Dagblaðið - 03.01.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
Allir borga
með nýju
krónunni
„Það borga allir með nýju
krónunum. Já, já, ég kann alveg á
þetta. Annars lærðum við ekkert um
þessa nýju péninga í skólanum,” sagði
Rúnar Óskarsson 10 ára, sem seldi
Dagblaðið fyrir 4 nýkrónur í Austur-
stræti 1 gær. Við sáum að hann var
nokkuð vel að sér í myntbreytingunni.
Þegar viðskiptavinir réttu honum 10
krónur gafa hann til baka 6 krónur,
þegar i stað.
-ELA.
Ekki meiri
ösen
venjulega
— segir Jón Stefánsson
starfsmaður
íLandsbankanum
„Mér finnst ösin ekkert hafa verið
meiri en venjulega um mánaðamót þeg-
ar laun eru borguð út,” sagði Jón
Stefánsson sem vinnur á biðstofu
bankastjóra í Landsbankanum. Hann
gekk um salinn i gær og afhenti
viðskiptavinum seðla til að fylla út.
„Sumir eru ekkert hrifnir að taka við
þessum seðlum. Fólk heldur að það sé
verið að hnýsast í hvað mikla peninga
það sé með en þetta er aðeins gert til að
létta undir með starfsfólkinu,” sagði
Jón. Hann sagði að þótt ekki væri
óvenjulega mikið að gera þá væri
óvenjulegt að sjá allt þetta fólk með
svona mikið reiðufé að skipta.
-ELA.
Gunnar Sigurbjömsson
verkstjóri:
Ekkert mál
Gunnar Sigurbjörnsson verkstjóri
sat við borð í aðalbanka Landsbankans
með peningabunka fyrir framan sig og
taldi. „Þetta er ekkert mál. Ég legg
þetta vel fyrir mig, fylli hér út seðilinn
og fer svo og skipti,” sagði Gunnar.
Allir þeir sem komu inn í Lands-
bankann fengu seðla til að fylla út til að
auðvelda gjaldkerum störf. „Ég man
vel eftir aurunum þegar þeir voru í
notkun hér svo þetta er ekki svo erfið
breyting fyrir mig. Hins vegar gæti ég
trúað að yngra fúlkið ætti erfitt með
að venjast þessu,” sagði Gunnar.
-ELA.
Jóhaim Ágústsson
afgreiðslustjóri:
Einsoggóður
föstudagur
„Ég mundi segja að þetta væri eins
og góður föstudagur. Afgreiðslan
hefur gengið vonum framar. Gjald-
kerarnir hafa að sjálfsögðu farið
varlega og viðskiptavinirnir einnig. Það
er óhætt að segja að gjaldkerarnir hafi
staðið sig með miklum sóma,” sagði
Jóhann Ágústsson afgreiðslustjóri í
Landsbankanum í Austurstræti í gær-
dag. „í bankanum eru starfandi 21
gjaldkeri og þeir hafa allir haft nóg að
gera í dag, svo er auðvitað mikið í úti-
búunum líka,” sagði Jóhann.
-ELA.
Sigríður Birgísdóttir
bankamær:
Bankafólk
hefurfengið
góða
fræðslu
„Það hefur verið mikið að gera hér í
dag. Sérstaklega finnst mér það vera
eldra fólk sem kemur. Það virðist
hugsa mikið um þessa breytingu,”
sagði Sigríður Birgisdóttir starfsstúlka í
Búnaöarbankanum er við ræddum
við hana í gær. „Ég held að við banka-
fólkið séum nokkuð örugg á þessari
nýju mynt. Það hafa verið haldnir
fundir með okkur og við höfum fengið
góða fræðslu,” sagði Sigríður Birgis-
dóttir. -ELA.
SAGA
ER EKKI
SJÓNVARP
Sjónvafp:
PARADlSARHEIMT
Kvikmynd vftlr Rotf HHdrich
garð attir aðgu HaBdóra Laxnasa.
Þriðji hkrd.
Klementínuþáttur í Paradísar-
heimt, þar sem segir frá vesturför
systkina undan Hlíðunum ásamt
Þjóðreki biskupi, finnst mér einhver
átakanlegasti kafli í ritum Halldórs
Laxness fyrr og síðar. Þar vaknar
unga stúlkan í sögunni einn verður-
dag á hafinu frjáls kona í fyrirheitna
landinu. „Að vakna við að maður
hefur misst allt og veit að maður á
ekki lengur neitt, er það þá að vera
manneskja? segir stúlkan. . . Var
það þá þetta, sem hann faðir minn
lofaði mér?”
Þarna eru i rauninni sögulok. Það
sem á eftir fer er ekki nema eftirmáli,
til að hnýta saman endana á frá-
sögninni, ráðstafa sögufólki, láta
söguna um síðir bita í sporðinn á
sjálfri sér við fornan vallargarð í
Hlíðum.
Eins og fyrr var sagt: skáldleg
undirmál i Paradísarheimt verða ekki
ráðin í eða við sjónvarpið. En ósköp
varð lítið úr þessu frásagnarefni sem
nú var greint í kvikmynd Rolf
Hádrichs eftir sögunni. Þar var ekki
lengur um að ræða nema blábera
endursögn atburða í sögunni í lifandi
myndum — sem af sjálfu sér standa
sjálfri henni langt að baki. Og svo
fannst mér að færi um þriðja þáttinn
í heilu líki. Þar var eins og förlaðist
sjóngáfan í myndinni, frásögnin
gliðnaði sundur í eintóma endursögn
frásagnarefnisins, án þeirrar sjálf-
ráðu sjónar á fólk og atburði sem
umfram allt bar uppi og hélt saman
fyrri hlutunum tveimur. Kannski var
ekki annars von: mynd er ekki orð,
sjónvarp er ekki saga. í öllu falli
fannst mér þriðji hluti sjónvarps-
myndarinnar eftir Paradísaheimt á-
berandi sísti hluti hennar.
Þetta breytir auðvitað ekki því að
eftir sem áður horfði maður á
myndina með eftirtekt og áhuga, og
margt virtist þar vel og fallega af
hendi leyst með sama eða svipuðum
hætti og í fyrri hlutunum. Auðvitað
eru það einstakar mannlýsingar, er
bera uppi myndina og umfram allt
þvert á móti ætlað sér að koma
sögunni fram í mynd þannig að öll
hin skáldlegu launmáJ og dulmál
draga til sín eftirtekt áhorfandans,
Steinar í Hlíðum, Steina dóttir hans,
Þjóðrekur biskup , og raunar fjöldi
fólks í öllum hlutum myndarinnar,
og þær ganga ekki úr greinum þótt
tökin slakni á frásögninni í þriðja
hluta.
Eftir að horfa á myndina til enda
á nýársdag finnst mér eins og áður
langmest til um þau feðgin undan
Hlíðum, Jón Laxdal og Fríðu Gylfa-
dóttur í hlutverkum Steinars og
Steinu. Ekki var Steina síðri en áður
þegar hún um síðir fór að brosa og
hlæja um borð í útfiytjendaskipinu
Gideon. Það var ekki hennar sök þótt
misheppnaðist í myndinni að koma
fram þeim óhugnaði og skelfingu sem
sjóferðin að endingu geymir — né
tækist þá heldur að lýsa að lokum
þeim fjarska, sem verður á milli
tveggja hjartna þegar þau finnast í
fyrirheitnu landi. Sú paradís sem hún
hreppir i helgum hjúskap með
Þjóðreki biskupi er að vísu allt annar
handleggur en huldulandið sem faðir
hennar ætlaði að kaupa henni við
hesti og kistli. Það kemur enginn með
fyrirheitna landið til þín, þú verður
að finna það sjálfur. Samkvæmt
þeirri dapurlegu lífsvisku sem Para-
dísarheimt geymir er það Steinar
kútur einn sem finnur fyrirheitið land
í sögunni. Og það var alla tíð heima
hjásjálfum honum í Hlíðum.
Sjálfsagt mætti hugsa sér endur-
gerð og umsköpun frásagnarefnis úr
Paradísarheimt sem reyndi til að not-
færa sér eðli og eiginleika kvikmynd-
ar til að koma sjálfráðum skilningi og
túlkun fólks og atburða í sögunni.
Líklega yrði slík kvikmynd umfram
allt raunsæislegs eðlis, sögulegs og
þjóðfélagslegs efnis og fjallaði um
misrétti, ofbeldi, kúgun og tilraun
öreiga til undankomu og uppreisnar
um síðir. Vel má vera fyrir mér að
þetta sé þrátt fyrir allt kjarni máls í
sögunni.
En Steinar bóndi og hans fólk er
að vísu ekki þessháttar öreigar. Og
það virðist alls ekki hafa vakað fyrir
Rolf leikstjóra Hádrich að leggja
söguna með einu móti eða öðru út
fyrir áhorfendum sínum. Hann hefur
>2
Leiklist
ÖLAFUR
JÖNSSON
W+i.
Halldór Laxness ræðir við nokkra leikara í Paradisarheimt á Þingvöllum, þar
sem Steinar komst fyrst 1 kynni við trú Mormóna. Frá vinstri eru Jón Laxdal,
Flosi Ólafsson, Halldór Laxness og Róbert Arnfinnsson.
Friða Gylfadóttir i hlutverki Steinu:
„Að vakna við að maður hefur misst
allt og veit að maður á ekki lengur
neitt, er það þá að vera manneskja?
Var það þá þetta, sem hann faðir minn
lofaði mér?”
skáldsögunnar héldust óskert i
myndinni, öll hennar tvíræða og
bölvísa lífspeki í mannskilningi og
frásagnarmáta.
En hræddur er ég um að þriðji
hluti Paradísarheimtar hafi sýnt að
þetta sé ekki hægt. Saga er ekki
mynd. Augað sér ekki það er eyrað
heyrir. Kann að vera u.imaðhalda til
haga mannlýsingu, mannskilningi í
líkingu sögunnar í einstökum hlut-
verkum. En ekki að koma til skila
heilum hugarheimi hennar, með
þessu móti. Því verður sjónvarps-
gerðin um síðir ekki nema endursögn
bókarinnar, misvel heppnuð í ein-
stökum atriðum fyrir alla muni, en í
heilu lagi ósjálfstætt og ófullnað
verk sem þarf í vaxandi mæli að
styðjast við þekkingu áhorfandans á
sögunni. Sem um leið veldur
vonbrigðum hans um myndina.
Á við þetta skipta smekkdómar
um einstök hlutverk og atriði frá-
sögunnar út af fyrir sig litlu. En mér
fannst Þjóðrekur biskup í sjálfu sér
tilkomumikil mannlýsing í myndinni
— þótt Róbert Arnfinnsson væri
sem vænta mátti annar maður en sá
hraunkarl með hatt sem sagan lýsir.
Aftur á móti felldi ég mig ekki við
sýslumann Benediktsen: Gunnar
Eyjólfsson sem dálítið spilltan, úr-
kynjaðan heimsmann. Mannlif
Jútabyggð komst aldrei fram
myndinni í líkingu við heimafólk á
íslandi — þótt hlutverkum Runólfs
prests og lúterstrúarmannsins og
þeirra mæðgna, Borgíar og dóttur
heunar.sem bóndinn hljóp frá, rétt
eins og Steinar bóndi frá sinu kven-
fólki, var dável til skila haldið. Þar er
skáldleg undirferli í frásögninni, inni
á milli orða og atburða, sem úti varð í
myndinni. Eins og fleira.
Eftir þriðja hluta Paradísarheimt-
ar var sýnt einhvers lags aukamynd
með henni úr þýska sjónvarpinu þar
sem saman var hrært auglýsingu um
myndina, heldur svo simpilli land-
kynningu og viðtali við höfundinn
með miklum reykjarbólstrum. í
bólstrinum sagði að Paradisarheimt
fjallaði um innsta eðli mannsins.
Vera má . En engu spillti að verða af
þessari aukagetu.