Dagblaðið - 16.10.1980, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
3
FÉLAG GEDSJÚKRA 0G
AÐSTANDENDA ÞEIRRA
— Geðhjálp var stof nað f fyrra
Vegna lesendabréfs i DB 13. þ.m.,
þar sem kona nokkur skrifar um þörf
fyrir samtök geðsjúklinga, langar
okkur undirritaðar að benda á að
þegar er starfandi slikt félag.
Nafn þess er Geðhjálp og er það að
hefja sitt annað starfsár.
Tilgangur félagsins er:
a. Að bæta hag geðsjúkra og að-
standenda þeirra, svo og allra
annarra, er eiga við geðræn og
kálræn vandamál að etja.
b. Að annast kynningu á málefnum
geðsjúkra og fræðslu um vanda-
mál þeirra og aðstandenda þeirra
með útgáfustarfsemi eða á annan
hátt, og leitast við að hafa áhrif á
almenningsálit gagnvart geðsjúk-
dómum og vandamálum i tengsl-
um við þá.
c. Að vera vettvangur fyrir um-
ræður í hópi geðsjúkra og að-
standenda þeirra og velunnara,
þannig að fólk með sameiginieg
vandamál geti rætt. reynslu sína
og erfiðleika, og koma á umræð-
um við starfandi aðila á sviði heil-
brigðismála, fræðslumála, dóms-
mála og öðrum sviðum, þar sem
fjallað er um vandamál geð-
sjúkra.
d. Að stuðla að því, að geðsjúkum
veitist eðlileg skilyrði til að njóta
hæfileika sinna, menntunar og
starfsorku, og vinna gegn hvers
konar fordómum eða mismunun
gagnvart þeim.
e. Að stuðla að aukinni menntun
þeirra, er annast geðsjúka, og
vinna að því að hún nýtist geð-
sjúkum, aðstandendum þeirra og
þjóðinnisembezt.
f. Að vinna að eflingu og fjölgun
heimila og stofnana í þágu geð-
sjúkra og umbótum í starfsemi
þeirra, ásamt aukinni þjónustu og
aðstöðu utan stofnana.
Voru haldnir margir fundir í fyrra-
vetur þar sem ýmiss konar fræðsla
var veitt.
Þeir sem vilja fá nánari upplýs-
ingar geta hringt í undirritaðar.
F.h. stjórnar Geðhjálpar.
Margrét Hlín
Sveinsdóttir, sími 76398
Nanna Þorláksdóttir,
simi 81118.
Svar við lesendabréf i 9. október sl.:
Ekki tókst að ná í
flokksformennina
Vegna lesendabréfs frá G.V. 9. októ-
ber sl., þar sem spurt var hvers vegna
formenn stjórnarandstöðuflokkanna
hefðu ekki verið kallaðir i sjónvarps-
viðtal, hafði Ómar Ragnarsson
fréttamaður samband við blaðið.
Ómar sagði að ákveðið hefði verið
með stuttum fyrirvara að taka viðtöl
við stjórnmálaforingja fyrir fréttir 1.
október sl. Þá hefðu aðeins legið
fyrir úrslit úr skoðanakönnun DB
um fylgi við stjórnina en viðtölin áttu
aðallega að fjalla um styrk stjórnar-
innar á Alþingi vegna þess að þingið
varaðhefjastörf að nýju.
Reynt var að ná t Geir Hallgríms-
son en hann var úti á landi. Benedikt
Gröndal var á fundi og því tókst ekki
að ná í hann. Ólafur G. Einarsson gat
ekki komið. En sjónvarpinu tókst að
ná í formann þingflokks Alþýðu-
flokksins, Sighvat Björgvinsson, og
var rætt við hann auk forsætisráð-
herra.
Hjálpar-
beiðni
Jón Einarsson, sóknarprestur Saur-
bæ á Hvalfjarðarströnd, skrifar:
Eins og kunnugt er af fréttum í
fjölmiðlum brann íbúðarhúsið að
Geldingaá í Leirár- og Melahreppi,
Borgarfjarðarsýsiu, i norðan stór-
viðri þriðjudaginn 7. þessa mánaðar.
Engum innanstokksmunum varð
bjargað, og húsið er að mestu ónýtt,
en það var aðeins fárra ára gamalt.
Á Geldingaá er sjö manna fjöl-
skylda, þar af fimm börn, hið elzta
ellefu ára, en hið yngsta á fyrsta ári.
Innbú fjölskyldunnar var mjög lágt
vátryggt og er tjón fólksins afar til-
finnanlegt og sárt. Það er erfið og sár
reynsla að missa allt sitt í eldi og
standa uppi allslaus og eignum rú-
inn.
Þegar slíkir atburðir verða, reynir á
hjálpsemi og fórnfýsi okkar sam-
borgaranna. Ég er þess fullviss, að
margir vilja rétta þessu hjálparþurf-
andi fólki hönd sína og láta eitthvað
af hendi rakna til að létta þvi mestu
erfiðleikana. í trausti þess eru þessar
línur ritaðar og heiti ég á samborgar-
ana að bregðast vel og drengilega við
hjálparbeiðni þessari.
Þess skal getið, að útibú Lands-
bankans og Samvinnubankans á
Akranesi hafa góðfúslega lofað að
taka við framlögum. Einnig má
koma framlögum til Hjálparstofn-
unar kirkjunnar og bréfritara.
Raddir
lesenda
Spurning
dagsins
Hefurðu smakkað
skötusel?
Magnús Grönvold, verkamaflur hjá
ÍSAL: Já, einu sinni. Hann var ekkert
of góður.
Helgi V. Jónsson hæstaréttarlög-
maður: Já, það held ég. Mig minnir að
hann hafi bragðazt mjög vel.
n
Baldur Halldórsson skipasmiður: Nei,
Og ég hef engan áhuga á því.
María Hauksdóttir nemi: Skötusel?
Nei. Ég veit varla hvað það er.
Hallgrimur Helgason stúdent: Nei.
Margrét Hrönn Helgadóttir aug-
lýsingateiknari: Já, reyndar. í veitinga-
staðnum Torfunni. Hann bragðaðist
mjög vel.