Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 14
Iþróttir
Iþróttir
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR I. DESEMBER 1980.
Iþróttir
Iþróttir
Crijuff ráð-
LétthjáKA
gegn Þór
— f 2. deildinni
íhandknattleiknum
KA hélt efsta sætinu i 2. deild i hand-
knattleiknum á föstudag, þegar liðið
vann auðveldan sigur á Þór á Akureyri.
Lokatölur 23-16 fyrír KA. KA náði
strax góðum tökum á leiknum og það
var einkum góður leikur Gunnars
Gíslasonar — bróður landsliðskappans
Alfreðs hjá KR — sem lagði grunn að
sigri KA. Hann skoraði 12 mörk i
leiknum, þar af þrjú úr vitaköstum.
KA hafði fimm mörk yfir i hálfleik,
12-7, og í siðari hálfleiknum jók KA
muninn i sjö mörk. Liðið stendur vel
að vigi i keppninni í 2. deild. Hefur
aðeins tapað einum leik af fimm. Efst
með átta stig. Eins og áður segir var
Gunnar markahæstur hjá KA með
12/3 mörk. Fríðjón Jónsson skoraði
4/1 og landsliðsmaðurinn úr Viking hér
áður fyrr, Eriendur Hermannsson,
skoraði þrjú mörk. Hjá Þór — Akur-
eyrar-Þór — var Sigurður Sigurðsson
markahæstur með 5 mörk. Benedikt
Guðmundsson og Sigtryggur Guð-
laugsson skoruðu 3 mörk hvor.
-GSV
„Þetta verður væntanlega siðasti
veturinn minn. Ég ætlaði að hætta
síðastliðið vor en ákvað að verða með
áfram fyrst Bogdan gat verið með
okkur einn vetur ennþá. Hann er frá-
bær þjálfari, sá Iangbezti sem ég hef
kynnzt. Ég hef kunnað mjög vel við
mig hjá Víkingi en nú er kominn tími til
að breyta til, það hefur svo margt setið
á hakanum vegna handboltans.” sagði
Árni að lokum.
hkuv
gjaf i Ajax
— og Wim Janssen
leikurmeðliðinu.
Urslit íHollandi
AZ '67 frá Alkmaar heldur áfram
sigurgöngu sinni i hollenzku úrvals-
deildinni. í gær vann liðið sigur á
Utrecht á heimavelli, 2-1. Þrettándi
sigur liðsins I haust og það hefur enn
fimm stiga forustu á Feyenoord, sem er
í öðru sæti. Úrslit I öðrum leikjum
urðu þessi:
PSV — NACBreda 3-0
Excelsior — Wageningen 1-2
Gröningen — RODA 3-2
Den Haag — Deventer 1-0
PEC Zwolle — Tllburg 3-0
NEC Nijmegen — Feyenoord 2-4
Ajax — Twente Enschede 5-3
Sparta — Maastricht 0-2
Ajax, Amsterdam, náði sér loks á
strik. Félagið hefur ráðið Johan Crijuff
sem „tæknilegan” ráðnnaut með þjálf-
ara liðsins Leo Beenhakker næstu þrjá
mánuði. í marz heldur hann hins vegar
aftur til Washington Diplomats. Wim
Janssen, sem einnig leikur með Diplo-
mats, áður Feyenoord, mun hins vegar
leika með Ajax til loka þessa leiktima-
bils.
Stáðan I Hollandi eftir leikina i gær
hjá efstu liðunum er þannig:
AZ ’67 14 13 1 0 48-13 27
Feyenoord 14 10 2 2 32-14 22
PSV 14 7 3 4 28-16 17
Twente 14 7 3 4 27-20 17
Maastricht 14 7 3 4 24-23 17
V/KLV
Árni Indriðason — leikmaður Vikings
og kennari við MR og Háskóla tslands.
Ath. blöðin eru keyrð heim og uppgjör sótt í næstu viku.
Minnum á að bíóið er í BORGARBIÖ.
SÍMI 27022 - VIKAN AFGREIÐSLA
muN
iwuf
Islandsmeistarar Vikings, sem á miðvikudag leika við Ungverjalandsmeistara Tatabanya.
Víkingar hafa harma að
hefna gegn Tatabanya!
— Fyrri leikur Víkings og ungverska meistaraliðsins Tatabanya í Evrópubikarnum
íhandknattleik, keppni meistaraliða, í Laugardalshöll á miðvikudag
Ungverjar hafa alltaf verið okkur ís-
lcndingum erfiðir. Ég tel að við eigum
möguleika hér heima i leiknum við ung-
verska meistaraliðið Tatabanya en úti-
leikurinn gegn liðinu verður erfiður,”
sagði Árni Indriðason, leikmaðurinn
kunni hjá íslandsmeisturum Vikings i
handknattleiknum og fyrrum fyrírliði
islenzka landsliðsins, þegar rætt var við
hann um fyrrl leik Vikings og Tata-
banya i Evrópubikarnum, keppni
meistaraliða, sem verður i Laugardals-
höll á miðvikudag. Leikurínn hefst kl.
20.00. Þetta verður sjöundi leikur Vik-
ings i Evrópukeppni og mótherjarnir
þrautreyndir. f liði Tatabanya eru
fjórir leikmenn, sem léku i bronsliði
Úngverjalands á ólympiuleikunum i
Moskvu sl. sumar og tveir leikmenn,
sem voru valdir i „heimslið” gegn
Gummersbach á dögunum.
Haustið 1978 áttu Víkingur og Tata-
banya að leika í þriðju umferð Evrópu-
keppni bikarhafa eftir að Víkingur
hafði slegið út sænska liðið Ystad i 2.
umferð. Sigrað Svíana í báöum leikjun-
um, en Víkingar voru dæmdir úr leik i
keppninni á hæpnum forsendum, sem
flestum er eflaust í fersku minni. En
lítum á hvað Árni Indriðason hefur
frekar að segja um ungverska hand-
knattleiksmenn og frammistöðu Vík-
ings i vetur.
,,Ég hef verið með í tveimur lands-
leikjum gegn Ungverjum. í öðrum
leiknum varð jafntefli en hinum töpuð-
um við með miklum mun í B-keppninni
á Spáni, 12 marka mun að því er mig
minnir. Ég þekki ekki mikið til Ung-
verjanna, þeir áttu 5 landsliðsmenn
þegar við áttum að spila við þá um árið
og tveir leikmanna liðsins voru nýlega
valdir I heimsliðið. Það segir mikið um
styrkleika liðsins. Ég reikna með því að
Tatabanya leiki dæmigerðan ung-
verskan handbolta, sem byggist á
gegnumbrotum og hraðaupphlaupum.’
— Þegar þið Vikingarnir leikið við
Tatábanya eruð þið I efsta sæti íslands-
mótsins. Kemur það þér á óvart?
„Já ég get ekki neitað því. Við
misstum marga góða leikmenn áður en
keppnistímabilið hófst og ég bjóst við
því að Víkingur myndi hafna í 3—5.
sæti. Ég taldi að hin liðin yrðu mun
sterkari en komið hefur á daginn. En
aðeins Þróttarar virðast ætla að spjara
sig og þeir hafa verið sterkari en ég átti
von á. Staða okkar Vikinganna er góð
og auðvitað stefnum við að sigri í
mótinu.”
— Hvað hyggst þú iðka hand-
knattleik lengi enn?
BUÐSOUIBORN - REYKJAViK
Blaðsölubörn óskast
til að selja Vikuna
í eftirtöldum hverfum í Reykjavík:
Hltöar, Fossvogur, Kleppsholt, Heimar,
Vogar, Skjólin, Hagar. Seljahverfi og Hólar.