Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 12.01.1981, Blaðsíða 31
SPEKINGAR SPJALLA - sjónvarp kl. 22,15: Háf leygar umræður Nóbelsverðlaunahafa f kvöld eru á dagskrá sjónvarpsins hinar árlegu hringborðsumræður nóbelsverðlaunhafa í venjulegum árið 1980. Að venju er það Bengt Feldreich sem stýrir umræðunum, en þátttakendur eru verðlaunahafarnir í eðlisfræði, efnafræði og læknis- fræði. Spekingarnir spjalla m.a. um vísindastörf almennt, hvernig bezt sú að búa unga menn undir vísindastörf og hvað þurfi til þess að hægt sé að búast við árangri í visindum. Þeir ræða um þekkinguna og uppgötvanir, hve langan tíma taki að dreifa þekkingunni og samband og samvinna á milli vísindamanna. Þeir velta þeirri spurningu fyrir sér hvort vísindin séu opin, hvort allir hafi aðgang að þeim. Minnzt verður á erfðafræðina og rætt um þá spurningu hvort hægt sé að breyta arfberum og hvort hætta getistafaðafafþví. Hið sígilda umræðuefni, fram- tíðin, verður að sjálfsögðu á dagskrá. Spekingarnir munu reyna að spá í hana. Staða konunnar mun tengjast umræðunni og vísindamennirnir velta þvi fyrir sér hvort áhrif kvenna séu vaxandi í vísindum, en engin ’kona er meðal þátttakenda í þættinum. Þátturinn kemur frá sænska sjón- varpinu og þýðandi er Jón O. Edwald. -KMU. Sýnt verður frá sveitakeppni i júdó sem fram fór um helgina. DB-mvnd: Hörður. Alfred Nobel. ÍÞRÓTTIR—sjónvarp kl. 20,40: MIN UUAN FRIÐ EFHR RAGNHBÐIJ0NSD0TTUR —sjónvarp kl. 21,45: lestur nýrrar útvarpssögu —Gerist í sjávaiiwipi snemma á ðldinni Fjallarumiaigatelpu semerfötluð ár i líft stúlkunnar, en þó má segja að móðir hennar sé sterkari sögupersóna en hún sjálf. Þegar Ragnheiður Jónsdóttir lézt, árið 1967, hafði hún nýlokið við hand- rit af framhaldi sögunnar Mín liljan fríð sem hún nefndi Rósin rjóð. Sú saga var aldrei prentuð en Sigrún ætlar að iesa hana í framhaldi af lestri sögunnar ,,Mín liljan fríð. Alls verða lestrarnir 24. -KMU. f kvöld byrjar Sigrún Guðjónsdóttir lestur nýrrar útvarpssögu, Mín liljan frið, eftir Ragnheiði Jónsdóttur en Sigrún er einmitt dóttir hennar. Ragnheiður Jónsdóttir fæddist árið 1895. Hún var kennari að mennt og stundaði fyrst kennslu áður en hún byrjaði að skrifa. Fyrsta bók hennar, „Ævintýraleikir fyrir börn, kom út 1934, en upphaflega skrifaði hún nær eingöngu fyrir börn. Síðan fór hún að skrifa jöfnum höndum barna- og unglingabækur, skáldsögur og einnig smásögur. Meðal verka hennar má nefna Dóru-bækurnar, vinsælan bóka- flokk, sem Iðunn er nú að endurútgefa. Sagan sem Sigrún les, Min liljan fríð, gerist í sjávarþorpi snemma á öldinni. Hún fjallar um unga telpu, sem er fötluð og hefst sagan þegar hún er 12—13 ára. Sagan nær yfir nokkur A dagskrá íþróttaþáttar Jóns B. Stefánssonar í kvöld verða aðallega innlendir íþróttaviðburðir helg- arinnar. Sýnt verður úr leikjum á Norðurlandamóti unglinga f körfuknattleik en mótið fór fram hér á landi um helgina. Þá verður brugðið upp myndum frá sveitakeppni Júdósambands íslands, sem fram fór í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gær. Keppnin er islandsmeistaramót í sveitakeppni og jafnframt punktamót. Sú sveit sem sigrar i mótinu öðlast rétt til þátt- töku í Evrópubikarkeppni sem háð er árlega. Einnig er í ráði að sýna frá meist- aramóti í badminton sem TBR stóð fyrir í gær í iþróttahúsi félagsins við Gnoðarvog. Loks verður brugðið á skjáinn einhverju erlendu efni en er DB ræddi við Jón B. Stefánsson var enn ekki búið að ákveða hvað það yrði. -KMU. Sigrún Guðjónsdóttir. Hún er dóttir Ragnheiöar Jónsdóttur. DB-mynd: Aðalstelnn Ingólfsson. Einkaumboð á íslandi fyrir vasa- ogborðtölvur — llpplýslnflar, saia, þjónusta STALTaCKI, Bankastrœti 8 Sfmi 27510 KRISTJÁN MÁR UNNARSSON Laugavegi 66 Sími 25980 Staðgr LAUGAVEGI66 ^ SÍMI25980 BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SJMI 27099 SJÓNVARPSBUOIN HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD HEWLETT M PACKARD \HEWLETT M PACKARD 20" 8.500 Q 5.V/Ö 22" 9.450 9.978 26" 10.990 10.441 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1981. 31 Útvarp Sjónvarp i)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.