Dagblaðið - 01.11.1980, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980.
6
Islenzkir laxaræktarmenn áhyggjuf ullir vegna stóraukinnar laxveiði í sjó við Færeyjar:
Nýrmilljarða atvinnuvegur
eydilagöur afnágrannaþjóðum?
— skilning skortir hjá stjórnvöldum, segir Ámi Bjöm Guðjónsson laxaræktarmaður
„Við vitum að hér er hægt að
rækta lax fyrir marga milljarða með
hafbeit. Það er nú verið að rci*;a lax-
eldisstöðvar í öllumlauilshlutuiii Það
eina sem getur komið i veg fyrir að
hafbeitin verði stórkostleg at-
vinnugrein eru laxveiðar nágranna-
þjóðanna i sjó. Þetta er mál sem
íslenzk stjórnvöld hljóta að verða að
taka upp þegar í stað,” sagði Árni
Björn Guðjónsson i samtali við blaða-
mann DB. Árni Björn, sem stundað
hefur laxarækt á vatnasvæði Þjórsár
síðasUiðin ár er í hópi þeirra sem hafa
miklar áhyggjur af vaxandi lax-
veiðum í sjó við Færeyjar og
Grænland.
Sjólaxveiðar Fræeyinga hefjast í
dag og er veiðikvóti þeirra 14001estir,
sem er helmingi meira en í fyrra.
Veiðarnar munu stunda alls 40 bátar
frá Færeyjum og 6 bátar frá
Danmörku. Veiðarnar eru stundaðar
30—120 sjómílur norðaustur af
Færeyjum.
„Þetta er gönguleið íslenzka
laxins,” sagði Árni Björn og vísaði á
bug fullyrðingum Færeyinga um að
það væri ekki íslenzkur lax sem þeir
væru að veiða. Sagði Árni Björn
mjög nauðsynlegt að einhverjar
rannsóknir færu fram á þessu þegar í
stað. Bent hefur verið á að laxveiði í
íslenzkum ám hafi í ár verið 20%
minni en í fyrra og hafa menn viljað
kenna um auknum laxveiðum
Færeyinga í sjó.
Árni Björn sagði að það sama gilti
um veiðar Dana við Grænland. Á
síðasta ári voru veiddar um 1000
lestir af laxi við Grænland. Allt
annað gilti hins vegar um laxveiði i
sjó sem Norðmenn ög Bandaríkja-
menn stunduðu. Þær þjóðir væru að’
veiða eigin lax en því væri ekki að
heilsa með Færeyinga og Dani.
Þannig hefur Þór Guðjónsson veiði-
málastjóri bent á að á árunum 1969—
75 hafi 1751 lax verið merktur við
Færeyjar. Aðeins 5% þessara laxa
hefði skilað sér til sinna fyrri heim-
kynna í Skotlandi og víðar.
„Færeyingar veiða lax sem elst
upp í ám í Skotlandi, Noregi og á
íslandi,” sagði Árni Björn.
Sagðist Árni Björn mundu gera
tillögu á þingi Landssambands stang-
veiðifélaga, sem hefst í dag, um að
stjórnvöld beittu sér þegar í stað í
iþessu máli. „Stjórnvöld verða þegar í
stað að hefja viðræður við stjórnvöld
þessara landa. Krafan hlýtur að vera
sú, að þessum veiðum sé hætt. Fram
að þessu virðast stjórnvöld ekki hafa
haft nægan skilning á þessu máli,”
sagði Árni Björn.
-GAJ.
„Helgarpakkarnir”
sel jast m jög vel
—„Fundið fé á daufasta tímanum,”
segir Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi Flugleiða
Þéssir helgarpakkar hafa fengið
ntjög góðar undirtektir, bæði í
Skandinavíu og Bretlandi. í október
komu hátt á 5. hundrað manns á
þennan hátt, aðallega frá
Kaupntannahöfn, Osló og l.ondon,”
sag'ði Sveinn Sæntundsson blaða-
fulllrúi Flugleiða er blaðamaður
Dagblaðsins spurði hann hvernig
hinir nýju „helgarpakkar” sem
Flugleiðir bjóða nú upp á hefðu
mælzt fyrir.
„Þetta er fundið fé á daufasta
tímanum. Við náunt inn erlendum
gjaldeyri með þessu, hjálpum
áæltunarfluginu til að bera sig,
höldunt hótelunum opnum og sjáunt
fólki fyrir atvinnu. Það er því allt já-
kvætt við þessa tilraun,” sagði
Sveinn.
Þeir „pakkar” sent hér unt ræðir
eru i gildi á daufasta tímanum í
fluginu, í október, nóventber og aftur
eftir fyrstu vikuna í janúar og eitt-
hvað fram á veturinn. Hér er um að
ræða helgarferðir til íslands með
Flugleiðum. Miðað er við að gist sé
þrjár nætur á íslandi, og er gisting,
morgunverður og ein máltíð að auki
innifalin í verði miðanna. Frá Osló
kosta þessir pakkar 170 þúsund
krónur, fá Kaupmannahöfn 180
þúsund og frá London rúmlega 220
þúsund krónur. -GAJ.
Hvaff er á skjánum?
DB-mynd Sig. Þorri.
VERKAMANNABÚSTAÐIR
f REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 30
HÓLAHVERFI
RAÐHÚS
Stjórn verkamannabústaða i Hótahverfi í Reykjavik
Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir
umsóknum um kaup á 60 ibúðum
í raðhúsum, sem nú eru í byggingu í Hólahverfi í Reykjavík
Áæt/að er að afhenda íbúðirnar fullfrágengnar
á tímabi/inu mars til nóvember 1981
Umsóknareyðublöð/ ásamt upplýsingum um verð og skilmála, verða afhent á
skrifstofu verkamannabústaða, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, og skal um-
sóknum skilað þangað fyrir mánudaginn 24. nóv. nk.
Stjórn verkamannabústaða i Reykjavik
PEUGEOT STATiON 7manna, árg. 1978
til sölu,
litur rauður,
ekinn 50.000 km.
Upplýsingar
í síma 43565.
Þessi bíll er til
sýnis og sölu
,hjá
Bílasölunni
Skeifunni
Simi 84848 og
35035.
Ertu 18 ára eða eldrí?
Leitar þú trausts umhverfis í félagi við önnur ungmenni? Viltu taka þátt i
menntun, sem ekki byggir á prófum, heldur áhuga?
Við bjóðum upp á fjölda námsgreina — þú velur fagið.
Ryslinge Hojskole á Fjóni í Danmörku er heimaviestarskóli með I30
nemendum. Við byrjum nýtt 20 vikna námskeið 12. janúar 1981.
Allir. sem orðnir eru 18 ára, eru velkomnir.
Styrkur frá danska ríkinu og úr Norðurlandasjóði skólans.
Skrifið eftir nánari upplýsingum til Norræna hússins í Reykjavik. eða
beint til
RYSUNGE H0JSKOLE
5856 Ryslinge, Danmark.
Það hefur verið erfitt að læra dönsku — nú verður það gaman!