Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 14
14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980.
íþróttir
Sheffield Utd.
skoraði f jögur
Sheffield Uniled vann góðan sigur, 4—2, á
Blackpool er liðin mætlusl i 3. deildinni í gærkvöldi.
Önnur úrslit i Englandi urðu þessi:
3. deild
Burnley-Hull 2—0
Carlisle-Millwall 2—1
Colchester-Chesterfield 1—1
Gillingham-Huddersfield 0—0
Portsmouth-Charlton 1—0
Sheffield Utd.-Blackpool 4—2
Swindon-Oxford 1—0
Walsall-Rotherham 0—2
4. deild
Bournemouth-Harllepool 1—0
Bury-Crewe 1—3
Darlington-Schunthorpe 0—1
Halifax-Wigan 0—1
T orquay-Doncaster 2—3
York-Tranmere var aflvsl eflir 48 mínúlur vegna
mikils vatnselgs á vellinum, en staðan var þá 3—0
York í vil.
Ragnar Ólafsson
vann ÍSAL-mótið
Ragnar Ólafsson sigraði i ÍSAL-keppninni í golfi
sem haldin var i Grafarholti um helgina. Lék Ragnar
holurnar 36 á 144 höggum samtals og jafnaði vallar-
melið er hann lék 18 holur á 71 höggi. í öðru sæti
varð Hannes Eyvindsson sem lék á 153 höggum. íi
■neislaraflokki kvenna sigraði Lóa Sigurbjörnsdóttir
en hún lék á 147 höggum nettó. Guðrún Eiríksdóttir
lék einnig á 147 höggum en hafði lakara skor en Lóa
og hafnaði því i öðru sæti. ,
Legia Varsjá
tapaði í Sofiu
Búlgörsku bikarmeistaramir Slavia Sofia komu
allmjög á óvart i gærkvöldi er þeir sigruðu pólska
liðið l.egia Varsjá 3-1 i fyrri leik liðanna í Evrópu-
keppni bikarmeistara i Búlgariu i gærkvöldi. Staðan
■ hálfleik var 0-1 fyrir Legia, en í síðari hálfleik
skoruðu Búlgararnir þrivegis og tryggðu sér sigur.
Önnur úrslit í Evrópukeppnunum þremur í gær-
kvöldi urðu þessi:
Evrópukeppni meistaraliða
Linfield — Nantes 0-1
Leikurinn var leikinn i Haarlem, þar sem Linfield
er í heimaleikjabanni vegna óspekta áhorfenda
sinna.
Evrópukeppni bikarmeistara
Slavia Sofia — Legia Varsjá 3-1
Spora Luxentborg — Sparta Prag 0-6
Newport County — Crusaders 4-0
UEFA-keppnin
Sliema Wanderes — Barcelona 0-2
UjpestDozsa — RealSociedad 1-1
Hilaire dæmdur
í leikbann og sekt
Crystal Palace leikmaðurinn Vince Hilaire var i
gær sektaður um 500 sterlingspund (jafnvirði rúm-
lega hálfrar milljónar isl. króna) og dæmdur í
fjögurra leikja bann fyrir að hrinda dómaranum í
lcik Crystal Palace og Tottenham 19. ágúst sl.
Hilaire var vikið af leikvelli f leiknum fyrir brot sitt,
en leikurinn endaði 4-3 fyrir Tottenham. Ritari
enska knattspyrnusambandsins, Ted Croker, sagði
að brot Hilaires væri sennilega hið versta í knatt-
spyrnu. ,,Sumir leikmenn leika allan sinn feril án
þess að sýna dómara nokkurn tima óvirðingu, og
framkvæmdastjórar félaganna ættu að krefjast þess
að aðrir lcikmenn tækju hina sér til fyrirmyndar i
þeim efnum,” sagði Croker.
Valur
vann KR
Valsmenn sigruðu KR-inga 65-60 i
úrslitaleik Coca Cola mótsins i körfu-
knattleik, sem lauk i íþróttahúsi Haga-
skólans á mánudagskvöld. í leiknum
um 3. sætið i mótinu sigraði ÍR Fram
46-45 með vítaskoti Jóns Indriðasonar
rétt fyrir leikslok. Framarar léku án
Bandaríkjamanns i mótinu en þóttu
koma mjög vel frá þvi og verða vafa-
litið sterkir i 1. deildinni i vetur.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
DB-mynd Sig. Þorri.
Bjarni svffur hér á eftir knettinum og ver glæsilegan þrumufleyg Miillers á 11. minútu.
SLYSAMARK KOM K0LN
A BRAGÐIÐ GEGN ÍA!
— Skagamenn héldu jöfnu við Þjéðverjana í fyrri hálfleik og lékuþá vel en
sorglegt mark í byrjun seinni hálfleiks gerði drauminn að engu. Köln vann 4-0
Eftir að Akurnesingar höfðu staðið í
hinum fræeu andstæðingum sínum í
IFC Köln allan fyrri hálfleikinn, haldið
0-0 í hálfleik og leikið stórvel, var það
sorglegt hvernig gæfan snerist i
höndum þeirra. Siðari hálfleikurinn
var ekki nema þriggja mínútna gamall
er vinstri bakvörðurinn Kroth reyndi
skot af um 25 metra færi á ská við
markið. Bjarni virtist hafa knöttinn,
hafði hendur á honum en missti hann
yfir sig í markið. Álengdar virtist þetta
klaufalegt, ekki hvað sizt vegna þess að
Bjarni hafði sýnt markvörzlu á heims-
mælikvarða einum þrisvar sinnum í
fyrri hálfleiknum. „Boltinn var háll og
égætlaði að gripa hann en tókst ekki
betur til,” sagði Bjami eftir leikinn. Tiu
mínútum síðar fengu Skagamenn á sig'
annað mark sitt sem rekja má beint til
mistaka Sigurðar Halldórssonar, sem
var að gaufa með knöttinn og lét hirða
hann af sér. Eftir það var aldrei nein
spurning um sigurvegara i leiknum og
Þjóðverjarnir léku sér að Skagamönn-
um eins og köttur að mús þrátt fyrir þá
staðreynd að fjóra fastamenn vantaði í
liðið. Lokatölur urðu 4-0 og hefðu
hugsanlega getað orðið stærri.
Kölnararnir hófu leikinn í gær af
miklum krafti og strax á 1. mínútunni
munaði ekki nema hársbreidd að þeim
tækist að skora en Muller hitd ekki bolt-
ann í góðu færi eftir hornspyrnu. Bæði
liðin virtust nokkuð taugaóstyrk og
einkum voru Kölnararnir ragir við að
fara fram. Þeir höfðu þrjá fasta
sóknarmenn og létu þá að mestu sjá um
að sækja en veittu þeim litinn stuðning
nema þegar Skagamennirnir voru fá-
mennir til varnar. Greinilegt var á
varnarleik liðsins að þar átti ekki að
taka snefil af áhættu. Varnarmönnun-
um var heldur ekki gert ýkja erfitt fyrir
því eiginlegir sóknarmenn Skagamanna
voru aðeins tveir talsins og hægri
vængurinn var lengst af illa eða
ónýttur. Vera má að það hafi verið
fyrirfram ákveðið en hvað um það.
Á 11. mínútu varði Bjarni hreint út
sagt meistaralega frá Múller af víta-
teigslínu eftir að vörn Skagamanna
hafði verið splundrað. Tony Wood-
cock, bezti maður Kölnarliðsins, lék þá
á Guðjón Þórðarson og gaf fyrir
markið. Knötturinn virtist fara í hönd
eins sóknarmanna Kölnar og þaðan út
til Múllers, sem skaut viðstöðulausu
bylmingsskoti alveg upp undir þverslá.
Bjarni sveif á eftir tuðrunni og varði
snilldarlega. Sýndi þar sannkölluð
meistaratilþrif. Bjarni varði ekki síður
glæsilega frá Engels á 18. mínútu eftir
að hann hafði snúið á vörnina í miðjum
vitateignum. Fóru þar tveir varnar-
menn í hann — ekki í eina skiptið sem
það gerðist — og varð hált á því. Bjarni
bjargaði hins vegar andlitinu fyrir þá.
Á 25. mínútu varð Bjarni enn að grípa
fram sparihanzkana og tókst þá naum-
lega að verja skot Múller. Woodcock
átti þá sendingu upp kantinn til Engels,
sem gaf fyrir markið. Múller sneri á
varnarmennina, sem fóru tveir gegn
honum likt og gegn Engels áður, en
Bjarni varði af snilld.
Á 26. mínútu munaði ekki nema
hársbreidd að Skagamenn, sem sífellt
komu meira inn í leikinn er á hann leið,
skoruðu mark. Guðjón Þórðarson tók
þá langt innkast og sendi beint á koll-
inn á Sigurði Halldórssyni, sem skall-
aði aftur fyrir sig inn í markteiginn.
Þar spyrnti Sigþór Ómarsson af alefU á
markið en Schuhmacher sá við honum.
Kom höndum fyrir knöttinn um leið og
hann skaut. Bjargaði í horn en var
greinilega þjáður í annarri höndinni,
enda skotið firnafast. Eftir þessa sókn
var greinilegt að Akurnesingarnir gerðu
sér grein fyrir að þeir gætu staðið í and-
stæðingunum með skynsömu spili og
því beittu þeir út hálfleikinn. Köln fékk
ekki eitt einasta færi síðari hluta fyrri
hálfleiksins en ekki munaði nema hárs-
breidd aftur að Sigþór skoraði á 43.
mínútu er hann fékk sendingu inn fyrir
vörnina, sem greinilega taldi að hann
væri rangstæður. Aðþrengdur af
varnarmanni náði hann að spyrna fast
að marki en rétt framhjá.
Hinir 3500 áhorfendur klöppuðu
Skagastrákunum eðlilega lof í lófa er
þeir gengu af velli í leikhléi enda höfðu
þeir staðið sig mjög vel. Þeir léku án
Sigurðar Lárussonar en ekki má heldur
gleyma því að í lið Kölnar vantaði enn
fleiri leikmenn. Rainer Bonhof varð að
fara af leikvelli á 38. mínútu og kom
Cullmann í hans stað.
Síðari hálfleikurinn var mun tíðinda-
snauðari en sá fyrri en ef þessi tvö
ódýru mörk í byrjun hans hefðu ekki
komið er ekki gott að segja til um
hvernig leikurinn hefði getað farið.
Kjarkur og þrek leikmanna fór dvín-
andi eftir því sem á leið og yfirburðir
Kölnar urðu æ meira áberandi. Á 5
mín. kafla gerði Köln mjög harða hríð
að marki Skagamanna og skoraði þá
tvivegis. Fyrst reyndar skaut Wood-
cock yfir í góðu færi en hann var
maðurinn á bak við þriðja markið á 78.
mín. Stal þá knettinum af Kristjáni Ol-
geirssyni og sendi upp kantinn til Litt-
barski. Hann sendi strax fyrir markið á
Múller, sem skoraði örugglega með
skalla. Þar hefði Bjarni e.t.v. átt að
hremma fyrirgjöfina því hún kom á
stöngina nær. Fjórða markið kom
aðeins tveimur mínútum síðar og sýndi
bezt hvernig staðan í leiknum var
orðin. Skagmenn búnir að missa áhug-
ann. Múller sendi þá fyrir markið og
þar misstu Bjarni og einir þrír varnar-
menn af knettinum, sem barst til
Strack, sem gat vart annað en skorað af
markteig, 4-0.
Liðin: Köln: Schumacher, Prestin,
Korth, Strack, Gerber, Bonhof, Litt-
barski, Botteron, Múller, Woodcock,
Engels, varamaður: Bonhof; Akranes:
Bjarni Sigurðsson, Guðjón Þórðarson,
Jón Áskelsson, Júlíus P. Ingólfsson,
Sigurður Halldórsson, Jón Gunnlaugs-
son, Kristján Olgeirsson, Björn H.
Björnsson, Sigþór Ómarsson, Guð-
björn Tryggvason (Ástvaldur Jóhann-
esson), Árni Sveinsson.
Dómari leiksins var að mati undirrit-
aös slakur.
- SSv.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Bþróttir
Iþróttir
I
Ný stórstjama í uppsiglingu í knattspyrnu?:
RANGERS VIUA OLMIR FA17
ÁRA BUKA TIL UÐS VID SIG
— hafa boðið Trausta Ómarssyni að koma og æfa hjá sér fyrir 80 sterlingspund á viku með
atvinnusamning fyrir augum.Willy Reinke hafði einnig samband við hann áður en hann
hélt skyndilega af landi brott í gærmorgun
Eftir heimildum sem DB hefur aflað
sér mun Trausla Ómarssyni, 17 ára
gömlum leikmanni í Breiðabliki, hafa
verið boðið að koma til skozka stórliðs-
ins Glasgow Rangers nú í haust og leika
þar með unglinga- og varaliði félagsins
fyrst um sinn fyrir 80 sterlingspund á
viku. Rangers hafði mikinn hug á að ná
i strák með það fyrir augum að ná
samningi við hann siðar meir. DB
reyndi í gær að ná sambandi við hann
en tókst ekki.
En það eru fleiri en Rangers á eftir
Trausta því v-þýzki umboðsmaðurinn
Willy Reinke, sem hefur dvalið hér að
undanförnu en fór skyndilega af landi
brott i gærmorgun, hefur haft sam-
band við hann og vill koma honum í at-
vinnumennsku. Skozka liðið kom auga
á Trausta er hann var á keppnisferða-
lagi með félögum sínum i 2. flokki
Breiðabliks og hreifst þegar af honum.
Þá hefur DB það fyrir satt að Albert
Guðmundsson muni halda til móts við
Reinke er landsliðið kemur heim frá
Tyrklandi. Albert hefur ætlað sér til
Edmonton í Kanada í allt sumar og
hefur fengið tilboð þar um en nú gæti
hæglega farið svo að hann skipti um
skoðun ef gott tilboð fæst.
Reinke ætlaði sér að sjá leik ÍBV og
Banik Ostrava á Kópavogsvellinum á
s
14 ára og
leikur með
Blackpool
Þeir verða sífellt yngri og yngri
knattspyrnumennirnir hjá ensku deild-
arfélögunum. Sá yngsti, heitir Eamon
Collins og lék sinn fyrsta leik með
Blackpool í 3. deild á dögunum.
Collins er aðeins 14 ára og 323 daga
gamall og hann er langyngstur allra
sem leikið hafa með ensku deildarliði.
Það var Alan Ball, framkvæmdastjóri
Blackpool, sem uppgötvaði pilt þegar
hann lék með írsku félagi og Ball hefur
augsýnilega talið Collins mikið efni.
morgun og styrkir það grun manna að
hann hafi ætlað sér að fylgjast með
Sigurlási Þorleifssyni, miðherja Eyja-
manna. Sigurlás fór sem kunnugt er út
til Beigíu i ágúst en gekk ekki sem
skyldi og kom heim aftur eftir mis-
heppnaða ferð að flestu leyti.
Þá stóð það til að Reinke hefði
aftur samband við Ragnar Margeirsson
í gær en af því varð eðlilega ekki.þar
sem hann hvarf svo skyndilega héðan.
Öruggt er að Ragnar leikur ekki með
ÍBK næsta sumar. Aðrir leikmenn sem
pB veit að eru í spilinu eru Sigurður
IGrétarsson og Lárus Guðmundsson.
i - SSv.
ALLIR G0MLU FH-INGARNIR
AFTUR A KAPLAKRIKA
- líkur á að fjórir fyrrverandi leikmenn með FH gangi aftur til liðs við félagið
Margt þykir nú benda til þess að FH-
ingar endurheimti fjóra af fyrrverandi
leikmönnum sinum áður en næsta
keppnistímabil hefst i knattspyrnunni.
Eru það þeir Ólafur Danivalsson og
Dýri Guðmundsson hjá Val, Framar-
inn Gunnar Bjarnason svo og Janus
Guðlaugsson, sem nú leikur með v-
þýzka 2. deildarliðinu Fortuna Köln.
Eamon Collins er aðeins 14 ára og 323
daga gamall, en hann hefur þegar leikið
sinn fyrsta leik með 3. deildarliði
Blackpool.
FH-ingar náðu að halda sæti sínu í 1.
deildinni á elleftu stundu og víst er að
endurkoma þessara leikmanna yrði
liðinu gífurlegur styrkur. Þyrfti þá vart
að gera því skóna á hvorum enda
deildarinnar FH kæmi til með að berj-
ast.
Hvorki Gunnar Bjarnason né Ólafur
Danivalsson hafa náð að festa sig i sessi
hjá sínum félögum og vitað er til þess
að Ólafur hefur ekki verið ánægður
með gang sinna mála hjá FH. Hann
vildi ekkert láta hafa eftir sér varðandi
hugsanleg félagaskipti er DB hafði
samband við hann í gær. Gunnar
Bjarnason er nú i Danmörku með
meistaraflokki Fram, sem leikur annað
kvöld við danska liðið Hvidovre i
•Evrópukeppni bikarmeistara. Þar af
leiðandi tókst ekki að ná í hann. Dýra
Guðmundsson náðist heldur ekki i en
Við vorum
óheppnir að
skora ekki
„Við fengum á okkur tvö ódýr
mörk á fyrstu 15 mínútum síðari hálf-
leiksins og þá var það búið,” sagði
Hörður Helgason í spjalli við DB eftir
leikinn. „Við vorum óheppnir að skora
ekki, og ég er ánægður með leikinn ef
undan eru skilin þrjú fyrstu mörkin.
Köln lék á fullu allan tímann, og
slakaði ekkert á í lokin. Auðvitað
höfum við ekki jafnmikið úthald og
þrautþjálfaðir atvinnumenn, en mér
fannst sigur þeirra í leiknum of stór.
Við töpum ekki með meiri mun úti,”
sagði Hörður Helgason.
Hættulegasta txkifæri Skagamanna i lciknum. Sigþór Ómarsson sendir knöttinn framhjá marki Kölnar en SchuhmacbefPR
áhyggjufullur á svip. DB-mynd Einar Ólason.
hann og Ólafur héldu í morgun áleiðis
til Spánar með félögum sínum í Val i
Síberíuvist á
Laugardals-
velli
Þeir þurfa aö hírast í kulda og
trekki, sjá varla hvað þeir eru að skrifa
á blöð sin vegna rökkurs og langi þá i
kaffisopa verða þeir að standa í langri
og þreytandi biðröð. Hér er ekki átt við
íhúa í námuverkamannabyggö i
Síberíu, heldur iþróttafréttaritara, sem
leggja það á sig, að fara á leiki á Laug-
ardalsvellinum. Hví í ósköpunum er
ekki búið að koma upp smáglerbúri
efst i stúkunni, likt og er á Kópavogs-
vellinum? Núverandi aðstaða er til há-
borinnar skammar og sæmir ekki leik-
velli sem notaður er undir landsleiki.
Þetta er ábyggilega einsdæmi í allri
Evrópu og þó víðar væri leitað.Og
hvernig er með flóðljósin á Mela-
vellinum? Stóð ekki einhvern tima til
að flytja þau á Laugardalsvöllinn?
Flóðljós eru bráðnauðsynleg á velli sem
þessum og ættu að vera komin á
Laugardalsvöllinn fyrir langa löngu.
sumarfrí eftir erfitt keppnistimabil.
Janus Guðlaugsson er nú við nám
við íþróttaháskóla í Köln og hefur
komið til tals að hann haldi heim á leið
á ný í vor eftir tveggja ára dvöl i Þýzka-
landi. Fari svo að þessir leikmenn gangi
til liðs við félagið allir saman er ekki að
efa að það mun lyfta FH upp úr botn-
drómanum. Eftir þvi sem við vitum
bezt á DB mun Valþór Sigþórsson ætla
að leika áfram með FH og það má því
búast við liðinu sterku næsta sumar.
-SSv.
fyrri hálfleikur
hjá okkur
„Fyrri hálfleikurinn var
dæmigerður fyrir þá leiki sem við
höfum leikið 1 Búndeslígunni til þessa.
Við réðum lögum og lofum en gátúm
ekki skorað," sagði aðalþjálfari Köln
Karl-Heinz Heddergolt eftir leikinn. í
síðari hálfleik fóru síðan hlutirnir að
ganga betur en fyrstu tvö mörkin voru
mikil heppnismörk. Hins vegar varði
markvörður ÍA tvivegis mjög vél i fyrri
hálfleik,” sagði Heddergott.
TV0 FYRSTU MORKIN
VORU AFLEIT
„Þetta var góður fyrri hálfleikur en
tvö fyrstu mörkin voru afleit. Þar af
var annað markið alveg mér að
kenna,” sagði Sigurður Halldórsson
eftir leikinn. „Kölnarliðið naut sín
undir lokin, og það var afdrifaríkt
hvað við gáfum þeim mikið eftir
miðjuna, þeir fengu of mikinn tíma. Ég
bjóst við að þeir væru meira sýningar-
lið, mundu spila meira eins og þeir
gerðu í fyrri hálfleik. Síðari leikurinn
leggst vel i mig,” sagði landsliðsmið-
vörðurinn Sigurður Halldórsson.
Erfiður leikur
„Við verðum að teljast líklegri til að'
vinna siðari leikinn eftir þessi úrslit,”
sagði enski landsliðsframherjinn Tony
Woodcock í spjalli við DB eftir leikinn.
„Þetta var erfiður leikur og við vorum
heppnir að skora fyrsta markið. Viö
söknuðum ekki þeirra Neumanns,
Zimmermanns og Schúster i leiknum. í
Kölnarliðinu eru margir góðir leikmenn
óg það kemur maður í manns stað.”
Missti hálan knött-
inn aftur fyrir mig
„Ég ætlaði að grípa knöttinn en
hann var svo háll að ég missti hann
aftur fyrir mig,” sagði markvörður ÍA
Bjami Sigurðsson um fyrsta markið.
„Hin mörkin átti ég ekki möguleika á
að verja, skallamarkið var með öllu
óverjandi, hann skaliaði boltann á
;versta stað. Hins vegar var leikurinn
góður framan af, en ódýru mörkin tvþ í
upphafi síðari hálfleiks gerðu útslagið.
,Það voru alveg ósjálfráð viðbrögð hjá
mér, þegar ég varði skotið frá Mllller á
11. mínútu, ég sá ekkert hvert boltinn
fór. Síðari leikurinn við Köln verður
erfiðari, þeir þekkja þar allar
aðstæður,” sagði Bjarni Sigurðsson.