Dagblaðið - 03.01.1981, Síða 10
DAGBLAtílÐ. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1981
10
frjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí ritstjómar Jöhannes Reykdal.
Iþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Siguröur Sverrisson.
Ljósmyndir Bjarnleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóðsson.
Skrífstofustjóri: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorloifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs
son. Droifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síöumúla 12. Áfgreiðsla, áskríftadeHd, augtýsingar og skrifstofur Þvorholti 11.
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 Onur).
Sotning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun:
Arvakur hf., Skeifunni 10.
Áskríftarverö á mánuði kr. 70,00, Verð i lausasölu kr. 4,00.
Sovétmenn gagnrýna Pólverja á ný eftir nokkurt hlé:
REIKNAÐ MEÐ
ÁFRAMHALDANDI
VÖRUSK0RTI
Alþýðubandalagið réð ferðinni,
þegar ríkisstjórnin afréð efnahagsað-
gerðir sínar. Útkoman er, sem vænta
mátti, að aðgerðirnar eru alls ófull-
nægjandi.
Sumt í þeim er býsna vafasamt. Fáein
atriði horfa til bóta.
Fyrsti þáttur efnahagsáætlunarinnar er, að gengis-
sigi verði hætt og gengi krónunnar haldið stöðugu
næstu mánuði. Þetta gæti sýnzt horfa til bóta, en svo
er ekki, þegar betur er gáð. Ætlunin er að bæta
útflutningsgreinum það tap, sem þær hljóta af of háu
gengi, með gífurlegum styrkjum af opinberu fé. Gamla
millifærsluleiðin ryður sér til rúms að nýju. Afleiðingin
verður fölsuð gengisskráning. í stað þess, að gengis-
skráningu verði breytt, þegar gengi krónunnar fellur í
reynd við versnandi afkomu útflutningsatvinnuveg-
anna, skal nú á pappírnum halda genginu föstu.
Raunin verður vafalaust sú, að um verður að ræða
„margs konar gengi”. Gengislækkun eykur verðbólgu,
en millifærsluleiðin veldur einnig aukinni verðbólgu.
Til lengdar stoðar ekki að halda genginu uppi á
pappírnum, þegar það er fallið í raun.
Annar þáttur aðgerðanna er það, sem stjórnarliðar
kalla ,,algera verðstöðvun” frá 1. janúar til 1. maí.
Verðstöðvun hefur löngum átt að vera í gildi hér á
landi. Menn renna blint í sjóinn um, hvað þetta
ákvæði efnahagsáætlunarinnar þýðir.
í þriðja lagi er visitalan sett á 100 1. janúar. Verð-
bætur verða ekki greiddar fyrir verðhækkanir, sem
hafa orðið frá 1. nóvember til áramóta. Þetta á að
þýða um 7 prósent skerðingu verðbóta og þar með
launahækkunar 1. marz næstkomandi. Alþýðubanda-
lagsmenn leggja áherzlu á, að með þessu verði ekki um
kjaraskerðingu að ræða, þegar á árið sem heild sé litið.
í staðinn verði skerðingarákvæði Ólafslaga felld niður,
skattar lækkaðar á lág laun og stefnt að lækkun vaxta.
Útkoman eigi því að vera, segja alþýðubandalags-
menn, að kaupmáttur verði nær hinn sami á árinu,
þrátt fyrir efnahagsaðgerðirnar.
Vafalaust leiðir af þessu, að verðbólga verður næstu
mánuði minni en ella hefði verið. Síðar á árinu mælir
vísitalan hraðar en ella, þar sem skerðingarákvæði
Ólafslaga falla burt. Því mun hætta að draga úr verð-
bólgu af þessum sökum, þegar á árið líður.
Eigi að veita vísitölubætur á laun, er æskilegast, að
miðað sé við vísitölu þjóðarhags. Þannig fengju laun-
þegar kauphækkanir við batnandi þjóðarhag en ekki
bara sífellt verðminni krónuhækkanir, sem jafnóðum
eyðast í verðhækkunum, sem fylgja á eftir. Það er því
síður en svo til bóta að afnema það ákvæði Ólafslaga,
að verðbætur fari að nokkru eftir viðskiptakjörum
okkar við útlönd.
Framangreint eru aðalatriði efnahagsáætlunarinnar.
Um þau verður að segja, að þau ná yfir alltof tak-
markað svið og eru alltof veik. Til dæmis stoðar
lítið að halda gengi stöðugu um tíma, ef afleiðingin
verður einungis þeim mun meiri gengisfelling að því
tímabili loknu. Sama má segja um verðstöðvun.
Einnig er haldlítið að draga úr kauphækkunum um
tíma, ef þær verða síðar meiri en ella. Aðgerðirnar nú
bera svip fyrri aðgerða margra ríkisstjórna, sem hafa
krukkað í kaupið til að „redda” málum um skamma
hríð.
í aðgerðunum er það helzt til bóta, að heimild er
gefin til minnkunar ríkisumsvifa, skattalækkana, leng-
ingu lána og bindingu verðtryggðra sparireikninga í
aðeins sex mánuði.
Ef nahagslíf pólsku þjóðaríimar mjög bágþorið. Tfu milljónir
dollara fara í af borganir og vexti á þessu árí
Pólverjar hafa farið sér hægt að
undanförnu eftir margra mánaða
óróa á vinnumarkaði og stjórnmála-
sviði í landinu enda er þeim ljóst að
erfiðir tímar eru framundan. Þeir
fögnuðu nýju ári á rólegan hátt.
Pólska útvarpið sagði að færri
dansleikir og samkvæmi hefðu verið
haldin í landinu um þessi áramót en
venja er og þeir fáu veitingastaðir
sem höfðu opið fengu færri
viðskiptavini en venjulega þar sem
flestir héldu nú upp á áramótin heima
við.
Hætt var við fjölmarga dansleiki
um áramótin og ástæðan er án efa
hinn mikli vöruskortur í landinu.
Margir Pólverjar urðu við þeirri
hvatningu kaþólsku kirkjunnar að
nota áramótin til að biðja fyrir
einingu þjóðarinnar.
Pólverjar
þreyttir
En fjölmargir Pólverjar segjast
einfaldlega hafa verið dauðþreyttir
eftir atburði undangenginna mánaða,
sem leiddu meðal annars til stofnunar
fyrstu sjálfstæðu verkalýðsfélaganna
í Austur-Evrópu og ýmissa breytinga
á æðstu stjórn landsins.
Áramótin hafa verið kærkominn
hvíldartími fyrir húsmæður, sem
undanfarnar vikur hafa mátt standa í
biðröðum við matvöruverzlanir allt
upp í átta klukkustundir á dag.
Ekki er líklegt að ástandið í
landinu batni á næstunni. Almenn-
Hver er framtíð
afmælisbamsins?
Hálfrar aldar afmæli Ríkisút-
varpsins varð tilefni mikilla
upprifjana, en tiltölulega lítilla hug-
leiðinga um framtíðina. Þó leikur
litill vafi á því að þessarar stofnunar
bíða ákaflega breyttar aðstæður,
e.t.v. ekki á allra næstu árum, en
strax og líða tekur á þann áratug, sem
nú er að hefjast. Sérstaklega á þetta
við um sjónvarpið: stóráföll hljóð-
varpsins, sem voru tilkoma sjónvarps
og innreið plötuspilara og snældu-
tækja á hvert heimili, eru um garð
gengin.
Sambærileg áföll , bíða nú
sjónvarpsins. Sendingar sjónvarps-
efnis milli landa um gervihnetti beint
til almennings eru nú fyrirsjáanlegar
og munu, þegar þar að kemur, kippa
fótunum undan einokunaraðstöðu
íslenska sjónvarpsins. Engin leið er
að segja með vissu fyrir um afleiðing-
ar þessa, en hætt er við að ýmislegt
heimaunnið efni, bæði til afþreying-
ar og fróðleiks, muni eiga mjög undir
högg að sækja. Einnig má telja
fullvíst, að til lítils verði fyrir íslenska
sjónvarpið að taka til sýningar
nokkurraára gamla framhaldsþætti á
sömu forsendum og nú er gert.
Niðurstaðan getur því orðið sú að
íslenska sjónvarpið verði fyrir
verulegum áhorfendaflótta frá
ákveðnum tegundum heimaunnis
efnis og einnig, að alvarleg þurrð
verði fljótlega á frambærilegu
erlendu efni sem áhorfendum sé
nýnæmi að.
Ofangreint áfall er ekki alveg yfir-
vofandi. Ef til vill dynur það yfir við
það að Nordsatáætluninni verður
hrint i framkvæmd. Fari svo (og
margt bendir til þess) er tæpur ára-
tugurtilstefnu.
En þetta er ekki eina breytingin
sem við blasir. Á undanförnum miss-
erum hefur myndsnældutækjum
verið ýtt út á íslenskan markað af
töluverðum ákafa. Ekki er mér
kunnugt um fjölda slíkra tækja i
notkun hér á landi, en ólíklegt má
telja að fleiri en 1% heimila hafi
aflað sér þeirra. Til samanburðar má
nefna að talið er að slik tæki sé að
Það má telja víst að þeir áratugir
sem eftir eru til aldamóta eigi eftir að
hafa í för með sér gífurlegar breyting-
ar á lífi okkar og kjörum.
Örtölvubyltingin sem nú er i sjón-
máli mun gjörbreyta högum okkar og
lífsviðhorfum og jafnvel þjóðfélags-
gérðinni allri. Eitt er víst að bylting
er í nánd þar sem tölvur og vélmenni
munu taka við störfum okkar, sem
síðan leiðir til atviiínuleysis og þverr-
andi kaupgetu og kreppu verði ekki
rétt brugðist við þessum nýju
viðhorfum.
Fyrstu tölvurnar voru smíðaðar á
heimsstyrjaldarárunum síðari. Þær
voru stórar og þungar og mikla
þjálfun þurfti til að vinna með þær.
Fyrsta tölvan kom til íslands úm
,1960, til Skýrsluvéla rikisins og
Reykjavíkurborgar. Síðan hafa orðið
stórstigar framfarar á þessari tækni.
Skömmu fyrir 1970 kom til sögunnar
ný tækni, svokallaðar dvergrásir,
sem hafa gert kleift að gera þetta
,Nær ekkert hefur veriö minnst á áhrif
tölvutækninnar
fólks.”
á störf okkar verka-