Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981.
MMBIAÐIB
írfálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagbtaflið hf.
Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóWsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoflarritstjórí: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson.
SkrWstofustjörí ritstjómar Jóhannos Reykdal.
íþróttir. Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóHsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig
urflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjar ileifu. BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Þormóflsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. DreWingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir.
Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeHd,'ati^fýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur).
Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun:'
Árvakur hf., SkoHunni 10.
Áskriftarverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl i lausasölu kr. 4,00.
25 aura töggan
Heyrzt hefur, að einhvers staðar
fáist súkkulaðihúðaðar rúsínur fyrir
fimm aura stykkið. Væri þá fundin
tímabundin forsenda minnstu mynt-
einingarinnar í nýkrónukerfinu. Að
öðru leyti eru 25 ára töggur ódýrasta
vara markaðarins.
Þrátt fyrir myntbreytinguna þarf 25 taldar einingar
til að mæla verð einnar töggu. Og fimm einingar
smæstu myntar þarf til að greiða verð þessarar töggu.
Dæmið sýnir, að neðri endi nýkrónukerfisins nýtist
ekki sem skyldi.
Hin nýja króna er orðin verðbólgin um leið og hún
heldur innreið sína. Hún er eftir sem áður lélegasta
króna Norðurlanda, þótt litlu muni á hinni dönsku.
Þetta er náttúrlega ekki nógu góð niðurstaða fyrirhafn-
ar og kostnaðar.
Með meiri framsýni hefði mátt ákveða niðurskurð
þriggja núlla í stað tveggja. Þá mundi krónan mæla
verðlag með svipuðum hætti og myntir gerðu i gamla
daga, fyrir stóru kreppur, þegar verðbólgan í heimin-
um var þvi sem næst engin.
Niðurskurði núlla fylgir gífurlegur undirbúningur
og útgjöld. Þessi fyrirhöfn og kostnaður eru ekki
meiri, þótt einu núllinu fleira sé fækkað. Við höfum
misst af að nýta gullið tækifæri myntbreytingar til hins
ítrasta.
Segja má, að þægilegt sé að færa kommuna fram
um tvö sæti. Hinar gömlu upphæðir gilda eftir sem
áður, en nú taldar í aurum í stað króna. Ef menn hafa
þetta í huga, eiga þeir auðvelt með að átta sig á sam-
bandi nýs og gamals verðs.
Fólki hefði þó verið enn auðveldara að venj i sig á
að reikna í krónum í stað þúsunda króna og í þi'sund-
um króna í stað milljóna króna. Einingin þúsund er
nefnilega mun merkari áningarstaður i reiknings-
kerfinu en einingin hundrað.
Auðvitað er ekki til mikils að setja fram þessa vizku
eftir á að hyggja. Þó er jafnan gott að staðnæmast að
loknum mikilvægum áfanga og gera sér grein fyrir,
hvað betur hefði mátt fara. Til þess eru mistökin að
Iæra af þeim.
Við ættum að geta verið sammála um, að betra
hefði verið að skera þrjú núll í stað tveggja og slá eins
eirings mynt til viðbótar. Jafnvel þótt slíkt hefði
verðbelgt tögguna úr 25 nýaurum upp í þrjá beztuaura.
Lipurskipti
Myntbreytingin hefur reynzt merkilega lipur og
vandræðalaus. Meirihluti hinnar gömlu myntar féll úr
umferð strax á fyrsta degi. Og nú er skilatalan komin
upp fyrir 80%. Þetta er mun betri árangur en náðst
hefur í öðrum löndum.
Tæknilega séð voru skiptin vel skipulögð. Mikil
áherzla var lögð á upplýsingastrauminn. Þar kom sér
vel, að ísland er lítið og þéttriðið þjóðfélag með öflugt
kerfi samgangna í upplýsingum. Nærri allir voru með á
nótunum.
Nú þegar eru margir farnir að hugsa í nýjum krón-
um eins og þeir hafi aldrei notað neitt annað. Aðrir
eru ekki eins snöggir, en eru smám saman að átta sig.
Allt er þetta mun fljótvirkara en búast hefði mátt við
að erlendri reynslu.
Þetta er athyglisvert dæmi um keðju framleiðslu,
dreifingar og sölu. Vandað upplýsingakerfi kemst til
skila og nær snöggum árangri. Síðast en ekki sízt
bendir það til, að íslenzkt þjóðfélag sé bara furðu
virkt, þrátt fyrir allt.
Þrettándakvöldsraunir
Af olíumöl skuluð
þérþekkjaþá!
— Af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá! sögðu tveir helztu kaup-
menn þjóðarinnar á sínum tíma. Silli
og Valdi hafa nú lokiö farsælum
vinnudegi og eigur þeirra renna hægt
og rólega undir stjórnvöldin. Ýmist
verða eigendaskiptin með gjafa-
bréfum úr dánarbúi eða fallinni
eignaupptöku á húsum í Grjótaþorpi.
Ástæða er til að óska yfirvöldum til
hamingju með árangurinn. Þrátt
fyrir bæði Lasarus og Sigurð
Þórarinsson hefir lcks sannast að
lífið er veikara en dauðinn.
Sár brennur
sannleikurinn
Eggert Haukdal er nokkuð gott
eintak af ærlegum bónda austan úr
sveitum landsins. Hann vill alveg eins
segja sannleikann um störf Alþingis
þegar svo ber undir. Þess vegna sagði
hann allt af létta þegar Byggðasjóður
fékk væna dúsu í skiptum fyrir
stuðning Eggerts við vörugjaldið
fræga fyrir skömmu. Þessi viðskipti
kalla helztu Skuggabaldar landsins
sölumennsku á eigin sannfæringu og
heiðri Alþingis. Þeir Baldar eru bráð-
fyndnir nú í skammdeginu en fara þó
áfram í flæmingi undan dagsbirtunni
eins og vígðu vatni. Þeim reyndist
jafnan erfítt að kyngja sögninni að
betri er beizkur sannleikur en blíðmál
lygí.
Landsfólkið veit ósköp vel
hvernig kaupin gerast á markaðstorgi
Alþingis. Fólkið veit líka að Eggert
Haukdal fann ekki upp sjálft kaup-
mangið í baðstofunni heima á Berg-
þórshvoli og það jafnvel þótt þeir
'
✓ “..........
Kjallarinn
ÁsgeirHannes
Eiríksson
Kaupahéðinn séu gamlir sveitungar.
Eggert er aðeins kjörinn hingað
suður á oliumölina til að verzla fyrir
hönd Rangæinga.
En það lýsir beint inn í sálina hjá
óvinum ljóssins þegar þeir veitast að
Haukdælum fyrir sannsögli. Á sama
tíma er almenningur krafinn um
sannleikann í skiptum við þessi mátt-
arvöld Alþingis. Allan sannleikann
og ekkert nema sannleikann — að
viðlögðum drengskap og aðför að
lögum! Sárt eru lögin hans Jóns
leikin í höndum Séra Jóns, Sámur
fóstri.
Af íslands
olíumelum
Ólafur Garðar Einarsson heitir al-
þingismaður úr Garðabæ og virðist
kominn af olíumöl að langfeðgatali.
Hann hefur til skamms tíma stjórnað
malargerð í eigu nokkurra sveitar-
félaga landsins og reynist nú fóstur-
moldinni þungstígari en aðrir menn á
hans aldri. Sjálft malarflrmað var
forðum stofnað til að leggja ak-
brautir um landið en hefir hin síðari
ár einkum lagt upp laupana. Nú
blasir milljarða gjaldþrot við þessum
búskap Olíumalar háeff.
En jafnan þegar fógetar í skipta-
rétti kveðja dyra hjá helztu máttar-
völdum Alþingis, þá eru málalokin
einatt á sömu lund: Það er enginn
viðlátinn til að hleypa fógetum inn.
Sjálfur máttarstólpinn er fyrir löngu
orðinn stikkfrí við þýðingarmeiri
störf úti í bæ með pottþétta fjarvist-
arsönnun upp á vasann. Mála-
vafstrinu er því um síðir velt í heilu
lagi yfir á almenning fyrir
meðalgöngu Alþingis. Enda má til
sanns vegar færa að milljarðakeppir
séu hver öðrum líkir í sláturtíð. Hafi
maður séð einn þeirra þá hefir
maður séð þá alla. Fógetar kveðja við
svo búið að hermannasið og snúa sér
aftur að sölu á húsbúnaði hjá ekkjum
og munaðarlausu þrotafólki.
En máttarviðir landsins halda
vitaskuld áfram að fordæma
Haukdæli fyrir bölvaðan sann-
leikann og staðfesta fjarvistar-
sannanir hver hjá öðrum með þögulu
handsali. Síðan þvo þeir hendur sínar
af blóði, svita og tárum fólksins í
landinu en þykir seint þykkna í eigin
Olíuhöfn og
birgðastöð f
Helguvík
er óæskileg
Allt frá þeim tímum að Kefla-
vikursamningurinn var gerður við
Bandaríkin 1945 og ísland var keyrt
inn í NATO árið 1949 hafa her-
stöðvaandstæðingar, að frumkvæði
sósíalistafl. og síðar Alþýðubanda-
lagsins, varað við margs konar
áhrifum af veru Bandaríkjahers hér í
Miðnesheiði, þar með talinni
hverskonar mengun. í mörg ár
hafa Njarðvikingar sérstaklega var-
að við hættu af völdum mengunar frá
olíugeymslum „varnarliðsins” í heið-
inni ofan byggðarinnar. Fulltrúi
Alþýðubandl. í bæjarstjórn Njarð-
víkur hefur einkum bent á þessa
hættu og krafist úrbóta. Aðrir sveit-
arstjórnarmenn á svæðinu hafa tekið
undir þá kröfu, sem von er á. En
menn greinir á um leiðir. Á það skal
minnt að fulltrúar Alþbl. hafa aldrei
slegið af þeirri kröfu að öruggasta
vörnin gegn mengun er að herinn
hverfi burt af landinu með allt sitt
drasl.
Ein hugmynd, sem fram hefur
komið til varnar aðsteðjandi meng-
unarhættu, er svokölluð Helguvíkur-
framkvæmd. Ég tel þá hugmynd ekki
til varnar, heldur öfugt. Hún felur i
sér mikla hættu, þar sem um er að
ræða meira magn af eldsneyti en
verið hefur hér hingað til á vegum
hersins, og býður því upp á meiri um-
svif af hersins hálfu og þar með meiri
mengunarhættu. Vandinn er fluttur
til ásvæðinu og aukinn um leið.
Mál þetta er í mínum huga tví-
þætt: Annars vegar er um að ræða að
fyrirbyggja svo sem kostur er
mengun frá olíutönkum og mengun
af völdum meðferðar á olíu á Kefla-
víkurflugvelli. Hins vegar að losna
við löndun á olíu til hersins úr Kefla-
víkurhöfn og leiðslur þaðan vegna
dælingar upp á völl í gegnum
byggðina þar sem leiðslan og
tankarnir standa í vegi fyrir eðlilegu
skipulagi Njarðvíkurbæjar og lands-
hafnarsvæðisins.
Aðgerflir gegn mengun
Með tilliti til þess að engin
breyting verði á umfangi og stærð
herstöðvarinnar í úþensluátt er hægt
að leysa fyrra atriðið á þann veg að
byggðir verði nýir tankar í stað þeirra
gömlu en á öðrum stað. Tankarnir
verði af þeirri gerð og frágangi sem
ýtrustu kröfur og reglur kunna að
segja til um. Þeir verði staðsettir ofan
við alla byggð og væntanlegan veg til
Sandgerðis, t.d. á líkum stað og
ráðgert er samkvæmt frumhugmynd
af Helguvíkur-framkvæmd. í þeirri
hugmynd er nefnrlegagert ráð fyrir
átta oliutönkum á tveim stöðum við
Keflavíkurflugvöll og stærð þeirra
samtals 32 þús. rúmmetrar.
Geymslurými gömlu tankanna,
sem þá yrðu fjarlægðir, mun vera um
50 þús. rúmmetrar samkvæmt
upplýsingum, sem dagbl. Tíminn
hefur eftir Vilhjálmi Jónssyni for-
stjóra Olíufélagsins hf. i des. sl. en
Olíufélagið hf. hefur um langt skeið
annast ýmsa þætti í sölu og afgreiðslu
„Vandinn er fluttur til á svæöinu og auk-
inn um leiö.”
■
V