Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981
Kvennabókmenntir!
Hvað er nú það?
—ættu að geta hjálpað konum til að finna sjálfsmynd sína,
sem kona, oggefið jafnframt karlmönnum innsýn íáður
óþekktan menningarheim
Kvennabókmenntir.
Eru þær til og hafa__________
■ mmm
inn umr*ouiuuuui um - ■ ------- -— ■
mramir. Fíla! bókmCTnt.trmSmia
stóð fyrir fundinum sem v»r pett-
skipafiur mönnum af blöum kynj-
um. svo mjög aft vift upphaf fundar
var hvert s*ti setift og innan skamms
var staftift meft veggjum - ekki
ösvipað og þegar bilarnir vift Engi-
hjalla i Köpavogi híldu sig vera
kóngulser. óveftursdaginn illraemda.
Framsögumenn voru Helga Kress.
Ólafur Jónsson og Guftbergur Bcrgs-
son. Helga tók íyrst til mils: „Hafa
kvennabókmenntir sórstöftu?" Hun
fór litt meft svarift; þ*r v*ru raunar
ekki til. Htift scm ekkert gert úr þeim.
og nefndi Helga nokkur d*mi þvi ti
staftfestingar. M.a. benli hun i aft i
Nordcns IMIeralnr (red. Mogens
Bröndsted, 1972). sem fjallar um
bókmenntir Norfturlanda fri “PPh»,l,
til irsins 1960. v*ri getift um 101
istcnzkan rithöfund. 100 karlmenn en
einungis eina konu. enda [slenzki
' hlutinn „allur skrifaftur af karl-
mönnum”. Helga vitnafti «1 grc.na-
gerftar sinnar. „Um konur og bók-
menntir”, i bókinni Draumur um
veruleika (Mil og menning. 1977) og
vil ig hvetja til leslurs þeirrar grnnar.
sem raunar er ritgerft. Þar segir aö
„beint samband” sí „milli þa»"«r
kvenna i bókmenntasviftinu og þjoo-
félagslcgrar kúgunar þeirra". Þella
var innihald erindis Helgu og mergur
mils hcnnar, fimmtudagskvöldift
siftastliftift. Helga var Nemes.s -
hcfndargyðjan, refsinornin, sem ekki
brosir.
Menn af béíum kynjum
Ölafur okkar Jónsson Ifk hluiverk
homo sapiens - hins vitiborna
manns - þetla kvóU og gerói þvl
góð skil eins og við máttt buast.
Hann var umburftarlyndur, þolin-
móftur og skýrm*ltur — I þcirn röft.
Merkingu orftsins „kvennabók-
menntir” sagöi hann tviþælta. Ann-
ars vcgar v*ri um aft raefta hluta af-
þreyingarbókmcnnta um, handa og
eftir konur - þátl skemmtibók-
mennia. Hinn þitturinn v*n and-
hverfan; enn bxkur um og eftir
konur. er fjölluftu um hagi konunnar
og jafnframt beint og óbeint um kug-
iin hennar. Homo sapiens benti i aö
vift eigum tunguna sameiginlega og
meira en þaft. er hrindir okkur
sundur, okkur þessum. mönnum al
I biftum kynjum.
Guftbergur Bergsson var grUki
kórinn I þessu klassUka drama. Hann
var fyndinn, napur. sagftist hafa
, kosift aft flytja fyrirlestur þvl hann
v*ri „lélegur aft verja sig”. Kórmn
tekur ekki þitt. I þeirra orfta hefft-
an pcðs r—•
getur leyft sér aft segja hvaft sem er
vift konunginn - sakir vitsmuna
sinna. Guftbergur fór i þó nokkrum
kostum enda varft hann svipstundis
misskilinn af mörgum. viljandi og
óvart.
Franzisca
Gunnarsdóttir
Hctf ■ Krw. — ..-W-o"'"
UmrBBÖaoöa
framboö*fundur?
Aft framsöguerindum loknum og
fyrslu fyrirspurnum fór undirrituft,
efta forftaöi sír. enda viftkvæm sil.
Of margar spurningar vöknuftu l einu
og af ýmsum toga. T.d. var þetta
hciftarleg umrxfta efta
fundur vegna stöðu er nýleg. hefur
losnaft l bókmenntafræfti vift Hi-
skóla Islands? Konan hefur venft
kúgufi" en á hún ekki sjálf sinn þátt
i’þvtT AiWðótn« “
cru ekki brð, kynm i.rncck? M«ók-
illinn c.!ði citl .inn við
Kveldu mi*. Sadiinnn
Ncll U!C có. Et hún .» icrktl hii?
Hefur konan v.nat sjilftpynilm»-
unni um ol? Er hún .» ðft* kv.Ur*
clnum? Hvorl þein. n.ul hlulvcrkt-
ins meir? V.r þell. nu diki i«n-
kvrrot? Hv.ð. máli skiplir þ*ð
r.un.cT Er (rH. ckkl *»
ív.. Krrf ilmann Sinn.
breytingar geta haft ógnvekjandi og
ófyrirsjianlegar afWfttngm- Það
sannreyndist m.a. i Suftur-Ameriku. |
pcir ittu sér býflugnastofn sem fram-
leiddi einsuklei. 1 “ i
v.r ekki eins dilí.ndi viö sð f|0l!.
mr..koilidálltið..fúli" þ.»‘l''"» I
leysa i hvelli enda h*g heimatökin |
hvi kunnugt var um stofn sömu kvik-
inda I Afrlku er haffti þaft td aft bera j
sem i vantafti - framleiddi jafn-
framt tiltölulega litift hunang. Nu
hófst mikil kynblanda og irangunnn
er ógnvekjandi. 1 Suftur-Amerlku og j
sunnanverftum Bandarikjunum vafta
nú uppi skaör*ftis býflugur sem
framleiöa svo sannarlega nóg hunang I
en riftast i menn og dýr. sér llktega
til d*grastyttingai og aukins viftur-
v*ris; algjörar forynjur.
Stefnum aft lafaréttl og litum I
stökkbrcytingar lönd og leift. Förum 1
>kki fri einum öfgunum yfir I afttar.
Lrla, HallfríOur, Ragna, Ragnheiður
og Þórunn skrifa:
Mánudaginn 30. marz birtist í
Dagblaðinu grein eftir Franziscu
nokkra Gunnarsdóttur undir fyrir-
sögninni „Kvennabókmenntir: Eru
þær til og hafa þær sérstöðu?”
Greinin virðist eiga að vera úttekt á
fundi sem haldinn var í Árnagarði 26.
marz um þetta efni. Framsögumenn
voru Helga Kress, Ólafur Jónsson og
Guðbergur Bergsson.
Rétt er að taka fram að það var
ekki Félag bókmenntafræðinga sem
stóð fyrir fundinum, eins og stendur í
greininni, heldur Félag bókmennta-
fræðinema.
Okkur undirrituðum, nemendum í
bókmenntafræði við Háskóla
Islands, þykir rétt að gera nokkrar at-
hugasemdir við skrif Franziscu.
í greininni segir m.a.: ,,Að fram-
söguerindum loknum og fyrstu fyrir-
spurnum fór undirrituð, eða forðaði
sér. . . ”
Það er lágmarkskrafa að
þeir sem skrifa uin fundi sem þessa
séu viðstaddir allan tímann svo þeir
geti sagt frá því sem fram fór. Það
skrifar t.d. enginn grein um tónleika
sem hann hefur ekki heyrt. Birting
þessarar greinar er hrein hneisa fyrir
Dagblaðið, sérstaklega þar sem hún
er birt undir dálkinum Bókmenntir. í
slíkum dálkum búast menn við bók-
menntalegri umfjöllun en grein Fran-
ziscu fjallar alls ekki um þær bók-
menntir sem voru til umræðu heldur
persónulegt mat hennar á framsögu-
mönnum og eru þau skrif ekki í neinu
sambandi við það sem fram fór á
fundinum. Umræða Franziscu leysist
svo upp I óskiljanlegt óráð undir yfir-
skini vangaveltna um stöðu kynja. í
framhaldi af þessu mætti spyrja
hvort minni krafa sé gerð tii skrifa
um bókmenntir eftir konur en aðrar
bókmenntir:
Raddir
lesenda
Menningarkimi —
súbkúltúr
Greinarhöfundur rekur framsögu-
erindi Helgu Kress nokkuð nákvæm-
lega framan af en segir að mergur
máls hennar hafi verið tilvitnun
Helgu i grein sína, formálann að
Draumi um veruleika, þar sem segir
að beint samband sé milli þagnar
kvenna á bókmenntasviðinu og þjóð-
félagslegrar kúgunar þeirra. Það er
rétt að Helga drap á þetta en það var
ekki aðalmálið. Umræðuefni fundar-
ins var „Hafa kvennabókmenntir
sérstöðu?” Helga benti réttilega á að
verk eftir konur eru hvorki tekin með
í bókmenntafræði né bókmennta-
sögu. Þar af leiðandi byggjast allar
bókmenntakenningar á verkum karla
og hlýtur það að vera rangt að
undanskilja svo stóran hluta bók-
mennta sem kvennabókmenntir eru.
Kvennabókmenntir tilheyra menn-
ingarkima (súbkúltúr) sem fær ekki
að njóta sína.
Lágkúrulegar líkingar
Næst tekur greinarhöfundur Ólaf
Jónsson fyrir — gefur honum viður-
nefnið „homo sapiens”, hinn viti-
borni maður, og segir svo: „Hann
var umburðarlyndur, þolinmóður og
skýrmæltur — í þeirri röð.” Ef ekki
er lesið lengra I greininni gæti þetta
hljómað sem háð en ekki lof — svo
hástemmt er það. Við getum ekki
gefið Ólafi þessa einkunn eftir að
hafa hlustað á hann á fundinum.
Hann kom yfirleitt aldrei nálægt um-
ræðuefninu, heldur fjallaði hann
fram og aftur um eigin skilgreiningu
á hugtakinu kvennabókmenntir.
Franzisca tekur hans skilgreiningu
upp i títtnefndri grein sem heilagan
sannleika en minnist ekki á skilgrein-
ingu Helgu sem var lögð til grund-
vallar fundinum.
Geta má þess að bæði Ólafur og
Guðbergur afsökuðu sig fyrir
slæman undirbúning en það afsakar
ekki hringsól þeirra í kringum um-
ræðuefnið. Guðbergur virtist t.a.m.
ekki taka málið alvarlega og sló um
sig með skrýtlum og kynfæralíking-
um.
Almennar vangaveltur Franziscu
þykja okkur ekki svaraverðar sakir
þess hversu fáránlegar þær eru og
styðja þær fordóma hennaf. Á sama
hátt grípur hún til myndmálsins og
notar vægast sagt lágkúrulegar lík-
ingar þegar Helga Kress á í hlut.
Kvennabókmenntir:
Bókmenntir eftir konur
Rannsóknir í kvennabókmenntum
hafa verið umsvifamiklar undanfarin
ár í erlendum háskólum. Her á landi
hafði þessum fræðum ekkert verið
sinnt fyrr en Helga Kress hóf braut-
ryðjendastarf sitt. Að ósk stúdenta
eru nú á yfirstandandi skólaári i
fyrsta skipti í boði tvö námskeið um
kvennabókmenntir innan heimspeki-
deildar HÍ og er það vel og tímabært
að þessi fræði hefji inngöngu sína í
íslenzka mennlastofnun.
En hvað eru kvennabókmenntir?
Viðurkennd skilgreining bókmennta-
fræðinga er sú að þær séu bókmennt-
ir eftir konur, án tillits til um hvað
þær fjalla.
Og til hvers þarf að rannsaka
bækur eftir konur sérstaklega?
Helztu rannsóknarefni í kvennabók-
menntum eru að draga fram í dags-
Ijósið gleymda og vanrækta kvenrit-
höfunda, gleymd verk eftir konur
sem kunna að hafa fengið viðurkenn-
ingu fyrir önnur verk sín og endur-
meta höfunda sem að einhverju leyti
hafa fengið viðurkenningu en verið
misskildir og rangtúlkaðir.
Undarleg andstaða
En hafa bókmenntir eftir konur
sérstöðu innan bókmenntafræðinn-
ar? Á umræddum fundi var leitazt
við að svara þessari spurningu en hún
mætti undarlegri andstöðu bæði hjá
Ólafi Jónssyni og Guðbergi Bergs-
syni sem neituðu að taka afstöðu til
hennar og töluðu um eitthvað allt
annað. Sama gilti um ýmsa aðra
fundarmenn sem höfðu sig mjög í
frammi með skrýtlur eða jafnvel
klám.
Það hefur einkennt umræðu
margra að konur vilji taka kvenna-
bókmenntir út úr og einangra þær en
er það ekki einmitt bókmenntastofn-
unin sem kallar á þennan aðskilnað
með því að vikja þeim til hliðar?
Þ.a.l. er nauðsynlegt að leggja sér-
staka rækt við þær þar til þær hafa
náð því forskoti í umfjöllun sem
karlabókmenntir hafa nú þegar.
Spurningin er: Um hvað skrifa
konur, hvernig skrifa þær og hvers
vegna? f gegnum hefðbundna skóla-
göngu fá nemendur það á tilfinning-
una að það séu eingöngu karlmenn
sem skrifa bækur, alla vega góðar
bækur. Á námskeiðum um kvenna-
bókmenntir var sem opnaðist nýr
veruleiki fyrir okkur. — Konur
skrifa, hafa skrifað — og það sem
meira er, þær skrifa um hluti sem við
skiljum og þekkjum út frá okkar
reynslu sem konur i karlmannasam-
félagi.
Áður óþekktur
menningarheimur
Rannsóknir í kvennabókmenntum
styðja þá skoðun að reynsluheimur
kvenna er á margan hátt annar en
karla. Karlmenn hafa skipað konum í
ákveðið hlutverk, hlutverk, sem
konur hafa kannski ekki fundið sig í
og sumar neitað að falla snurðulaust
inn í. Margar hverjar hafa því reynt
að verða gjaldgengar í karlaheimin-
um með því að fara í buxur þeirra og
semja sig að háttum þeirra og siðum
og hafna með þvi kynferði sínu.
Rannsóknir á kvennabókmenntum
hafa líka leitt í Ijós að bókmenntir
eftir konur eru mikilvægar heimildir
um stöðu kvenrithöfunda og vitund
kvenna um umheiminn. Þær ættu því
að geta hjálpað konum til að finna
sjálfsmynd sína, sem kona, og gefið
jafnframt karlmönnum innsýn í áður
óþekktan menningarheim.
Gerningar:
Verið að draga dár að vinnandi fólki
— látum framtíðina skera úr um hvort það sé list að sjóða vatn í katli
Skipverjar Jóni Jónssyni SH 187,
Ólafsvik, skrifar:
Vegna svara við skrifum okkar og
annarra og vegna beinna árása á
okkur viðvíkjandi svokölluðum gern-
ingum finnst okkur ekki annað hæfa
en að skýra frekar okkar sjónarmið í
þessum efnum í eitt skipti fyrir öP.
Eins og fyrr er skrifað virðum við
rétt fólks til þess að haga sér eins og
fífl og kalla það hvað sem það vill:
merkilegt tjáningarform, nýlist eða
gerninga,
Við kærum okkur einfaldlega ekki
um að einn einasti eyrir renni úr
okkar vösum til stofnana sem kenna
ungu fólki þvílíka vitleysu og dellu.
Rödd alþýðu höfum við aldrei
nefnt okkur en álit allra þeirra sem
við höfum innt eftir skoðunum á
málinu eru mjög á einn veg.
Finnst þeim hér ekki vera um list af
neinu tagi að ræða eða tjáningu á
nokkrum sköpuðum hlut heldur sé
verið að draga dár að fólki sem
stundar sín störf og lætur snobb af
þessu tagi lönd og leið.
Á okkur hefur verið borið skarn af
ýmsu tagi, við sakaðir um ofsóknar-
brjálæði, þekkingarskort og skiln-
ingsleysi. Varðandi slíkan áburð
verður að koma í ljós að við teljum
ekki að nokkra menntun þurfi til að
framkvæma hluti sem þessa og út-
skýringar á fyrirbærunum virðast
vandfundar, hvort sem fremjandi eða
áhorfandi á i hlut.
Hver fann gullúr
— í Hafnarfirði sl. föstudagsmorgun
Sísa hringdi:
Sl. föstudagsmorgun átti ég erindi í
Heilsugæzlu Hafnarfjarðar, Strand-
götu 8—10. Á leið minni út úr húsinu
var ég svo óheppin að tapa úrinu
mínu sem er gullúr.
Fyrir aðra en mig er þetta ósköp
*
venjulegt úr en fyrir mig er missir
þess sár.
Sá sem fann úrið mundi
því bæði gera mér og samvizku
sinni mikinn greiða með þvi að hafa
samband við mig í síma 43740.
Úr svari nýlistarmanns var lítið
lesið nema þá vítiskvalir yfir því að
einhver skildi hafa hitt naglann á
höfuðið.
Við minntumst ekki einu orði á að
banna eitt eða neitt þó að hörundssár
H.Þ.F. þurfi að taka gagnrýni á
versta veg.
Setjum við síðan punkt í stað að
kasta yfir gjána en látum framtiðina
skera úr um hvort það sé list að sjóða
vatn í katli.
<C
Þessi gæti heitið Beðið eftir að vatnið
sjóði.
DB-mynd Einar Ólason.