Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Mikil morðalda í Kaliforníu vekur éhug: ALLAR UKGEYMSLUR ERU NÚ YFIRFULLAR — og þess er kraf izt að dauðaref singar verði innleiddar á ný eftir fjórtán ára hlé Kvikmyndaborgin Los Angeles í Kaliforníu þar sem framleitt hefur verið ofbeldi til sýningar á hvíta tjaldinu fyrir milljónir áhorfenda á liðnum árum og áratugum býr nú við vaxandi ofbeldi í raunveruleikanum. Lögreglan í Los Angeles rannsak- aði 1045 morð á síðastliðnu ári og var það 25 prósent aukning frá árinu áður, en þá urðu morðin í borginni 806 og voru þá fleiri en nokkru sinni fyrr. Síðasta morðið á árinu 1980 varð þegar 74 ára gamall maður var skotinn sjö sinnum með riffli eftir að hafa kvartað undan hávaða frá sam- kvænii á gamlárskvöld. Þrettán ára gamall piltur er í gæzluvarðhaldi grunaður um morðið. 70 ára kona grunuð um morð Þá var 70 ára gömul kona handtek- in grunuð um að hafa myrt mann sem lagt hafði bíl fyrir framan hús hennar í óþökk hennar. Konur sem vilja vera færar um að verja sig fyrir morðingj- um, nauðgurum og ræningjum sækja námskeið i notkun sprautubrúsa til varnar sér. Byssusali í Los Angeles segir að eftirsóttasta varan sem hann hefur á boðstólum sé perluskreyttar skamm- byssur, sem eiginmenn kaupa handa konum sínum til þess að hafa hlaðnar í náttborðsskúffum. Starfsmenn líkhúsa í Los Angeles segja að líkgeymslurnar séu svo yfir- fullar að þeim hafi hugkvæmzt að nota kælda flutningavagna sem geymslurfyrirlíkin. Lögreglan segir að morðin séu oft framin af ræningjum sem séu á hött- unum eftir fáeinum dollurum. í síðastliðnum mánuði réðust vopnaðir menn inn á veitingahús í Los Ang- eles, ráku gestina inn í lítið herbergi, Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 OPIÐ í KVÖLD % FRÁ KL. 18-01 Halldór Árni í diskótekinu ' jr SPAKMÆLI DAGSINS: „ Oft er í holti heyrandi nær." SJÁUMST HEIL Oðal Morðum i Kaliforniuriki fjölgaði um 20 prósent á síöastliðnu ári frá fvrra ári, þó var metár hvað fjölda morða snerti. hófu skothríð, drápu þrjá og særðu sex. Þeir höfðu aðeins nokkur hundruð dollara upp úr krafsinu. Skortur á lögregluþjónum Opinberir embættismenn telja að meðal ástæðna fyrir hinni miklu aukningu morða í borginni sé von- leysi fólks í fátækrahverfum borgar- innar, skortur á lögregluþjónum, mikill fjöldi vopna í eigu almennings og fjölgun glæpaflokka í borginni. Sumir hinna íhaldssamari embættismanna i Los Angeles telja að hluta skýringarinnar sé að leita í því að dauðarefsingu hefur ekki verið fullnægt í Kaliforníu i fjórtán ár, þrátt fyrir að íbúar ríkisins hafi með yfirgnæfandi meirihluta greitt því at- kvæði fyrir tveimur árum að dauða- refsingu yrði beitt við fleiri afbrot en áður. Brown á móti byssueftirliti Ríkisstjórinn í Kaliforníu, Jerry Brown, sem er frjálslyndur demó- krati, hefur hafnað hugmyndjnni um hert eftirlit með byssusölu. Flest fórnarlömb morðingja eru myrt með byssum og Jerry Brown viðurkennir að í þeim löndum Vestur-Evrópu þar sem er strangt eftirlit með útgáfu byssuleyfa sé glæpatíðni minni en í Los Angeles. Hann telur þó, að slík takmörkun komi ekki að gagni í Kaliforníu þar sem ómögulegt yrði að innnkalla þann gífurlega fjölda vopna sem þegarerí umferð. Tuttugu lögregluforingjar víðs vegar úr Kaliforníu gengu nýverið á fund ríkisstjórans og lögðu til að hann skipaði harðskeytta baráttu- menn gegn glæpum í dómarastöður. Eitt aðalvandamálið felst í því hversu lögreglan er fáliðuð. í Los Angeles eru nú 6650 lögreglumenn, en voru 7506 árið 1975. Borgarráðs- maðurinn Ernani Bernardi hefur lagt til að her- og öryggissveitir taki að sér umferðarstjórn svo fleiri lögreglu- menn geti helgað sig baráttunni gegn glæpum. Félagsráðgjafar út á göturnar Stjórnvöld í Los Angeles hafa varfð þremur milljónum dollara til áætlunar, sem miðar að því að koma i veg fyrir götubardaga glæpahópa með því að senda félagsráðgjafa út á göturnar. Saksóknari borgarinnar, John van de Kamp, segir að svertingjar séu oftast fórnarlömb morðingjanna. Opinbera tölur sýna að það er sex sinnum líklegra að svartur maður falli fyrir morðingjahendi en hvitur. „Glæpir gagnvart svertingjum hafa viðgengizt árum saman en þjóðfélag- ið sem heild hefur ekki veitt því athygli, meðal annars vegna þess að svertingjar hafa verið ákaflega ein- angraðir i hverfum sínum.” Van de Kamp sagði að almenn- ingur hefði aðeins veitt fjöldamorð- um athygli og þau ein hefðu áhrif á þjóðfélagið þrátt fyrir að þau væru lítill hluti þeirra morða sem í borgun- um eru framin. Fjöldamorð- ingjar á ferð Bifvélavirki var ákærður fyrir tíu morð og frænka hans var dæmd i lífstíðarfangelsi fyrir þátttöku hennar í fimm af hinum svokölluðu „hill- side” morðum, þar sem ungar stúlk- ur voru kyrktar og líkamar þeirra grafnir í jörðu. Fimm menn hafa verið ákærðir fyrir fjórtán morð í svo kölluðu „freeway killer” máli, en þar hafa lík 44 ungra manna fundizt grafin í jörðu meðfram þjóðvegi síðan 1972. Flest fórnarlambanna höfðu verið kyrkt. „Síðasta morðaldan hefur fram- kallað skilning á þvi að heimurinn í kringum okkur er óþolandi ofbeldis- hneigður og ef við ætlum okkur að komast af þá skulum við líka gripa til einhverra ráða,” skrifaði van de Kamp nýlega. „Þessi skilningur er seint á ferðinni. Hann var ekki fyrir hendi fyrr en hræðsla við morð hafði náð upp í miðstéttir og efri stéttirnar, það er til fólksins, sem stjórnar þjóðfélaginu.” (Reuter) Jerr.v Brown ríkisstjóri segist þeirrar skoðunar að takmörkun byssulevfa þjóni ekki tilgangi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.