæðisskortur stendur iðnaði víðast fyrir þrifum. Iðngarðar eru lykill að smáiðnaði. Iðngarðar um land allt mundu draga til sín starfs- krafta úr landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða. Þeir mundu milda þá röskun, sem fylgir samdrætti í framleiðslu og vinnslu dilkakjöts og mjólkurvöru. Þegar framleiðslan er komin niður fyrir innanlands- neyzlu, er kominn tími til þriðja skrefsins, afnáms niðurgreiðsla og innflutningsbanns landbúnaðarafurða í áföngum. Það er stærsta og merkasta skrefið. Innflutningur hræódýrra landbúnaðarafurða á heimsmarkaðsverði frá Efnahagsbandalaginu og Bandaríkjunum mun gera stjórnvöldum kleift að halda niðri vöruverði og vísitölu, þótt niðurgreiðslur minnki og hverfi. Með afnámi niðurgreiðsla sparar ríkið til viðbótar 25 milljarða króna eða 6 milljónir á hvern bónda. Þá verður líka framleiðsla dilkakjöts og mjólkurvöru komin niður í þann helming eða þriðjung, sem raun- verulegur markaður er fyrir hér á landi. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. Hrafna-Flókar unrferðarinnar Margir halda því fram að hér á landi skorli verulega á að vegfar- endur akandi sem gangandi sýni hverjir öðrum gagnkvæma tillitssemi í umferðinni. Þeir „sigldu” og for- frömuðu benda á máli sínu til stuðnings hin og þessi lönd er þeir hafa komið til — allt er þar svo gott og allt er svo vont hér á landi. í mínum huga er málið engan veginn svona einfalt. Það eru til fleiri litir en svart og hvítt. Hins vegar finnst mér alltof margir vegfarendur hér haldnir minnimáttarkennd á háu stigi og hún kemur fram á fjölbreytilegan hátt. Algengustu sjúk'dómseinkenni af þessu tagi eru þau að menn þola ekki að ekið sé fram úr þeim, t.d. á ak- reinaskiptum vegum. Þeir hinirsömu telja sig eiga akreinina sem þeir aka á hverju sinni og spyrja þá ekki að því hvort það er vinstri akrcinin — nei, nei Þeir láta sig hafa það að lulla Kjallarinn Óli H. Þórðarson þar langt undir eðlilegum umferðar- hraða. Svona háttalag er nú varla til þess fallið að bæta umferðina hér- lendis eða auka álit manna á henni. En áfram með svarta og hvita litinn. Getur það verið að þessi einstaklingur sem ég er búinn að dæma sjúkan af „lítilskarls” komplexum hafi þrátt fyrir allt einhverja afsökun? Jú, það er nú mergurinn málsins. Hann getur sagt sem svo. „Ég ætla að beygja til vinstri eftir svo og svo mörg hundruð metra og ef ég er ekki kominn tímanlega á vinstri akreinina gefa þessir fjandar sem á henni aka mér ekki færi áað komast þangað.” Gagnkvæm tillitssemi er nauðsyn Því miður er þó nokkuð til i þessu og málið krefst hugarfarsbreytingar allra vegfarenda. Við verðum að sýna Greinarhöfundur segir: Þvl miður grunar mig að í umferðinni í dag aki fjölmargir sem leggja miklu meira upp úr því að vera á fínum og fallegum bilum heldur en að tileinka sér og fara eftir þeim reglum sem við eiga í umferðinni. Myndin er tekin á bílasýningu í New York. DB-myndRagnar Th. r Ný stjómar- skrá nauðsyn nokkur atriði sem óneitanlega tengjast og koma inn i alla umfjöllun um þessi mál. Kjallarinn Ekkert stjórnskipulag fær staðist nema fyrir séu liggjandi einhver stjórnskipunarlög, þ.e^tjórnarskrá, sem allt stjórnskipulag og stjórnar- fyrirkomulag grundvallast á. Við alþingisstofnun árið 930 settu landnámsmenn sér lög, þar sem m.a. voru settar reglur um meðferð á- greiningsmála og deilumála sem upp komu. Var ýmist gert út um slíkan á- greining og deilumál heima í héraði eða á Þingvöllum. Var það allt eftir eðli viðkomandi tilvika. Er íslending- ar komust undir Noregskonung á árunum 1262-1264 fengu íslendingar þrjár lögbækur frá Noregi, þ.e. Grá- gás, Járnsíðu og Jónsbók. Einkum var Magnús lagabætir iðinn við samningu lögbóka. Voru tvær þeirra , komnar til að hans frumkvæði. Er Norðurlöndin sameinuðust undir stjórn eins konungs undir lok 14. ald- ar giltu þar stjórnskipunarlög og reglur sem Dönum voru sett á hverjum tima. Hér er ætlunin að fjalla utn sumt það sem að islenskri stjórnarskrá lýtur fyrr og nú og allt fram til þessa tima og drepið verður á Stjórnarskráin 1874 Við tíu alda afmæli íslands- byggðar árið 1874 sendi Alþingi Íslendinga, sem hafði verið endur- reist um miðja öldina, þáverandi Danakonungi Kristjáni IX. bænaskrá um stjórnarskrá fyrir landið og lét fylgja með frumvarp að stjórnarskrá, sem þingið hafði komið sér saman um. Konungur hafnaði stjórnar- skrárfrumvarpinu en féllst á vara- tillögu þingsins um löggjafarvald sem var þó með þeim takmörkum, að ~v konungur varð að undirrita frumvörp þau sem Alþingi sendi frá sér til að þau öðluðust gildi. Þá fékk Alþingi Ijárforræði, þ.e. rétt til að ráðstafa því fé sem það hafði yfir að ráða til innlendra framkvæmda. Konungur skipaði sérstakan Íslands- ráðgjafa, sem sat í Kaupmannahöfn. Þessi ráðgjafi bar ábyrgð á því gagn- vart Alþingi, að stjórnarskránni Sigurður G. Haraldsson væri framfylgt. íslenskur lands- höfðingi var æðsta yfirvald innan- lands og stjómaði á ábyrgð ráðgjaf- ans, þ.e. íslandsráðherrans. Þing- menn voru 36 í tveim þingdeildum og >■

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.