Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Ítalska lögreglan hefur leitað ræningja dómarans d’Urso mjög ákaft að undanförnu en án árangurs. Dómarinn verður tekinn af lifi i dag ef itölskum fjölmiðlum snvst ekki hugur og þeir ganga að kröfum Rauðu herdeildanna um að þær fái birtan áróður sinn i öllum helztu fjölmiðlum landsins. Tímafrestur skæruliða Rauðu herdeildanna rennur út i kvöld og eru fjölmiðlarnir undir miklum þrýstingi um að ganga að kröfum ræningjanna. Frelsishreyfingfranskra kvenna: BIÐJA JIANG QING GRIÐA Frelsishreyfing franskra kvenna (MLF) skoraði um helgina á kínversk stjórnvöld að falla frá kröfunni um dauðarefsingu Jiang Qing, ekkju Maós formanns. Fyrrum forsætisráðherra Portúgals, Maria de Lourdes Pintasilgo, banda- ríski rithöfundurinn Kate Millet og gríski þingmaðurinn og leikkonan Melina Mercouri voru meðal þeirra sem undirrituðu áskorunina þar sem einnig var hvatt til alþjóðlegra mót- mælaaðgerða. Hreyfingin sagði krefjast þess, að „ekki yrði þaggað niður í Jiang Qing og að framburður hennar fyrir réttin- um yrði gerður opinber og ekki rit- skoðaður”. Einn talsmaður hreyfingarinnar sagði að ákvörðunin um að leggja Jiang Qing lið hefði verið tekin vegna þess að ákæruvaldið í Beijing hefði ein- ungis krafizt dauðarefsingar yfir henni en ekki karlmönnunum, sem ásamt henni voru ákærðir fyrir meinta glæpi á tímum menningarbyltingarinnar i Kína. Ungverjar heíðra trúboðann Graham Bandaríski trúboðinn heimsfrægi Billy Graham hvatti til afvopnunar í ræðu sem hann fiutti í Debrechen í Ungverjalandi um helgina eftir að honum hafði þar verið veitt heiðurs- doktorsgráða í guðfræði. ,,Ég heiti ykkur því að ég mun vinna að friði með öllum jseim ráðum sem Guð hefur lokið upp fyrir mér,” sagði dr. Graham, sem er persónulegur vinur bæði Carters forseta og eftirmarfns hans Ronalds Reagan. Hann bætti því við að hann hefði ekki trú á skjótri afvopnun. Hann sagði að einungis væri hægt að búast við árangri af viðræðum, sem þok- uðust í rétta átt skref fyrir skref. Dr. Graham, sem er 61 árs, fékk doktors- gráðuna fyrir að stuðla að skiiningi á milli þjóða og fyrir að vinna að þjóð- félagslegu réttlæti. Meðal þeirra sem hann hitti að máli í Ungverjalandi var yfirmaður róm- versk-kaþólsku kirkjunnar í landinu, Laszlo Lekai kardínáii. í dag mun hann hitta Jóhannes Pál annan páfa að máli í Vatíkaninu. Vinsældird’Estaing fara enn minnkandi Vinsældir Valery Giscard d’Estaings Frakklandsforseta fara stöðugt minnk- andi, ef marka má franskar skoðana- kannanir að undanförnu. Niðurstöður skoðanakönnunar franska tímaritsins Le Figaro, sem birtar voru um helgina sýndu, að 49 prósent þjóðarinnar voru þeirrar skoð- unar að forsetinn væri ekki fær um að leysa vandamál þjóðarinnar. Fjöldi þeirra sem voru þessarar skoðunar hafði aukizt um 7 prósent frá svipaðri könnun árið áður. Fjöldi þeirra sem taldi forsetann færan um að leysa vandamál þjóðar- innar hafði hrapað úr 53 prósentum í fyrra niður i 47 prósent nú. Niðurstöður Le Figaro eru birtar aðeins nokkrum dögum eftir að önnur skoðanakönnun hafði leitt í Ijós, að forsetinn yrði að lúta í lægra haldi fyrir leiðtoga sósíalista, Francois Mitterand, i forsetakosningum ef kosið yrði nú. Kosningárnar fara fram í apríl. íranir falla frá 24 milljarða dollara kröf unni: Lokatilraunin igísladeilunni —spumingar og svör berast nú stöðugt milli deiluaðila Bandarísku samningamennirnir í Alsírborg hafa enn á ný frestað brott- för sinni þaðan og kanna nú ný skila- boð frá írönum ef það mætti verða til þess að binda enda á hina fjórtán mánaða löngu gísladeilu áður en stjórn Carters fer frá völdum 20. janúar næstkomandi. Að sögn aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Warren Christopher, höfðu nýjar spurningar borizt frá Teheran fyrir milligöngu alsirsku sendiboðanna, sem vörðúðu ýmsar aukahliðar málsins. Hann bætti því við, að enn væru ýmsar hindranir á leiðinni til samkomulags. Báðum deiluaðilum virðist þó um- hugað um að leiða gislamálið til lykta áður en stjórn Carters fer frá völd- um. Talið er að íranir, sem fallið hafa frá 24 milljarða dollara trygg- ingakröfu sinni, óttist að Ronald Reagan muni taka harðari afstöðu í deilunni er hann sezt í forsetastól Bandaríkjanna. Ronald Reagan hefur látið í ljós efasemdir um að nokkur sú stjórn sé við völd í íran sem hafi vald til að semja við Bandaríkjamenn um gísla- málið. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 20.ianúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yöar, aö þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandið frágang þeirra. Meö því stuólið þér aö hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yöur óþarfa tímaeyöslu. RÍKISSKATTSTJÓRI AFSLÁTTUR AF HUSQVARNA OFNUM, HELLUM OG ÍSSKÁPUM GUNNAR ÁSGEIRSSON H/F Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.