Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 07.03.1981, Qupperneq 11

Dagblaðið - 07.03.1981, Qupperneq 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 7. MARZ 1981 11 Jafnvel vletnamski herínn er ekki samur og áður og andstæðingarnir iikja honum við pappirstigrisdýr. nama 14 kíló eða einu kílói undir lág- marki og ef mat sérfræðinga á þessum málum er rétt mun skammturinn á þessu ári minnka niðurí 11 —12 kíló. Verst er ástandið í norðurhluta landsins þar sem flóð og hvirfil- vindar hafa eyðilagt uppskeru bændanna. Uppskeran í suðurhluta landsins hefur verið betri og svarta- markaðsbraskarar i Ho Chi Minh borg virðast alltaf finna einhverja leið til að útvega viðskiptavinum sín- um korn. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru þegar teknar að semja neyðar- áætlanir en vestrænar þjóðir, sem veittu Kampútseu aðstoð árið 1979, lita engan veginn eins alvarlegum augum á ástandið í Víetnam. „Enginn vill sjá fólk svelta,” sagði vestrænn stjórnarerindreki, ,,en ef þú sendir matvæli ertu í raun að hjálpa kúgunarstjórn og þar með í vissum skilningi að framlengja þjáningar þess fólks, sem býr við slikastjórn.” Ýmsar stjórnir á Vesturlöndum og í Asíu munu ef til vill freistast til að nota matvælaaðstoð sem lið í samningum við Vietnam og Víetnam er ekki í góðri stöðu til að hafna þeim samningum. Ef þjóðin fær ekki 400 þúsund tonn af hrísgrjónum innan skamms umfram venjulegan innflutning, stendur hún frammi fyrir versta skortinum síðan árið 1975. Beztu vinir Hanoi-stjórnarinnar fara sér hægt. Það er kannski vegna þess að þeir hafa ekki úr of miklu að spila sjálfir. Sovétríkin hafa minnkað kornsendingar til Víetnam um helming og þó Kremlverjar veiti Víet- nam enn margháttaða efnahags- aðstoð gætir nú talsverðrar óánægju hjá þeim með stefnu Hanoi- stjórnarinnar. Sovétmenn vilja semja beint við leppstjórnir Víetnam í Kampútseu og Laos án milligöngu stjórnarinnar í Hanoi. Víetnamar halda hins vegar fast við það að þeir haft alla milllgöngu í samskiptum þessara þjóða. Sovétmenn vilja heldur ekki sýnast of háðir Hanoi- stjórninni, af ótta við að það spilli fyrir möguleikum þeirra að ná viðskiptasamböndum við aðrar þjóðir í Suðaustur-Asíu. Versnandi sambúð Moskvu og Hanoi hefur ekki farið framhjá víet-- namskri alþýðu, sem sýnt hefur hug sinn til Sovétríkjanna með grimmilegum hætti í nokkur skipti að undanfömu. Þannig voru tveir sovézkir gestir myrtir 1 borginni Da< Lat og margir Rússar létu lífið er ráðizt var á langferðabíl þeirra á milli Ho Chi Minh borgar og Vung Tau. Nýlega var hópur erlendra ferðamanna grýttur til bana fyrir mistök. Víetnamarnir héldu að þeir væru Sovétmenn. íbúar Víetnams virðast bera litla virðingu fyrir leiðtogum þjóðarinnar. Bændur þrjózkast við að senda korn- framleiðsluna til borganna og bera við lélegu samgöngukerfi. Þúsundir Víetnama reyna enn að komast úr landi á litlum bátkænum, oft með skelfilegum afleiðingum. „Áður þorði fólk ekki að kvarta fyrir framan nágranna sína,” sagði víet- nömsk kona sem nýverið kom til flótamannabúða í Thailandi. „Núna gera þeir það vegna þess að þeir vita að nágrannarnir eru sama sinnis.” G'íewsweek) Kóngulóin sem gleymdi þræðinum Norræn samvinna er til umræðu hér á landi eina ferðina enn, og nú í .tilefni af því að Norðurlandaráð kemur saman í Kaupmannahöfn. Eins og gengur sýnist sitt hverjum, en algengt er að um þetta samstarf sé rætt af töluverðri lítilsvirðingu, svo ,sem eftirfarandi tilvitnun i leiðara Visis sl. þriðjudag ber með sér: „Norræn samvinna er ekki verri en hver önnur alþjóðleg samvinna. Hún gerir engum mein og fyrir þá sem taka þátt í henni, er þetta hin besta iskemmtun og hvíld frá dagsins önn. En fyrir hinn venjulega Islending, þá er hún harla lítið og ekki neitt.” Hér er útbreiddur fjölmiðill að gera sér leik að því að ala á misskiln- ingi sem er hvimleiður, þótt ekki geti hann talist hættulegur. Norrænt sam- starf er að mínu viti ómetanlega mikils virði fyrir hinn „venjulega ís- lending”. Það gegnsýrir daglegt líf okkar í miklu meiri mæli en okkur grunar í fljótu bragði og er svo sjálf- sagður þáttur í tilveru okkar að við hugleiðum ekki einu sinni mikilvægi þess nema endrum og sinnum. Samstarfiö Einföld aðferð til að leggja mat á norrænt inntak okkar daglega lifs er að líta á ýmsa þá löggjöf sem snertir hvert einasta mannsbarn á landinu. íslensku sifjalögin, íslensku útvarps- lögin og íslensku grunnskólalögin eru svo nauðalík sambærilegum laga- bálkum á öðrum Norðurlöndum, að segja má að á köflum sé um nánast sömu lög að ræða. Þessi lög eru öll frá síðustu árum, og ugglaust mætti nefna fjölda annarra dæma þótt mér hafi komið þessi fyrst í hug. Ég er hræddur um að flestir „venjulegir íslendingar” þættust hafa misst spón úr aski sínum ef þessi norræna sam- vinna væri úr sögunni. Á hverju einasta ári halda hópar af hinum fjölbreyttustu sviðum þjóð- lífsins norræna fundi eða ráðstefnur. Þar er bæði um að ræða starfshópa og félagasamtök af öðru tagi. Fyrir fámenna hópa íslendinga á hverju sviði er ómetanlegt að eiga þessa aðild að fjölmennari samtökum. Það samstarf milli einstaklinga, hópa og þjóða, sem siglir í kjölfar slíkra sam- funda, er svo ótrúlega fjölbreytt að því yrðu seint gerð tæmandi skil. Ekki er nokkur leið að halda því fram með sanngimi að þetta norræna sam- band bitni á öðru alþjóðlegu sam-. starfi, en hins vegar er auðvelt að sýna fram á hvernig það greiðir leið- ina til víðtækari alþjóðlegra sam- skipta á öllum hugsanlégum sviðum. Ekki er heldur hægt að halda því fram að það dragi úr virkni á innlendum vettvangi, heldur eru þvert á móti til ótal dæmi um hið gagnstæða þar sem norræn samviona hefur frjóvgað og eflt innlent starf. Mér er ekki grunlaust um að svart- höfðar þeir sem með reglulegu milli- bili blása til orrustu gegn norrænu samstarfi vaði töluverðan reyk og dragi furðugrunnfærnar ályktanir af því sem þeir sjá og heyra. Að sinu leyti minna, þeir mig á kónguló nokkra sem sagt var frá í lestrarkveri handa barnaskólum fyrir þrem ára- tugum. Kóngulóin beit í gremju sinni í sundur þráðinn sem hélt öllum vef hennar uppi, vegna þess að hún kannaðist ekki við hann í svipinn og sýndist þetta með öllu óþarfur þráður. Lítilsvirtir hópar íslendingum hættir til að verða starsýnt á spurninguna um það hvað gott þeim skíni af samstarfi við aðra aðila, þar með taldar aðrar Norður- landaþjóðir. En hinu má ekki gleyma að samstarfið við íslendinga er einnig mjög mikils virði fyrir hinar þjóðirnar. Þær meta mikils hlutdeild íslands í varðveislu sameiginlegs menningararfs, en hitt skiptir ekki minna máli, að sérstæð reynsla okkar á ýmsum sviðum getur haft hagnýtt gildi fyrir hinar þjóðirnar. í því efni eru mér efst í huga vandamál örfá- mennrar þjóðar og lausnir á þeim. Augu Norðurlandaþjóða eru smám saman að opnast fyrir því að á meðal þeirra er að finna þjóðir eða þjóða- brot sem hafa verið sett hjá og jafn- vel beitt kúgun og harðræði, þrátt fyrir allan vöxt og fyrirgang vel- ferðarríkjanna á þessari öld. íslend- ingar hafa miklu betri aðstöðu en Kjallarinn Þorbjörn Broddason stóru þjóðirnar til að skynja vanda þessara lftilsvirtu hópa, en jafnframt ættum við að hafa styrk til að leið- beina við lausn hans, vegna þess að við höfum gengið i gegnum sambæri- legan vanda sjálf og leyst hann far- sællega. Nordsat Eitt svið norrænnar samvinnu sem nokkuð hefur verið til umræðu að undanförnu hefur hlotið náð fyrir augum svarthöfðanna. Það er sam- starf um að koma á loft gervihnött- um til að sjónvarpa dagskrá hvers lands yfir öll hin löndin eða því sem næst, Nordsat-áætlunin sem svo er nefnd. Ég hef lengi haft miklar efa- semdir um ágæti þessarar áætlunar, hún yrði gífurlega kostnaðarsöm og menningaraukinn af öllu saman harla lítill. Hinu neita ég ekki að hér er stórbrotin tækni á ferðinni, og ekki slægi ég í sjálfu sér hendinni á móti því að geta valið úr sjónvarpsdagskrá Norðurlanda á hverju kvöldi. Það tók mig nokkum tima að átta mig á vinsemd svarthöfðanna í garð Nord- sats, en ég er nú helst kominn að þeirri niðurstöðu að þeir hafi séð að það efni, sem helst þykir nothæft í sjónvarpi hvaða lands sem er, er alls ekki norrænt, heldur enskt eða amer- ískt. Þeir líti með öðrum orðum á Nordsat sem markvissa tilraun til að grafa undan norrænu menningar- sambandi. Oft er á það bent að norrænu sam- starfi fylgi gífurlegt flakk embættis- manna, nefndakónga og áhuga- manna milli landa og auk þess sé allt að kafna í pappirsflóði. Þetta eru réttmætar ábendingar, ég tel að spara mætti allmarga fundi með því að nota símann meira; einnig er miklum pappír sóað í norrænu samstarfi. En það væri misskilningur að leita söku- dólgsins í norrænum anda. Þetta vandamál er alþjóðlegt og á rætur sínar í stórbættum samgöngum og framförum í ljósritunartækni. En að sjálfsögðu eru ferðalög, fundahöld og skýrslugerð óhjákvæmilegur hluti norræns samstarfs. Og fyrir mína parta teldi ég að þeim gífurlegu fjár- munum, sem svo margir eru reiðu- búnir að leggja í Nordsat, væri betur varið til að styrkja unglinga, ellilíf- eyrisþegá og fjölskyldur til að ferðast til annarra Norðurlanda. Ég hef i þessum greinarstúf reynt að leiða rök að því að norrænt sam- starf sé miklu ríkari þáttur 1 daglegu lífi okkar en menn kunna almennt að gera sér ljóst og jafnframt, að mikil- vægustu þættir þess séu e.t.v. einmitt þeir sem minnst ber á og menn setja síst i samband við norrænan anda. Ég vil þó ekki skiljast svo við þessa umræðu að ekki sé vikið að þeim þætti norrænnár samvinnu sem mest er áberandi á íslandi. Hér á ég að sjálfsögðu við Norræna húsið. Þar hefur verið unnið geysimerkilegt brautryðjendastarf, sem hefur smám saman borið ávöxt um öll Norður- lönd. Þessa ávexti má sjá í beinum ráðstöfunum i Færeyjum, í sama- löndum og Finnlandi, en óbeint gætir þeirra miklu viðar. Forstöðumenn Norræna hússins í Reykjavík hafa, hver með sinum hætti, sett merki- legan svip á húsið og starfsemi þess. Nú er nýr forstöðumaður tekinn þar viðstarfi. Megi henni vel farnast. Þorbjörn Broddason. 0 „Kóngulóin beit í gremju sinni í sundur þráðinn, sem hélt öllum vef hennar uppi, vegna þess aö hún kannaðist ekki viö hann í svipinn og sýndist þetta meö öllu óþarfur þráður.” „Þar hefur verið unnið geysimerkilegt brautryðjendastarf, sem hefur smám saman borið ávöxt um öll Norðurlönd.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.