Dagblaðið - 01.12.1980, Síða 6
42240) BILATEPPI
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
Tiíboðs-
verð á kinda-
bjúgum
KJÖTBÚÐ
SUÐURVERS
STIGAHLÍÐ - SÍMI35645
Áskríftarsími
Eldhúsbókarinnar
24666
ELDHÚSBÓKIN
I- ri-\ juuolu 14
BÍLATEPPI
Amerisk teppi i eiie Wla.
SJéum um isetningu eða
sniflum eftir máli.
Vönduð vinna —
Vanir menn.
7 litir fírúrtt
Svart Rauóbrúnt
Rautt Blútt
Gult Rústrautt
Tilbúin teppi í Range
Rover. Bronco, Lada
Sport o.fl. Sendum í
póstkröfu.
Höfum einníg teppi í
báta. Erum i sama húsi
og Bílasala Eggerts.
Teppa-
þjónustan hf.
Auðbrekku 44—46.
Simi 42240
Bremsu-
klossar
Og
borðar
flestal*3
bila
Límum og rennum
diska og skálar
Límum á kúplingsdiska o. fl.
ólímingor sf
Ármúla 22
Símar 84330 og 84181
L. J
STAGID SUTNAÐI
VIÐ FYRSTA ÁTAK
— mörgu ábótavant í eftirliti með stóru togurunum, segir Ólaf ur Bjarnason,
sem slasaðist um borð í Viðey
—mesta mildi að ekki fór verr, þar sem f imm menn voru á dekki
með belti um mig, sem ég tel að hafi
bjargað lífi minu. Ég hékk í henni
þannig að ég fór ekki í sjóinn. Ég
lærbrotnaði en missti ekki meðvit-
und. Það var guðs mildi að ekki fór
verr, því við vorum fimm þarna undir
þegar stagið slitnaði. Hinir sluppu
alveg, utan hvað einn háseti fékk
rispu á ennið.
Dagblaðið ræddi við Ólaf í vik-
unni, en hann liggur nú á Borgarspít-
alanum. Hann var skorinn upp og
sett 43 cm stálstöng í lærið og sagði
hann ljóst að hann ætti eftir að dvelj-
ast í margar vikur á sjúkrahúsinu.
Ólafur sagði að eftir slysið hefðu
félagar hans tekið hann og búið vel
um hann í sjúkraklefa skipsins
meðan siglt var til lands. Hann sagði
að skipstjórinn hefði tjáð sér að
stagið sem slitnaði hefði verið sett í
skipið fyrir aðeins 11 mánuðum.
„Mér er dálítið óljóst hvað gaf sig,”
sagði Ólafur, „hvort það var hólkur-
inn sem þrýstir augunum saman. Sjó-
vinnustofa Ingvars og Ara setur þessi
stög saman,” sagði Ólafur. „Það
hefur ekki komið fyrir, svo ég viti, að
þessi stög hafi slitnað. Þessi búnaður
er ekki í öllum skuttogurum, en að
minnsta kosti í stóru pólsku togurun-
um eins og Viðey.
„Við vorum djúpt út af Reykjanesi
á svonefndu Skerjadýpi sl. laugar-
dag. Það var norðaustan stinnings-
kaldi og töluverður sjór. Við vorum
að hífa inn trollið og voru bobbing-
arnir komnir inn fyrir. Töluverð
kvika var þegar við tókum upp fyrstu
færuna, snörluðum með gilsi, sem
gengur upp í blökk, sem er með stagi
og gengur eftir miðju skipinu. Við
fyrsta átak slitnaði stagið niður,”
sagði Ólafur Bjarnason, netamaður
á skuttogaranum Viðey RE-6.
„Stagið eða blökkin kom niður í
dekkið og tók síðan flugið aftur eftir
dekkinu og í mig. Ég var í líflinu,
Ólafur Bjarnason sjómaður liggur nú lærbrotinn á Borgarspitalanum eftir slys
um borð i togaranum Viðey. Ólafur telur eftirlit ekki nógu gott með stóru togur-
unum. DB-mynd Sigurður Þorri.
Það er því mín spuming hvort
skipaeftirlitið og öryggiseftirlitið sjái
til þess að slík stög og annar siíkur
þúnaður sé þolreyndur, a.m.k. einu
sinni á ári, eða hvort útgerðaraðilum
og skipstjórnarmönnum sé treyst
fyrir þvi. Ég tel að þreyta hafi komið
ótrúlega fljótt fram í þessu stagi.
Annað atriði er að ekkert öryggi er á
þessu ef það gefur sig, t.d. keðja, sem
tekur við ef stagið slitnar niður. Hver
ber ábyrgð á þessu og fá þessi skip
haffærisskírteini árlega?
Ég tel að mörgu sé ábótavant í
eftirliti með stóru togurunum.
Ástandið er mun betra á þeim minni.
Ástæðan er sú að mikið er um
mannaskipti á stóru togurunum. Á
þeim minni er sami mannskapurinn
og þar fyigjast menn miklu betur með.
Frekar gleymist að lagfæra og endur-
nýja það sem þarf á þeim stóru.
Þegar skipið kom í land, aðfara-
nótt sunnudags, tók útgerðarmaður-
inn gallaða stagið og afhenti það sjó-
vinnustofu Ingvars og Ara. Honum
hafði verið tjáð að þeir bæru ekki
nokkra ábyrgð. Það finnst mér ekki
nógu góð skýring. Togarinn hélt
síðan strax út aftur og var stagið lag-
fært á útleiðinni,” sagði Ólafur.
- JH
„Bezt að bíða sjóprófanna”
— segir Þórhallur Helgason hjá Hraðf rystistööinni, sem gerir Viðey út
„Ég veit ekki hvað skeði, það
verða haldin sjópróf þegar skipið
kemur inn,” sagði Þórhallur Helga-
son hjá Hraðfrystistöðinni í Reykja-
vík hf., en hún gerir skuttogarann
Viðey út. „Slíkur búnaður er á fjölda
skipa og þetta stag hafði verið um
borð í skipinu í 18—19 mánuði. Ég
hef ekki heyrt um það áður að slíkur
búnaður hafi gefið sig. Ég veit því
ekki annað en þetta hafi verið talið
fullgilt, enda væru menn ekki með
þennan búnað ef hann væri talinn
hættulegur.
Stykkið sem raunverulega gaf sig
hefur ekki fundizt, þannig að lítið
er hægt að segja. Það er því langbezt
að bíða sjóprófanna,” sagði Þór-
hallur.
- JH
„RÆÐUM EKKERT
VIÐ BLAÐAMENN”
— sagði Ari Jónsson hjá sjóvinnustofu
Ingvars og Ara
„Við ræðum ekkert við blaða-
menn,” sagði Ari Jónsson hjá Sjó-
vinnustofu Ingvars og Ara. Eins og
fram kemur í viðtalinu við sjómann-
inn sem slasaðist var búnaðurinn sem
gaf sig fluttur til Ingvars og Ara
þegar skipið kom í höfn. DB heim-
sótti sjóvinnustofuna og fór fram á
viðtal um atvikið og myndatöku af
þeim búnaði sem gaf sig. Ari Jónsson
þverneitaði hins vegar öllum við-
ræðum og myndatökum. -JH
Skuttogarinn Viðey RE-6. Skuttogar-
inn er af stærri gerð pólskra skuttog-
ara, en þó nokkrir slíkir voru keyptir
hingað til lands.
„Skipin eru skoðuð
einu sinni á ári”
— búnaðurinn yf irleitt ekki
þolprófaður, en ákveðinn
styrkíeiki hafðurá vírum,
segir Sigurður Þórarins-
son skipaskoðunarmaður
„Skipin eru skoðuð einu sinni á
ári,” sagði Sigurður Þórarinsson
skipaskoðunarmaður hjá Siglinga-
málastofnun ríkisins. „Síðan verða
skipsmenn að halda búnaði við. Þótt
við skoðum þennan búnað og hann sé
í lagi við skoðun þá getur allt bilað,”
sagði Sigurður. „Þá er ekki vitað
hvaða álag hefur verið á þessu. Þetta
eru gífurleg átök þegar verið er að
hífa pokann inn.
Slíkur búnaður er yfirleitt ekki þol-
prófaður en ákveðinn styrkleiki
er hafður á vírum. Skoðanir eru ekki
aðrar en þær árlegu, nema sérstak-
lega sé beðið um þær,” sagði
Sigurður. -JH