Dagblaðið - 28.01.1981, Side 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1981.
27
Utvarp
Sjónvarp
ij
ÚR SKÓLALÍFINU - útvarp kl. 20:
OPNISKÓLINN í FOSSVOGI
frábrugðinn
öðrum skólum
Fossvogsskóli verður kynniur í þætti
Kristjáns E. Guðmundssonar, Úr
skólalifinu, sem er á dagskrá útvarps i
kvöld.
Fossvogsskóli var allt fram á siðasta
vor rekinn sem tilraunaskóli. Var þar
gerð tilraun með hinn svokallaða opna
skóla en það er skólakerfi ólikt hinu
fastbundna bekkjakerfi.
Opni skólinn er ekki eins fastbund-
inn og bekkjakerfið. Kennsla fer aðal-
lega fram í hópum og er aðalmark-
miðið að fá sem mest út úr hverjum
nemanda. Er reynt að miða kennslu
hvers einstaklings fyrst og fremst við
getú hans og reynt að laða það bezta
fram hjá honum.
Að sögn Guðlaugar Þórðardóttur
skólaritara í Fossvogsskóla er mikil
áherzla lögð á að nemendur geti tjáð
sig. Er hver nemandi reglulega látinn
koma fram fyrir stóran hóp nemenda
og flytja eitthvað sem gjarnan tengist
námsefninu.
Sem fyrr sagði er Fossvogsskóli ekki
lengur tilraunaskóli en hann er eftir
sem áður opinn skóli.
- KMU
AFANGAR - útvarp kl. 20,35:
„ÓTVÍRÆTT í HÓPI
MERKUSTU ROKK-
HUÓMSVEITA
BRETLANDS”
— segir Guðni Rúnar Agnarsson um
hljómsveitina Wire sem kynnt
verðuríkvöld
Guðni Rúnar og Ásmundur, umsjónarmenn Afanga.
Áfangar, þáttur þeirra Guðna
Rúnars Agnarssonar og Ásmundar
Jónssonar, eru á dagskrá útvarps í
kvöld. Að þessu sinni verður fjallað
um hljómsveitina Wire sem einnig
var kynnt í síðasta þætti.
,,Það hefur lengi verið á döfinni
hjá okkur að kynnaþessa hljómsveit
og ástæðan fyrir því að við gerum
það núna er ekki sizt sú að söngvari
hljómsveitarinnar Colin Newman, er
nýbúinn að gefa út sólóplötu,” sagði
Guðni Rúnar Agnarsson í samtali við
DB.
„Hljómsveitin Wire er ótvírætt í
hópi merkustu rokkhljómsveita Bret-
lat.ds síðustu ára. Hún kom fyrst
fram árið 1976 en ekkert hefur heyrzt
frá henni í heilt ár. Engu að síður er
húnekkihætt,” sagðiGuðni.
í samtali við hann kom einnig fram
að Wire hefur gefið út þrjár stórar
hljómplötur. „Þær sýna allar mjög
mikla þróun í tónlistinni, í átt frá
fyrri rokktónlist sem má að ýmsu
leyti kenna við pönk. Þó er ekki hægt
að segja að Wire hafi nokkurn tím-
ann verið pönkhljómsveit því hug-
inyndir þeirra og viðhorf fara ekki
saman við pönkið,” sagði Guðni
Rúnar Agnarsson.
- KMU
Mikil áherzla er lögö á að nemendur geti Ijáð sig frammi fyrir öðrum í opna skólakerfinu í Fossvogsskóla. DB-mynd: Höröur.
Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi
ASÍ.
VINNUSLYS
— sjónvarpkl. 21,55:
Orsakir og
afleið-
ingar _
vinnuslysa
— rættvið aðila sem
tengjast málinu
Síðast á dagskrá sjónvarps i kvöld er
fyrri myndin af tveimur sem sýndar
verða í sjónvarpinu um vinnuslys.
Verður síðari myndin sýnd 11. febrúar
nk. en þær voru áður á dagskrá í maí
1979.
Fjallað verður um orsakir vinnuslysa
og afleiðingar þeirra og rætt við fólk
sem slasazt hefur á vinnustað. Einnig
verður rætt við öryggismálastjóra,
trúnaðarlækni, lögfræðing, verkstjóra
og trúnaðarmenn á vinnustöðum.
Haukur Már Haraldsson, ritstjöri
Vinnunnar, er umsjónarmaður þáttar-
ins. Nýlega gaf Alþýðusamband
íslands út bækling um vinnuvernd og
sá Haukur Már um útgáfu hans.
Bæklingurinn er ætlaður til kynningar
á lögum sem Alþingi setti í fyrra um að-
búnað, hollustuhætti og öryggi á
vinnustöðum.
ÍS STILL Esslingen lyftarar
uppgerðir frá verksm. Til afgreiðslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t,
2,51 og 3, tonna. Disil: 3,51,41 og 6 tonna. Greiðslukjör.
STILL einkcumboð á íslan Ji
1^1 K JÓNSSON & CO. HF.
Hverf igötu 72,
sími 12452 og 26455.
Breiðholts-
leikhúsið
Gleðileikurinn
PLÚTUS
í Fellaskóla
3. sýning í kvöld kl. 20.30.
Miðapantanir alia daga kl. 13 til
17 í síma 73838. Miðasalan
opin sýningardaga kl. 17 í
Fellaskóla.
20" 8.700 8.265
22" 9.450 8.978
26" 11.225 10.660
OONVARPSBUÐIH
1X2 1X2 1X2
21. leikvika — leikir 24. janúar 1981
Vinningsröð: X1Í-Xlf-1l2-XlX
1. vinningur: 12 réttir - kr. 69.415.-
6711
2. vinningur: 11 réttir - kr. 3.305.
3827 10390 12810 35959(2/11)+
3839 12162 25526+ 41003
Kærufrestur er til 16. febrúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrif-
stofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, e/ kærur verða teknar
til greina.
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK
-KMU