Dagblaðið - 24.01.1981, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1981.
22
I
Útvarp
Sjónvarp
I
FJÓRIR PILTAR FRÁ UVERPOOL
—útvarpkl. 21,25:
FJALLAÐ UM JOHN
LENNON í KVÖLD
—síðasti þátturinn verður um bítlaæðið
áíslandi
Bítlaþáttur Þorgeirs Ástvaldssonar í
kvöld er um John Lennon. Er það 14.
þátturinn um piltana fjóra frá Liver-
pool.
Fyrstu 12 þættirnir fjölluðu um feril
hljómsveitarinnar, sá 13. var um Paul,
George og Ringo eftir að Bítlarnir
hættu samstarfi og sá í kvöld verður
eingöngu um John Lennon.
Bítlaþættirnir verða alls 15 og þvi er
einn eftir. Verður í þeim síðasta fjallað
um bítlaæðið á íslandi. Verður sá síð-
asti að mestu rabbþáttur en að sjálf-
sögðu verða bítlalög spiluð inn á milli.
Ætlar Þorgeir að draga fram nokkra ís-
lenzka „bitla” og ræða við þá um
bítlaæðið hérlendis.
-KMU
John Lennon 1964,1969,1970 og 1980.
ENSKA KNATTSPYRNAN
—sjónvarpkl. 18,55:
Slagsmálaleikur
með f imm mörkum
— Tottenham-Arsenal, Manchester
City-Middlesbrough og Crystal
Palace-Wolves
Þrír Ieikir verða á dagskrá ensku
knattspyrnunnar í kvöld. Fyrst sjáum
við leik Lundúnaliðanna Tottenham og
Arsenal en leiknum lauk með 'sigri
Tottenham þrátt fyrir að Arsenal hefði
hreinlega yfírspilað andstæðingana
lengst af i leiknum.
Hinn aðalleikurinn er viðureign
Manchester City og Middlesbrough
sem fram fór á Main Road. Hann var
talinn skemmtilegasti leikur dagsins
enda 5 marka leikur. Hann var nokkuð
harður, tveir voru reknir af velli og þrír
leikmenn bókaðir.
Loks verða sýndir valdir kaflar úr
leik Crystal Palaceog Wolves. -KMU
Laugardagur
24. janúar
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Frétlir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.45 Iþróttir. Umsjón: Hermann
Gunnarsson.
14.00 í vikulokin. Umsjónarmenn:
Ásdis Skúladóttir, Áskell Þóris-
son, Björn Jósef Arnviðarson og
Óli H. Þórðarson.
15.40 islenzkt mál. Jón Aðalsteinn
Jónsson cand. mag. talar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Tónlistarrabb; - XV. Atli
Heimir Sveinsson sér um þáttinn.
17.20 Hrimgrund. Stjórnendur: Ása
Ragnarsdóttir og Ingvar Sigur-
geirsson. , Meðstjórnendur og
þulir: Ásdis Þórhallsdóttir,
Ragnar Gautur Steingrímsson og
Rögnvaldur Sæmundsson.
18.00 Söngvar 1 léttum dúr. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Sölumaðurinn. Hjörtur Páls-
son les kafla úr þýðingu sinni á
bókinni ,,í föðurgarði” eftir Isaac
Bashevis Singer.
20.00 Hlöðuball. Jónatan Garðars-
son kynnir ameríska kúreka- og
sveitasöngva.
20.30 „Planið”. Þáttur um miðbæ-
inn i Reykjavík á föstudags- og
laugardagskvöldum. Umsjón:
Hjalti Jón Sveinsson.
21.15 Fjórir piltar fró Liverpool:
John Lennon. Þorgeir Ástvalds-
son sér um þáttinn.
21.55 Konur i norskri IjóðagerO
1930—1970. Seinni þáttur Braga
Sigurjónssonar, sem spjallar um
skáldkonurnar Inger Hagerup,
Astrid Hjertenæs Andersen,
Astrid Tollefsen og Gunnvor
Hofmo og les óprentaðar þýðing-
ar sinar á ellefu ljóðum þeirra.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Úlfararræðan”,smásagaeftir
Siegfried Lenz. Vilborg Auður
ísleifsdóttir þýddi. Gunnar
Stefánsson les.
23.00 Danslög. (23.45 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur
25. januar
8.00 Morgunandakl. Séra Sigurður
Pálsson vigslubiskup flytur ritn-
ingarorðogbæn.
8.10 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar
dagbl. (útdr.).
8.35 Létt morgunlög. Skozkar
lúðrasveitir leika. Geoffrey Brand
og Robert Oughton stj.
9.00 Morguntónleikar. a. Gitar-
kvintett 1 e-moli op. 50 nr. 3 eftir
Luigi Boccherini. Julian Bream og
Cremona-kvartettinn leika. b.
Klarínettukvartett nr. 2 1 c-moll
op. 4 etir Bernhard Henrik
Crussell. „The Music Party”
leika. c. „Tónaglettur” (K522)
eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Kammersveitin í Stuttgart leikur;
Karl MUnchinger stj.
10.05 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir.
10.25 Út og suður. Umsjón: Friðrik
Páll Jónsson.
11.00 Messa í Dómkirkjunni.
Prestur: Séra Guðmundur Sveins-
son skólastjóri. Organlcikari:
Marteinn H. Friðriksson.
12.10 Dagskráin. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Um heilbrigðismál og við-
fangsefni heilbrigðisþjónustunn-
ar. Skúli Johnsen borgarlæknir
flytur þriðja og síðasta hádegiser-
indi sitt.
14.00 Tónskáldakynning. Guð-
mundur Emilsson ræöir við Gunn-
ar Reyni Sveinsson og kynir tón-
verk hans. Annar þáttur.
15.00 Hvað ertu að gera? Böðvar
Guðmundsson ræðir við
Christofer Saunders um lifið 1
Englandi, Afganistan, Islandi og
Danmörku.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Um suður-amerískar bók-
menntir; fjórði þáttur. Guðbergur
Bergsson les söguna „Hádegiseyj-
an” eftir Júlío Cartazar í eigin
þýðingu og flytur formálsorð.
16.45 Eldur uppi. Þættir um Skaft-
árelda í samantekt Ágústu Björns-
dóttur. Lesarar auk hennar: Loft-
ur Ámundason og Kristmundur
Halldórsson. (Áður á dagskrá 29.
maí 1969).
18.00 Mormónakórinn i Utah
syngur lög eftir Stephen Foster.
Söngstjóri: Richard P. Condie.
Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Veiztu svarið? Jónas Jónasson
stjórnar spurningaþætti, sem fram
fer samtimis 1 Reykjavík og á
Akureyri. í tiunda þætti keppa
Sigurpáli Vilhjálmsson á Akureyri
og Valdimar Lárusson 1 Kópavogi.
Dómari: Haraldur Ólafsson dós-
ent. Samstarfsmaður: Margrét
Lúðvíksdóttir. Samstarfsmaöur
nyrðra: Guðmundur Heiöar Fri-
mannsson.
19.50 Harmonikuþáttur. Högni
Jónsson kynnir.
20.20 Innan stokks og utan. Endur-
tekinn þáttur sem Árni Bergur
Eiriksson stjórnaði 23. þ.m.
20.50 Þýzkir pianóleikarar leika
samtimatónlist: Vestur-Þýzka-
iand. Guðmundur Gilsson kynnir
siðari hiuta.
21.30 Eyþór Stefánsson tónskáld.
Dr. Hallgrímur Helgason flytur
erindi.
21.50 Að tafli. Jón Þ. Þór Bytur
skákþátt og birtir lausnir á jóla-
skákdæmum.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dag-
skrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Búgarðurinn”, smásaga eftir
Axel Heltoft. Guömundur Arn-
finnsson les þýðingu sína.
23.00 Nýjar plötur og gamlar.
Runólfur Þórðarson kynnir tónlist
og tónlistarmenn.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
16.20 Síödeglstónleikar. Kjell
Bækkelund leikur Píanólög eftir
Christan Sinding /David Bartov
og Inger Wikström leika Dansa
fyrir fiðlu og píanó eftir Erland
von Koch / Maria Littauer.
György Terebesi og Hannelore
Michel leika Tríó op. 32 fyrir
píanó, fiðlu og selló eftir Anton
Arensky.
***N
\^r im mááámmmj
Laugardagur
24. janúar
16.30 iþróttir. Umsjónarmaður
Bjarni Felixson.
18.30 Lassie. Friðarboðar — fjórði
og síðasti þáttur. Þýðandi Jó-
hanna Jóhannsdóttir.
18.55 Enska knattspyrnan.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Spitalalif. Þriðji þáttur. Þýð-
andi Ellert Sigurbjörnsson.
21.00 Show-Addy-Waddy. Sænskur
skemmtiþáttur með samnefndri
breskri hljómsveit. (Nordvision —
Sænska sjónvarpið).
21.50 Bergnuminn (Bedazzled).
Bresk gamanmynd frá árinu 1968.
Aðalhlutverk Peter Cook, Dudley
Moore, Michael Bates og Raquel
Welch. Stanley Moon, matsveinn
á bitastað, seiur þeim vonda sál
sina, eins og Faust forðum, og
hlýtur i staðinn kvenhylli, auö og
völd. Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur
26. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleik-
ar.
7.10 Bæn. Séra Sigurður H.
Guömundsson flytur.
7.15 Leikfimi. Umsjónarmenn:
Valdimar örnólfsson leikfimi-
kennari og Magnús Pétursson
pianóleikari.
7.25 Morgunpósturinn. Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson og Birgir
Sigurðsson.
8.10 Fréttir.
8.15 Veöurfregnir. Forustugr.
landsmálabl. (útdr.). Dagskrá.
Morgunorð: Guömundur Einars-
son talar. Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
Pétur Bjarnason les þýöingu sína á
„Pésa rófulausa” eftir Gösta
Knutsson(6).
9.20 Leikflmi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar.
9.45 Landbúnaðarmál. Umsjónar-
maður: Öttar Geirsson. Fjallað
um námskeiðahald og viðhalds-
menntun íbúfræði.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 íslenzkir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.00 íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn
Jónsson cand. mag. talar (endurt.
frá laugardegi).
11.20 Morgunlónleikar. Eduard
Melkus-hljómsveitin leikur dansa
eftir Pamer og Moscheles/Ríkis-
hljómsveitin i Brno leikur
„Nótnakverið”, ballettsvítu nr. 1
eftir Bohuslav Martini; Jiri Wald-
hans stj.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Mánudagssyrpa —
Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor-
steinsson.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
Sunnudagur
25. janúar
16.00 Sunnudagshugvekja. Séra
Ragnar Fjalar Lárusson, sóknar-
prestur í Hallgrímsprestakalli,
flytur hugvekjuna.
16.10 Húsið á sléttunni. Milli vonar
og ótta — síðari hluti. Þýðandi
Óskar Ingimarsson.
17.10 Leitin mikla. Lokaþáttur.
Þýðandi Björn Björnsson. Þulur
Sigurjón Fjeldsted.
18.00 Stundin okkar. Meðal efnis:
Farið á Veðurstofuna, þar sem
Trausti Jónsson veðurfræðingur
skýrir kort. Rætt við Hrafnhildi
Sigurðardóttur um ferð hennar til
Nýju-Guineu og brugðið upp
myndum þaöan. Sýnd teiknisaga
eftir Kjartan Arnórsson. Um-
sjónarmaður Bryndís Schram.
Stjórn upptöku Andrés Indriða-
son.
18.50 Skiðaæfingar. Þriðji þáttur
endursýndur. Þýðandi Eiríkur
Haraldsson.
19.20 Hlé.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Sjónvarpnæstu viku.
20.45 Þjóðlff. I Þjóölifi verður fram
haldið, þar sem frá var horfið
siðastliðið vor og reynt að koma
sem víðast við í hverjum þætti. í
þessum þætti verður m.a. aflaö
fanga í þjóðsögunum, t.d.
„Djáknanum á Myrká”, og fjall-
að um gildi þeirra og uppruna. Þá
verður rætt við nýútskrifaðan
fiðlusmið, leikið á fiðlu i sjón-
varpssal og fariö í heimsókn til dr.
Gunnars Thoroddsens forsætis-
ráðherra og konu hans, Völu.
Umsjónarmaður Sigrún Stefáns-
dóttir. Stjórn upptöku Valdimar
Leifsson.
21.45 Landnemarnir. Tíundi þáttur.
Efni níunda þáttar: Wendell-hjón-
in eru farandleikarar en einnig út--
smognir svikahrappar, og þau
leika illilega á séra Holly. Eftir
andlát eiginmanns síns fer Char-
lotte Seccombe til Englands, en
snýr brátt aftur til Colorado og
annast rekstur Venneford-bú-
garðsins ásamt Jim Lloyd. Brum-
baugh er orðinn sterkefnaður.
Hann á á hættu að missa bæði
jörðina og vinnufólkið, en hann
lætur ekki hræða sig fremur en
fyrri daginn. Þýðandi Bogi Arnar
Finnbogason.
23.15 Dagskrárlok.
SPÖRUM RAF0RKU
Orkusparnaður — þinn hagur — þjóðarhagur
spörum
RAFORKU
spörum
RAFORKU