Dagblaðið - 17.09.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980.
hverjir öðrum gagnkvæma tillits-
semi, m.a. með því að gefa stefnu-
merki í tíma áður en við beygjum —
hinir þurfa að veita því athygli og
gefa örlítið eftir af svokölluðum rétti
sínum, jafnvel þótt þeir séu á
stórum drekum og lítil púta ætli að
beygja. En það er þetta með réttinn. í
mínum huga á þetta réttarkjaftæði
fjölmargra aðila mikinn þátt í því
umferðarvandamáli sem hér ríkir.
Umferðarlög gera ekki ráð fyrir
ótvíræðum rétti eins og á kostnað
annars, þvert á móti er ætlast til í
þeim að aðgæsla og sæmilega skýr
hugsun ráði ferðinni. Reyndin er
aftur á móti sú að hér vill það verða
hugtakið „hérerég / fariðþiðfrá”
sem ræður. Svo kippir sér enginn upp
við það lengur þótt orðin umferð og
vandamál séu orðin að einu orði, og
það þykir sjálfsagt mál, að hér séu
umferðarvandamál á dagskrá allan
ársins hring.
Mér hefur stundum dottið í hug
hvort ýmislegt í fari íslenskra vegfar-
enda megi rekja allt til ársins 874 þeg-
ar forfeður okkar flúðu áþján og
álögur Haralds Noregskonungs og
lögðu á flótta hingað til íslands. Ég
geri ekki ráð fyrir að hann Flóki hafi
verið ánægður með norsk umferðar-
lög á sínum tíma á Flókagötunni
sinni i Noregi. Það skyldi þó aldrei
vera að enn þann dag í dag renni í
æðum okkar blóð þessara manna
sem ekki sæltu sig við þær reglur sem
þeim voru settar. Þvi hlýtur talsvert
að þurfa til að aðlaga okkur ströng-
um reglum nútima umferðar sem
byggjast m.a. á umhyggju, varkárni
og tillitssemi.
Því miður grunar mig að í um-
ferðinni í dag aki fjölmargir sem
leggja miklu meira upp úr því að vera
á fínum og fallegum bílum heldur en
að tileinka sér og fara eftir þeim
reglum, sem við eiga í umferðinni. Á
meðan þessi hugsunarháttur ríkir hjá
stórum hópi manna eru ekki líkur á
að vel fari. Það má ekki gleymast að
til þess eru umferðarlög sett að farið
sé eftir þeim á nákvæmlega sama hátt
og eftir öðrum landsins lögum.
Drykkjumenn undir stýri
Ég geri ekki ráð fyrir að fólki sem
hér á landi ekur nær daglega undir á-
fengisáhrifum dytti í hug að brjótast
inn til nágrannans til þess að stela frá
honum. Hitt finnst þeim sjálfsagt að
stofna lífi fjölmargra vegfarenda í
hættu með áfengisakstri. Nei takk
fyrir. Slíkt háttalag eigum við að
stöðva og segja til slíkra manna hvar
sem þeir eru annars staddir í þjóð-
félagsstiganum. Það eru ekki miklar
likur á að þeir slasi sjálfa sig i
dollaragrínunum sínum, þeir eru til-
tölulega vel varðir inni í þeim, ég tala
nú ekki um hafi þeir rænu og þrótt
til þess að spenna á sig bílbeltin. Það
er svo aftur annað mál hvort yfirvöld
eiga að halda áfram á tollabraut sem
hvetur til innflutnings á litlum og
veikbyggðum bílum, sem engan
veginn standast nútíma kröfur um
öryggi og góða endingu. Meiri hluti
bifreiða í eigu landsmanna eru bílar
sem framleiðendur beinlínis ætlast til
að fari i bílapressur sem ónýtir eftir
fárra ára notkun.
Hjólbarðar eru mikið öryggisatriði i umferðinni. Þá ætti að gera eins ódýra og hægt er með tilfærslu aðflutningsgjalda. Þá
myndu skitblankir tslendingar ekki þurfa að leggjast svo lágt að kaupa innflutta, notaða hjólbarða.
Lappafl upp á
gömul hrœ
Hér á landi er svo verið að lappa
upp á algjör hræ árum saman og
ekkert er rætt um að það fer að
heyra fortíðinni til að bílar hafi verið
þannig gerðir í upphafi að þeir séu
endurbyggingarverðir. Verðbólgu-
sjúkt þjóðfélag okkar kallar á tekjur
og aftur tekjur og tollheimtu-
mennirnir á Alþingi sjá ekkert
athugavert við það að tolla varahluti í
bílana okkar svo hátt, að ég fullyrði
að það kemur niður á örygginu og
þeim kröfum, sem við verðum að
gera til bifreiða í dag svo þær valdi
ekki hættu í umferðinni. Meira að
segja hjólbarðar sem eru nokkurs
konar hornsteinar öryggis í akstri eru
hér svo dýrir að menn aka á
sléttslitnum hjólbörðum mánuðum
saman og verðleggja sjálfa sig, fjöl-
skyldu og aðra samferðamenn svo
lágt að matið nær ekki verði nýrra
hjólbarða.
Má ég biðja um stefnubreytingu
stjórnvalda í þessum málum. Stuðl-
um að auknum innflutningi sterk-
byggðra bíla með tilfærslu
aðflutningsgjalda. Gerum hjólbarða
og varahluti í öryggisbúnað bifreiða
eins ódýra og frekast er kostur. Þá
losnum við kannski við þá furðulegu
staðreynd að það borgi sig að flytja
inn notaöa hjólbarða sem gegnt
hafa hlutverki sínu á erlendum ak-
brautum og selja þá skítblönkum
íslendingum. Hvaða vit er i svona
löguðu?
Við megum ekki einblína á
orkuverð í vali okkar á bílum. Mér
l'innst mikið gefandi fyrir aukið um-
ferðaröryggi og finnst að það ætti á
allan mögulegan hátt að stuðla að
því að það séu ekki forréttindi tillölu-
lega fárra í þjóðfélaginu að aka á
sterkbyggðum bifreiðum.
Slysin kosta stórfó
Eitt af því sem hefur mikil áhrif á
háttalag okkar og venjur í um-
ferðinni eru umferðarlegar aðstæður.
Mjög mikið vantar á að gatnakerfið i
dag fullnægi þeim kröfum, sem
nútíma umferð þarf að byggjast á.
Góð ráð sem reynt er að gefa vegfar-
endum mega sín lítils gegn vanhæfu
gatnakerfi, sem þó er reynt að bæta
eftir því sem tök eru á. í þessum
efnum, sem öðrum skortir fé. En við
skulum ekki gleyma því að hvert slys
sem rekja má til þeirra ástæðna, sem
ég hef verið að benda á kosta þjóð-
félagið stórfé og aðstandendur miklu
meira í sorg og ástvinamissi. Við
hljótum að hafa efni á að bjarga
mannslífum.
En eftir hverju bíðum við? Er
nokkuð sem bendir til þess að i
náinni framtíð verðum við betur i
stakk búin fjárhagslega til þess að
gera róttækar breytingar í tolla-
málum, stórauka fyrirbyggjandi
aðgerðir í formi umferðarfræðslu
eða að byggja umferðarmannvirki
sem hæfa nútímaumferð, s.s. göng
undir akbrautir og brýr yfir fjölfarin
gatnamót? Ég held ekki. Því fyrr
sem við hefjumst handa af stórhug
því betra. Köstum nú frá okkur
skammtímalausnum og látum hendur
standa fram úr ermum. Byrjum á því
að byggja brú milli stjórnvalda og al-
mennings sem þolir mikla umferð
djarfhuga ákvarðana — spennum
bogann hátt en ekki svo að við
gleymum að spenna bílbeltin.
^ Má ég biöja um stefnubreytingu
stjórnvalda í þessum máium. Stuðlum aö
auknum innflutningi sterkbyggöra bila með til-
færslu aðflutningsgjalda. Gerum hjólbarða og
varahluti í öryggisútbúnað bifreiða eins ódýra
og frekast er kostur. Þá losnum við kannski
við þá furöulegu staðreynd að það borgi sig að
flytja inn NOTAÐA hjólbarða, sem gegnt
hafa hlutverki sínu á erlendum akbrautum og
selja þá skítblönkum íslendingum. Hvaða vit
er í svonalöguðu ... ?”
Ef til vill — og vonandi — kemur það i hlut þess Alþingis sem nú situr að rétta
upp hendur til samþykkis stjórnarskrá sem samræmist nútfmanum.
höfðu konungkjörnir þingmenn
stöðvunarvald í annarri deildinni.
Þvi má ef til vill segja að tví-
skipting Alþingis hjá okkur sé arfur
frá dönskum kóngi á síðustu öld. ÖII
helstu mannréttindi voru tryggð í
stjórnarskránni, svo sem friðhelgi
heimilis og eignarréttar, prent- og
fundafrelsi o.s.frv.
Stjórnarskráin 1944
Við lýðveldistökuna fengu
íslendingar stjórnarskrá, sem þó var í
ýmsum veigamiklum tilvikum byggð
á stjórnarskránni frá 1874. Þess ber
að geta að breytingar á stjórnar-
skránni bar nokkrum sinnum á góma
á nítjándu öldinni en engar breyting-
ar verða á stjórnskipunarlögum fyrr
en með heimastjórnarlögunum í byrj-
un aldarinnar. Er landið varð sjálf-
stætt ríki árið I9I8 var stjórnar-
skráin aðlöguð því er tók til utan-
rikismála og samskipta ríkisstjórna
og konungs. Voru þá yfirleitt sam-
þykkt lög Alþingis símuð konungi
sem svo sendi staðfestingu sina á
þeim og þá oft með skeyti. Það fyrir-
komulag hélst allt til 1940 með til-
komu ríkisstjóra, Sveins Björns-
sonar, og yfirtöku konungsvaldsins.
Lýðveldisstjórnarskráin er í sjö
aðgreindum hlutum og 81 grein alls.
Þar er fyrst að telja lýsingu stjórn-
skipulags, þá kafli um forsetann, og
allt sem tengist embætlinu, valdsviði
þess og kjöri í það. Þá koma tvær
greinar er lúta að Alþingi, kjör-
dæmaskipun og starfsháttum
Alþingis. Þá er að geta tveggja greina
er lúta að dómstólum, dómsmála-
skipan og allri meðferð mála þar að
lútandi. Loks er einn kafli um þjóð-
kirkjuna. Stjórnarskrá þessi er að
meginstofni stjórnarskráin frá 1874
utan þeirra viðauka, sem eru í
sambandi við tilkomu lýðveldis 1944.
Ójafn
kosningaréttur
Það mál sem oft verður uppi á
teningnum í umfjöllun um stjórnar-
skrána er misvægi atkvæða í ein-
stökum kjördæmum. Þetta er af-
leiðing þeirra byggðaröskunar og
tilfærslna á fólki milli kjördæma frá
því að siðasta breyting á stjórnar-
skránni var gerð árið 1959 er ein-
menningskjördæmi voru afnumin og
stærri kjördæmi tekin upp. Nú er svo
málum komiðaðeitt atkvæði á Vest-
fjörðum er á við fimm atkvæði í
Reykjaneskjördæmi.
Það verður að telja að kosninga-
réttur heyri til grundvallar-
mannréttinda og þess vegna má
nokkurri furðu sæta að enn skuli
ekki hafa verið gengið í það að hálfu
Alþingis að jafna þennan mikla at-
kvæðamun. Að sjálfsögðu kemur
endurskoðun stjórnarskrárinnar inn i
þetta mál. Hér er ef til vill um einn
versta vankant núverandi stjórnar-
skrár að ræða og brýnt mann-
réttindamál að úr verði bætt.
Aðlögun að
nútímanum
Á það hefur verið bent í
umræðum um nýja stjórnarskrá, að
nauðsyn beri til að fá stjórnarskrá,
sem taki mið af breyttum þjóðfélags-
þáttum og lifsmáta, sem orðið hafa á
þeim rúmu tuttugu árum, síðan
íðasta stjórnarskrárbreyting var
erð. Þar sem núverandi stjómarskrá
er að stofni til rúmlega aldargömul,
hlýtur þetta atriði málsins að vega
þungt í sambandi við nauðsyn nýrrar
stjórnarskrár. Mannleg samskipti eru
að sumu leyti orðin flóknari og marg-
þættari en var fyrir tuttugu árum og
þjóðfélagið er orðið margbrotnara en
þá var. Sambúðarhættir fólks hafa
og breyst og yfirleitt viðhorf fólks til
þjóðfélagsins á mörgum sviðuin. Allt
þetta hlýtur að teljast veigamikill
rökstuðningur fyrir hröðun á nútíma-
stjórnarskrá.
Lokaorö
Hér hefur aðeins verið stiklað á
mjög stóru í sambandi við endur-
skoðun og samningu nýrrar stjórnar-
skrár landinu til handa og örugglega
hefur mörgu þar verið sleppt, enda
hér um ákaflega margbrotið og um-
fangsmikið mál að ræða. Aðeins
hefur það verið tilgreint sem mér sem
leikmanni i þessu máli hefur flogið í
hug í fljótu bragði. Þar eru auðvitað
aðrir mér margfróðari um þetta mál,
eins og Ijóst má vera. Nú hafa verið
starfandi stjórnarskrárnefndir hátt í
áratug. Hjá þeim tveim stjórnarskrár-
nefndum, sem starfandi hafa verið á
þessu tímabili hefur sjálfsagt mikið
og gott starf verið unnið á þessum
tíma. Vonandi ber núverandi
stjórnarskrárnefnd gæfu til að ljúka
sínu verki sem fyrst við samningu
nýrrar stjórnarskrár. Um þá skoðun
hljóta allir réttsýnir menn að geta
sameinast að rúmlega tíræð stjórnar-
skrá verði leyst af hólmi með nýrri og
þágjarnafyrr enseinna.
SigurðurG. Haraldsson.
„ ... Nú er svo málum komið aö eitt at-
kvæöi á Vestfjörðum er á við fímm at-
kvæði í Reykjaneskjördæmi. Það verður að
telja að kosningaréttur heyri til grundvallar-
mannréttinda og þess vegna má furðu sæta að
enn skuli ekki hafa verið gengið í það af hálfu
Alþingis að jafna þennan mikla atkvæða-
mun...”