Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
I
Eríent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Tvö Arabaríki komin í hár saman:
Styrjöld Sýríands og
Jórdaníu vofirnúyfir
— Herlið beggja þjóðanna í viðbragðsstöðu við landamærin
Hersveitir Sýrlands og Jórdaníu
Ítanda nú auglitis til auglitis á landa-
riærum þjóðanna og virðast bíða
nerkis um að gera árás. Saudi-
Arabía gerir nú tilraun til að draga úr
þeirri spennu sem komin er upp á
milli þjóðanna og virðist svo alvarleg
að líklegast er talið að til styrjaldar
komi.
Vitni segja, að herlið beggja þjóð-
anna komi sér nú upp skotgröfum og
annars konar virkjum og Jórdaníu-
menn hafa kallað út 30 þúsund
manna varalið og sent til landamær-
anna.
Ágreiningur þjóðanna hefur mjög
magnazt að undanförnu vegna mis-
munandi afstöðu til styrjaldarinnar
við Persaflóa og ekki dró úr honum
þegar Sýrland beitti sér fyrir því að
nokkrar Arabaþjóðir sniðgengu fund
Arabarikja í Ámann í Jórdaníu í
síðustu viku.
Sýrlenzka útvarpið hefur einkum
tengt ósætti þjóðanna þeirri fullyrð-
ingu að Jórdanía hafi skotið skjóls-
húsi yfir Bræðralag múslima sem er
leynilegur félagsskapur, talinn bera
ábyrgð á ofbeldisverkum gegn ríkis-
stjórn Sýrlands.
Hið opinbera dagblað í Damaskus,
höfuðborg Sýrlands, hótaði í gær
hernaðaríhlutun í Jórdaníu: ,,Svar
Sýrlands verður öflugt og ákveðið
gegn þeim sem hilma yfir samsæris-
mönnum. . . Þessum mönnum skal
verða eytt.”
Hussein konungur hefur neitað
þessum ásökunum og segir að
Jódaníumenn muni verjast, verði á
þá ráðizt. Háttsettur fulltrúi sovézku
ríkisstjórnarinnar átti að koma til
Damaskus í dag til að staðfesta vin-
áttusamning við Sýrland sem hefur
meðal annars að geyma gagnkvæman
varnarsamning. í síðustu viku barst
sú yfirlýsing frá Bandaríkjastjórn, að
hún liti á Jórdaníu sem vin og öryggi
þjóðarinnar væri Bandaríkjunum
þýðingarmikið.
Khalid konungur Saudi-Arabiu
sendi í gær bréf til Hafez Al-Assad
forseta Sýrlands og er talið, að þar
reyni hann að koma i veg fyrir
styrjöld Sýrlands og Jórdaníu.
Hussein konungur Jódaniu.
I
Erf iðleikar hjá
Ronald Reagan:
efni
skorast undan
William Simon, sem gegndi embætti
fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gerald
Ford, hefur hafnað boði Ronalds
Reagan um sæti í ríkisstjórn hans þar
sem honum bauðst að gegna sama
embætti og í stjórn Fords. William
Simon bættist þar með í vaxandi hóp
manna sem sagðir eru hafa hafnað
boði um aðild að ríkisstjórn Ronalds
Reagan. Anne Armstrong, fyrrum
sendiherra Bandaríkjanna í London,
sem þótti koma mjög til álita sem við-
skiptaráðherra sagði í síðustu viku, að
hún vildi helga sig einkalífi sínu. Einnig
er því haldið fram að George Shultz,
sem hefur þótt mjög líklegt utanríkis-
ráðherraefni, sé kominn á fremsta
hlunn með að lýsa því yfir að hann
muni ekki taka sæti í ríkisstjórn.
Breytingar
í röðum
forystumanna
Búizt er við að tilkynnt verði um
breytingar í röðum forystumanna
kommúnistaflokks Póllands alveg á
næstunni. Það væri í fimmta skiptið á
þessu ári sem slíkar breytingar eru
gerðar vegna deilnanna við hin öflugu
og sjálfstæðu verkalýðsfélög í landinu.
Miðstjórn flokksins kemur saman til
fundar í dag.
Baptisti send-
urágeð-
veikrahæli
Vladimir Khailo, baptisti sem und-
anfarin sex ár hefur reynt að fá leyfi til
að flytjast frá Sovétríkjunum, hefur nú
verið sendur á geðveikrahæli og hans
bíða nú réttarhöld. Maria Khalio sagði
í símtali frá Krasny Luch í Úkrainu, að
hinn 48 ára gamli maður hennar hefði
verið sendur á geðveikrahæli 22.
september síðastliðinn og ætti hann að
koma fyrir rétt í dag. Hún kvaðst ekki
vita hvað honum væri gefið að sök.
Vladimir Khailo á bróður sem er
búsettur i Bandaríkjunum og hafði
hugsað sér að flytjast til hans.
Þrjátíu saka-
menn
blindaðir
Lögreglan í ríkinu Bihar á N-
Indlandi blindaði nýverið 31 meintan
sakamann, að því er forsætisráðherr-
ann Jagannath Mishra sagði um
helgina.
Mishra sagði fréttamönnum í Patna,
höfuðborg Bihar, að fimmtán lög-
reglumenn hefðu verið handteknir og
sakaðir um „vanrækslu”. Fréttamenn
segja að lögreglumennirnir hafi
plokkað augun úr föngunum með
skrúfjárni og síðan hellt sýru í sárið.
Forsætisráðherrann neitaði fullyrðing-
um um að 87 fangar hefðu verið blind-
aðir.
Stjórnarand-
stæðingar
sendir úr landi
Jean-Claude Duvalier, forseti Haiti,
hefur sent sendimenn sína til
Argentínu, Brasilíu og fleiri landa og
óskar eftir að þessi lönd taki á móti
fimmtíu stjórnarandstæðingum, sem
hann lét handtaka um helgina.
Hinir handteknu eru einkum stjórn-
málamenn, baráttumenn fyrir auknum
mannréttindum og blaðamenn.
Kirkjuturninn i Baivano stendur enn uppi en kirkjan hrundi til grunna og
undir rústunum grófust um hundrað manns. Aðeins presturinn komst lifs af.
Gömul kona i hjólastól fyrir framan heimili sitt i San Angelo di Lombardi.
Gamla konan er i hópi um þrjú hundruð þúsund Ítaia sem misstu heimili sfn I
jarðskjálftunum.
Aframhaldandi hörmungar
á jarðskjálftasvæðunum
— snjór, kuldi, rok og nýir jarðskjálftar gera hörmungar hinna heimilislausu
á S-Ítalíu að hreinustu martröð
Þúsundir þeirra sem lifðu af jarð-
skjálftana miklu á Suður-ltalíu fyrir
viku streymdu í gær í skelfingu frá
hrundum heimabæjum sínum.
Fólkið var í mörgum tilfellum viti
sínu fjær af skelfingu er nýrra jarð-
skjálfta varð vart og snjór og slag-
viðri gerði lif þess að hreinustu
martröð.
Brottför hinna heimilislausu hófst í
gær eftir að opinberir aðilar höfðu
lagt hald á fjölmörg hótel á strönd
Suður-Ítalíu í þeim tilgangi að koma
hinum heimilislausu þar fyrir. Flótta-
fólkið hafði í flestum tilfellum lítið
með sér og kvaddi heimaþorp sin
með tárin í augunum, greinilega stað-
ráðið í að snúa aftur þrátt fyrir það
sem á undan er gengið.
Meira en 300 þúsund manns í 126
borgum og bæjum á S-Ítalíu urðu
heimilislaus í skjálftunum. Ennþá eru
nefndar mjög mismunandi háar tölur
yfir hina látnu. Opinberir aðilar segja
að 2915 lík séu fundin, 1547 sé
saknað og 7069 séu særðir. Aðeins
112 manns hafa verið grafnir lifandi
úr rústunum. Óttazt er að þessar
tölur eigi eftir að hækka mikið.
Arnaldo Forlani forsætisráðherra,
sem horfizt í augu við vaxandi reiði
yfir því hversu hjálparstarfið hefur
gengið illa, sagði í blaðaviðtali um
helgina: ,,Viku eftir jarðskjálftann er
sú hryllilega mynd sem við höfum
fyrir augum ekki spegilmynd ófar-
anna, fjölda fórnarlamba eða
þjáninga fólksins.” Gaf Forlani í
skyn, að ástandið kynni enn að
versna.
í Santa Angelo Dei Lombari, sem
varð einna verst úti allra staða í jarð-
skjálftanum, sögðu björgunarmenn
að þeir væru enn að grafa eftir 160
manns, sem grafizt hefðu undir
diskóteki er hrundi í skjálftanum.
Giuseppe Zamberletti, stjómandi
hjálparstarfsins, hefur sagt, að vegna
hættu á að farsóttir brjótist út geti
reynzt nauðsynlegt að setja mörg
þorpanna sem hrunið hafa í sóttkví.
Hungraðar geitur, kindur og kýr hafa
vegna snjóanna leitað í rústir þorp-
anna og þannig aukið á hættuna á
sjúkdómum.