Dagblaðið - 28.01.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981.
DB á ne ytendamarkaði
Bókhaldið áramótaheit: r
MEÐALTAL FYRIR ARK) NAUDSYNLEGT
Jóhanna Harðardótlir ritar okkur
cftirfarandi línur með scðlinum
sfnum:
Ég óska ykkur gæfuríks árs og
vona að þið eigið eftir að skila okkur
áskrifendum mörgum góðum neyt-
endasíðum. í leiðinni vil ég þakka
ykkur fyrir allt gott á árinu sem nú er
horfið þó bókhaldstölur desember-
mánaðar séu enn í fersku minni.
Það er núna liðið ár síðan ég
byrjaði að senda ykkur þennan
mánaðarlega pistil vegna áramóta-
heits sem ég strengdi, en nú er ég
Reglugerðin þverbrotin:
Brómat í hveiti
þrátt fyrir bann
öll aukaefni, önnur en C-vítamín,
eru samkvæmt reglugerð númer 250
frá 1976 bönnuð í hveiti á íslandi.
Þrátt fyrir það er nær allt það hveiti
sem flutt er inn með aukaefninu
brómati sem margir halda fram að sé
hættulegt sé þess neytt í ríkum mæli.
Að sögn Odds Rúnars Hjartar-
sonar dýralæknis og heilbrigðisráðu-
nauts er eina undantekningin í reglu-
gerðinni sú að brómat má vera í
hveiti sem sérstaklega er flutt inn til
kexgeröar. í hveiti sem ætlað er í
brauð er eina efnið sem leyfilegt er,
askóbínsýra eða hreint C-vítamín.
RÍlsburys
.8.
m \xxxx.y
s
enricheð
FLODR
Á þessari algengu hveititegund frá
Bandaríkjunum stendur stórum
stöfum ,,all purpose bleached” sem á
hinni hlið pokans er þýtt
„fullhreinsafl”. Þetta þýðir I raun afl
í hveitið hefur verið bætt brómati,
'sem er bannaö, til þess að það lyfti
sér betur, auk þess sem það hefur
verið klórþvegið sem einnig er
bannaö. -DB-mynd Bj. Bj.
Brómatið og askóbinsýran valda því
að brauð úr hveitinu lyftist betur.
Hveiti sem i hefur verið bætt
brómati eða öðrum aukaefnum, svo
sem benzóýiperoxíð, og klórdíoxið
sem einnig eru bönnuð er almennt
kallað bieikt. Það hveiti sem við
fáum frá Bandaríkjunum er allt
bleikt og sumt af því sem við fáum
frá Svíþjóð. Hins vegar er hægt að fá
óbleikt hveiti frá Sviþjóð, t.d. hjá
Sambandinu. DB er kunnugt um
nokkra bakara, sem flytja sérstaklega
inn óbleikt hveiti til að baka úr.
Andstæðingar brómatsins halda
því fram að það safnist fyrir í
líkamanum og valdi sjúkdómum í
lifur, milta og rauðum blóðkomum
og langvarandi notkun lömun og
dauða. Oddur Rúnar sagði eitur-
efnanefnd vera að kanna það mál
núna. Bráðabirgðaskýrsla lægi fyrir
en miklar rannsóknir væru enn eftir.
Ástæða væri til að ætla að brómatið
hefði ekki áhrif nema í mjög stórum
skömmtum en í hveitinu væri það
aðeins í hverfandi mæli. Manneldis-
nefnd hefur einnig verið falið að
kanna skaðsemi brómatsins en niður-
stöður hennar liggja ekki fyrir enn
sem komið er.
í Danmörku og í Noregi er
brómatið bannað sem og hér. Í
Svíþjóð og Bandaríkjunum er það
hins vegar leyfilegt og sést bezt af
þessu að menn greinir á um hættuna
af því. Víðast í Evrópu á fólk völ á
bæði bleiktu og óbleiktu hveiti í mun
meira mæli en hér og er hveitið
jafnframt stimplað með síðasta
söludegi. Hér er hins vegar ekki dags-
stimplun á hveitipokum. -DS.
orðin svo „rútíneruð” í bókhaldinu
að mér dettur ekki annað í hug en að
halda því áfram. Þetta hefur hjálpað
mér geysilega við að fylgjast með
eyðslunni, jafnt í nauðþurftir sem
annað.
Það gladdi mig að sjá að þið
voruð búin aö draga út verðlauna-
hafa fyrir þessa mánuði sem eftir
voru og ég hlakka til að lesa viðtöiin
við systur mínar í bókhaldinu þegar
þar að kemur. Eiginlega mæli ég með
að þið strengið þess áramótaheit að
draga út verðlaunahafa reglulega,
það væri muti skemmtilegra og
eðlilegra.
En nóg um það. Hér er uppgjörið
fyrir desember og ég verð að viður-
kenna að liðurinn „annað” er meira
og minna í molum i þetta skiptið, ég
meðaltal ársins í matarliðum fyrir
hverja fjölskyldustærð, þar kemur út
mjög raunhæf tala. Maður kaupir
kannski í frystikistuna einn mán-
uðinn rándýran mat og borðar hann
næstu 3—4 mánuði. Minn reikningur
hefði t.d. verið hærri í desember ef ég
hefði ekki átt nokkuð af mat í
kistunni. En ég véit að þið hafið í
mörgu að snúast svo þetta gæti
reynzt erfitt. Kær kveðja.
Svar:
Kærar þakkir fyrir bréfið,
Jóhanna og gleðilegt ár. Alltaf er
jafn gaman að heyra frá þér og þeim
hinum, sem senda okkur reglulega
línu. Okkur hér á Neytendasíðunni
finnst við eiga orðið góða vini um allt
ætluðum við sannarlega að vera með
þetta fyrr á ferð og veita vinningana
fyrr jól, sem nokkurs konar jóla-
gjafir frá okkur. En þá þurfti
endilega að verða ófært um allt
landið með þeim afleiðingum að
þetta dróst úr hömlu. Vitið er ekki
meira en guð gaf segir annað máltæki
svo ég sé nú virkilega spök. En okkur
datt satt að segja ekki alveg strax í
hug að auðvitað þyrftum við ekki að
fara með gjafirnar sjálf til fólksins,
þó það væri vissulega það sem okkur
langaði mest til. Við eigum orðið af-
bragðs fréttaritara í hverju plássi sem
í þetta sinn tóku af okkur ómakið.
Hafi þeir þökk fyrir. En þarna
misstum við af samtals fjórum
tækifærum til þess að hitta penna-
vini okkar sem okkur finnst við hafa
Anna Bjarnason reiknar þarna út meðaltal á fjölskyidustærð i landinu i heild. Bezt að gleðja Jóhönnu og fleiri með þvi að
Anna cr komin heilu og höldnu til landsins eftir gott frí og er væntanleg til vinnu upp úr mánaðamótum. DB-mynd HV.
er hér um bil viss um að þar hefur
eitthvað gleymzt. Matarliðurinn er
hins vegar réttur, og ég er bara
ánægð með hann miðað við að jólin
eru jú alltaf dýr.
Mig langar að biðja ykkur,
þ.e.a.s. ef það er hægt, að birta
Raddsr
neytenda
Akranes:
Búðimar með næsta svipað verðlag
VERDKÖNNUN 24.11.80.
Vörutegund: Vigt: Einars- búó Kaup- félag Laugar- bakki Skaga- ver Slátur- fálag
Sykur, (Dansukker) 2 kg 1940 2128 1955 1945 1950
Flórsykur,(Dansukker) 1/2 kg 585 617 640 - 662
Sirkku molasykur 1 kg 1242 1377 1172 1155 1245
Pillsbury's hveiti 5 lbs 1160 - 2246 1160 1160
Robin Hodd hveiti 5 lbs - 1207 - - 1176
Pama hrísmjöl 350 gr 381 492 605 550 325
River Rice hrísgrión 454 gr 430 482 479 430 420
Solgryn haframjöl 950 gr 922 - 1001 915 925
Kellogs corn flakes 375 gr 1694 1657 1604 1595 -
Coco Puffs 340 gr 1545 1477 1478 1555 1560
Islenskt matarsalt, Katla,fínt 1 kg 4 54 478 484 - -
Nezo borósalt 750 gr - 489 - 515 -
Royal lyftiduft 450 gr 930 941 945 930 870
7older. Lye 's sýr'óp 500 gr 1660. 2296 - 2505 2500
Roval vanillubúiingur 90 gr 260 255 244 255 228
Maggi sveppasúpa 65 gr 307 293 315 315 305
Vilko sveskjugrautur 185 gr 670 640 - - 627
Nesquick kakómalt 800 gr 3211 - - 3205 3205
Cuick kókómalt 906 gr 2335 - 2346 2250 -
Melroses te 40 gr 494 432 509 460 495
Holts mjólkurkex 250 gr 390 - - - -
Frón mjólkurkex 400 gr 639 703 654 540 690
land, suma þeirra höfum við þó
aldrei séð.
Þetta með áramótaheitin. Það
vildi ég að fleiri strengdu slik heit sem
þú, því svona þér að segja eru
nokkrir af þeim sem lengi hafa sent
okkur seðla farnir að slá örlítið slöku
við. Annríkið í kring um jólin hefur
þar uggiaust ráðið miklu svo og þær
geigvænlegu tölur sem út komu þegar
farið var að reikna allt saman.
Vegurinn til heljar er varðaður
góðum áformum segir máitækið. Og
það vantar hvorki góð áform eða ára-
mótaheit hér á síðunni með það að
afhenda vinningana regluiega. En
stundum er eins og allt leggist á móti
manni. Tíminn flýgur áfram á slíkum
ógnarhraða að áður en við vitum
hvaðan á okkur stendur veðrið erum
við í rassi með allt saman. í þetta sinn
þekkt lengi án þess að hafa nokkru
sinni séð þá. Það verður ekki á allt
kosið í þessu lífi.
Einhvern næstu daga förum við
einmitt að reikna út meðaleyðslu
síðasta árs. Við eigum ennþá von á
nokkuð fleiri seðlum og ætlum að
bíða svona framundir mánaðamót
eftir þeim. En af þeim ástæðum, sem
þú rekur, Jóhanna, er einmitt á-
ríðandi að gera slíkt ársuppgjör. Því
er hver seðill sem okkur berst færður
inn á tveim stöðum tii þess að
auðvelda ársuppgjörið. Annars vegar
flokkum við þá eftir fjölskyldustærð
og hins vegar eftir heimabyggð send-
anda. Með þessu móti fæst einhver
mynd af landinu öllu.
Þakka þér að lokum fyrir bréfið
og lifðu heil.
Dóra.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega scndiö okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak-
andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaöar
fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks.
Kostnaður í desembermánuði 1980.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö
kr.
Alls kr.
m uiíi\
i