Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I2.JANÚAR 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
Tónleikar Sínfónfuhljómsveitar fslands (
Hóskólabiói 7. januar. (Vinark völd)
Stjórnandi: Páll Pampichlor Pálsson.
Einsöngvari: Birgit Pitsch-Sarata.
Efnisskrá: Johann Strauss: Forieikur afl Leflur-
biökunni;
Söngur gretfinnunnar, úr Vinarblófl; Accol-
erando vais; Söngur úr œvintýraborginni vifl
Dóná; Edward Strauss: Polki; Robert Stolz;
Leiktu Ijúft á fiflkina þfna; Franz Lehár; Vfnar-
konur forloikur og Söngur úr Giuditta;
Johann Strauss. ólgandi blófl, polki; Robert
Stoiz: Söngur úr Der Favorit; Cari Michael
Ziehrer: Lagasyrpa, úts. F. Schneidor; Franz
Lehár; Csárdás.
Alfaborg
Vínarkvöld. Hvað er átt við með
þess háttar nafngift á tónleikum? Jú
— eilthvað í ætt við nýárstónleika
Fílharmóníusveitar Vínar, þar sem
hún leikur úrval óperettutónlistar frá
síðustu öld og reyndar þessari líka.
Fílharmóníusveit Vínar er sá konsert
kærkominn, því að þeir fá aldrei að
spila aðra óperettu í Ríkisóperunni en
Leðurblökuna. — Óperettan er
almúgamanninum í Vín það sem
Álfaborgin og Huldufólkshóllinn er
íslendingnum, draumaveröldin, sem
svo erfitt er að þreifa á þar sem flest
er betra en í alvörunni. Og eigi verður
annað séð, en að álfaborg Vínar-
búans, eða tónlistin sem í henni er
iðkuð höfði jafnt til norðurhjara-
búans.
Úr pestargröf
Upp úr hvaða jarðvegi sprettur
slík tónlist, sem hjörtun bræðir hvar 1
veröldinni sem er? Fræðingar benda
gjarnan á Jacques Offenbach og árið
1850 í því sambandi. Vísað er til
VINARKVOLD
Birgit Pitsch-Sarata ásamt hljómsveitarstjóranum, Páli P. Pálssyni.
VANTAL FRAMRUÐU?
Ath. hvort viðgetum aðstoðað.
ísetningar á staðnum.
BÍLRÚÐAN s“5U5OG 25780
Lanners og Strauss og valsavinsælda
þeirra. Þar er, sem oft áður einblínt á
kveikjuna en gleymist að skoða
púðrið. Mín vegna má alveg eins
nefna árið 1679, pestarárið mikla,
sem sú fræga fyllibytta, sekkjar-
pípari, og kersknisvísnasöngvari
„Lieber Augustin” álpaðist fullur
ofan í fjöldagröf, hrökk upp með
andfælum að morgni þegar byrjað
var að kasta rekum og reis upp án
þess að saka. Eða eins og segir í
ballöðu Ginskeys um Ágústín —
(DB-mynd Bj. Bj.)
„Glóandi vín og hin rétta lund / reka
pestina sjálfa og dauðann á dyr”.
í spilavíti
og baðhús
Svo skröpuðu menn saman stíl-
brotum af öllum hornum hins
Austurriska Keisaraveldis, bjuggu
bændadönsum og kersknisvísum
raffínerað form svo að hæfði hástétt-
um stórveldisins. Aðstæðurnar sem
tónskáldin lifðu við voru ekki ætíð i
samræmi við þá draumaveröld sem
þau lofsungu. Þeir máttu gjarnan
leika í spilavítum og þaðan af betur
þokkaðri öldurhúsum. Meira að
segja sjálfur Dónárvalsinn var frum-
fluttur af karlakór í baðhúsi, sem
notað var fyrir danshús. En freyði-
vínsveröld óperettunnar blikar engu
að síður enn í dag og aldrei skærar en
á tímabilinu frá áramótum og fram
að föstuinngangi meðan Vínarbúinn
dansar frá sér ráð og rænu á sinni
„Ballsaison” rétt eins og landinn á
árshátíð og þorrablóti.
Óperettan
holdi klœdd
Til að ljá tónleikunum ekta Vinar-
svip var fenginn sendiboði frá Vín,
Birgit Pitsch-Sarata. Varla held ég að
við hefðum getað fengið betri ímynd
Vínaróperettunnar á þessa tónleika
en einmitt hana. Hún er kvenhetja
óperettunnar, Csárdásfurstinnan,
Maritza, dansmærin, sem krækir í
draumaprinsinn og Venus í silki,
holdi klædd. Enda töfraði hún áheyr-
endur upp úr skónum. Söngurinn var
eins og óperettusöngur gerist bestur,
en illa kom hún við mig staðlaða
þýskan sem hún bar fram í stað
vínerískunnar. Með sínu staðarmáli
hefði hún glatt eyru óperettusérvitr-
inga, eins og mín og megnið af áheyr-
endum hefði meðtekið kryddið úr
vinerískunni án þess að hiksta.
Og Prússar líka
Ekki hafði ég hugleitt það fyrr en í
kvöld hversu margir „Prússar” væru
í hljómsveitinni okkar. En svo nefn-
ast þeir, sem ekki hafa tilfinningu
fyrir þeirri hárfínu tilhnikun annars
og þriðja slagsins í vínarvalsinum.
Einnig þeir, sem freta í sinn lúður,
þótt kolleginn við hliðina blási eins
og engill. En þökk sé heillandi söng
gestsins og lipurri stjórn Páls
Pampichlers að fyrir þeim flestum
fór eins og andlegum samlanda þeirra
í Wiener Blut, að áður en yfir lauk
voru þeir lika farnir að „syngja”:
„Weana Bluat” með hinum, sem
kunnu að syngja upp á vínerísku.
-EM
Islenskar rómönsur
0=19.00
Fiindiir
bnluuuædingM
Leiðir töjvuvæðingin til atvinnuleysis - styttri vinnutíma -
bættra lífskjara. Leysir tölvuvæðingin starfsgreinar af hólmi?
FRAMSÖGUERINDI:
Magnús L. Sveinsson Pétur H. Blöndal Sigfinnur Sigurösson Reynir Hugason
formaöurVR. framkv.stj. Llfeyriss/. VR. hagfræðingur VR. verkfræðingur
Hótel Saga, Súlnasalur
fimmtudaginn 15. janúar 1981, kl. 20.30
Fundurinn er öllum opinn
Verdunanmnmfélag Reykjuvíkw
STOP |: READ
FS 1 8
READ
A
l JUST
MnvF
r.opY
Tónloikar (Norræna húsinu 7. janúar.
Flytjendur: Sigríður Ella Magnúsdóttir og
Ólafur Vignir Albertsson.
A efnisskrá, fslensk lög.
Sú fær höfuðverkinn af að velja
lögin, varð mér hugsað, þegar ég sá í
fréttabréfi Norræna hússins, að Sig-
ríður Ella Magnúsdóttir ætlaði að
syngja tvenna tónleika með
islenskum rómönsum, eins og þar
stóð. En höfuðverkur, eða ekki —
þarna stóð hún og hafði sett saman
hreint dýrðlega efnisskrá og hana í
frumlegra lagi. Raðað saman eftir
fjórum titlum. Um árstíðirnar, fugla,
nóttina og samskipti manna og
kvenna.
Eins sumar og vetur
Árstíðirnar á íslandi eru sín með
hverjum svip og víst finnst okkur þol-
endum veðurfarsins þar oft ærinn
munur á. Svo brá hins vegar við, að
þegar þau koma hvert á fætur öðru,
Sumar, Páls ísólfssonar, Um haust,
Sigfúsar Einarssonar, Vetur, Svein-
bjarnar Sveinbjörnssonar og Vor-
gyðja, Árna Thorsteinssonar, fannst
mér tæpast meiri munur á þeim en
árstíðunum hjá Vivaldi. Líklega er
þetta aðeins tilviljun ein, en merkileg
samt.
Meðal laga um fugla leynast mörg
fegurstu og skemmtilegustu sönglög,
sem til eru á landi voru. Og ég verð
líka að segja, að vel tókst hjá henni
Sigríðu Ellu valið. — Síðan komu
lögin um nóttina. Lög sem að jafnaði
heyrast sjaldnar, en tilefni eru til,
nemaNótt eftir Sigfús Einarsson.
Síðasti bálkurinn voru lög um
samskipti kynjanna. Snyrtilega sam-
an settur bálkur, sem hófst með
tveimur lögum Jóns Ásgeirssonar.
Síðan fylgdu tvö lög eftir Jórunni
Viðar, enn tvö eftir Pál ísólfsson og
síðast tvö eftir Karl Ottó Runólfsson.
Líkt og heima
Það sem höfuðmáli skipti var að
sjálfsögðu ekki hvernig dagskráin var
Sigríður Ella Magnúsdóttir ásamt ÓlaFi Vigni Albertssvni.
samansett, heldur hvernig hún var
flutt. Og þar kemur að ánægjulegasta
þætti þessara tónleika. Sigríði Ellu
tókst svo makalaust vel upp, að sjald-
an hef ég heyrt hana syngja jafnvel. 1
Norræna húsinu var sunginn „Haus-
konsert” af bestu gerð, þetta kvöld-
ið. Þáttur Ólafs Vignis var mikill og
góður. öryggi hans er ómetanlegt og
þar við bættist að hann, tiltölulega
frjáls af beinum stuðningi við söngv-
arann fékk betra ráðrúm en oftast til
að leggja meira í túlkun þáttar hljóð-
færisins.
Það er sem sé full ástæða til að
hlakka til tvíburatónleikanna á
sunnudag, þegar Sigríður Ella syngur
barnalögin með Jónasi Ingimundar-
syni. -
-EM.