Dagblaðið - 01.12.1980, Side 29
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1980.
29
slóttunni
eftir Lauru Ingalls
Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér
barna- og unglingabókina Húsið á slétt-
unni, en höfundur er Laura lngalls
Wilder. Samnefndar kvikmyndir sem
sýndar eru i íslenska sjónvarpinu eru
byggðar á þessum bókum. Þetta er
önnur bókin í bókaflokknum „Láru-
bækurnar”, en í fyrrahaust gaf Setberg
út fyrstu bókina, Húsið í Stóru-Skógum,
sem strax hlaut frábærar viðtökur hér á
landi.
„Láru-bækurnar” má hiklaust flokka
undir sigildar barnabókmenntir, enda
hafa þær verið þýddar á fjölmörg
tungumál og verið endurútgefnar hvað
eftir annað.
Bókin er 240 blaðsíður I þýðingu Her-
borgar Friðjónsdóttur, en Ijóðin í bók-
inni þýddi Böðvar Guðmundsson. Þá
ber þess að geta að bókin er prýdd 90
undurfögrum teikningum eftir ameríska
listamanninn Garth Williams.
Manntal á
íslandi 1801
Norður og
Austuramt
Ættfræðifélagið hefur gefið bók þessa
út með aðstoð Þjóðskjalasafns og styrk
úr ríkissjóði og Þjóðhátíðarsjóði.
Þetta er 3. og síðasta bindi af Mann-
talinu frá 1801, en fyrsta bindið (Suður-
amt) kom út 1978. Þetta bindi nær yfir
svæðið frá Hrútafjarðará að Lónsheiði,
en þar bjuggu þá 16.128 menn, og eru
þeir allir greindir með nafni og aldri og
stöðu á heimili og getið um hvort þeir
séu ógiftir eða í l. eða 2. hjónabandi eða
ekkjur eða ekkjumenn eftir l. eða 2.
hjónaband. Getið er nákvæmlega um
bjargræðisveg manna.
Manntalið veitir að sjálfsögðu mikil-
vægar upplýsingar er að gagni mega
koma við ættfræðirannsóknir, en
líka er þar að finna margvíslegar hag-
sögulegar upplýsingar, allt eftir því
hvers menn vilja leita. Það veitir meðal
annars merka fræðslu um nöfn íslend-
inga í heild og I einstökum sveitum á
þessum tíma.
Manntalið sjálft er 472 blaðsíður.
Auk þess eru i bindinu eins og I fyrri
bindunum stuttur orðalisti og bréf kon-
ungs og fyrirmæli um framkvæmd
manntalsins og enn fremur greinargerð
fyrir útgáfunni og sýnishorn af frumrit-
inu, mynd af síðu úr manntalinu úr
Grenjaðarstaðasókn, rithöfund séra
Tómasar Skúlasonar.
Júníus Kristinsson skjalavörður bjó
öll bindin til prentunar, en hann og
Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður
hafa annazt lestur prófarka.
Prentsmiðjan Hólar hefur prentað
bókina og bundið.
Bókin kostar 25.000 kr. til félags-
manna, en búðarverð er töluvert hærra.
Fyrri bindin eru fáanleg enn og kostar
hvort þeirra 16.500 kr. til félagsmanna.
Æviþættir Aust-
firðings
eftir Eirík Sigurðsson
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði.
hefur gefið út bókina Æviþættir Austfirð-
ings eftir Eirík Sigurðsson, fyrrverandi
skólastjóra á Akureyri. Fáir hafa skrifað
meira um Austurland, Austfirðinga og
austfirzk málefni en einmitt hann. Hjá
Skuggskjá hafa áður komið út eftir Eirik
bækurnar Af Héraði og úr Fjörðum, Af
Sjónarhrauni og Með oddi og egg, ævi-
minningar Ríkarðs Jónssonar, mynd-
höggvara.
Æviþættir Austfirðings er ekki ævi-
saga i venjulegri merkingu þess orðs.
fremur minningaþættir þar sem stiklað
er á veigamestu atburðum lífs hans, allt
frá bernskuárunum I Hamarsfirði og á
Djúpavogi til fjölþættra starfa hans á
Akureyri sem skólamanns, bindindis-
frömuðar og afkastamikils rithöfundar.
Hann segir hér frá fjölda manna, sem
hann hefur kynnzt og átt skipti við á
langri lífsleið, mönnum, sem margir
höfðu sterk áhrif á lifsviðhorf hans og
lífsstefnu.
Æviþættir Austfirðings var sett í Acta
hf„ filmuvinnu og prentun annaðist
Prenttækni og bókin var bundin í Bók-
felli hf. Kápu gerði Auglýsingastofa
Lárusar Blöndal.
HEYGÐD
MIYT HDARTA
vm _
UNDAD HNÉ
SAGA AMERÍSKA VESTURSINS
FHA SJÓNARHÓU INDfÁNA
Heygðu mitt
hjarta við
undað hné
er titill bókar sem nýlega er komin út hjá
Máli og menningu. Þetta er saga
ameríska vestursins frá sjónarhóli
indiána, og er höfundur hennar Dee
Brown, þekktur sagnfræðingur. Bók
hans „Bury My Heart at Wounded
Knee” kom fyrst út árið 1970 og hafa
fáar bækur sem komist hafa á metsölu-
lista I Bandaríkjunum þótt sæta þvílík-
um tíðindum og hún og sló bókin öll
fyrri sölumet. Hér var gerbylt viðtekn-
um hugmyndum um margrómað tíma-
bil i bandariskri sögu, sjálft landnám
ríkisins.
I formála sínum að bókinni segir
höfundurinn m.a.: „ .. . Þótt þeir
indíánar sem lifðu þessi ragnarök menn-
ingar sinnar séu horfnir af jörðinni hafa
orð þeirra varðveist milljónum saman i
opinberum skjölum. Skýrslur um
margar þýðingarmestu ráðstefnurnar
voru gefnar út af hinu opinbera.
Ég hef reynt að setja saman frásögn
um landvinninga í ameriska vestrinu
eftir þessum hálfgleymdu heimildum
munnlegrar sögu, frásögn þolend-
anna... Þetta er ekki upplífgandi lesn-
ing, en staðreyndir sögunnar hafa til-
hneigingu til að þröngva sér upp á nútíð-
ina og máski öðlast einhverjir lesend-
anna betri þekkkingu á hinum ameríska
indíána eins og hann er í dag ef jjeir
kynnast fortíð hans... Lesandinn gæti
líka lært ýmislegt um tengsl sin við jörð-
ina af þjóð sannra náttúruverndar-
manna. Bókin er prýdd fjölda Ijós-
mynda af helstu indíánaforingjum sem
koma við sögu og henni fylgja rækileg
kort og nafnaskrá.
Heygðu mitt hjarta við undað hné er
þýdd afJóniRafnssyni.Bókin er 4:3bls.
prentuð i Prentsmiðjunni Odda.
Umhverfis jörö-
ina á 80 dögum
— eftir Jules Veme
Bókaútgáfan örn og Örlygur hf. hefur
nú sent frá sér bókina: Umhverfis jörð-
ina á 80 dögum. Er hér um að ræða
teiknimyndasögu byggða á hinni
heimskunnu sögu Jules Verne. Sú
saga hefur notiö mikilla vinsælda allt
frá því að hún kom út, en upphaflega
birtist sagan sem framhaldssaga í franska
blaðinu Le Temps, og fylgdist fólk með
ferðlagi , og ævinýrum þeirra Fíleas
Fogg og þjóns hans Passepartout, sem
um raunveruleika væri að ræða.
Teikningar bókarinnar eru eftir
Ramon de la Fuente, og þykja þær listi-
lega gerðar og á margan hátt öðru vísi
en gerist og gengur með teikningar í slik-
um teiknimyndabókum. íslensku
þýðingu bókarinnar annaðist Sonja
Diego, en teiknun texta gerði Pétur
Rögnvaldsson.
Bókin Umhverfis jörðina á 80 dögum
er filmuunnin I Prentstofu G.
Benediktssonar, en prentuð og bundin
hjá AFHA International á Spáni.
Gleym mér ei
eftir Danielle Steel
Setberg hefur gefið út skáldsöguna
Gleym mér ei eftir amerísku skáldkon-
una Danielle Steel, en hún hefur getið
sér gott orð sem höfundur ástar-
sagna. I heimalandi hennar, Bandaríkj-
unum, seljast sögur hennar i miklum
mæli og hafa bækur hennar verið
þýddar á mörg tungumál.
í Gleym mér ei lítur Díana, aðalper-
sóna bókarinnar, um öxl eftir 18 ára
hjónaband. Hana hafði dreynit um
frama á listabrautinni. En eftir að hún
hitti Marc hélt hún sig öðlast þá ást og
öryggi sem hún saknaði svo sárt eflir
föðurmissinn — og óskaði þess eins að
ala honum son. En óvæntir atburðir
leiddu til þess að Díana stóð frammi
fyrir örlagariku uppgjöri. Bókin er 190
blaðsíður. Þýöandi Arngrímur Thor-
lacius. Gleym mér ei er fyrsta skáld-
sagan eftir Danielie Steel sem kemur úi
á íslensku, og fleiri munu fylgja á eftir.
300 DRVKKIR
Kokkteilar, langir drykkir, toddý.bollur
óáfengir...
300 drykkir
Setberg hefur sent frá sér handbókina
300 DRYKKIR. Þar er að finna kokkt-
eila, langa drykki, toddí, bollur og
óáfenga drykki, ásamt fjölda íslenskra
verðlaunadrykkja. Sem sagt drykkir við
öll tækifæri. Þessi bók er tilvalin hjálpar-
hella fyrir heimabarþjóninn. Allar
tegundir drykkja er hægt að laga með lit-
illi fyrirhöfn: stutta og langa, sterka,
létta og óáfenga, kalda og heita, sigilda
og draumórafulla.
Auk uppskriftanna 300 eru í bókinni
litmyndir og teikningar. Simon
Sigurjónsson barþjónn í Nausti annaðist
útgáfu bókarinnar.
Gvlfi
Grondal
eftlr Gylfa Gröndal
Setberg hefur sent frá sér bókina 99 ár
eftir Gylfa Gröndal. Hér segir Jóhanna
Egilsdóttir ævisögu sína, sem spannar
nærri heila öld. Þessi óvenjulega bók er
hvort tveggja i senn: persónusaga vinnu-
manns og vinnukonu, sem komu fót-
gangandi til Reykjavíkur árið 1903 og
byrjuðu að búa með tvær hendur tóniar,
og sagan af fyrstu baráttuárum verka-
lýðsins, þegar fátæk alþýða reis upp og
krafðist bættra lifskjara. 1 bókinni er
jafnframt lýst mörgum þjóðkunnum
mönnum og konum: Jóni Baldvinssyni.
Ólafi Friðrikssyrii, Haraldi Guðmunds-
syni, Ólfi Thors, Héðni Valdimarssyni.
Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, Jónínu Jóna-
tansdóttur, Jóni Ólafssyni bankastjóra.
Jóni Axel Péturssyni, Vilhjálmi S. Vil-
hjálmssyniogfleirum.
Jóhanna Egilsdóttir er ennþá kvik í
hreyfingum og hnyttin í tilsvöruni, enda
þótt hún hafi lifað nærri heila öld.
Jóhanna Egilsdóttir verður 99 ára
þriðjudaginn 25. nóvember næstkom-
andi. Bókin 99 ár er 185 blaðsíður auk
fjölda mynda.
asamt fjölda annarra
muna úr steinleir.
HÖFÐABAKKA 9.
SIMI 85411r
Það er ekki hægt aö hugsa sér neitt
skemmtilegra, en að dekka hátíða-
borðið, með stellinu frá Glit, því það
gefur ótal möguleika með liti og
skreytingar. úrva| aukah|uta.
Greiðslukjör
Meö síldinni
og hákarlinum.
Jóla-
hald
1980
Margar geröir
hangipotta og
boröblómapotta
Studio
og steinieir