Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 16.10.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980. Kjallarinn Sveinn Riínar Hauksson rán 17. júlí síðastliðinn, setja á lagg- irnar herstjórn og annað þvíumiíkt. Verkalýðsstéttin undir forystu bólivískra námuverkamanna, sem eru fjölmennasti hluti hennar, rís gegn blóðugu ofbeldi fasistanna. Hver urðu viðbrögðin? Valdaránsstjórnin sigaði her og lögreglu umsvifalaust á verkfalls- menn. Beitt var stórskotaliði, skrið- drekum og flugher gegn verkamönn- um, sem leituðu lýðréttinda, og þeir murkaðir niður hundruðum ef ekki þúsundum saman. Mannréttinda- samtökin Amnesty International hafa birt skýrslur, þar sem lýst er árásum fasistanna á fólk í námu- mannabænum Caracoles. Pólskir verkfallsmenn i Gdansk fagna ræðumanni á fundi sinum. Valdbeiting í Frakklandi Lítum á annað dæmlð. 1 Frakk- landi grípa sjómenn til verkfalls- vopnsins til að ná fram kröfum sinum. Viðbrögð rikisstjómarinnar verða þau að beita skjótlega valdi og senda herflota á vettvang til að brjóta verkfallið á bak aftur. Beitt var háþrýstidælum og táragasi. Verkfallsaðgerð franskra sjó- manna fólst í þeirri rökréttu aðgerð, sem þeim var tiltæk: að loka höfnum með skipum sínum. Valdbeiting ríkis- stjórnarinnar verður á sinn hátt að skoðast rökrétt, þegar litið er til þess hvert er raunverulegt eðli rikis- valdsins í auðvaldsþjóðfélagi, sem þó neytendum sem bezta þjónustu í smáu sem stóru, eins og vera ber. Þá dundi yfir sú frétt að úthluta ætti Hagkaupi lóð í Mjóddinni við Breiðholt og var það samþykkt í borgarstjórn Reykjavikur, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Kaupmannasam- taka íslands. Hlutverk hverfisverzl- unarinnar Það verður að teljast eðlilegt að kaupmönnum þyki að sér vegið þegar stórmarkaður rís við innkeyrsl- una á íbúðahverfi sem þeir hafa setzt að í á áðurnefndum forsendum og lagt metnað sinn í að þjóna. Stórmarkaðir eru þannig byggðir upp að þeir treysta á mikla og hraða veltu, en til að ná henni lækka þeir ef til vill nokkrar vörutegundir sem eru í háum álagningarflokkum. Þeir veita aftur á móti ekki hina daglegu þjón- ustu sem er hverri fjölskyldu nauð- synleg og er fólgin í afgreiðslu á litlu magni við kjötborðið. Þar er oft um að ræða 100—200 gr kjötfars eða 200—300 gr kjöthakk, sögun á kjöti eftir óskum hvers og eins að ógleymdu þvi mikilvæga hlutverki að taka á móti barninu með miðann. Vörurnar sem fólkið sækir daglega í búðina sína eru gjarnan hinar svo- kölluðu visitöluvörur, en það eru aðallega landbúnaðarvörur sem eru í lægsta álagningarflokki og til þess Kjallarinn Guðlaugur Guðmundsson notaðar að halda launum fólksins í landinu niðri. Hverfisverzlanirnar láta viðskipta- vinum sínum meðal annars í té ofan- greinda þjónustu sem þeir fá ekki í stórverzluninni. Þar eru launaút- gjöldin spöruð með því að hafa sem minnsta beina þjónustu, enda gerist það oft að fólk kemur með kjöt sem það keypti í stóru mörkuðunum og biður kaupmanninn sinn að saga það niður. Neytandinn hugsi sig um Það er full ástæða til að neyt- andinn líti betur á heildarmyndina, hugsi sig um áður en hann kaupir inn og geri upp við sig hvað þjónar bezt hagsmunum hans. Kunnugir hafa sagt mér að það eigi sér ekki hliðstæðu erlendis að stað- setja stórmarkað i’ið inngangshlið íbúðahverfis þar sem vel er séð fyrir verzlunum. Þar eru þeir staðsettir á opnum svæðum, jafnvel utan við eða í úthverfum borga. í sumum borgum erlendis hafa smábúðir hætt rekstri sínum. Við það hefur lengst leiðin i næstu matarbúð fyrir þá sem gera innkaupin, sem er auðvitað ekki vel séð á tímum síhækkandi bensínverðs. Á þessum stöðum hafa risið háværar kröfur urh að hið opinbera hlutist til um að þessum búðum fjölgi aftur. ^ „Þaö verður aö teljast eðlilegt að kaup- mönnum þyki að sér vegið þegar stór- markaður rís við innkeyrsluna á íbúðahverfi sem þeir hafa setzt að í... ” óeðlilegra verðtilboða í jarðir í blekk- ingarskyni. Það eru einu tilvikin, þar sem lögin gera ráð fyrir að jarðir verði metnar til verðs af mats- nefndum. f öllum öðrum tilvikum fær markaðurinn að ráða verðinu. Nú hefur þessu ákvæði jarðalaga aldrei verið beitt og setningin úr leiðaranum sem vitnað er i hér að framan er því ósönn. Ég vil vekja athygli lesenda á notkun Jónasar á orðinu uppgjafar- bóndi. Maðurinn sem sí og æ klifar á því að bændur séu of margir, telur það þá uppgjöf að hætta búskap. Það er auðvitað ekki meiri uppgjöf að hætta búskap og hverfa til annars starfs en það er að hætta blaða- mennsku og fitja upp á einhverju nýju. A „Það er til dæmis auðvelt að sýna fram á hve óhagkvæmt það var að bæta við einu dagblaðinu enn fyrir 5 árum og miklu skyn- samlegra væri að nota starfsfólkið við blaðið, það er ritstjórann, blaðamennina, skrifstofu- fólkið og aðra starfsmenn, tii einhverra arð- bærra starfa, til dæmis í iðngörðum.” Kjallarinn r OttarGeirsson Dýrir þrælar rselmngin er að ríkir menn í /5 eena hlf8' e'gnaSt landið- a einnn Venð 'Ög’ Sem tak- a eigna- og söJurétt bænda á ' "n. sem þeir vilja Josna við Þessi mkvæmfr 3ð krÖfU bænda’ VWS r E h ifurm,glldir markaðsv^TTkk * matsnefndir tij^ð meta5 jarðir"!'bÚnaðarfl ú^bændaábáifvirði^J^- þrsit taiiehle7kuSrinntíhkeðafjÖtUrÍnn af mðrgum. í ■’ðar í erfiðu land^áSe™ t3ð tryggJa fram í á að tryggja að hfwr^110,1 freðmý™be ^ sJeppi ekki á Fækkun jarða Annað dæmi um blekkingar og villandi upplýsingar í leiðaraskrifum Jónasar um landbúnaðarmál er að finna í þessari sömu ritstjórnargrein, þ.e. frá 9. september. Það er þannig: „Jörðum á fslandi hefur fækkað tvö- falt til þrefalt hægar en á Norður- löndum.” Ekki er nákvæmnin það mikil að tilgreint sé við hvaða tímabil er miðað. Flestir munu álykta við lestur setningarinnar og leiðarans í heild, að átt sé við nokkur undan- farin ár, kannski áratug eða svo. Og við skulum þá kynna okkur, hvernig þessi fullyrðing Jónasar stenst nánari athugun. Samkvæmt Nordisk Statistisk ársbok 1977 fækkaði byggðum jörð- um i Finnlandi um 15% á árabilinu 1969 til 1976 (úr 263.684 í 219.936), í Svíþjóð fækkaði þeim um 19% (úr 162.155 í 130.954), í Danmörku var fækkunin 15% (úr 142.314 í 120.791) 13 .... forðast dags daglega að sýna fasíska ásjónuna. Vonir í Póllandi Skoðum loks þriðja dæmið, sem er kannski markverðast og nýstárlegast. Nýstárlegast fyrir það, hve verkföll eru sjaldséð í svokölluðum jafnaðar- ríkjum eða verkalýðsríkjum. Mark- verðast fyrir það, hver viðbrögð vald- hafa i Varsjá hafa orðið við kröfum pólskra verkamanna um grundvallar- breytingar til aukins lýðræðis í landinu, sérí lagi að því er varðar skipan verkalýðsmála. Pólskur verkalýður hafði gert ýmsar fleiri kröfur um meiri peninga og brauð, og höfðu þær fengið jákvæð viðbrögð valdhafa. En meiri athygli vekur, að þegar verkamenn- irnir i Gdansk setja fram kröfur sem raska við rótum jafnaðarþjóðfélags- ins (eins og valdamenn í flokknum hafa skilgreint þau grundvallar- atriði), þá er ekki gripið til valdbeit- ingar. Að minnsta kosti ekki enn. í stað þess að vald verkalýðsins sé brotið á bak aftur með hervaldi og annarri valdbeitingu, hriktir í stoðum valdakerFtsins. Stór hluti rikis- stjórnarinnar og miðstjórnarmanna í flokknum neyðist til að segja af sér, gengið er til samninga við verkfalls- menn. Vald verkalýðsins styrkist, vonir um lýðræði og sósíalisma aukast. Sameignarsinnar um allan heim fylgjast náið með þróun mála i Pól- landi, og vonir um lífvænlega framtíð mannkyns eflast. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir. Hver maður getur til dæmis séð fyrir sér að fyrir móður með ung börn er það áhyggjuefni að næsta matvöru- verzlun sé langar leiðir frá heimilinu. Ég vil því beina þvi til neytenda að skoða hug sinn í þessu máli og vera vel vakandi fyrir því sem hér er á ferðinni. Skiptið við ykkar kaup- mann og veriö ófeimnir við að láta í Ijósi við hann það sem ykkur kann að þykja ábótavant. Með aukinni veltu getur hann líka lækkað nokkrar vörutegundir án þess að draga úr þjónustunni og þannig mætist hagur ykkar beggja í viðskiptunum. Hagur hverra? Það má svo vera íhugunarefni fyrir borgarstjórn hvort sú ráðstöfun að úthluta áðurnefndri lóð á þessum stað sé raunverulega i þágu íbúa hverfisins, þegar fyrirsjáanlegar afleiðingar eru skoðaðar. Stórdraga hlýtur úr þjónustu við þá þegar fram líða stundir, ef fram fer sem horfir og hverjir verða þá þolendur þessarar ákvörðunar? Auðvitað íbúar Breið- holtshverFis. Guðlaiigiir Giiðmundsson kaiipmaður. og i Noregi var hún 21% (úr 121.663 í 96.290). Samkvæmt sömu heimild fækkaði byggðum jörðum hér á landi úr 5.800 í 4.000 eða um 31% á sama tímabili. Þetta kallar Jónas Kristjánsson Dagblaðsritstjóri að jörðum á íslandi fækki tvöfalt til þrefalt hægar en á Norðurlöndum. Best gæti ég trúað, að Jónas hafi ekki haft hugmynd um það, hvernig þróunin hefur orðið í byggðamálum á Norðurlöndum. Þessi fullyrðing í leiðaranum var bara nauðsynlegur undanfari þess sem á eftir kemur, en það er þessi setning: „Ef þróunin hefði verið hin sama, væri rúmlega 2000 bændur á íslandi í stað 4000, hæfilegur fjöldi.” Hér skal ekki rætt um það hvað er hæfilegur fjöldi bænda á íslandi. Um það má endalaust deila. Ég vil aðeins benda á að reikna má út, að flest allar stéttir þjóðfélagsins eru of fjöl- mennar. Það þarf bara að gefa sér ákveðnar forsendur og svo má reikna. Það er t.d. auðvelt að sýna fram á hve óhagkvæmt það var að bæta við einu dagblaðinu enn fyrir 5 árum, og miklu skynsamlegra væri að nota starfsfólkið við blaðið, þ.e. ritstjórann, blaðamennina, skrif- stofufólkið og aðra starfsmenn, til einhverra arðbærra starfa, t.d. í iðn- görðum. Óttar Geirsson ráðunaiitiir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.