Dagblaðið - 18.12.1980, Side 36
„Sigurður var sjómaður, hrikalega laglegur, en núna er Siggi lam-
aður hjólastólnum Með þrumugný og dúndurrokki léku'
Utangarðsmenn ásamt hljómsveitunum Þey og Frœbbblunum fyrir
fullu húsi áheyrenda í Gamla Bíói í tœpar 3 klukkustundir í gœr-
kvöld. Var það mál manna, sem skemmtu sér konunglega í óheyri-
legum tónstyrk, að Bubbi Morthens og sveit hans hefðu ekki í ann-
an tíma verið frískari. Hljómsveitin Þeyr kom skemmtilega á óvart
en það fór ekki á milli mála h ver var kóngurinn í geerk völd.
- SSv / DB-myndir Einar Ólason.
Alusuisse vegna súrálsins:
HVORKISANNGJARNT
TÆKIFÆRINÉ TÍMI
—til að leggja fram upplýsingar og skýringar
„Alusuisse var ekki gefið sann-
gjamt tækifæri né nægilegur tími til
þess að leggja fram upplýsingar og
skýringar, áður en málið var birt al-
menningi og Alþingi”, segir í frétta-
tilkynningu frá Alusuisse vegna frétta
frá iðnaðarráðuneytinu um athugun
á verðlagningu súráls frá Svissneska
álfélaginu hf. til islenzka álfélagsins
hf.
Ráðuneytið hefur fengið bráða-
birgðaskýringar, „í þeim tilgangi að
leiðrétta grundvallarmisskilning”,
eins og segir í tilkynningunni. Þá
hefur Alusuisse einnig tjáð ráðuneyt-
inu vilja sinn til þess að afhenda frek-
ari upplýsingar svo skjótt sem auðið
er.
í upplýsingum Alusuisse kom fram
að fyrirtækið hefur langtíma
samningsbundna skyldu til þess að
sjá ÍSAL fyrir súráU. Þessi tilhögun
verndar ÍSAL gegn truflunum á súr-
álssendingum sem gætu leitt til stöðv-
unar verksmiðjunnar og stefnt at-
vinnuöryggi ISAL í hættu.
Súrálsverð mUU ÍSAL og Alusuisse
hefur ávallt verið og er enn innan
þeirra marka sem gilda í alþjóða,
langtíma súráls afhendingarsamning-
um. Þá segir og að samanburður á
hagskýrsluverðum ástralsks súrálsút-
flutnings til tslands sé villandi. Ástr-
alskar hagskýrslur tækju ekki til
afturvirkra verðleiðréttinga, sem
taka tillit tU kostnaðarhækkana.
Auk þess segir að Alusuisse þurfi
að greiða fjármagnskostnað af lánum
sem tekin voru utan Ástralíu og
einnig afskriftir sem ekki eru að fuUu
bornar upp af hinu ástralska dóttur-
fyrirtæki þess.
- JH
Farið að tillögum f iskif ræðinga um þorskaf lann:
Steingrímur ákveður
400 þús. tonna ársafla
Steingfrímur Hermannsson sjávar- „Fiskifræðingar hafa gert tillögur fyrir að með þeim ársafla verði tölu- Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem
útvegsráðherra ákvað í morgun eftir um, að þorskaflinn fari ekki yfir 400 verð aukning í stofninum. stjórnvöld fara aí tillögum fiski-
fund með útvegsmönnum, að stefnt þúsund tonn,” sagði Steingrímur Hrygningarstofninn vaxi úr 275 fræðinga um þorskafiann?
skuli að þvi, að þorskaflinn á næsta Hermannsson i viðtali við DB í þúsund tonnum í 613 þúsund tonn „Kannski þeir séu komnir til okk-
ári fari ekki fram úr 400 þúsund morgun. „Þeirra spár eru nú allar árið 1986. Þetta er miklu betra en ar,” sagði ráðherrann.
tonnum. bjartari en verið hefur. Þeir gera ráð áður hefursézt,” sagði ráðherrann. -HH.
frjálst, úháð daghlað
FIMMTUDAGUR 18. DES. 1980.
Málshöfðun Dýraspítal-
ans á hendur yfirdýra-
lækni:
Pálma skal
líka stef nt
Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra
hefur nú dregizt inn í mál það sem
stjórn Dýraspítalans höfðaði á hendur
Páli Pálssyni yfirdýralækni. Páli var
stefnt nú síðsumars fyrir það að fara út
fyrir sitt verksvið. Hann hafði neitað
að veita danska dýralækninum Garbus,
sem starfaði á Dýraspítalanum, já-
kvæða umsögn vegna þess að hann
taldi ekki þörf á útlendum dýralæknum
hér. Þetta taldi stjórn spitalans ekki
vera á verksviði Páls að dæma um þar
eð hann ætti aðeins að veita umsögn
um hæfni Garbusar. Pálmi Jónsson
veitti síðan Garbusi ekki starfsleyfi
vegna þessarar umsagnar frá Páli.
Verjandi Páls fyrir sakadómi viidi að
Pálma yrði líka stefnt fyrir þetta en það
vildu stjórnendur spítalans ekki. Úr-
skurður féll í gær um það að Pálmi yrði
tekinn fyrir líka. Stjórn Dýraspítalans
hyggst skjóta þeim úrskurði til Hæsta-
jréttar. Fyrr en Hæstiréttur hefur dæmt
|i því máli gerist ekkert frekar í saka-
dómi. -DS
Áfram fundað
með undir-
mönnum
farskipanna
— stuttur fundur
bensfnafgreiðslu-
manna
„Fundurinn með undirmönnum á
farskipum og útgerðum skipafélaganna
stóð í alla nótt og haldið verður áfram i
dag,” sagði Guðlaugur Þorvaldsson
ríkissáttasemjari í morgun. „Við látum
þá að mestu eina um þetta og þetta
mjakast,” sagði Guðlaugur.
Fundur með bensínafgreiðslumönn-
um hófst í gærkvöldi og lauk honum
kl. 1 i nótt. Annar fundur hefur ekki
verið boðaður. Þá var gengið frá samn-
ingi við starfsfólk Mjólkursamsölunnar
í morgun klukkan 8 með fyrirvara um
samþykki.
Sáttafundur með leikstjórum í sjón-
varpi hefst kl. 16 í dag, en þeir hafa
boðað verkfall. Verkfall leikara hjá út-
varpi og sjónvarpi hefur staðið nokk-
urn tíma. Viðræður eru nú hafnar milli
þeirra og menntamálaráðuneytisins.
Ekki hefur enn verið boðaður sátta-
fundur hjá sjómönnum á bátaflot-
anum, en fundur er boðaður i ríkis-
verksmiðjunum á föstudag. -JH.
LUKKUDAGAR:
18. DESEMBER 16253
Sharp vasatölva CL 8145
Vinningshafar hringi
ísíma 33622.