Dagblaðið - 24.01.1981, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981.
17
D
I
Menning
Menning
Menning
Menning
Nemasíöursé
Breiðholtsieikhúsið:
PLÚTUS
eftir Aristófanes
Pýðing: Hilmar J. Hauksson
Leikstjóri: Geir Rögnvaldsson
Búningar: Hjördto Bergsdóttir
Það má nú segja — Breiðholtsleik-
húsið nýja leitar langt yfir skammt að
sínu fyrsta verkefni, 2500 ár, aftur til
klassískrar fornaldar, og leikur gleði-
leik eftir Aristófanes. Best að segja
strax að sá gamli bregst engum
vonum sem með sanngirni má binda
við hann i Breiðholtinu. Það var bara
notaleg kvöldstund á fyrstu frumsýn-
ingu okkar fyrsta hverfisleikhúss í
Fellaskóla.
Um Plútus má lesa að hann sé síð-
asti gleðileikur Aristófanesar og af
honum megi ráða breytingar sem
fóru í hönd á gerð og yrkisefnum
gleðileikja, þróun til farsakenndra
ærslaleikja i stað revíulegrar þjóð-
félagsádeilu. Nú hef ég enga hug-
mynd um hvernig sýningin stendur af
sér við upprunalegan texta leiksins:
það er að sönnu býsna löng leið úr
Aþenu í Breiðholtið. En leiksagan,
hið siðferðislega dæmi sem sett er á
sviðið, er að vísu harla einföld.
Leikurinn seg'r frá góðum og fróm-
um manni i borginni, Kremylusi, sem
tekur sér fyrir hendur hvorki meira
né minna en gefa guði auðsins, Plút-
usi, sjónina og koma þar með viti
fyrir hann. Héðan í frá verður auði
og hagsæld útdeilt til manna eftir
sönnum verðleikum þeirra en ekki í
blindni og fólsku eins og hingað til.
Getur hver og einn gert sér í hugar-
lund hvað af slíkri byltingu hagkerf-
isins mundi leiða — til að mynda í
okkar eigin bæjarfélagi, hérna og
núna.
Það held ég að gildi um Plútus rétt
eins og aðra gleðilelki Aristófanesar,
að sýningar þeirra á hverjum tíma
eigi mest að vinna á sem ríkulegastri
staðfærslu efnisins. Ef á að leika
Plútus í Breiðholti stafar það af því
að hann fjallar með einhverju móti
um kjör og hagsmuni Breiðhyltinga
sjálfra. Hitt er kannski varla von að
óreyndur og sundurleitur leikflokk-
urinn gangi ýkja langt í þessa átt, en
þó hygg ég að þýðing Hilmars
Haukssonar hefði átt til meira að
vinna með slíkri viðmiðun en tókst í
verki. Mér heyrðist textinn með ansi
miklum þýðingarhnökrum en inn á
milli komu setningar og heil atriði á
þjálu og fyndnu hversdagsmáli, og
slíkt málfar hefði auðvitað þurft að
semja leiknum í heild sinni. En mér
virtist sviðsetning Geirs Rögnvalds-
sonar haganlega samin að kröftum
leikenda og kringumstæðum sýn-
ingar í Fellaskóla, þannig að nýttust
fyndnisgáfur í leikhópnum og einföld
skopefni leiksins. Aðeins einn fyrir-
vari: leikendur eru Iátnir muldra ein-
hver kórljóðaslitur að tjaldabaki og
hefði þeim betur verið sleppt með
öllu úr því ekki var unnt að skipa
Úr Plútusi í meðförum Breiflholtsleikhússins.
saman kór á sviðinu.
Að vísu er hlutverkaskipun þannig
háttað að broddinn vantar í sýning-
una: Eyvindur Erlendsson megnar
engri umtalsverðri túlkun hins rót-
tæka smáborgara, Kremylusar, sem
tekur sér fyrir hendur að koma viti í
hagkerfi heimsins. Það er ansi mikil
vöntun. Aftur á móti draga aðrir
leikendur, Þórunn Pálsdóttir, Evert
Ingólfsson, Kristin Bjarnadóttir og
einkum og sér í lagi Kristín Kristjáns-
dóttir og Sigrún Björnsdóttir, upp
býsna glúrnar lýsingar manngerð-
anna í leiknum, og af þeim stafar
glens og gaman hans, sígildum farsa-
manneskjum eins og t.a.m. konu
Kremylusar i sælli vímu og gamalli
konu í ástarbríma í einhverjum kát-
legustu atriðunum.
Það er mergurinn málsins, held ég,
að hér er í boði dáskemmtileg lítil
leiksýning, það sem hún kemst, og
hún ætlar sér svo sem ekki lengra
með efnið en hún kemst með góðu
móti. Varla er þess að vænta að fólk
leggi á sig langferðir úr öðrum bæjar-
hverfum til að horfa á Plútus í Fella-
skóla. Hitt er að vísu vonandi að
Breiðhyltingar gefi honum gaum.
Hér er sem sé verið að byrja merki-
legri tilraun en sýningin er sjálf: að'
færa leiklist úr steinsteypuköstulum í
miðbænum til hversdagsnota heima
fyrir, engin viðhöfn en alveg látlaus
upplétting. Og svo mikiö er vist og
satt að Plútus gerir mönnum ekki
minna gagn í Breiðholti en Þorlákur
karlinn þreytti í Kópavogi. Nema
síður sé.
G Þjónusta Þjónusta Þjónusta )
c
Viðtækjaþjónusta
LOFTNE
l a(inunn annast
uppsetninRU á
TRI AX-loftnetum fvrir sjónvarp —
FM stereo or AM. Gerum tilboö í
loftnetskerfi, endurnýjum eldri launir,
ársábvriíö á efni oj; vinnu. Greidslu-
kjör.
LITSJONVARPSÞJONUSTAN
__________DAGSÍMI 27044 - KVÚLDSÍMI 40937.
Sjón varpsviðgerðir
Heima eða á verkstæði.
Allar tegundir.
3ja mánaða ábyrgð.
Skjárinn, Berustaóastra'ti 38.
I)ai>-, kuild og helgarsimi
21940.
FERGUS0N
RCA amerískur
myndlampi
Varahluta- on viöneróaþjónusta.
Orri Hjaltason
Hagame! 8 — Sími 16139
c
Jarðvinna-vélaleiga
j
Kjarnabomn!
Tökum úr steyptum veggjum fyrir hurðir, glugga, loftræstingu og
ýmiss konar lagnir. 2", 3", 4". 5", 6". 7" borar. Hljóðlátt og ryklaust.
Fjarlægjunt múrbrotið. önnumst ísetningar hurða og glugga ef óskað
er. Förum hvert á land sem er. Skjót og góð þjónusta.
KJARNBORUN SF.
Símar: 28204—33882.
T/EKJA- OG VELALEIGA
Ragnars Guðjónssonar
Skemmuvegi 34 - Símar 77620 — 44508
Loftpressur
Hrærivélar
Hitablásarar
Vatnsdælur
Slipirokkar
Stingsagir
Heftibyssur
Höggborvélar
Beltavélar
Hjólsagir
Steinskurðarvél
Múrhamrar
Traktorsgrafa
til snjómoksturs
mjög vel útbúin, til leigu, einnig traktor með loftpressu
og framdrifstraktorar með sturtuvögnum.
Uppl. í símum 85272 og 30126.
s
Þ
Gröfur - Loftpressur
Tek aö mér múrbrot, sprengingar og fleygun
í húsgrunnum og holræsum,
einnig traktorsgröfur í stór og smá verk.
Stefán Þorbergsson Sími 35948
c
Verzlun
)
ri hilxi
HILXI
VÉLALEIGA
Ármúla 26, Simi 81565, - 82715, - 44697
Leigjum út Hjólsagir Rafsuðuvólar
Traktorspressur Haftibyssur og loftpressur Juðara
Gröfur Vfbratora Dílara
HILTI-naglabyssur Hrærivélar Stingsagir
HILTI-borvélar HILTI-brotvólar Hestakarrur
Slýpirokkar Kerrur Blikkklippur (nagarar) |
Steinskurðarvél til að saga þensluraufar i gólf.
HILTI MILfT-l
C
Önnur þjónusta
)
Húsaviðgerðir,
Klæði hús með áli og stáli, set harðplast á gluggakistur
og borð, gluggaþéttingar, fræsi glugga og set í tvöfalt
gler. annast almennar húsaviðgerðir. Uppl. í síma
13847.
Annast almennar húsaviðgerðir.
FIMLEIKAR - LEIKFIMI
í Breiðagerðisskóla:
„Old boys” mánud. og fimmtud. kl. 18.50—19.40
Kvennaleikfimi mánud. og fimmlud. kl. 19.40—20.30
Fimleikar fyrir börn or unglinga i Ármannsheimili v/Sigtún.
Uppl. I síma 38I40 þriöjudaga kl. 16.30—17 og föstudaga kl.
I8—18.30.
Fimleikadeild Ármanns.
Jaf nan á lager
Þakrennur, þakrennubönd or rennuhorn. Þakgluggar, þakventlar,
veggventlar, niöurfalls- og loftpípur, svalastútar. Niöurfalls- og loft-
be.vgjur, steinrennustútar. Gaflþéttilistar, kjöljárn, kantjárn.
BLIKKSMIÐJAN VARMI HF.
SKEMMUVEG118 KÓPAVOGI, SÍMI 78130..
c
Pípulagnir -hreinsanir
)
Er stíflað? Fjarlægi stíflur
úr vöskum, WC rörum. baðkerum og niður-
föllum Hreinsa og sköla út niðurföll i hila-
plönum og aðrar lagnir. Nota til þess tankbil
með háþrýstitækjum, loftþrýstitæki. raf
magnssnigla o.fl. Vanir menn.
■■Valur Helgason. sími 77028
Er stíflað?
I jarlægi siiflur úr vöskum. wc rórum.
baðkcrum og mðurfollum. nolum n\ og
fullkonun laeki. rafmagnssmgla Vamr
mcnn Uppljsingar i sima 43879
Stífluþjónustan
Anton AðabtainMon.
23611 HUSAVIÐGERÐIR 23611
rökum að okkur allar viðgerðir á húseignum, stórum
sem smáum, svo sem múrverk og trésmíðar, járn-
klæðiíingar, sprunguþéttingar og málningarvinnu.
Girðum og lögum lóðir, steypum heimkeyrslur.
HRINGIÐ í SÍMA 23611
Nei takk ...
ég er á bílnum
11»F™