Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I2.JANÚAR 1981. launaumslagi. Þeir eru nefnilega ná- kvæmlega eins og undirritaöur. Þeir kunna ekki að skammast sin. Andvarp úr olíumöl Eftir lagvinn störf að olíumölun landsins ávarpar Ólafur Garðar Einarsson þjððina um áramót vegna efnahagsaðgerða ríkisstj órnarinnar. Á forsíðu Dagblaðsins annan dag janúar sýnir þingmaðurinn okkur les- endum hvernig galdurinn á bakvið atvinnurekstur lítur út. Að öðru leyti þykja honum ráðagerðir stjórnarinnar jafnómerkilegar og eigin launahækkun. Þar segir Ólafur Garðar: — En alvarlegast I þessu er að það á að halda uppi atvinnuvegun- um með styrkjum og lánum. Þeir eiga ekld lengur að standa undir sér. — Svo mörg voru þau orð. Gott hjá Ólafi Garðari. Svo lærir lengi sem lifir. Orð þingmannsins hefðu vel getað runnið beint undan hjartarótum hjá þorra landsmanna. Svo nákomin eru þau vilja fjöldans. En þegar öllu er á botninn hvolft þá fylgir böggull skammrifi: Ólafur Garðar er því miður einn af örfáum íslendingum, sem ekki getur tekið viljandi svona tii orða nema þá í gríni. En það er grátt gaman og dýrt spaug! Hjá skattborg- urum iandsins liggur ógreiddur reikningur upp á milijarða króna fyrir oliumöi. Hann er landsmönnum ekkert gamanmál heldur blóð, sviti og tár. Þess vegna ætti þögnin að vera Ólafi Garðari gulls í gildi á mál- þingi um atvinnurekstur. Þrjúhundruð milljón jólakort En þversagnir í mannheimum eru oft magnaðar um áramót. í sama tölublaði Dagblaðsins eru á sömu blaðsíðu þrjú hundruð milljón jóla- kveðjur frá Ólafi Garðari alþingis- mánni. í annarri frétt segir að fjár- veitinganefnd Alþingis hafi samþykt að gefa eftir söluskatt hjá Olíumöl háeff og breyta í hlutafé fyrir þrjú hundruð milljónir króna yfir há- tiðarnar. Með þessu handsali telur ríkissjóður sig eiga svokallaðan vonarpening í húsi yfir veturinn. Já. Veistu, að vonin er til. Annars staðar er hún ein eftir! Það er stór hópur okkar landsmanna sem kynnst hefur gróf- um trjáviði í fógetabekkjum skipta- réttar. Þar sitja menn andspænis örlögum sínum og vita að vonin ein er eftir. Aö minnsta kosti gagnar ekki að flýja á náðir Skuggabalda í hliðar- sölum Alþingis þar sem vonarféð bíður. lslensku einkaframtaki hefur hingað til reynst dýrkeypt að standa ekki skil á söluskatti á gjalddaga. Mánaðarlega horfa hundruð einstaklinga á innsiglaöan atvinnu- rekstur vegna skuldar á söluskatti. Misserislega horfa tugir einstaklinga fram á nauðungarsölu eigna vegna skuldar á söluskatti. Árlega horfa litil börn á eftir foreldrum sínum á sjúkrabeð og jafnvel í gröftna vegna skuldar á söluskatti. Svo lærir lengi sem liftr. Er vonin alltaf til? Hóstað f harðviðnum í fallegu húsi Vinnuveitenda- sambands íslands við Garðastræti er líklega samankominn meiri harðvið- ur innan stokks en á öðrum stað á íslandi utan þó hugsanlega í nokkr- um bankahúsum. Þaðan berst okkur boðskapur Vinnuveitenda- sambandsins á nýju ári vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. Á baksíðu Dagblaðsins margnefnda segir Þorsteinn Pálsson fram- kvæmdastjóri: — Hættulegt er að greiða halla atvinnuveganna með opinberjum styrkjum. Með sliku uppbótakerfi væri farið áratugi aftur í timann. — Hér er aftur komin umsögn sem flestir landsmenn geta hiklaust skrifað undir. Gott hjá Þor- steini! En þá vaknar spurningin: Hverjir ráða ferðinni í Vinnuveit- endasambandi íslands þessa dagana? Svona samtök eru nú einu sinni þannig í laginu að skoðanir þeirra mótast af þeim öflum atvinnulifsins, sem hafa þar yfírhöndina hverju sinni. í hendurnar á þeim öflum hafa fallegar áramótasýnir lítið að gera. Eru það forgöngumenn einka- framtaks eða þiggjendur af opinberum styrkjum sem eiga leikinn? Sú er spurningin! Ekki þarf að blaða lengi i stjórn- arplöggum Vinnuveitendasam- bandsins til að þekkja aftur gamla kunningja úr ómegð atvinnulífsins. Mættir eru bæði forkólfar i heiium atvinnugreinum sem hvíla löngum i skjóli skattkrónunnar og allt ofaní flugmarskálka sem frekar þiggja fé hjá tveim þjóðlöndum heldur en einu. öðru hvoru skjóta svo upp koliinum nokkrir grátstroknir heiðursmenn sem hafa með kveinstöfum sínum valdið heilum at- vinnuvegum meiri búsifjum en meðalstórt gengisfall. Þannig má á- fram telja unz kvöidsólin gengur til harðviðar i Garðastræti. En fyrir utan þessa stóru safnþró undir almannafé verða einnig öll helztu umdæmi einokunar og hafta- búskapar á vegi lesandans: Allt frá verkstjórn undir herlögum á Miðnesheiði og inn í blómann hjá flutninganeti. þjóðarinnar á milli landa. Fyrir þessu merkilega slagtogi fer svo umboðsmaður hjá dönskum verktaka og lestina rekur framlínan i álverksmiðju sem ekki er ennþá vitað hvort á rætur að rekja suður í Hafnarfjarðahraun eða út í hafs- auga. En miklu fleiri dánumenn eru vitaskuid til húsa í stjórnarsetri Vinnuveitendasambands íslands. Margir þeirra vilja af einiægni heldur lifa eftir lögmáli einkaframtaks i samkeppni. En þrátt fyrir það vekur lesturinn upp fleiri spurningar en hann svarar. Heiftin lagði heilindin Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins háði sögufrægt sjónvarpseinvígi við Baldur Óskars- son borgarskæruliða um haustið 1977. Þar fór flokksformaður með góðan sigur af hólmi og sagði meðal annars að Baldur bolsevikki yrði að ætla mönnum heilindi. Þetta þótti drengilega mælt hjá formanni en nú er öltjin önnur. í stjórnarandstöðu Geirs Hallgrímssonar og félaga hefur heiftin leyst heilindin af hólmi. Hún blasir hvarvetna við í gegnum mál- flutninginn og fyrir bragðið er öll stjórnarandstaðan tekin með hæfilegum fyrirvara. Þá bætir ekki úr skák þegar helztu vandamenn flokksformanns eru leiddir fram til vitnisburðar um nýárslögin í öfugri timaröð og utanveltu við samhengiö. Það er eins og styrjöldin sé nýfarin framhjá eða rétt ókomin þegar þeir birtastgráir fyrir járnum. Þannig er með ólikindum að senda félaga Ólaf Garðar til kappræðna um styrki og lán í at- vinnurekstri nema þá sem vamm til varnaðar. Það er álika seinheppinn kostur að ræsa framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins út um áramót til vitnaleiösiu um opinbera styrki árið 1981. Þar að auki er það fuilkomið álitamál hvort dagatal sambandsins sýnir núgildandi ártal eða herrans árið 1602. Nokkrir ára- tugir aftur i tímann geta þvi ailt eins leitt mann til ársins 1582 eins og til ársins 1961 eftir stundaglasi ágætra kunningja i Garðastræti. Það kippir sér því enginn lengur upp við það þótt heyrist hósti úr harðviði eða andvarp í olíumöl. ÖIl verða þessi búkhljóð ríkisstjórninni að vopni á einn eða annan hátt. Ríkisstjórn dr. Gunnars Thóroddsen hefur fest sig í sessi við afgreiðslu nýárslaganna, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Að vísu eru þau enginn óskalaga- þáttur fyrir íslenzka borgara en marka þó upphaf að viðnámi gegn verðbólgu. Og betur má ef duga skal. Héðan í frá verða fjarvistir ekki teknar gildar. Geir kasti mœðinni Ef Geir Hallgrimsson vill sýna klókindi i verki fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins þá mætti hann nú vel kasta mæðinni í barsmíðum sínum á doktor Gunnari og taka upp önnur visindi í hernaði. Það lemur heldur enginn kylfulaus til lengdar. Og kylfa Sjálfstæðisflokksins er því miður upptekin við að ráði kasti hans. Ríkisstjórnin verður hvort sem er dæmd mun harðar en aðrar stjórnir. Því ræður spennandi andrúmsloft við myndun hennar og vonin sem fólkið batt við nýtt munstur utan flokks- ræðis. Þá vegur þungt á metaskálum að margir sagnfræðingar landsins eru andvígir doktor Gunnari fyrirfram. Þeir vilja því miður oftar ráða gangi sögunnar en rita hann. Ef undirritaður sæti við bolla- leggingar og kosningaspá hjá and- stöðuflokkum Sjálfstæðismanna þá mundi hann óttast mest einn kostinn: Sjálfstæðisflokkurinn á þann leik aö stilla upp tveim listum við kosningar um allt landið. Framboð af því tagi myndi kalla á ný andiit í baráttusætin og þeim fylgja nýjar vonir á meðal kjósenda. Væntanlega mundi nást gott samband við lausafylgið svo- kallaða og þarna er jafnvel kominn lykill að hreinum þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Geir Hallgríms- son ætti að nýta sér vel þessa Grýlu á andstæðinga flokksins og láta hræðslu þeirra hnýta Sjálfstæðis- flokkinn betur saman utan frá. Og vænt þætti liklega öllu sjálfstæðis- fólki um ef formaður léti nú í eitt skipti fyrir öll af þeim leiða ósið að berja flokkssystkin sín bæði kvölds og morgna. Þriðja afiið vaknar Þegar hér er komið sögu í Þrettándakvöldsraunum vill undir- ritaður slá botninn í svarta gall- tunnuna með hluta af forystugrein blaðsins Breiðhyltingur. Hann er málgagn Sjálfstæðisfélaganna í Breiðholtshverfum og í jólahefti segir svo: — Sjálfstæðisstcfnan líður ekki undir lok þótt bresti i skipulagi flokksins annað kastið. Eitt er að bresti en annað að fjörlesti. Kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins er sýnd veiði en ekki gefin þótt flokkurinn skiptist í fylkingar. Tangarsókn þarf ekki að vera lakari vörn en leiftursókn. Lifs- skoðun okkar er óháð skipulagi Sjálfstæðisflokksins þegar i harðbakkann slær. Hún lifir áfram á meðan öndin blaktir í vitum heimsins. Þessi orð vill undirritaður gera að sínum með leyfi höfundar og bæta við: Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki gliðna meira í sundur en þegar er orðið. Átökin i flokknum eru aðeins nauðsynlegur undanfari þeirra kynslóðaskipta sem framundan eru. Þau eru forboði nýrrar forystu. Þau boðaþriðjaaflið. Ásgeir Hannes Eiriksson, verzlunarmaður. á olíu til hersins, sem kunnugt er. Vilhjálmur segir að ársnotkunin sé að öllum tegundum olíu meðtöldum 80—90 þús. tonn og megi því reikna með að að jafnaði séu fyrir hendi um eða yftr 6 mán. birgðir af olium á vellinum. Mér sýnist, með tilliti til minnkaðrar oliuþarfar á vellinum vegna tilkomu hitaveitunnar, að ef hægt er að hafa 8 nýja tanka þar án mengunarhættu sé útlit fyrir að þeir geti alveg eins verið þar 10, eða samtals 40 þús. rúmmetrar að geymslurými. Á þennan veg er hægt að koma í veg fyrr þá hættu, sem af gömlu tönkunum stafar; tönkum, sem hróflað var upp í hasti án nokkurra krafna um mengunarvarnir. Kröfum um fyllstu aðgerðir til varnar mengunar af vö'.dum hersins verður að fylgja fast eftir á meðan hann dvelur hér, þótt kalla megi það öfugmæli þar sem um svokallað „varnarlið” er að ræða. Pólitískt mál—stórhöfn Hitt atriðið, löndunaraðstaðan, er varhugaverðara að mínum dómi. Þar er um stórpólitískt mál að ræða. Þar er tekist á um það annars vegar að halda í við útþensluöflin á svið hernaðar á norðanverðu Atlantshafi, og þá einnig hér á íslandi, og hins vegar að veita hernaðaröflunum fullt frelsi til að vígbúast hér eins og þeim best hentar án tillits til þess í hvaða tvísýnu íslenskum hagsmunum er stefnt í leiðinni og þá sérstaklega íbúum í næsta nágrenni við her- stöðina. Ef gengið er út frá því að út- þenslustefna á sviði hernaðar hafi ekki forgang hér, allt inn á gafl hjá ráðamönnum þjóð^rinnar, leyfi ég mér að vefengja nauðsyn þess að byggð verði stórhöfn I Helguvik. Olíuafgreiðsluhöfn vegna okkar eigin þarfa er nægjanleg til næstu fram- tíðar við Vatnsnesið eins og verið hefur. Tankar eru þar til móttöku og geymslu á olíuvörum til útgerðar og annarra nota. BP-tankar eru staðsettir í Y-Njarðvík í sama skyni. Möguleikar á stækkun hafna hér á Suðurnesjum til að sinna eðlilegum þörfum okkar íbúanna sjálfra eru fyrir hendi, með bættri aðstöðu og uppbyggingu í þeim höfnum, sem til eru í dag, og ekki síður með skipulögðu samstarfi á milli þeirra allra. Stórhöfn í Helguvík er þvi næsta óþörf okkar vegna þótt vissu- lega séu þar skilyrði til hafnargerðar. Aðdragandi í marsmánuði 1977 sendi þáver- andi formaður hafnarnefndar, Odd- bergur Eiríksson, þáverandi bæjar- stjóra Keflavíkur, Jóhanni Einvarðs- syni, bréf varðandi svonefnt oliumál. Þar segir orðrétt: „Varnar- málanefnd hefur fengið gömul gögn um hafnargerð á svæði Lands- hafnarinnar sem hugmyndir voru uppi um að byggð væri af Banda- ríkjamönnum.” í þessu bréfi segir að vitamála- stjóri hafi verið spurður hvort hann vildi formlega mæla með höfn í Helguvík sem lausn á málinu. í niðurlagi bréfsins er skýrt frá svari vitamálastjóra en það er á þá lund, að hann kveðst ekki tilbúinn til að gefa bindandi álit þar sem fleiri staðir gætu komið til greina við itarlega athugun. „Nefndi hann sem dæmi aðstöðu sem gerð væri við garð frá I- Njarðvik, hefði sú lausn auk þess þann kost að hún mundi bæta að- stöðu við önnur hafnarmannvirki i Njarðvík.” Lokaorð bréfsins eru þessi: ,,Þann 8.3. var fundur í hafn- arstjórn landshafnarinnar í Keflavík- Njarðvík og var þetta mál rætt þar og leist stjórnarmönnum mjög vel á þessa lausn.” Hvert fór áhuginn? Hvað varð um áhuga manna fyrir þessari lausn? Svarið felst í tillögu til þings- ályktunar: Um olíuhöfn og birgðastöð í Helguvik. Flm. Ólafur Björnsson, Karl Steinar Guðnason o. fi. Tillagan felur í sér að hraðað verði framkvæmdum í Helguvík á grundvelli samkomulags sem undir- ritað var af nefnd skipaðri af utanríkisráðherra og fulltrúum Kjallarinn KarlG. Sigurtoergsson varnarliðsins I umboði NATO 23. mal sl. Mig grunar að þegar umboðsmenn NATO koma fingrum í útfærslu hugmyndarinnar hafi varla verið um annað rætt en olíu- og birgðastöð af stærðargráðu sem Helguvík hefði upp á að bjóða. Þess vegna er staðarvalið stórhættulegt, þar sem fyrir hendi eru möguleikar til úþenslu og stækkunar hafnarinnar síðar meir eftir hernaðarþörfum. Staðurinn er einnig óæskilegur vegnaskipulagðsbyggingarsvæðisfyr- irKeflavíkurbæ, byggingasvæðis, er Keflavíkurbær keypti af ríkinu fyrir stuttu. Kaupin- voru samþykkt í bæjarstjórn 7. maí 1971. Þá þótti Karli St. Guðnasyni ástæða til að bóka sérstakan fögnuð sinn yfir því að Keflavík fengi land til íbúða- bygginga. Vissulega var ástæða til að fagna því þarna opnuðust möguleikar til eðlilegrar þróunar byggðar í Keflavík fram í timann, eða einfc og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi, eftir árið 1987. Lengri er biðin ekki. Þar sem í Helguvík er um framkvæmd' að ræða upp á ca 50 miljarða króna (gamalla) má það furðulegt kallast að sömu menn böðlist í því að fá hana samþykkta, sem prédika hins vegar takmörkun opinberra framkvæmda við ákveðið hlutfall þjóðartekna, annars fari allt um hrygg í þjóðfélaginu. Atvinnusjónarmið Með tilliti til atvinnusjónarmiða er framkvæmdin sjálf mjög varhuga- verð og staðurinn þvi óæskilegur. Þarna yrði aðeins um timabundna at- vinnu að ræða, á meðan fram- kvændin stæði yfir. Framkvæmdin mun því ekki leysa atvinnuvanda Suðurnesjasvæðisins, fremur hið gagnstæða. Tilvist hersins hefur ætið haft lamandi áhrif á alla at- vinnuhætti á Suðurnesjum. Aukin umsvif hersins og útþensla er því óæskileg. Fámenn byggðarlög, þar sem eingöngu er til staðar atvinnuvegur sem stendur höllum fæti og fyrirtæki sem berjast í bökkum, rísa ekki undir því að svona miklu fjármagni sé hleypt inn á svæðið á skömmum tíma; fjármagni sem enga möguleika gefur til skapandi verömæta og at- vinnutækifæra til frambúðar. Ef hafðar eru í huga kröfur útgerðar- og fiskvinnslumanna á Suðurnesjum, fyrr og nú, verður að telja þessa Helguvíkur-framkvæmd beinlínis rothöggið á alla möguleika þeirra til sjálfsbjargar. í kjölfarið kæmi svo félagslegt öngþveiti sem ráðamenn á svæðinu stæðu frammi fyrir. Þá yrði stutt í kröfugerð um atvinnulegar úr- bætur með t.d. „álveri” eða ein- hverskonar stóriðju, eða nýjar og ennþá meiri framkvæmdir á vegum NATO og hersins. í ljósi þess sem ég hef reynt að lýsa hér þar sem aðeins er tæpt á því helsta finnst mér tími til kominn, að menn haldi vöku sinni og ihugi aðrar leiðir til löndunar olíu fyrir NATOen Helguvíkur-leiðina. Till. um löndunaraðstöðu af hæfilegri stærð Ef við hugsum aðeins um að gera aðstöðu til löndunar olíu úr skipum af hæfilegri stærö, miðað við ó- breytta stöðu NATO hér á landi, vil ég að menn geri hvort tveggja; skoði hugmynd vitamálastjóra um aðstöðu i Njarðvík og aðstöðu innan við Stapakot í svonefndri „Kópu”. Þar má hugsanlega útfæra aðstöðu til oliulöndunar úr minni skipum, hvort sem er við bryggjustúf eða múrningu. Leiðslur þaðan lægju svo í sveig upp fyrir byggð i I-Njarðvík og Reykjanesbraut og inn á vallar- svæðið meðfram hita- veituleiðslunum, eða jafnvel gegnum „Pattersonvöll”. Ef hugmynd vitamálastjóra yrði útfærð, sem ég tel vel þess verða, gæti leiðslan legið upp meðfram klóak-leiðslunum frá flugvellinum sem koma niður í fjöru af Fitjunum. Þarna í Njarðvíkinni er hugsanlega möguleiki til að skilja oliulöndunina frá fiskiskipahöfninni með grjót- garði, sem fyrirhugaður er frá Fitjunum út eftir miðri víkinni, og þá sjálfsagt klóakið líka. Með þessu móti sýnist mér að auðveldara muni vera að einangra óhöpp, sem kynnu að verða við löndun, með því að girða höfnina af með flotgirðingu. Sá möguleiki er varla fyrir hendi í Helguvík vegna mikils straums. Hvorugur þessara staða kæmi til með að gegna útþensluhlutverki fyrir NATO, eins og Helguvík, sökum aðstæðna, svo sem dýpis. Veðurfars- lega eru þeir varla óhentugri. Kostnaður yrði eflaust minni og þess vegna er ekki eins miki| hætta á að byggðasamfélögin riðlist meir fyrir tilvist hersins hér í nágrenninu, en þegar er orðið. Lokaorð Andstæðingar okkar Alblmanna hafa reynt að snúa út úr málflutningi okkar með því að telja fólki trú um að við vildum ekki standa að eðlileg- um úrbótum á þeirri mengunarhættu sem til staðar er af völdum hersins. Slíkt er reginfjarstæða. Algjörlega út í hött. Það er eingöngu raus pólitískra þrasara. En okkur Alþblmönnum er ekki sama hvernig að þessum málum er unnið. Við mótmælum að farið sé úr öskunni í eldinn. Karl G. Sigurbergsson, bæjarfulltrúi, Keflavík.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.