Dagblaðið - 18.12.1980, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980.
Kjallarinn
Pjetur Lárusson
Látum afstöðu valdsmanna liggja
milli hluta. Þeir hafa hvort eð er
aldrei verið annað en leiguþý erlendra
drottnara, ýmist suður við Eyrarsund
eða vestur í Ameríku. Ég geri ekki þá
kröfu til músarinnar, að hún fari allt
i einu að hegða sér eins og ljón. Til
þess hefur hún enga burði. En ég hélt
að gera mætti þá kröfu til alþýðu
þessa lands, að hún stæði ekki slef-
andi af undirlægjuhætti og aðdáun
þegar höfðingjapakkið sýnir hroka
sinn með því að níðast á varnarlaus-
um manni.
Því miður byggðist þessi trú min á
ofmati á alþýðunni margrómuðu, þó
vissulega séu til undantekningar, sem
ég met þeim mun meira eftir því sem
aumingjaskapur alls þorra fólks
færistíaukana.
Megi smán þeirra alþýðumanna,
sem borið hafa heimsku sína á torg í
Gervasonimálinu, lifa meðan land
byggist, þó ekki væri til annars en að
forða fólki með óbrenglaða réttlætis-
kennd frá þeim hraksmánarlegu
örlögum að snobba fyrir þessum
skríl.
Pjetur Hafstein Lárusson
rithöfundur.
SÁLNAVEIÐAR
Ýmsum aðferðum er beitt til þess
að hafa áhrif á fjöldann. Vafalítið
feta gróðapungar og trúboðar vegi
dyggðanna í þeim efnum og forðast
innrætingu, áróður og auglýsingar.
Sálnaveiðar nú á dögum hljóta að
vera hollar svo fremi þær gefi eitt-
hvað í aðra hönd.
Öðru hverju heyrast þó hvellir i
fjölmiðlum. Þá eru gjarnan læri-
meistarar í fræðslukerfinu bornir
þeim sökum að ástunda innrætingu í
starfi, spilla æskunni lfkt og Sókrates
forðum, og þar með misnota aðstöðu
sina í þjóðfélaginu. Auðvitað eru það
einungis vinstrimenn sem bregðast
með slíkum hætti og fjölmiðlalætin
magnast um stund í borgarapress-
unni.
Að sjálfsögðu er innræting vinstri-
sinrians jafnvond og annarra, um það
þarf ekki að deila, en það reynist
bara ekki auðvelt að bera af sér dylgj-
ur af þessu tagi, sem oft og einatt eru
úr lausu lofti gripnar og æði fárán-
legar á stundum. Svo einfaldir menn
geta því haft það fyrir satt, að
sænska mafían hafi hreiðrað um sig i
daglégu brauði voru eða nú séu fiðlu-
kassar sinfóniuhljómsveitarinnar
mjög grunsamlegir á að líta líkt og í
vesturheimskri gángstermynd.
Óhróður
Ósjaldan hefur íslenzka fræðslu-
kerfið verið talið skálkaskjól fyrir
vonda menn og þar með gróðrarstia
fyrir vonda innrætingu (öll vitneskja
um þjóðfélagið er óholl). Ólíklegustu
embættismenn hafa verið vændir um
að beita innrætingu vondri. Það vill
gleymast, að almennt eru lærimeist-
arar ekki svo vinsælir að þeim líðist
að viðra persónuleg viðhorf á sama
tíma og þeir þurfa að halda nemend-
um vakandi.
Hitt er svo vitað mál, að slík
ákæra, sönn eða ósönn, er oft nægi-
leg til þess að koma meintum innræt-
ingarþrjótum í hina mestu bölvun.
Hérna hafa ófáir orðið að gjalda
skoðana sinna. í upplýstum þjóð-
félögum eru menn virtir fyrir skoð-
anir sínar. Hve mörg eru þess ekki
dæmin síðustu áratugi að menn hafa
verið hraktir úr starfi, einungis skoð-
ana sinna vegna og hve litla vörn
hefur stjórnarskráin ekki veitt í
slíkum tilvikum?
Hér á landi virðist það ekkert til-
tökumál að væna menn sem starfa að
fræðslumálum um innrætingu;
kennslubókahöfundar, námsstjórar
og lærimeistarar alls konar hafa
orðið að ganga með slíka miða utan á
sér, stimplaðir af sótthræddum og
háalvarlegum ruglhausum borgara-
pressunnar.
Hollar sjónvarps-
auglýsingar
Annars er það dálítið skrýtið að
velta fyrir sér fyrirbæri eins og inn-
rætingu. Yfirleitt finnst fólki innræt-
ing vera fordæmanleg, jafnvel glæp-
samleg, þegar reynt er að heilaþvo
óharðnaðar sálir.
Það skrýtna er að á sama tíma og
innrætingaraðferðir eru almennt for-
dæmdar, þá er innrætingu beitt af æ
meira þrótti í þjóðfélaginu — af þeim
sem fjármagn hafa undir höndum.
Og slík innræting þykir feiknaholl.
Hvað eru sjónvarpsauglýsingar
annað en innræting? Sjónvarpsaug-
lýsingar drottna orðið svo yfir ungum
sem öldnum að þær eru farnar að
miðstýra helztu neyzluvenjum
þjóðarinnar.
Og vart gefur að líta kaupfúsari
hjörðeníslendinga.
Siðareglutómið
Að líkindum hafa auglýsingastofur
einhverjar siðareglur en þessi þaul-
hugsaði vitundariðnaður er oft engu
að síður á mörkum þess sem gott
getur talizt.
Margar sjónvarpsauglýsingar skír-
skota beint til barna. Þær eru jafnvel
hafðar á sama tíma og dagskrárefni
fyrir börn.
Eru börn allt í einu orðin svo tekju-
há að geta veitt sér það glingur sem á
boðstólum er? Auðvitað ekki. Hér er
verið að stíla á buddu foreldra og
gera börnin að organdi þrýstihópi.
Og því kaupa ófáir sér frið að lokum.
Það er einkar athyglisvert að kaup-
sýslumönnum er aldrei borið það á
brýn í borgarapressunni, að þeir
stundi innrætingu og hnoði saman
óhörðnuðum barnssálum og geri þær
að kaupóðri neyzluhjörð. Hér hlýtur
því að vera um mjög holla innræt-
ingu að ræða.
Auðvitað er þessi fræðslu- og
menningarstarfsemi sem kaupsýslu-
menn veita íslenzkum börnum á mjög
háu plani. Það eru uppbyggjandi
£ „Hvaö eru sjónvarpsauglýsingar annaö
en innræting?”
Kjallaisnn
\
r
Ami Larsson
auglýsingar sem veita Nonna litla 5
ára nákvæmar upplýsingar um nýja
plastvélbyssu með alvöru-eldtungum
út úr hlaupinu. Af 3 metra færi getur
Nonni litli þrusað á koppinn hans afa
síns og gert hann að gatasigti á 3 sek-
úndum. Allt í plati,-
Sjónvarpsauglýsingarnar garga á
unga sem gamla. Þær breyta tiltölu-
lega friðsömu fólki í heimskulega
neyzluhjörð.
Sjónvarpsauglýsingar eru sennilega
afkastamestu peningaplokkarar sem
inn fyrir þröskuld komast. Þær heila-
þvo ekki aðeins krakkana heldur allt
einfalt og hrekklaust fólk sem fellur
unnvörpum fyrir þessu táli.
Já, tvisvar verður gamall maður
barn, það sannast stundum. Um
daginn komu tveir ellilífeyrisþegar
inn í verzlun. Karlinn bað um hálft
kíló af tannlími.
Þú ert nú ennþá með þínar tennur,
góði, sagði sú gamla.
Það er alltaf gott að eiga það,
svaraði karl.
Já, sjónvarpsauglýsingar eru holl
innræting.
Sjónvarpsauglýsingar eru mennt-
andi.
Það hefur maður nú haldið.
Árni Larsson
rithöfundur.
S. °8 d„...
nié
r&ði
■
yrnd
um
Siðan
'eð ]A* Se8ir.
pouj**** i'ssp*
zlbi
'ngi
öðrum staö $íeA$s]Uer ?nd> hijsk°sttiaður/^*~~*
iega: „Stjórn stofnunannliSrv..’.. 1ð eða *^gðu,-
ráðherra æðsta vald í málefnum stofnunarinn<urfífcjty
Af þessari tilvitnun má ráða, að ráðuneytið sem slíkt
I geti takmörkuð áhrif haft á gang mála í stofnun, sem
heyrir beint undir ráðherra eins og Póstur og sími.
Ætla mætti, að hér væri verið að reyna að búa til nýtt
ráðuneyti.
Hvaða mál er þá svona mikilvægt, að skrifræðis-
menn þurfi að stunda gsndreið í smíði frumvarpa?
HlutvprÞ Jiinna fyrirhuguðu laga kemur fram í fyrstu
grein þess. Það er ahnenn óskhyggja og huggulegar
hugleiðingar.
„Lögum þessum er ætlað að skapa grundvöll til þess
að tryggja landsmönnum svo heilnæm lífsskilyrði, sem
á hverjum tíma eru tök á að veita’ ’. Ennfremur: ‘ ýeð
markvissum aðgerðum skal vinna að b<*"r - af, V-
Síðan koma næstu grein
1
fjalli þar um nýmæli. Svo er ekki.
Honum sést næstum alveg yfir ný-
mælin en dregur fram atriöi, sem
lengi hafa verið í lögum.
Hvaða „bákn"?
Ritstjórinn hefur grein sína á því
að taka fyrir sérstaklega ákvæði
frumvarpsins um kostnað, dagsektir,
lögtak og lögveðsrétt og segir þar
anda lögregluríkis svlfa yfir vötnum.
Telur hann að hingað til hafi þótt
nægja að fara venjulegar dómstóla-
leiðir, þegar eftirlitsskyldir aðilar
hafi neitað að greiða reikninga frá
hinu opinbera fyrir unnið verk á
kostnað aðilanna, t.d. vegna hreins-
unar lóða. Allt það sem talið er upp
hér er að finna í gildandi lögum um
hollustuhætti, þ.e.a.s. í lögum nr.
12/1969 um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit. í fjölmörgum öðrum
lögum er hinu opinbera heimilaður
sami réttur til innheimtu ýmiskonar
skulda og þarf ekki að nefna dæmi
svo mörg eru þau. Varðandi lög nr.
12/1969 skal þess getið að lögveðs-
rétturinn var lögfestur í ákveðnu til-
viki með breytingu á lögunum 1978
og var það fyrir tilstuðlan Alberts
Guðmundssonar alþingismanns,
vegna þess að Reykjavíkurborg hafði
gengið erfiðlega að innheimta gjöld
vegna sorptunnuleigu. Það hefur sýnt
sig að sveitarstjórnum hefur oft
gengið erfiðlega að innheimta reikn-
inga, sem sveitarfélögin hafa sjálf
verið búin að greiða, t.d. vegna
hreinsunar á lóðum. Er þá nokkur
sanngirni í því að þeim sé nauðugur
einn sá kostur að stefna í málinu með
öllu því brambolti sem slíku fylgir og
tíma? Ég fæ ekki séð að svo sé fyrst
við á annað borð viðurkennum íög-
veðsréttinn og um hann gilda ákveðin
lög.
Hitt er annað mál, hvort menn eigi
nokkuð að vera að því að ástunda
hollustuhætti, svo sem lóðahreins-
anir. Læt ég ritstjórann um að fjalla
um slíkt í annarri ritstjórnargrein.
Ritstjórinn heldur áfram og gerir
þvi skóna, að fyrirmæli hollustu-
nefnda eigi að teljast jafnrétthá
landslögum. Ef vera mætti að rit-
stjórinn fengi réttan skilning á þessu,
þ.e.a.s. þann skilning, sem lagður
hefur verið í þessi ákvæði áratugum
saman, vil ég leyfa mér að benda
honum á að lesa allt frumvarpið eins
og það var gefið út í fjölriti því, sem
blaði hans var sent í júlí sl„ en þar
koma fram ítarlegar athugasemdir og
greinargerð. Það sem um er að ræða
er, að heilbrigöisráðherra er fengið
vald til þess að skera úr um ágreining
sem rísa kann vegna afskipta annarra
en hollustunefnda af sömu málefnum
og hollustunefndum er ætlað aö
fjalla um. Slíkur úrskurður kann að
ganga hollustunefndum í óhag. Þessi
heimild er einnig í gildandi lögum.
Ritstjórinn ræðir um það að
hollustunefndir, sem eiga að vera og
eru í dag jafnmargar og sveitarfélög
landsins, verði fyrirhugað bákn.
Erfitt er að skilja hvert hann er að
fara því þegar málsgreinin er botnuð
er greinilega átt við stofnun þá, sem
ætlað er að starfa samkvæmt frum-
varpinu, þ.e.a.s. Hollustuvernd
ríkisins.
Þetta „bákn” er nú ekki meira en
svo, að lagt er til að fjórar stofnanir
verði sameinaðar í eina, þ.e.a.s. Heil-
brigðiseftirlit ríkisins, Matvælarann-
sóknir ríkisins, Geislavarnir ríkisins
og tóbaksvarnir. Ennfremur að sett
verði upp sérstök deild innan stofn-
unarinnar, sem fjalli um mengunar-
varnir. Lagt er til að þrjár deildir
starfi innan stofnunarinnar í stað
fjögurra stofnana í dag og að
forstöðumenn verði þrír í stað fjög-
urra í dag.
Ritstjórinn heldur því fram að ætla
mætti að ráðuneytið sem slíkt geti
eingöngu haft takmörkuð áhrif á
gang mála innan Hollustuverndar
ríkisins, þar sem hún sé sett undir sér-
staka stjórn. Skýrt er tekið fram, að
ráðherra • fari með yfirstjórn
stofnunarinnar. Hins vegar mun ráð-
herra ekki hafa afskipti af daglegri
stjórn stofnunarinnar né innri
málum. Margar stofnanir heyra
undir svipaðar stjórnir og hér er
nefnd og dæmið um Póst og síma
hittir ekki í mark, þar sem þar er um
að ræða frábmgðna stjóm.
Ritstjórinn heldur áfram að ræða
um báknið og telur að eina áþreifan-
lega í frumvarpinu sé það að það
fjalli um smíði stórfenglegs bákns,
ótal hollustunefnda, hollustusvæðis-
nefnda, nokkurra forstöðumanna
hollustueftirlits eða Hollustuverndar
ríkisins. Hins vegar fjalli frumvarpið
ekki um hollustuna sjálfa.
Frumvarp sem þetta hlýtur fyrst og
fremst að fjalla um framkvæmd
hollustueftirlitsins, sem er veigamik-
ill þáttur hollustuhátta. Þannig hefur
þetta verið að verulegu leyti frá önd-
verðu.
Ýmislegt annað kemur fram í grein
ritstjórans og sætir furðu hversu mik-
illi vitleysu er hægt að hnoða saman í
ekki lengri grein.
Einnig skal þess getið að þegar
frumvarpið var tilbúið í fjölriti var
send út fréttatilkynning, m.a. til rit-
stjórans, þar sem fólk var hvatt til að
kynna sér efni þess. Að því mér er
sagt birtist þessi fréttatilkynning ekki
í málgagni ritstjórans. Hefur því rit-
stjórinn lítið gert í þessu máli annað
en að stunda niöurrif og allt að því
illkvittni í garð þeirra, sem eftir bestu
samvisku reyndu að búa frumvarpið
sem best úr garði miðað við fengna
reynslu af þessum málum á undan-
förnum ámm. Þökk sé ritstjóranum.
Að lokum ráðlegg ég ritstjóranum
að leggja niður lágtimbraða útúr-
snúninga eins og þá sem hann sýndi á
síðasta fullveldisdegi þjóðarinnar.
Ingtmar Sigurflsson,
lögfræðingur.