Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 2
2
r
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981.
VARIÐ YKKUR A FLUOR-TANNKREMI
Ævar Jóhanncsson skrifar:
Það kann að vera að bera í bakka-
fullan lækinn að fara að ræða um
fluor eftir allt það moldviðri sem upp
hefur verið þyrlað um notkun
fluorefnasambanda til verndar
tönnum og minnkunar
tannskemmda. Ég ætla hér ekki að
dæma um hvört örlítið magn þessa
efnis kunni að styrkja
tannglerunginn. Vel má vera að svo
sé, en þar er vandratað meðalhófið.
Það sem ég ætla hér að ræða um er
hin almenna notkun fluortannkrems,
eftirlitslaust og án þess að fólk sé
varað við hugsanlegum skaðlegum
áhrifum þess.
Fluor er mjög sterkt eitur. Um
það eru allir sammála. Við efna-
fræðitilraunir, þar sem fluor er notað
í einhverju teljandi magni, er unnið
með gúmmíhanska á höndum og
jafnvel grímu fyrir vitum. Ef svo
slysalega tekst til að fluorupplausn
lendir á beru hörundi verður að þvo
blettinn samstundis margsinnis með
rennandi vatni, annars getur dauði
hlotist af.
Lífshættuleg fluoreitrun getur
komið af mjög litlu fluormagni ef
móteitur er ekki gefið í tima. Talið er
að besta vörn gegn tannskemmdum
náist með því að börn neyti um það
bil 1 mg af fluor daglega en fullorðnir
2 mg. Ef magnið fer nokkuð teljandi
framyfir þetta fara að koma fram
hliðarverkanir, sem t.d. lýsa sér í
skemmdum og/eða blettum á
tannglerungnum, auk annarra
verkana, sem hér verða ekki rædd.
Fluor getur aldrei gert tennurnar
hvitar eins og auglýst er daglega í
fjölmiðlum. Kalk vinnur gegn auka-
áhrifum frá fluor, svo gnægð
kalkríkrar fæðu vinnur gegn því að
þessi einkenni komi í ljós. Kalkrik
fæða styrkir einnig tennurnar og er
nauðsynleg til myndunar tannvefs,
án tillits til fluors.
Nokkurt fluor fæst úr algengri
fæðu, t.d. er talið að nálægt 1 mg af
fluor fáist úr 2 bollum af venjulegu
tei, svo fullorðinn maður, sem
drekkur 4 bolla af tei á dag, fær allt
það fluor, sem talið er æskilegt fyrir
tennurnar, úr því einu. Allt sem þar
er framyfir er því til ills eins. I hita-
veituvatni á höfuðborgarsvæðinu er
einnig nokkurt fluor.
Engar upplýsingar eru yfirleitt á
tannkremsumbúðum um fluormagn
innihalds þeirra, sem verður að
teljast vítavert, en erlendar
upplýsingar gefa upp að algengt sé að
fluortannkrem innihaldi 0.8% fluor.
Þessi tala er hér því gefin upp með
fyrirvara. í hundrað gramma
tannkremstúbu eru þvi 0.8 g eða 800
mg af fluor. Ekki þarf því mikið af
slíku tannkremi ofan í barn eða
fullorðinn við tannburstun til að
fluormagn þess verði meira en hinn
æskilegi dagskammtur. Sé
tannkremiö bragðgott er hætta á að
börn renni hluta þess niður meðan
burstun stendur og einnig er erfitt að
fylgjast með því að börn skoli
munninn rækilega eftir burstun sem
þó er bráðnauðsynlegt.
Ef einnig eru gefnar fluortöflur,
HVERNIG LIST ÞER A
BREYTING ARNAR ?
Viö f jölgum vinningum svo að nú vinnst á meira
en fjóröa hvern miða. Mest fjölgar hóflegum
vinningum sem koma sér vel — þessir á 100
þúsund (lOOOnýkr.) verða t.d.næstum þrefalt fleiri
en í fyrra. Hæsti vinningur verður 10 milljónir
(100.000 nýkr.) -hækkar um helming. Til viðbót-
ar þessu verður veglegur sumarglaðningur dreg-
inn út 1 júlí — þrír 5 milljón kr. vinningar (50.000
nýkr.) Svo nú er sérstök ástæða til aö vera með í
happdrætti SÍBS Og miðinn kostar aðeins tvö
þúsund kr. (20 nýkr.) __________
Þar að auki vitum við að 1981 er ár fatlaðra — ár
þeirra sem njóta ávaxta af starfi SÍBS
____3irai
veskinuenbiq
grumr?
HAPPISiÆTTI SÍBS
eins og nú er rekinn áróður fyrir í
skólum, er augljóst að heildar fluor-
neysla skólabarna, sem bursta tennur
sínar með fluortannkremi, fer langt
yfir æskilegan dagskammt.
í opinberri skýrslu frá Anglesey í
Englandi, þar sem einnig er bætt
fluor í drykkjarvatn, er fullyrt að
11% barna á svæðinu þjáðist af
langvarandi fluoreitrun, sem lýsir sér
sem dökkir blettir á tannglerungnum,
sem aldrei næst af. Skýrslan náöi til
nálægt 10.000 barna á ýmsum aldri.
Hætta á fluoreitrun í börnum er því
greinilega til staðar ef ekki er gætt
fyllstu varúðar í notkun fluors.
Notið því fluortannkrem með
ítrustu varúð og brýnið fyrir börnum
ykkar að skola munninn vel að
burstun lokinni eða notið fluorlaust
tannkrem.
Niðurstöflur GMa JAnssonar
prófessors, þess efnis að Hitavelta
Reykjavikur snufli notendur sina,
verfla bréfritara afl yrkisefni.
DB-mynd Sig. Þorri.
„Heldur
erþað
hroll-
vekjandi”
Niðurstöður Gísla Jónssonar
prófessors í DB 8. jan. sl., þess efnis
að Hitaveita Reykjavíkur „snuði”
notendur um 360 milljónir gkr.,
miðað við heilt ár, hefur orðið tilefni
til eftirfarandi:
7845—6540
Hitaveitan „snuð” sértemur
telur „andi” háskólans.
Úr helvitinu hitinn kemur
en hvaðan gerðir forstjórans?
Heldur er það hrollvekjandi,
heita vatnlð sett ibann.
íslands ijóflur, skattpínandi
stjómvöld nærri drepa mann
Á þvi virðist enginn efi
ef þjófinn hirta ætla má
Vatni fylltur fangaklefi
vtldu margir fá að sjá.
Hringtö
ísíma