Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 01.12.1980, Blaðsíða 32
Stjórnarandstæðingar lögðu stjómarsinna íglímu um afstöðu til ríkisstjómar innar á f lokksráðs- og formannaráðstef nu sjálf stæðismanna: „STEFNAN HEFUR BEDIÐ SKIPBROF —fordæmt að „leiða kommúnista til æðstu valda á íslandi” Flokksráðs- og formannaráðstefna sjálfstæðismanna um helgina „itrekar andstöðu við núverandi ríkisstjórn og stefnu hennar, sem brýtur í veigamiklum éfnum í bága við yfirlýsta stefnu flokksins. Við myndun ríkisstjórnarinnar var stefnu Sjálfstæðisflokksins hafnað en úrræði vinstri flokkanna í þeim efnum valin. Þessi stefna ríkis- stjórnarinnar hefur beðið skipbrot. Ráðstefnan gagnrýnir harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við myndun ríkisstjórnarinnar þar sem skipulagsreglur Sjálfstæðis- flokksins voru brotnar. Þau hafa leitt til ófarnaðar og sundrungar. Ráðstefnan harmar hið tímabundna ástand í innanflokksmálum Sjálf- stæðisflokksins. Þjóðarheill krefst þess að endi verði bundinn á þá sundrungu.” Atkvæði voru greidd um framan- greindan kafla úr ályktun fundarins sem lauk í gærkvöldi og voru 120 fundarmenn honum samþykkir en 40 á móti Þá var önnur klausa úr ályktuninni borin undir atkvæði og sömuleiðis samþykkt með lOmótatkvæðum: „Ráðstefnan fordæmir þá aðferð að leiða kommúnista til æðstu valda á íslandi með þeim hætti er raun ber vitni.” Stjórnarsinnar lögðu fram 5 breyt- ingartillögur við ályktunina og voru þær allar felldar. Rétt til setu á flokksráðs- og for- mannafundinum höfðu um 300 manns, en hann sóttu um 200. Þess má geta að fyrr á árinu, 10. febrúar, þegar greidd voru atkvæði um stuðning viðafstöðu miðstjórnar og þingflokks sjálfstæðismanna til ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens voru 103 fylgjandi en 29 andvígir andstöðu við stjómina. 3 seðlar voru auðir. -ARH. „Loksins, loksins” — sagði sigurvegari einstaklingsdans- keppninnar 1980,. Ævar Birgis Olsen er lírslitin voru kynnt „Loksins, loksins,” sagði Ævar Birgis Ólsen sigurvegari í einstakl- ingsdansi er úrslit voru kynnt í Klúbbnum í gærkvöldi. Þetta er þriðja árið sem Ævar tekur þátt í ein- staklingsdanskeppni. Fyrsta árið lenti hann í þriðja sæti, í fyrra háði hann harða samkeppni við Steinar Jónsson en varð að láta sér nægja annað sætið. Það kom því ekki á óvart að hann skyldi segja „loksins”. í öðru sæti keppninnar var Ingrid Jónsdóttir og í þriðja sæti Sigmar Vilhelmsson. Undanúrslit hafa verið í Klúbbnum á sunnudagskvöldum í þessum mánuði. 11 voru valdir á þeim kvöldum til að taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fór í gær- kvöldi. Sigurvegari keppninnar fær í verð- laun þátttökurétt í heimsmeistara- keppni í einstaklingsdansi E.M.l. sem haldin verður í London 12. og 13. og 14. desember nk. Auk þess uppihald í London í eina viku. Dómnefnd sátu Heiðar Ástvalds- son. Bára Magnúsdóttir, Sigvaldi Þorgilsson, Björg Jónsdóttir og Steinar Jónsson, sigurvegari i fyrra. -ELA. H Æ var Birgis Oisen trúði ekki lengi vel tíðindunum er þulurinn las upp nafn sigurvegarans. Sipurður Grettir. einn af keppendunum. fagnar hér sigri með félaga sínum með því að bera hann. í baksýn má sjá ungfrú Island. Elisabetu Traustadáttir. sem var meðal gesta. DB-mynd Gunnar Orn. GRISK YF1RV0LD ST0DVUÐU SALTHSKFARM VEGNA 0RMA stjórnarmenn SÍF björguðu málinu með Grikklandsferð „Þarna er um gamalkunnugt vandamál fiskframleiðenda á ferðinni, ormamál,” sagði Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda er BB spurðist fyrir um ástæðu Grikklandsfarar nokkurra stjórnarmanna SÍF nú nýverið. „Heilbrigðisyfirvöld i Grikklandi fóru að skipta sér af hringormum í saltfiski, það voru engar kvartanir, hvorki frá kaupendum, né neytendum, heldur þurftum við aðeins að aðstoða kaupendur við að koma heilbrigðisyfirvöldum í skilning um að hér væri ekki á nokk- um hátt um skemmda vöru að ræða.” Friðrik Pálsson sagði að grisk yfirvöld hefðu upp á síðkastið verið að herða og setja nýjar reglur, aðal- lega um merkingar og ytri umbúnað matvæla. Taldi hann þetta hugsanlega hluta af öldu sem gekk yfir Efnahagsbandalagslöndin eftir að sala var stöðvuð á kjöti sem framleitt var með aðstoð hormóna- lyfja. Friðrik tók skýrt fram að ekkert fjárhagslegt tjón hefði hiotizt af þessu, þetta hefði aðeins verið spuming um það hvort grísk yfirvöld fengjust til að leyfa innflutninginn. Það leyfi væri nú fengið. „Hingað til hafa saltfisk- framleiðendur sloppið tiltölulega vel við það mikla vandamál sem hring- ormar eru í fiski hér við land,” sagði Friðrik aðlokum. -KMU. frjálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 1. DES. 1980. iísland meðal efstu þjóðaáÓLá Möltu: Karpov hefndi sín á Friðrik Eftir stórsigur yftr índverjum 3,5— 0,5 á ólympíuskákmótinu á Möltu var íslenzka sveitin komin í 5. ræti og hafði ennþá aðeins tapað einni viðureign, gegn Búlgörum. í gær voru and- stæðingarnir hins vegar ekki af lakara taginu eða Sovétmenn, sem eru sem kunnugt er margfaldir ólympíumeist- arar. Fóru leikar enda svo að þeir unnu yfirburðasigur á íslendingum. Heims- meistarinn Karpov hefndi sín á Friðrik Ólafssyni og sigraði á 1. borði, á 2. borði er Helgi Ólafsson með tapaða biðskák gegn Geller. Jón L. Árnason hélt jöfnu á 3. boði gegn Balashov og á 4. borði tapaði Margeir Pétursson fyrir skáksnillingnum unga, Kasparov, en hann er yngsti stórmeistari heimsins, sautján ára gamall. Þrátt fyrir tapið er íslenzka sveitin í hópi efstu sveita á mótinu. Baráttan um sigurinn virðist ætla að standa á milli Sovétmanna og Ungverja eins og á síðasta ólympiu- móti. -GAJ. Flokksráðs-og formannaráðstefna sjálfstæðismanna: Sáttatillögu vísað f rá Fjórtán fulltrúar „frjálslyndari armsins” á flokksráðs- og formanna- ráðstefnu sjálfstæðismanna um helgina báru upp sáttatillögu í deilum flokks- manna. Tillögunni var vísað frá, það er vísað til þingflokks og miðstjórnar. í tillögunni sagði, að ráðstefnan skyldi fela miðstjórn flokksins að kjósa 3—5 manna nefnd, sem skyldi leita „allra hugsanlegra leiða” til sátta og samkomulags í flokknum. • Formaður flokksins, Geir Hallgríms- son, Iagðist gegn því að tillagan yrði samþykkt á fundinum og beitti sér fyrir frávísun sem var samþykkt. -HH. ■■ rm | ■ ■ höfuðhögg Tollvörður sem var að koma úr vinnu á Keflavíkurflugvelli slasaðist mikið er varnarliðsbíll ók inn í hliðina á Volkswagen bifreið er hann ók. Áreksturinn var á gatnamótum Norðurgötu á Keflavikurvelli. Volks- wagen bifreiðin hentist út í skurð og er bíllinn mjög mikið skemmdur. Toll- vörðurinn mun hafa fengið slæmt höfuðhögg og misst meðvitund. Hann var fluttur á sjúkrahúsið f Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli mun tollvörðurinn hafa verið i fullum rétti. -ELA. LUKKUDAGAR: 30. NÓVEMBER 1342 Henson æfingagalli 1. DESEMBER 2360 SHARP vasatölva með klukku og vekjara. Vinningshafar hringi ísíma 33622.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.