Dagblaðið - 24.01.1981, Side 4
4
DB á ne ytendamarkaði
Dóra
Sunnud Mánud Þridjud Miöviknd PLmmtud Föstud Laugard
Samt Samt Samt Samt Samt Samt Samt
Önnur útgjcM:
Sunnud Mánud Þriöjud Midvikud Fimmtud Pöstud Laugard
Samt Samt Samt Samt Samt Samt Samt.
Þægilegt en
mengandi
Margir hafa ugglaust tekið eftir
þessum hálsstuttu flöskum úr plasti
sem intiihalda gosdrykkinn vinsæla,
kók. Er hér á ferðinni tilraun sem
verksmiðjan Vifilfell gengst fyrir.
Kókið er flutt inn i þessum
umbúðum frá Evrópu og aðeins til
sölu i skamman tíma. Aðilar hér
gætu framleitt svona umbúðir en
umhverfisverndarmenn eru hræddir
við það aukna plast, sem þá dreifðist
út i náttúruna. „Flestum finnast
umbúðirnar þægilegar en ætli um-
hverfissjónarmiðin verði ekki ofan
á,” sagði sölustjóri Vífilfells.
-DS.
Heíinilisbókhald vikuna:
Mat- og drjdikjarvörur, hreinlætisvarur og þ.h.:
Broasted-kjúklingar og fiskur
HELDUR ÖLLUM
NÆRINGAREFNUM
—segir framkvæmdastjóri Asks
Broasted-kjúklingana er annaðhvort hægt að fá framreidda I svona körfu eða þá í
sérstökum umbúðum með sér heim. Vísismynd Emil.
Veitingastaðir á höfuðborgar-
svæðinu hafa smátt og smátt verið
að taka upp samvinnu við alþjóðlega
matarhringi. Á þetta sérílagi við um
þá hringi sem sérhæfa sig í ákveðinni
matreiðsluaðferð á kjúklingum.
Þannig má nefna vestra (Western)
aðferðina á Nessý og Kentucky Fried
aðferðina hjá Skalla. Nú hefur Askur
tekið upp samvinnu við alþjóðahring
sem minna er þekktur enda
tiltölulega nýr af nálinni. Það er
Broasted-hringurinn. Á Aski við
Suðurlandsbraut verður framvegis
hægt að fá kjúklinga, fisk og kar-
töflur matreidda með þessari aðferð.
Broasted-aðferðin felur í sér að
kjúklingarnir eru látnir liggja í sér-
stakri kryddblöndu i að minnsta
kosti hálfan sólarhring. Þaðan eru
þeir veiddir upp og velt upp úr sér-
stöku deigi og svo steiktir í olíu sem
er hituð í 280°F (eða 138° C) stig og
kjúklingarnir steiktir undir þrýstingi.
Keyptur hefur verið sérstakur skápur
til þess að halda þeim svo heitum þar
til væntanlegur viðskiptavinur
kemur.
Eins og sjá má af þessari lýsingu
er Broasted-aðferðin ekki svo ólík
hinum tveim sem fyrr voru nefndar.
Húðin utan um kjúklinginn er heldur
þynnri og bragðmeiri, sömuleiðis er
meira bragð að kjúklingnum sjálfum.
Pétur Sveinbjarnarson fram-
kvæmdastjóri Asks sagði á blaða-
mannafundi sem haldinn var er þessi
nýja aðferð var kynnt að kjúkling-
arnir misstu ekkert af sínum vökva
eða vítamínum við þessa mat-
reiðsluaðferð og ættu þeir því að vera
hin hollasta fæða.
Fiskur sem steiktur er með
Broasted-aðferðinni er eiginlega enn
meiri nýlunda en kjúklingarnir.
Hann líkist Orly-fiski en er mun
mýkri og bragðmeiri. Virðist þessi
matreiðsluaðferð henta okkar góða
fiski einkar vel.
Kartöflurnar eru sömuleiðis þakt-
ar deigi og steiktar í sömu feitinni.
Þær eru síðan borðaðar með smjöri.
Næsta vika verður kynningarvika
á Broasted vörum hjá Aski. Þá
verður stykkið af kjúklingi (hverjum
kjúklingi er skipt í 8 hluta) á 14
krónur, stykkið af fiskinum á 4
krónur og hálf kartafla á 1 krónu.
Einnig verður hægt að kaupa
kjúklingavængi sem steiktir eru sam-
kvæmt Broasted-aðferðinni. Þeir eru
tilvaldir t.d. sem sjónvarpssnarl.
Ekki vissi Pétur hvað þeir kæmu til
með að kosta. Eftir að kynningar-
vikunni lýkur kemur verðið trúlega
til með að breytast eftir reynslunni
sem fékkst. .ps.
I. Lækkun á innihitastigi um 1°C
dregur úr orkunotkun og lækkar
kostnað við upphitun um 6—7%.
Talið er að um 20°C sé hæfilegt
hitastig á daginn. Ef hitastig er
lækkað um 2°C að næturlagi (t.d.
úr 20°C I 18°C) minnkar
orkunotkunin um 3—6%.
2. Bezt er að loftræsta íbúðir með
gegnumtrekk í 3—5 mínútur.
Meðan viðrað er út skal loka fyrir
hitastýrða ofnventla.
3. Röðun innbús hefur áhrif á
orkuþörf til upphitunar. Hús-
Ef of heitt er i ibúðinni borgar sig fremur að skrúfa fyrir ofnana en að galopna
glugga. DB-mynd Sigurður Þorri.
Athugið að gardínur og önnur
brennanleg efni mega alls ekki
snerta rafmagsnþilofna. Minnka
má orkunotkunina með því að
draga rúllugardinur niður að
næturlagi.
4. Ofnar (vatnshitakerfi) i húsum
þurfa að vera stilltir þannig að í
hverju herbergi sé hægt að hafa
það hitastig, sem óskað er. Betri
nýtingu ofna má ná með að setja
einangrunarefni, t.d. álpappír á
vegginn bak við ofninn.
5. Heitt neysluvatn má spara með
margvíslegu móti. Með því að
nota sturtu í stað baðkars sparast
um 5 kWh í hvert skipti. Við
uppþvott og þvotta með því að
skola í volgu vatni eða bala.
6. Ef opnanleg gluggafög eru óþétt
hjálpar oft að herða upp á glugga-
krækjum. Það kosta einnig lítið
að setja þéttilista í opnanleg
gluggafög og hurðir.
7. Orkutapið frá einum fermetra
glugga með einföldu gleri er um
500 kWh meira á ári en frá jafn-
stórum glugga með tvöföldu gleri.
500 kWh kosta 60—90 kr. eða 6—
9 þús. gkr. á rafhitunartöxtum.
8. Víða eru óeinangruð eða illa
einangruð þök. í gegnum 100 m:
óeinangrað þak tapast um 16000
kWh á ári, en ef einangrað er með
20 sentimetra glerull (steinull eða
plasti) tapast einungis um 3000
kWh. Sparnaður er um 13000
kWh á ári sem kosta um 1600—
2400 kr. (160-240 þús. gkr.) á
hitunartaxta. Einnig er ástæða til
að aðgæta einangrun í veggjum
og gólfum.
9. Miklum orkusparnaði má ná með
því að nýta varma frá ljósum,
eldunartækjum, sól og varma frá
íbúum. Til að tryggja nýtingu
varmans þarf stjórntæki á hita-
kerfin. Möguleikar spamaðar er
15—25% í íbúðarhúsnæði og
25—40% í atvinnuhúsnæði.
gögnum á ekki að stilla upp við
ofna, þá trufla þau eðlilega hring-
rás loftsins um herbergið. Algengt
er að þykkár gardínur nái niður
fyrir ofna að innanverðu, þannig
hindra þær eðlilegt hitastreymi
frá ofnunum, og hringrás loftsins.
Spörum orkuna:
HÖFUM EKKI0F
HEITTINNI