Dagblaðið - 24.01.1981, Page 16

Dagblaðið - 24.01.1981, Page 16
Jónas R. Jónsson er á förum til Bandaríkjanna til langrár dvalar: Langar til að kynnastnýju andrúmslofti „Það er ekkert afráðið með hversu lengi ég verð i burtu. Ég teldi eitt til tvö ár ekki fjarri lagi,” sagði Jónas R. Jónsson upptökumaður í sanitali við blaðamann DB. Hann fer nú um helgina með fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna og ætlar að eiga þar langa viðdvöl að þessu sinni. „Við förum til Los Angeles.” sagði Jónas. ,,Ég hef vonir um að fá vinnu þar i einhverju stúdíóinu, þeg- ar ég verð búinn að fá atvinnuleyfi. Satt að segja stóð mér til boða að komast að hjá Warner Brothers í Los Angeles, en mér þykir frekar ólíklegt að þeir hafi geymt handa mér stöðu þar í margar vikur.” Jónas sagði að stúdíó Warner Brothers byði upp á góð taeki, þar á meðal 32ja rása digital upptökutæki. „Þarna hljóðrita Doobie Brothers plöturnar sínar, svo og James Taylor, Rickie Lee Jones, Ry Cooder og fleiri. Til dæmis var Bop til You Drop tekin upp þarna. Það væri vissulega mikill fengur í því að komast að í stúdíói þar sem fólk á borð við þetta vinnur,” sagði Jónas. Jónas og fjölskylda eiga síður en svo á hættu að verða vinalaus fyrstu dagana í Los Angelesþvi að þar er nú fyrir harðsnúinn kjarni íslendinga. Má þar nefna Jakob Magnússon og Önnu Björns, Sigurjón Sighvatsson og fjölskyldu, Árna Egils bassa- leikara og marga fleiri. „Ég flyt mig um set aðallega til að kynnast nýju andrúmslofti og hugsanagangi,” sagði Jónas R. Jónsson. ,,í Los Angeles úir og grúir allt af upptökustúdíóum og sam- keppnin er hvergi meiri í heiminum, nema ef vera skyldi i New York. Þarna búa og starfa heimsþekktir listamenn á öllum sviðum. Tæknin er ekki endilega svo mörgum skrefum á Jónas R. Jónsson við upptöhuboröið I Hljóðrita. Samkeppnin er óviða meiri en i Los A npeles, segir hann. DB-mynd: Einar Ólason. undan því sem við þekkjum hér heima, en þarna er ekkert til sparað að gera allt sem bezt úr garði.” Jónas er einn af stofnendum stúdíósins Hljóðrita í Hafnarfirði. Hlutur hans er 22 1/2 prósent. Hann kvaðst mundu eiga hlut sinn i fyrir- tækinuáfram. -ÁT- A reiöhjólinu hansArrabals Baldvin og afmœliö Að kvöldi nýársdags var haldinn mikill fagnaður i Naustinu. Þar kom saman fríður hópur fólks, sem Baldvin Jónsson auglýsingastjóri ' Morgun- blaðsins smalaði saman. Samkoman þótti takast meðágætum og voru ýms- ir með höfuðverk nokkra daga fram á nýárið. Segir nú ekki af fagnaði þessuni fyrr en á fimmtudaginn var. Þá birtisl auglýsing i Morgunblaðinu. þar sem Baldvin Jónsson þakkaði þann hlýhug og vinsemd sem honum var sýnd á af- mælisdegi hans 1. janúar. Fóru þá margir að leggja saman tvo og tvo og fengu það út. að þeir hefðu óafvitandi tekið þátt i dýrlegum afmælisfagnaði Baldvins á Naustinu. Urðu þvi margir til þess að hringja i Baldvin á fimmtudaginn og færa honuni siðbúnar afmæliskveðjur. Auglýsingastjórinn hafði að vonunt gaman af öllu saman. Hann átti nefnilega ekki afmæli á nýársdag. heldur Baldvin Jónsson hæstaréttar- lögmaður, sem hélt upp á sjötugs- áfniæli sitt á fyrsta degi ársins. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1981. I ÁSGEIR TÓMASSON Norskiforsœtis- ráðherrann klæðist íslenzkri ullarpeysu Þepar norska sjónvarpið tók viðtal við Nordli á þingflokksfundi á döpunum, kom jorsœtisráðherrann fram á islenzkri ullarpeysu. DB-mynd: Siyurjón Jóhannsson. Oddvar Nordli forsætis- ráðherra, sem kom fram íklæddur íslenzkri peysu. Hann hefur oftsinnis komið fram á opinberum vettvangi í henni. Nordli og félagar hans í norsku stjórninni eiga annars í bannsettum erfiðleik- um þessa dagana. Hægri menn reyna að frysta stjórn- ina úti, svo að ef til vill er full ástæða fyrir hana til að vera blýlega klædd. I -ÁT' Kolhrún Halldórsdóttir oy Siyrún Valberysdótur, tveir af aðstandendum Alþýðuleikhússins. (DB-mynd Ein. tíl.l. slysförum og Konu, — og umbreyta bíóinu i leikhús um leið. Þær voru ákveðnar i því, Kolbrún og Sigrún, að umbreytingunni skyldi lokið nú um helgina, þegar vígja á nýja leikhúsið með sýningu á Kóngs- dótturinni sem kunni ekki að tala, á sunnudag kl. 15. Eftir helgina verða leikrit Fos svo frumsýnd. -AI. Þegar á mæðir skellir for- sætisráðherra Norðmanna sér í islenzka ullarpeysu. Verka- mannaflokkurinn norski hélt á dögunum þingflokksfund á skíðahóteli. Sjónvarpið kom^ á staðinn og ræddi við og Dario Fo fyrir innan... Þær létu það ekki-á sig fá, Kolbrún Halldórsdóttir og Sigrún Valbergsdóttir, þótt þær stæðu í rusli upp í hnésbætur þarna í anddyri Hafnarbíós — þær settust bara upp á reiðhjól Arrabals leikskálds og skellihlógu. Enda kannski full á- stæða^il, þvi Alþýðuleikhúsið er nú loks komið í gott húsnæði eftir töluverða hrakninga hingað og þangað, aðallega hokur í Lindarbæ. Og þarna fyrir innan er verið að æfa tvö ný stykki eftir Dario Fo, Stjómleysingjann sem dó af Kópavogstíöindi áuppleiö I Fleira fólki á laugardaginn var birtist klausa. þar sem sagt var frá því að Kópavogstiðindum hefði hrakað mjög frá þvi að byrjað var að selja þau i áskrift. Einnig var haft fyrir satt aö kaupendur væru nú byrjaðir að segja upp blaðinu. .Starfsmaður blaðsins hringdi og kvað þessa fullyrðingu meö öllu tilhæfulausa. Frá áramótum hefði aðeins einn áskrifandi sagt upp blaðinu enátta nýir bætzt i hópinn. Starfsmaðurinn bætti því við að nokkurs konar millibilsástand liefði verið á Kópavogsliðindum um lima. Verið væri að vinna að gagngerum endurbótum 4 blaðinu. fjölga blaðsíðum og bæta við efnisþáttum. Að visu. sagði starfsmaðurinn. var litið af fréttum i einu töl’ublaðinu. en i þvi næsta var fréttaflutningurinn orðinn eðlilegur miðað við |iað scm áður var. Icecream? Oh, he lives there Þessi gerðist, þegar Ásgrimur Hall- dórsson (faðir Halldórs þingmannsl var enn kaupfélagsstjóri á Höfn í Homafirði. Bandarikjamaður nokkuð kom á Höfn að sumarlagi. Heitt var í ve'ðri. svo að hann snaraði sér inn i kaup félagssjoppuna og bað um icecream. Afgreiðslustúlkan. sent ekki var sér legá sterk I enskri tungu. hugsaði sig vandlega um. Svo uppljómaðist andlit hennar og hún svaraði um leið og hún benti á íbúðarhús Ásgrims. — Icecream! Oh. he lives there. Andardráttur og dauösföll — Þessi fólksfjölgun í heiminum cr alveg makalaus. Á hverri mínútu fæðast hundruð ef ekki þúsundir af börnum. og i hvert skipti sern ég dreg andann deyreinhver. — Hefurðu reynt munnskol?

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.