Dagblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980.
3
AÐEINS VERIÐ AÐ SLÁ
RYKI í AUGU FÓLKSINS
Fríða Einarsdóttir Ijósmóðir hringdi:
í viðtali við Sigurð S. Magnússon í
Þjóðviljanum 29. október heldur
hann því fram að óbreytt fyrirkomu-
lag verði á Faeðingarheimili Reykja-
víkur, þó að rikið taki við rekstri
þess. Því miður er þetta ekki satt.
Það á aðeins að hafa óbreytt fyrir-
komulag um tíma — eða á meðan
öldurnar eru að lægja.
I
Sigurður S. Magnússon talar um
að Svíar hafi lagt niður fæðingar-
heimili sín um 1960. Hann lætur þess
hins vegar ógetið að í dag eru þeir
ásamt mörgum öðrum þjóðum að
hverfa aftur til hinna minni fæðinga-
stofnana, vegna þess að reynslan
hefur sýnt að stóru fæðingastofurnar
hafa ekki gefizt vel. Þessi orð eru ein-
ungis sögð til að slá ryki i augu fólks.
Davíð Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri ríkisspítalanna, segir í viðtali
við sama blað að engin breyting verði
á rekstri heimilisins. Á þessu viðtali
væri hægt að skilja að hann hefði
aldrei látið neitt eftir sér hafa um
þetta mál. í Dagblaðinu 23. október
talar Davíð um að hagkvæmara yrði
að Landspitalinn tæki við rekstrinum
á Fæðingarheimilinu. Þannig gæti
eldhús Landspítalans bætt við sig
nokkrum matarskömmtum og með
því að allar fæðingar fari fram á
fæðingardeild Landspítalans væri
verið að hugsa um öryggi barna og
móður.
Mér finnst eins og að með öllu
þessu sé ríkið aðeins að segja Reykja-
víkurborg fyrir verkum.
Konur! —
Samein-
umst gegn
breyting-
uma
rekstri
Fæðingar
heimilis-
ins!
H.Þ. skrifar:
Eitt það furðulegasta sem vinstri
meirihlutinn í borgarstjórn hefur
fundið upp síðan þeir tóku við, er
afturhvarf i heilbrigðismálum mörg
ár aftur i tímann. Þeir ætla sér að
selja ríkinu Fæðingarheimili Reykja-
víkur!
Gera konur sér grein fyrir því hvað
þetta hefur í för með sér?Fæðingar-
stofum fækkar úr 9 i 5 og með það i
huga skal bent á að á síðasta ári voru
um 3000 fæðingar á Fæðingarheimili
Reykjavíkur og fæðingardeild Land-
spítalans samtals og stefnir í meiri
aukningu á þessu ári. Einnig skal
bent á að á siðasta ári ríkti oft hrein-
asta neyðarástand vegna plássleysis á
fæðingardeild Landspítalans, svo
geta menn látið sér detta í hug að
leggja bara niður fjórar fæðingar-
stofur eins og ekkert sé!
Nú er mikið talað um öryggi og
gjörgæzlu við fæðingar, en hvað
skeður þegar stofurnar fimm eru
uppteknar, hver á þá að fara i heima-
hús og viðhafa þar gjörgæzlu hjá
fæðandi konu?
Nei takk, svona heimsku látum við
ekki bjóða okkur án mótmæla. Við
eigum rétt á að geta gengið að því
visu að fá pláss inni á öruggri
fæðingarstofnun þegar við þurfum á
þvíaðhalda.
Ég vona að konurnar sem farnar
eru að safna undirskriftum gegn
þessu afturhvarfi í heilbrigðismálum
fái góðar undirtektir og gaman væri
að vita hvar hægt væri að nálgast
þessa undirskriftalista.
P.S. Ég held að hægt væri að spara
miklar fjárhæðir i sambandi við
rekstur Fæðingarheimilisins ef lagt
væri þar niður þvottahús heimilisins
og þvottur þaðan þveginn í þvotta-
húsi spítalanna og eins aö semja viö
Landspítalann um matartilbúning og
leggja líka niður eldhús Fæðingar-
heimilisins, því eins og framkvstj.
ríkisspítalanna sagði er þar nægilega
mikið af starfsfólki og húspláss til aö
bæta við matreiðslu fyrir Fæðingar-
heimilið.
Fæðingarheimilið við Eiriksgötu. I baksýn sést Landspitalinn en bréfritarí vill geta valið á milli fæðingarstofnana.
DB-mynd: Einar Ólason.
KRISTJAN MÁR
UNNARSSON
Hvernig viltu hafa
kaffið þitt?
(Spurt á kaffihúsi)
Helga Lelfsdóttir: Svart, sterkt og syk-
uriaust.
Ólöf Slgurðardóttir nemi: Svart, þó
stundum með mjólk en ekki mjög
sterkt, engan sykur.
Michael Gudnæs, Dani i atvinnuleit:
Mjög sterkt, enga mjólk, litinn sykur.
Ásgeir Lárusson farandmyndverka-
maður: Eins og alla daga, dauft með
mjólk og súkkulaði.
Leifur Jóelsson rithöfundur: Ég myndi
helzt vilja irskt kaffi með viski og
þeyttum rjóma út í.
Guðný Guðjónsdóttir húsmóðir með
meiru: Vei sterkt, bara svart.