Dagblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 9
rRÐSSON
ÁSGEIR
TÓMASSON
Leikari —
ríkis-
stjóri —
forseti
Ronald Reagan, forsetaframbjóð-
andi repúblikana í Bandarikjunum i
kosningunum þriðjudaginn 4.
nóvember næstkomandi, er fyrrver-
andi ríkisstjóri í Kaliforníu, sem
kunnugt er.
Reagan lék í 40 kvikmyndum á ár-
unum 1937 til 1965, fyrst hjá Warner
Brothers, síðan hjá Universal og loks
hjáýmsum framleiðendum.
Fyrsta kvikmynd Reagans í aðal-
hlutverki var Love Is On the Air.
Aðrar myndir sem hann lék i voru
m.a.: Hollywood Hotel (1937),
Swing Your Lady (1937), Boy Meets
Girl, Cowboy From Brooklyn,
Brother Rat, Going Places (1938),
Dark Victory, The AngelsWash I heii
Faces (1940), Brother Rat And a
Baby, An Angel From Texas, Knute
Rockne — All American, Santa Fe
Trail, The Bad Man, Million Dollar
Baby, Kings Row, Juke Girl,
Desperate Journey, The Voice Of the
Turtle, Night Unto Night, John
Loves Mary, The Hasty Heart, Storm
Warning, Prisoner of War,
Tennesse’s Partner, The Young
Doctors, TheKillers.
Áður en hann hóf leik var hann
íþróttafréttamaður í útvarpi. Eftir að
hann hætti að leika var hann forseti
Sambands kvikmyndaleikara í
Bandaríkjunum. Ríkisstjóri Kali-
forníu var hann 1966—1974.
„Satt að segja veit ég ekki hverju
ég á að pakka niður. Ætli maður
þurfi ekki allt frá baðfötum til vetrar-
klæðnaðar,” sagði Magnea
Jónsdóttir, sem í gær lagði upp með
manni sínum, Guðmundi Jóhanns-
syni i ferð í kringum jörðina. Ferðina
unnu þau hjónin í áskriftargetraun á
vegum Dagblaðsins fyrir tveim árum.
Ýmislegt bar síðan upp á þannig að
ekki reyndist unnt að fara ferðina
fyrr en núna.
Dagblaðsmenn litu inn til
hjónanna eitt kvöldið fyrir skömmu
og spjölluðu við þau um ferðina,
undirbúning hennar, lífið og
tilveruna.
Þau Magnea og Guðmundur búa í
ákaflega fallegu húsi á Seltjarnarnesi.
Þar hafa þau búið síðan árið 1977
með börnunum sínum tveim, Jóni 12
ára og Huldu 16 ára. Á meðan for-
eldrarnir fljúga í kringum hnöttinn
dvelja börnin hjá vinafólki í ná-
grenninu.
„Satt að segja veit ég ekki hvort
ég hiakka til. Þetta er allt svo
óraunverulegt,” sagði Magnea um
ferðina. „Auðvitað fer maður þó
með þvi hugarfari að allt verði sem
allra skemmtilegast.”
Sjá allt sem
hægt er að sjá
Þau ætla að fara í allar þær ferðir
sem hægt er að komast í út frá
viðkomustöðunum fimm. „Það
verður auðvitað þreytandi en fyrst
við erum komin alla leið til Asíu
verður maður að sjá allt sem hægt er
að sjá á þeim tíma sem maður
stoppar,” segir Magnea.
Viðkomustaðirnir fimm eru San
Fransiskó, Honolulu á Hawai, Hong
Kong, Bangkok og Delhí. Ferðin
hefst og henni lýkur hins vegar í
Kaupmannahöfn. Eftir að þau hafa
farið hnattreisuna ætla þau að fara
til London og dvelja þar í viku til þess
að vinda ofan af sér alla ferðina.
Þau Guðmundur og Magnea reka
saman fyrirtæki sem leigir út krana.
Guðmundur sér um að reka kranana
og vinnur á þeim sjálfur, en Magnea
sér um bókhaldið og slíkt. „Það
hefur verið mikið að gera í allt sumar
en núna er heldur farið að dofna yfir
þessu með vetrinum. Eins gott,
annars gæti maður ekki farið,” sagði
Guðmundur.
Þau hjónin eru ekki mikið sigld.
Guðmundur hefur farið til Norður-
landa og Englands í viðskiptaferðir
og Magnea skrapp til írlands. „Svo
eru auðvitað þessar sígildu Spánar-
ferðir,” segir Guðmundur. Mikill
hugur er því i þeim að sjá sig um i
hinum hluta heimsins og gefst þeim
einstakt tækifæri til þess núna. Þau
leggja upp frá Kaupmannahöfn síð-
degis á morgun.
-DS.
Skýringin
komin?
„Veiztu hver er munurinn á fíls-
rassi og póstkassa?” spurði Sigurður
Helgason forstjóri trúverðugan
starfsmann sinn.
Maðurinn varð ókvæða við í
fyrstu, hugsaði málið og sagðist ekki
vita hver munurinn væri.
„Þá verð ég að senda einhvern
annan með bréfið,” sagði Sigurður.
Einn tveir og allir í takt?
Sjömenningamir, sem skipa hijóms veitína Radíus. í efri röð em Sigurður
Ómar Hreinsson, Vignir Ólafsson og Högni Hilmisson. í þeirri fremri em
Þórarinn Ólason, Birkir Huginsson og Steingrímur Guðmundsson. Þvors-
um, fremstá myndinni, er Sigurbjörg Jónsdóttír.
DB-mynd: Ragnar Sigurjónsson.
Virðulegir og beinir í baki koma þeir hérna arkandi framhjá Al-
þingishúsinu, lögreglumennirnir okkar. Fremstur fer Erlendur
Sveinsson .. en hvað er að sjá? Hann er ekki í takt við þá ellefu,
sem fylgja honum. Eða öllu heldur eru hinir ellefu ekki í takt við
Erlend, því að þeirra hlutverk hlýtur að vera að gera eins og sá
fremsti.
DB-mynd: Sveinn Þormóðsson.
Vignir Ólafsson gítarleikari hljómsveitarinnar Radíus í Vestmannaeyjum:
Höfum fullan hug á að spila uppi á landi
„Við leikum jöfnum höndum í Al-
þýðuhúsinu og Samkomuhúsinu og
höfum þokkalega mikið að gera,”
sagði Vignir Ólafsson annar gitarleik-
ari hljómsveitarinnar Radíus í sam-
tali við blaðamann DB. Radíus
starfar í Vestmannaeyjum og hefur
ekki leikið annars staðar þau tvö ár
sem liðin eru síðan hún var stofnuð
— ef undan er skilið eitt kvöld í
Tónabæ.
„Við höfum fullan hug á að
skreppa upp á land og spila í sam-
komuhúsum á Suðurlandsundlrlend-
inu og jafnvel einnig í Reykjavík,”
sagði Vignir. ,?Ætli Klúbburinn sé
ekki eina húsið í Reykjavík sem við
gætum komið fram á.”
í Radiusi leika og syngja hvorki
meira né minna en sjö manns.
Sigurður Ómar Hreinsson er
trommuleikari hljómsveitarinnar,
Högni Hilmisson leikur á bassa,
Birkir Huginsson á saxófón og áslátt-
arhljóðfæri og Steingrímur Guð-
mundsson, nýjasti liðsmaður Radíus-
ar, leikur á gítar með Vigni. Um
sönginn sjá Þórarinn Ólason og
Sigurbjörg Jónsdóttir.
„Við leikum alls konar tónlist,”
svaraði Vignir Ólafsson er hann var
spurður um tónlistarstefnuna. „Við
erum með pönk, rokk, gömlu dans-
ana og allt þar á milli til að hægt sé>
aðgera sem flestum til hæfis.”
í Vestmannaeyjum starfa nú fimm
til sex hljómsveitir.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980.
Lögð upp í hnattferð
ÆTLUMAÐSJÁ ALLT SEM
HÆGTERAÐSJA
Verðlisti
Ólafs
Ragnars
Fyrsti vlðkomustaður hnattfaranna er San Fransiskó. Gyða Sveinsdóttir,
starfsmaður Útsýnar bendir á staðinn á hnattkortinu.
DB-mynd Gunnar örn.
„Hvernig dettur þér í hug, að
Júgóslavarnir fari að kaupa þessar
flugvélar af ykkur, ef þeir geta fengið
þær á miklu betra verði hjá Ólafi
Ragnari Grímssyni,” sagði umboðs-
maður Flugleiða í samningunum við
Júgóslavana, þegar hann gerði Erni
Ó. Johnson grein fyrir því, að áhugi
væntanlegra kaupenda hefði dvínað
skyndilega.
„Nei, þetta er alveg rétt,” svaraði
Örn. „Það er eins og að bjóða
Síberíumanni rjómaís í fimmtíu stiga
gaddi.”
Hnattfararnir Guðmundur og Magnea ásamt bömum sinum, Hukfu og
Jóni. Heimiii þeirra er sárstaklega fallegt og aðlaðandi. / stofunni er
hægt að hreiðra um sig á köldum vetrarkvökfum fyrir framan arineid.
FÓLK