Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 11

Dagblaðið - 28.01.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1981. Taka verður ákvörðun um næstu virkjun í vetur 27 ræður spunnust um fyrirspum um Blönduvirkjun „Hvenær á að taka ákvörðun um Blönduvirkjun og hvenær hefjast framkvæmdir við virkjunina”? var efni fyrirspurnar Eyjólfs K. Jónssonar til iðnaðarráðherra á þingi í gær. Um þetta mál, raforkuskort í landinu, virkjunarmál og stóriðju spunnuzt alls 27 umræður og tók umræðan nær allan fundartíma sameinaðs þings í gær. í svari ráðherra kom fram að Blanda væri annar tveggja virkjunarkosta á- samt Fljótsdalsvirkjun er Hraun- eyjafossvirkjun lyki. Vettvangs- rannsóknum og tæknilegum undir- búningi við Biönduvirkjun væri svo langt komið, að næsta skref væri gerð hönnunaráætlunar. Hins vegar hefði um árabil verið ágreiningur i héraði um tilhögun virkjunarinnar, aðallega vegna landnýtingarsjónarmiða. Ráðherra sagði að Rarikhefði á sl. sumri verið falið að gegna hlutverki virkjunaraðila og legði ráðuneytið áherzlu á, að lausn deilumála yrði for- gangsverkefni. Sérstök ráðgjafanefnd fylgist með undirbúningi fyrir ráðuneytið, Rarik og ráðgjafanefndin hafi hafið viðræður við heimamenn í ágúst sl., umræðu- og kynningar- fundur hefði verið haldinn um virkjunina og bæklingi um hana dreift um allt hérað. Hreppsnefndir hafa skipað fulltrúa í viðræðunefnd við virkjunaraðila (Rarik) og fundur er ákveðinn í dag, 28. janúar á Blönduósi. Ráðherrann lagði áherzlu á nauðsyn friðar um þessa stórframkvæmd, sem aðrar áður en ákvarðanir um framhald yrðu teknar. Ráðuneytið teldi brýnt að unnt yrði að taka ákvarðanir i vetur varðandi raforkuöflun fyrir lands- kerfið í framhaldi af Hrauneyjarfoss- virkjun og nauðsynlegt yrði að afia TVEGGJA TIMA „SKOT- hríd” A idnaðarrAðherra — enginn kom honum til hjálpar og honum varð svarafátt Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra stóð einn í vörn fyrir dúndrandi árásum fjölda þingmanna um aðgerðarleysi stjórnvalda í virkjunarmálum á þingi í gær. Varð fátt um svör hjá ráðherra en hnítur fékk hann margar. Stóð ráðherra fast á því að sjaldan eða aldrei hefði jafn miklu fé verið varið til virkjanaundir- búnings og nú. Birgir ísleifur (S) og Geir Hallgrimsson (S) neru honum mjög um nasir tilraun til að fresta Hrauneyjafossvirkjun í eitt ár — tilraun sem Landsvirkjun fékk ráðherr- ann ofan af með harðfylgi. „Engin ákvörðun liggur enn fyrir í virkjunarmálum og timinn er alveg að hlaupa frá okkur,” sagði Birgir ísleifur. „Við þurfum ekki virkjun heldur virkjanir og af þeim öllum er Sultartangavirkjun hagkvæmust.” í sama streng tók Guðm. G. Þórarins- son (F), sem varaði við Blönduvirkjun fyrr en deilur um málið heimafyrir hefðu verið leystar. Sverrir Hermannsson (S) og Halldór Blöndal (S) gerðu harða hríð að ráðherra fyrir afstöðu hans til stóriðju í sambandi við Fljótsdals- virkjun. ,,í síðari ráðherratíð hefur ekki heyrzt minnzt á rakvatnsvirkjun þá er Bessastaðaárvirkjun kallast og ráðherrann ákvað á sinu fyrra stjórnar- timabili en Alþýðuflokksráðherra er á eftir kom ógilti,” sagði Sverrir. Karvel Pálmason (A) og Sighvatur Björgvinsson (A) vildu fá svör við yfir- lýsingu ráðherrans um að Vest- firðingum yrði tryggð raforka á sama verði og öðrum landsmönnum. Fengu þeir ekki svör við því. „Ráðherrann hefur skipað fleiri nefndir og starfshópa en dæmi eru til í stjórnkerfinu, en ekkert hefur út úr því komið,” sagði Sighvatur. -A.St. Hjörleifur Guttormsson — „Aldrei meira fé til virkjunarundirbúnings.” Ibúar á 111 bæjum móti Blönduvirkjun —sagði Páll Pétursson á þingi í gær í umræðunum um Blönduvirkjun í gær skýrði Páll Pétursson (F) frá því að mótmæli gegn virkjunni hefðu borizt frá fólki á 111 bæjum í Húnaþingi, enda færu 56 ferkílómetrar gróins lands undir vatn þegar virkjunin yrði byggð. Páll kvað sáttanefnd að störfum og sjálfsagt væri unnt að ná sáttum i málunum, en það yrði ekki gert með fébótum einum saman. Páll kallaði Grundartanga- verksmiðjuna „delluverksmiðju.” „Enginn íslendingur hefur hagnazt á uppsetningu eða rekstri þeirrar verk- smiðju. Áætlað tap þar væri 4.8 milljónir króna á þessu ári og þar hefði aldrei fengizt eyrir í hagnað.” Páll fékk ákúrur þingmanna fyrir ,,delluverksmiðju”-nýyrðið. Sagði Sverrir Hermannsson t.d. að nú væri upplit á landsstjórnarmönnum. „Iðnaðarráðherra teldi bezta virkjunarkostinn að loka álverinu og formaður þingflokks Framsóknar teldi járnblendið „delluverksmiðju”. Með slika dragbíta í forystu væri ekki von á góðu,” sagði Sverrir. -A.St. Sultartangavirkjun eina lausnin „Ég vil ekki trúa því að ráðherra hafi skotið ákvörðun um Sultartanga- virkjun á frest,” sagði Steinþór.Gest- son (S) á þingi í gær. „Þar er öllum rannsóknum lokið og hefja má fram- kvæmdir fyrirvaralaust. Virkjun sú er án efa ódýrasta lausn raforkuvand- ans,” sagði Steinþór. „Blönduvirkjun gerir ekki nema rétt Áskriftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN hresjuttötu 14 að bæta upp núverandi raforkuskort,” sagði Magnús H. Magnússon (A). „Því er nauðsynlegt að ákveða nú virkjun við Sultartanga.” Þannig töluðu þingmenn Suðurlands og áður hafði Birgir ísleif- ur Gunnarsson (S) tekið í sama streng. -A.St. Sýslumaður Rangæinga ístjóm Landsvirkjunar í gær fór fram á Alþingi kosning tilnefning kom fram og var því eins manns i stjórn Landsvirkjunar í Böðvar Bragason sýslumaður á stað Einars Ágústssonar, sem nú er Hvolsvelli sjálfkjörinn í stjórn sendiherra i Danmörku. Aðeins ein Landsvirkjunar. -A.St. heimilda á yfirstandandi þingi. Eyjólfur K. Jónsson kvaðst sætta sig við svör ráðherra og í trausti þess að ákvarðanir yrðu teknar í vetur myndi hann ekki flytja sérstakt frumvarp um virkjun Blöndu, sem hann kvað yfirgnæfandi meirihluta Alþingis styðja. Kvað Eyjólfur nýjar virkjanir algera nauðsyn. Vinna ætti að Fljótsdalsvirkjun að einhverju leyti samfara Blönduvirkjun og taka Sultar- tangavirkjun strax þar á eftir. „Svo er komið að landfiótti blasir við frá íslandi, bezta og ríkasta landi heims og þar væru kjör manna verri en í nágrannalöndunum,” sagði Eyjólfur. „Hér ríkir lénsskipulag i landbúnaði, uppbótakerfi, og höft í útvegi, hert er að iðnaði svo fjöldauppsagnir blasa við og reynt var að drepa flugsamgöngur. Ríkjandi ríkisstjórn væri sú versta sem í landinu hefði setið og keppti að því einu að lama sérstaklega allt einka- framtak og hefta á allan hátt framkvæmdir á vegum ríkisins”. Árni Gunnarsson (A) kvað ákvarðantöku um Blönduvirkjun nauðsynlega. Hún væri Iang hag- kvæmasti virkjunarkosturinn þvi algjör nauðsyn væri að fjölga at- vinnutækifærum í iðnaði á Norðurlandi um mörg hundruð og til Eyjólfur K. Jónsson. — „Ákvörðun verður að taka strax” þess væri Blönduvirkjun frumskilyrði. Leysa yrði þó fyrst allan ágreining, því hann væri dýr í virkjunarmálum. Væri t.d. hægt að stækka Laxárvirkjun um 28 megavött með sáralitlum tilkostnaði, en það strandaði á þeim á- greiningi sem upp kom þar fyrir nokkrumárum. -A.St. „Mynd Bertoluccis, Luna, býr ýfir dásamlegu og einstæðu tilfinningaauðgi. Jill Clayburgh hefur aldrei verið eins áhrifarík ... tælandi, samúðarfull og þvingandi... Jack Kroll, Newsweek. „Ljómandi og hömlulaus ferð fram á ystu nöf mannlegs hátternis. Myndir Luna eru svo seiðmagn- aðar, ástleitnar og fagurlega teknar. Bertolucci tælir okkur með þróttmikilli myndtækni sinni. Bæði mynd og stjarna, Jill Clayburgh, eru fullkomin.“ Frank Rich, Time. „Jill Clayburgh er einstæö margslungin túlkun.“ þetta er glæsileg, Vincent Canby, New York Times.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.