Dagblaðið - 16.10.1980, Qupperneq 20
20
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1980.
Kid Jensen ásamt Guðrúnu konu sinni. Hann gerír nú einn þátt i viku fyrír Radio Luxemburg, en heldur sig þar fyrir utan að
amerískum stjórnmálum, fjármálum og náttúruvernd.
Kid Jensen plötusnúa
ur er nú David Allan
Jensen fréttastióri
Kid Jensen, plötusnúðurinn vinsæli i
Luxemburg og einn af tengdasonum
íslands, giftur Guðrúnu Þórarinsdött-
ur, gerir það gott í Handaríkjunum
núna. Hann er aðalmaðui inn á klukku-
stundarlangri fréttadagskrá, þeirri
fyrstu sem sjónvarpað er um alla
Norður-Ameríku með gervihnetti.
Hann hefur þannig breytzt úr hressum
dægurlagakynni í fréttastjóra, sem
mark er á takandi.
1 stað þess að eyða öllum sínum tíma
í að hlusta á plötur og fylgjast með vin-
sældalistum hljómplötumarkaðarins
grúfir hann sig nú niður í lesningu um
amerísk stjórnmál, fjármál og náttúru-
vernd. Hann er hættur að ganga í galla-
buxum og jerseybol og kominn í dökk
jakkaföt og röndótta skyrtu. Og
honum gengur svo vel að ráðningartími
hans, sem upphaflega var tvö ár, hefur
verið lengdur upp i sex.
Frá poppstjörnum
til fylkisstjóra
og þingmanna
„Áður átti ég viðtöl við popp-
stjörnur, nú ræði ég við þingmenn og
fylkisstjóra um viðhorf þeirra til
væntanlegra forsetakosninga. Og ég
spyr sérfræðinga spjörunum úr um
styrjöldina milli íraks og írans.
Til þess að geta gert þetta þarf ég að
lessa mér svo mikið til að ég má aldrei
vera að þvi að hlusta á plötur nema í
bílútvarpinu mínu á leið til og frá
vinnu.”
Það sem hann heyrir þá notar hann
til að gera einn þátt í viku fyrir Radio
Luxemburg” um vinsælustu 45-snún-
inga plöturnar í Bandarikjunum. ,,Það
er ekki vinna, bara tómstundagaman.
Þá slepp ég líka við að skrifa bréf, því
ég get sent vinum mínum kveðjur með
lögunum.”
Hann á marga vini í Luxemburg þar
sem hann hóf feril sinn sem kornungur
plötusnúður, nýkominn frá heimalandi
sinu, Kanada.
„Luxemburg er lítið og vinalegt ríki,
en það gerist ekki sérlega mikið þar. Þó
rataði ég í eitt ævintýri, það var þegar
ég kynntist konunni minni, Guðrúnu, í
jólaveizlu fyrir sex árum. Hún var þá
flugfreyja í förum milli New York og
Luxemburg.
Þau Guðrún búa núna í gömlu stór-
hýsi frá dögum þrælastríðsins nokkuð
fyrir utan borgina Atlanta og eiga
tveggja áradóttur.Önnu Lísu.og von á
öðru barni í næsta mánuói. Og hafa
prýðilegar tekjur. ,,En ég réð mig ekki
vegna peninganna. Það sem freistaði
mín var ameríski lífsstillinn. Ef þú gerir
lukku þar í landi þá eru þér allir vegir
færir eftir það!”
Hann bætir við: „Kanadíski hreim-
urinn í rödd minni hefur komið sér vel
fyrir mig. Það gefur mér visst hlutleysi
að vera ekki frá einhverju fylki innan
Bandarík janna sjálfra. ”
Fyrstir með
fréttirnar af Carter
„Það tekur talsvert á taugarnar að
fréttadagskrárnar eru allar í beinni út-
sendingu. Áður talaði ég alltaf inn á
band og hafði þá tækifæri til að leið-
rétta,” segir Kid Jensen, sem vann
nokkur ár hjá BBC eftir að hann var í
Luxemburg. „Mér fannst spennandi að
vita að allt er sent út beint, en það er
víst áreiðanlegt að adrenalínið í blóð-
inu í mér gusast fram. Og við höfum
verið fyrstir með ýmsar góðar fréttir.
Það var til dæmis i viðtali við okkur
sem Billy Carter sagði fyrst frá hinum
umdeildu viðskiptasamböndum sínum
við Líbýumenn.”
Og plötusnúðuririn sem varð frétta-
maður á heimsmælikvarða er ekki
lengur kallaður Kid (þ.e. krakkinn)
sem festist við hann sem gælunafn af
því hann byrjaði svo ungur í fjölmiðla-
bransanum. Hann gengur nú undir
nafninu David Allan Jensen, eins og
vera ber.
Og þótt hann sé fæddur i Kanada,
kvæntur íslenzkri konu og eigi ljósan
háralit sinn og eftirnafn dönskum
föðurafa frá Kaupmannahöfn að
þakka, þá segir hann að rætur sínar og
mest af blóðinu í æðum sé brezkt.
„Flestir forfeður mínir voru frá
Bretlandseyjum, afi og amma frá Glas-
gow og afi frá Lincoln, og við hjónin
eigum hús í Surrey sem við ætlum ekki
að farga að svo stöddu.”
Hollandsdrottning
ísínafyrstu
opinberu heimsókn
Hollenzka stjórnin kallar
hana tíu daga opinbera heim-
sókn, en tíu daga sumarauki
4
Beatrix druttning og Claus prins
maður hennar. Þau geta að öllum lik>
indum skilið skiðin eftir með góðri
samvizku, þegar þau fá sér tíu daga
sumaraiika á hollenzku Antillaeyj-
um.
væri nær lagi. Beatrix drottn-
ing og Claus prins eiginmaður
hennar halda í opinbera heim-
sókn til hollenzku Antillaeyja
í lok mánaðarins. Eyjar þess-
ar eru sex talsins, Curacao,
Aruba, Bonaire, Sint
Maarten, Saba og Sint
Eustatius.
Þetta verður fyrsta opin-
bera heimsókn Beatrix
drottningar frá því að hún tók
við völdum, þann 30. apríl, úr
hendi móður sinnar, sem nú
nefnist Juliana prinsessa.
Bandaríkin:
Queen varö fyrst
til að eiga sam-
tímis vinsælasta
lag og hljómplötu
Hljómsveitin Queen mátti vera
stoit af sjálfri sér kvöldið sem hún
efndi til hljómleika í Madison Square
Garden í New York. Nokkrum
klukkustundum áður en þeir hófust
var tilkynnt, að í fyrsta skipti á ný-
höfnum áratug flestra þjóða annarra
en fslendinga, hefði sama hljómsveit-
in átt bæði vinsælasta lagið og viri-
sælustu LP plötuna í Bandarikjun-
um.
Það er að sjálfsögðu nýjasta plata
Queen, The Game, sem komst i topp-
sætið og lagið Another Bites The
Dust af henni sem var í fyrsta sæti
lagalistans.
Alls komu um tuttugu þúsund
aðdáendur Queen til að sjá og heyra
goðin flytja dagskrá sína. Hljóm-
sveitin hefur undanfarnar vikur verið
á hljómleikaferðalagi um Bandarík-
in og komið við á 33 stöðum. Loka-
hljómleikarnir voru í Madison
Square Garden. — Queen verður á
hljómleikaferð í heimalandi sínu,
Bretlandi, í desember.
Freddie Mercury og Brian May á sviði i Madison Square Garden. Sennilega
hefur hljómsveitin Queen aldrei veríö jafnvinsæl og einmitt núna.
DaudaorsökJohns
Bonham var
ofneyzla áfengis
Ofdrykkja var dánarorsök Johns
Bonham, trommuleikara hljóm-
sveitarinnar Led Zeppelin. Við réttar-
farslega llkskoðun í Windsor kont
fram að hann hafði neytt um það bil
fjórum sinnum meira magns en
mönnum er leyfilegt að gera hyggist
þeir aka bíl. Samkvæmt framburði
vitna drakk Bonham að öllum líkind-
um sem nemur fjörutíu einföldum
sjússum af vodka og blandaði
áfengið í appelsinusafa. Þetta drakk
hanná tólf timum.
Líkskoðarinn i Windsor, Robert
Wilson, úrskurðaði þvi að John Bon-
ham hafi látizt af ofneyzlu áfengis.
John Bonham á hljómleikum I Þýzkalandi sfðastliðið sumar.