Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 17

Dagblaðið - 17.09.1980, Qupperneq 17
17 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 1980. Þorgeir Ástvaldsson vinnur að þáttaseríu um Bítlaœðið: Þeir verða ekkifœrri en og ekki fleiri en tuttugu Þá hafa Hafnarbúar í Hornafirði misst áfengisútsöluna sína. Bilstjóri nokkur í bænum hafði tekið að sérað selja þyrstum sprútt, ekki smyglað eðá heimabruggað glundur, heldur finasta vökva beint frá ÁTVR. Að sjálfsögðu varð hann að leggja dálítið ofan á útsöluverð einkasölunnar og það varð honum einmitt að falli. Einum viðskiptavinanna ofbauð verðið svo að hann fór til fulltrúa sýslumanns og kærði viðskiptin. Þessi áfengisútsala bílstjórans hafði verið starfrækt árum saman og var á flestra vitorði nema ef til vill fulltrúans. Við rannsókn málsins kom í Ijós að nákvæmt bókhald hafði verið haldið yfir þessa verzlun og kaupendurnir verið skráðir niður af stökustu samvizkusemi. Það er þvi viðbúiö að ýmsir þurfi að mæta hjá sýslumanni á næstunni og gera grein fyrir viðskiptum sínum við „ríkið” á Höfn. „Skólinn á 25 ára starfsafmæli og í tilefni af því verðum við með sýningu á föstudags- og sunnudags- kvöld á Hótel Sögu. Á fimmtudag koma hingað til lands ástralskir meistarar i suður-amerískum dönsum, Helen og Robert Richey. Þau eru bezt i Ástralíu og lentu í fjórða sæti i alheimskeppni í suður- amerískum dönsum,” sagði Heiðar Ástvaldsson, danskennari í samtali við DB. „Þau munu sýna ásamt nemendum minum. Á föstudagskvöldið verða einungis boðsgestir en til eru 200 miðar á sunnudagskvöldið,” sagði Heiðar. „Ég hef verið með tvo heims- kunna danskennara, Barböru Weber og Peggy Spencer til að þjálfa upp starfsfólkið. Barbara fór með okkur yfir erfiða diskódansa og Peggy klassíska. Þó að diskótónlistin hverfi, þá hverfa ekki diskódansar. Þeirmunu verða áfram og kenndir víðs vegar um heim,” sagði Heiðar. Hann hefur tvisvar áður fengið til sín heimskunna dansara til að sýna hér- lendis. Síðast fyrir 15 árum og einu sinni, að því er hann segir, þegar Tónabær hét Lídó. -ELA. — verkið verður grundvallað á þáttum frá BBC Séra Clfar á Eyrarbakka? Er Ijóst var orðið, að séra Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur á Eyrar- bakka hafði verið kosinn lögmætri kosningu í hinni nýju Seljasókn í Reykjavík eftir æsispennandi kosningabaráttu við séra Úlfar Guðmundsson, var Eyrarbakka- prestákall auglýst laust til umsóknar. Nú hefur Dagblaðið fregnað, að séra Úlfar Guðmundsson, mótfram- bjóðandi séra Valgeirs, hafi í hyggju að sækja um Eyrarbakkaprestakall. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar 25 ára: Meistararí suður-amerískum Hornfirðingar missa áfengis- útsölu sína dönsum koma hingað ■J.:i —munu sýna á föstudags-og llt tUtlUS sunnudagskvöld á Hótel Sögu Hoiðar Ástvoldsson hefur nú rekiö dansskólo i 25 ár og I tilefni af þvi fær hann hingað til lands ástralskt par, meistara i suður- ameriskum dönsum. Hver kemur í stað Péturs? Pétur Sigurðsson forstjóri Land- helgisgæzlunnar verður sjötugur á næsta ári og í því sambandi hafa vaknað spurningar hver taki við af honum. Margir eru sjálfsagt kallaðir en fáir útvaldir og hafa margar leiðir verið ræddar manna i millum. Ein leiðin er sú að einhver lögfræðingur úr kerfinu verði forstjóri, en siglinga- fróður maður, t.d. einhver skipherr- anna verði útgerðarstjóri. í því sambandi hefur heyrzt að enginn skipherranna geti unnt öðrum að komast til slikra metorða. Einnig hefur heyrzt að hugsanlega yrði reynt að fá Gunnar Bergsteinsson for- stöðumann Sjómælinga íslands til að taka við Gæzlunni, en hér á árum áður leysti Gunnar Pétur oft af á meðan sjómælingarnar voru deild innan Gæzlunnar. Gunnar er sjóliðs- foringi að mennt og maður vinsæll jafnt meðal gæzlumanna og annarra. En ekki er víst að Gunnar vilji breyta til og taka við Gæzlunni. „Þetta verkefni hefur enn ekki fengið formlega afgreiðslu á tónlist- ardeildinni, en ég er þegar byrjaður á að skipuleggja það,” sagði Þorgeir Ástvaldsson, er Fólk-síðan leitaði frétta hjá honum af útvarpsþáttaröð um Bítlana. Útvarpsráð lagði nýlega blessun sina yfir að þessir þættir yrðu gerðir og að Þorgeir yrði umsjónar- maður þeirra. „Ég hef lengi gengið með þá hug- mynd að gera svona þætti um Beatles, en aldrei fyrr sótt formlega um það,” sagði Þorgeir. „Kveikjan að þessu máli var annars sú að út- varpið festi kaup á svona prógrammi hjá BBC. Þeim var út- varpað í Englandi i fyrra, en hérna hafa þættirnir legið óhreyfðir um nokkurt skeið. Alls eru þættirnir á fimmtán hljómplötum, svo að það er geysilegt verk að þýða þá og staðfæra að nokkru leyti.” Þorgeir sagði að brezku þættirnir væru mjög vandaðir. I þeim eru gömul viðtöl við Bitlana og þá menn sem fylgdu þeim úr hlaði hér fyrr á árum. „Bretarnir hafa lagt nokkuð upp úr því að finna ástæðuna fyrir því að það eru Beatles en ekki einhverjir aðrir, sem komust á toppinn,” skakkaföllum i sumar. DB-mynd: Einar Ólason. PERONARNIR ÞRlR Þrír dansarar hafa farið með hlut- verk Juans Peron i uppfærslu Dans- flokks JSB og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar á söngleiknum Evitu. Og allir hafa þeir slasazt eftir að þeir tóku hlutverkið að sér. Þessir menn eru Sigurður Einarsson, Guð- bergur Garðarsson og Haukur Clausen. Hrakfallasaga Peronanna er í stuttu máli sú, að Guðbergur túlkaði hlutverk forsetans heitins fyrstur. Eftir alvarlegt bílslys var hann úr leik. Haukur Clausen Ieysti hann af hólmi og á einni sýninguni á Hótel Sögu fékk hann hnykk á bakið og var þá úr leik. Sigurður tók þá við hlutverki Perons. Hann meiddist á fæti i einni sýningunni. Haukur — Peron númer tvö — var þá kvaddur til og hann fór með hlutverk Perons á lokasýningunni í Reykjavík á sunnudagskvöldið var. Að síðustu Reykjavíkursýningunni lokinni voru dönsurum verksins af- hent blóm. Peronarnir þrír voru að sjálfsögðu einnig kvaddir á sviðið og fengu góðar viðtökur áhorfenda. sagði Þorgeir. „í því augnamiði er tekinn fjöldi viðtala, meira að segja eitt við starfsmann í fatageymslunni í Cavern klúbbnum. Þennan kafla langar mig til að staðfæra og fjalla um áhrifin sem Bítlaæðið hafði hér á landi. Nóg er af efni að moða úr. Til dæmis var mikið skrifað um síða hárið og nýju fatatízkuna á sínum tíma.” Þorgeir kvað ekkert ákveðið um lengd Bítlaþáttanna né fjölda þeirra, þar eð tónlistardeild útvarpsins hefði enn ekki afgreitt málið. „Ég reikna þó ekki með þvi að þættirnir verði færri en tíu og fleiri en tuttugu,” sagði hann. „Lengd hvers þáttar verður á bilinu 35-50 minútur og þá miða ég við að koma tíu lögum að í hverjum þætti. Annars er ekkert mál að fylla þessa þætti af efni. Það liggur meiri vinna i að vinza það úr, sem másleppa.” -ÁT- Þorgeir Ástvaidsson: — Það er ekki erfitt að fylla þættina af efni. Mesta verkefnið er að vinza það úr, sem má sleppa. Mynd: Sjónvarpið.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.