Dagblaðið - 18.12.1980, Side 22

Dagblaðið - 18.12.1980, Side 22
22 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. DESEMBER 1980. ATLI RUNAR HALLDÓRSSON Björgvin Halldórsson syngur um Ný jól: Höföum ekki tíma til að taka upp stóra plötu Tólfára barn- aöifimmtuga Margt er sér til gamans gert og ekki alltaf spurt um aldur. Á jólaföstu árið 1980 les maður þvílíka furðu- frétt: „Fimmtug kona vestur í Breiða- firði 61 barn, og er það sögulegast, að hún kenndi það förupilti, tólf ára gömlum, er gekk um og beiddist ölm- usu.” Sem sagt gott. Þessi ástarsaga er orðin nokkuð gömul, gerðist árið 1530, og birtist í nýútkominni Öld- inni sextándu. Nú á frjálslyndistím- um þættu þetta tæpast tíðindi, öllu heldur sjálfsögð sjálfsbjargarvið- leitni. Og virðingarverð brúun kyn- slóðabilsins. Kirkjunnar menn voru ekki barn- anna beztir í þessum efnum eins og klausa úr sömu bók ber með sér: „Systursonur ögmundar Pálssonar biskups, Þorsteinn Þórðarson frá Hvoli, hefur orðið uppvís að legorði með systursinni. Hann leitaði á náðir Jóns Hóla- biskups, er skotið hefur yfir hann skjólshúsi.” Nafnbirtingar þeirra er gerðust brotlegir við lögin hafa greinilega ekki verið vandamál þeirra er fengust við fréttaskrifin í gamla daga! DáleiðirLax- ness okkur umjólin? Ólafur M. Jóhannesson er firna- merkilegur gagnrýnandi kvikmynda og skrifar í Moggann. Hann var einn þeirra er sá forsýningu á því ágæta Laxnessverki í kvikmyndaformi, Paradísarheimt, á dögunum. Og sú sýning hlýtur að vera meira en lítið mögnuð, því Óiafur M. segir i dómi sínum: „Efast undirritaður um að hann hafi komizt eins nálægt miðilsástandi og þegar líða tók á myndina. Fannst honum persónurnar líkt og svífa út úr bókinni og lenda dúnmjúkt á hvítu tjaldinu eins og þær væru framliðnar eðaástuðpúðum.” Ljótt er ef það á fyrir okkar ágæta nóbelsskáldi að liggja að dáleiða þjóðina upp úr skónum þegar við óbreyttir áhorfendur fáum að líta á dýrðina um jólin. Og um leikendurna í Paradísar- heimt lesum við meðal annars í sömu grein: „Anna Björns kom á óvart sem dóttir Borgyar. Frískleg enda auglýsir hún sjampó í Ameríku. Arnhildur Jónsdóttir, sem kona Steinars, vakti athygli mína fyrir séríslenzkt höfuð- lag. Svona eins og maður sá á göml- um myndum. Gísli Alfreðsson var sannfærandi fyllibytta . . .” Þeir þenja dragspilin sín um land allt Huröaskellir og dóttir hans Jólasveinar eru á flakki um allar trissur þessa dagana, ýmist einir sór eða nokkrir saman i hóp. Þeir eru áreiðanlega fáir sem taka dætur sínar meó sór í vinnuna. Kristjana Helga, niu óra, fókk þó að fara með Hurðaskelli föður sínum i jólagjafadreifinguna ó dögunum. — Undir skegginu og búningnum er Hurðaskellir enginn annar en Þorgeir Ást- valdsson útvarps- og sjónvarpsmaður. „Ég hóf jólasveinaferil minn skitblankur á skólaárunum," sagði Hurðaskellir/Þorgeir. „Við vorum tveir, Gísli Baldur Garðarsson lög- fræðingur og óg, sem tróðum upp saman tH að hafa í okkur og á. Við óttum báðir harmóníkur og höfðum þær að sjátfsögðu með. — fílú orðið er óg að mestu hættur þessu nema að stöku sinnum kem óg fram hjó heyrnardaufum og nokkrum öðrum, — og svo fer óg nóttúr- lega ekki úr búningnum ó aðfangadag þegar óg heimsæki ættingjana. Ætíi frumorsökin fyrir þessu jólasveinabröltí mínu só samt ekki sú," sagði Hurðaskellir að lokum, „að innst inni er óg dólitíll jóla- sveinn í mór. DB-mynd: Einar Óleson. Útvarpsráðsmenn höfðu lúmskt gaman af því að fyrir fund í útvarps- ráði í liðinni viku voru áhrifamenn frá dagblaðinu Vísi hringjandi í þá til að mæla með ráðningu Sæmundar Guðvinssonar blaðamanns á Visi í fréttamannsstöðu hjá sjónvarpinu. Ekki svo að skilja að Vísismenn vilji endilega losna við Sæmund, heldur telja þeir að ráðning hans hefði verið ágæt meðmæli með fréttamennsku VIsis!! En allt kom fyrir ekki: Ólafur Sig- urðsson fréttamaður hlaut 4 atkvæði þegar kosið var um stöðuna en Sæmundur 3. Betur má ef duga skal. Björgvin Halldórsson var meðal þeirra sem skemmtu ó Jólakonsert '80 ó dögunum. Þar frumfluttí hann meðal annars lagið Ný jól. DB-mynd: Gunnar örn. „Upphaflega ætluðum við að taka upp stóra plötu en það er svo mikið að gera hjá okkur í hljómsveitinni Brimkló að við máttum hreinlega ekki vera að því,” sagði Björgvin Halldórsson. Nýkomin er á markað- inn með honum tveggja laga jóla- plata, Ný jól. Titillagið er eftir Jóhann G. Jóhannsson. Hitt nefnist Ég vaki þér hjá. Það er eftir Björgvin og textinn eftir Jón Sigurðsson. „Bæði þessi lög áttu að vera á LP plötunni. Við vorum einnig búin að velja öll hin lögin. Ég veit ekkert hvað verður um þau, hvort þau verða gefin út á næsta ári eða ekki,” sagði Björgvin. Á næstunni fer hann í stúdió og hljóðritar þar fimmtán eða sextán lög eftir Jóhann G. Jóhannsson, Magnús Kjartansson og sjálfan sig við erlenda texta. „Við ætlum að fullvinna þessar Nikkarahljómsveitín sem kom fram & Borginni. Fremri röð fró vinstri: Ásgeir Þorleifsson, Ágúst Pótursson og Eyþór Guðmundsson. Aftari röð: Kristin Kalmansdóttir og Bjarni Marteinsson. Bob Dylan faftastur) kom fram sem gestur með hljómsveitinnil DB-mynd: Einar Ólason fró Húsavík. „í vínarkrus og vals og ræl, hann vindur sér á tá og hæl”, er sungið há- stöfum um Sigurð sjómann. Hann eins og fleiri kann vel að meta gamla dansa við harmóníkuundirleik. Og meira að segja á diskóöldinni er auð- velt að finna sér dansiböll þar sem nikkan er í hávegum höfð. Ekki nóg með það: Nikkarar og nikkuáhuga- fólk á höfuðborgarsvæðinu myndaði félagsskap fyrir þremur árum, Félag harmónikuunnenda, sem starfar síðan af krafti til að gera veg þessa ágæta hljóðfæris sem mestan. Félagið heldur fundi á Hótel Borg fyrsta sunnudag hvers mánaðar og Dagblaðsmenn litu inn á siðustu sam- komu þeirra þar. Fór ekki fram hjá gestunum að tími nikkaranna er hreint ekki liðinn. Hann er öllu heldur að byrja! Á Borginni var kynnt glæný hljóm- plata sem Félag harmóníkuunnenda var að gefa út. En einnig tróðu menn upp með dragspilin sín: Grétar Sívertsen með frumsamin lög og Þor- leifur Finnsson og Sigurður Alfonsson. Sásíðastnefndi hefur lært harmóníkuleik en hinir teljast til áhugamanna. Siðast kom fimm manna harmóníkuhljómsveit og flutti nokkur lög. f henni er meðal annarra Bjarni Marteinsson, for- maður Félags harmóníkuunnenda. Hann sagði við Dagblaðið að stofn- endur félagsins árið 1977 hafi verið um 20 en þeim fjölgaði ört og eru nú um 200! Félagsstofnunin verkaði eins og vítamínssprauta á nikkuunnendur á landsbyggðinni. Stofnuðvoru félög víðar, svo sem í Borgarfirði, á Akur- eyri, Norðfirði, Seyðisfirði og í Þing- eyjarsýslum. „Nú vantar bara að tengja þessi félög saman, það er stutt í landssam- bandið!” sagði Bjarni. „Aðalbaráttumál okkar var að fá harmóníkuleik viðurkenndan sem námsgrein í ríkisstyrktum tónlistar- skólum. Árangurinn er sá að nú kennir Grettir Björnsson á harmóníku i Tónskóla Sigursveins, Karl Jónatansson („guðfaðir” Félags harmóníkuunnenda) kennir í Tón- listarskólanum á Akureyri og einnig mun byrjað að kenna á harmóníku í Tónlistarskólanum á Hellu.” Félag harmóníkuunnenda er með fasta æfingatíma fyrir sitt fólk í Edduhúsinu á hverju miðvikudags- kvöldi. Þar skiptast menn í hópa í samræmi við hve langt þeir eru komnir á tónlistarbrautinni. Og þeir sem lesa nótur eru í sérstökum hóp. Annars er ekkert skilyrði fyrir inn- göngu í félagið áð menn kunni yfir- leitt eitthvað fyrir sér í harmóníku- leik. Það er nóg að vera einlægur að- dáandi hljóðfærisins til að fá inn- göngu í félagsskapinn! -ARH upptökur,” sagði Björgvin. „Það verður ágætt að eiga þetta ef eitthvað gerist með erlenda markaðinn. Maður hefur þá eitthvað í höndun- um.” — Lögin sem verða tekin upp eru sum ný. önnur hafa komið út á plötum með íslenzkum textum. Nóg verður að gera hjá Björgvini og Brimkló við dansleikjahald út þetta árið. Um næstu helgi verður hljómsveitin í Sigtúni. Á annan og þriðja í jólum skemmtir hún í Hnífs- dal og á gamlárskvöld í Stapanum. - ÁT ASGEIR TÓMASSON r, —— Flei ra„ Pfll M IHJL l\ J Fram- bjóðandi Vísis tapaði

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.