Dagblaðið - 29.11.1980, Side 1
6. ÁRG. — LAUGARDAGUR 29. NÓVEMBER 1980 — 271. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Verkfall bankastarfsmanna fráS. desemberþýðir:
Engin bankastarfsemi og
ekki króna til lífeyrisþega
—banka- ogsparisjóösstjómirgeta takmarkað sparifjárúttekt fyrir verkfall
Komi til verkfalls bankastarfs-
manna 8. desember, sem nú þykja
miklar líkur til, má engin afgreiðsla
af neinu tagi fara fram í bönkum.
Allir bankar, sparisjóðir og fleiri
stofnanir verða bkaðar. Engar vörur
verður hægt að leysa úr tolli aðrar en
þær sem fyrir verkfall hafa fengið
bankastimpil. Engar greiðslur fyrir
seldar afurðir verða afgreiddar inn í
landið.
Sáttasemjari frestaði verkfalli
bankamanna frá 3. til 8. desember.
Komi til verkfallsins 8. desember er
það sama dag og færa átti greiðslur
til allra lífeyrisþega inn í banka-
kerftð. Verkfall bankamanna yrði þá
til þess að ellilífeyrisþegar fengju
ekki lífeyri sinn á réttum tíma.
Þegar hefur gætt meiri úttektar
sparifjár úr bönkum en venja er, ef
til vill vegna hræðslu fólks við verk-
fallið og hugsanlegar takmarkanir á
úttekt. Heimildir til takmarkana á út-
tekt er að finna í lögum um sparisjóði
og banka. Stjómir lánastofnana geta
ákveðið ,,að heimta að upþhæðir frá
500—1500 kr. sé sagt upp með viku
fyrirvara og upphæðum þar yfir með
2 mánaða fyrirvara. Án tveggja mán-
aða fyrirvara er eigi skylt að borga
meira en 2000 kr. á mánuði hverjum
úr sömu viðskiptabók” segir í einni
slíkri reglugerð.
Bankamenn fara ekki dult með að
þeir telja verkfall blasa við. Huga
þeir m.a. að verkfallssjóðum en hann
eiga íslenzkir bankamenn tiltölulega
nýstofnaðan með nokkrum milljóna-
tugum á, en auk þess eiga þeir aðgang
að verkfallssjóði norrænna banka-
manna fyrst til lántöku en síðan
styrk. í lánasjóði norrænna banka-
manna eru nú sagðar 110 milljónir
sænskra króna eða 14 milljarðar 850
milljónir íslenzkra króna. -A.St.
—sjánánarábls.5
Til hverser eiginlega
verið að þessu?
Linnaþarf
þvíhneyksli
— Ólafur iónsson
skrifarum leiklist
íútvarpinu
— sjá bls.6
•
„Hernaðarieg
áætlun vegna
byltingarinnarfr
— segirráðherrann
Tekere, sem segist
stolturaf adhafa
myrt hvítan bónda
íZimbabwe
— sjá erl. yfirlit
bis.ll
Brotsjór olli tugmilljóna tjóni á togaranum Apríl:
ÞESSIALDA HEFÐI
LAGT BRÚNA SAMAN
—svo við vorum heppnir að hún skall á dekkinu — sagði
Svavar Benediktsson skipstjóri
Smiðir voru þegar mættir um borð i gær og könnuðu skemmdir. Á þessari mynd má sjá hvernig brúin hefur sigið niður um ca
10 ferm. Hurðarkarmurinn lét undan og hurðin fór af iömunum.
t herbergi eins hásetans var aðkoman þessi. Timburveggir brotnir og loft sigið.
Þarna kom einnig gat á skipið. DB-myndir Gunnar Örn.
„Ég sá ölduna koma tveimur eða
þremur mínútum áður en hún skall á
skipið. Það vildi til að skipið var með
stefnið beint upp í vindinn þegar sjór-
inn hvolfdist yfir. Við vorum staddir
um 65 milur suðaustur af Vestmanna-
eyjum og veðrið var slæmt — 10—12
vindstig,” sagði Svavar Benediktsson,
skipstjóri á togaranum Apríl, í samtali
við blaðamann DB um borð í skipinu í
Hafnarfjarðarhöfn í gær.
„Þótt skipið sé ekki mikið skemmt
að utan er hér um tugmilljóna tjón að
ræða,” sagði Svavar. Sjórinn skall yftr
dekkið sem seig niður um ca 10 cm.
Þrjú herbergi eru mjög illa farin. Loft
brotin, húsgögn ónýt og jafnvel hurðir
fóru af lömunum. Þá kom einnig gat á
skipið úr einu herberginu. Brúin beygl-
aðist töluvert og eins öldubrjóturinn.
„Það er mjög sterkt stálið í þessum
togara, það sýndi sig. Einhverjir togar-
ar hefðu farið verr jafnvel eyðilagzt við
þetta. Við vorum heppnir að aldan
skall beint á dekkið. Ef hún hefði lent
ofan á brúna. hefði hún vafalaust lagzt
niður,” sagði Svavar Benediktsson.ELA