Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. Gert er róð fyrir sunnan étt me< slyddu eða rigningu sunnan og vest an lands framan af degi, siðan gongut ( suðvestan átt og slydduél, úrkomu- laust verður á Norður- og Austur- landi. Klukkan 6 var suðaustan 7, rigning og 7 stig ( Reykjavfk; sunnan 4, snjó- koma og 0 stig á Gufuskálum; suð- vestan 1, slydda og 1 stig á Galtar- vita; sunnan 2, skýjað og 7 stig á Akureyri; sunnan 4, skýjað og 6 stig á Raufarhöfn; sunnan 7, skýjað og 7 stig á Dalatanga; sunnan 5, þoku- móða og 7 stig á Höfn og sunnan 9 rígning og 7 stig á Stórhöfða. ( Þórshöfn var skýjað og 7 stig, lótt- skýjað og 3 stig ( Kaupmannahöfn, léttskýjað og —2 stig ( Osló, létt- skýjað og 4 stig f Stokkhólmi, skýjað og 5 sti'jí London.lóttskýjaðog 4 stig f Hamborg, skýjað og 8 stig ( Paris, skýjað ogðstig (Madrid, skýjað og 12 stig í Lissabon og léttskýjað og 8 stig (New York. v Karólina Árnadóttir, Böðmóðsstöðum, sem lézt 25. marz, fæddist 20. nóvem- ber 1897 að Miðdalskoti í Laugardal. Foreldrar hennar voru Árni Guð- brandsson og Guðrún Jónsdóttir. Ung að árum giftist Karólina Guðmundi Njálssyni og áttu þau 15 börn, þau hófu búskap sinn að Kringlu i Grims- nesi árið 1918. Síðan fluttu þau að Ketilvöllum í Laugardal og þaðan að Böðmóðsstöðum þar sem þau bjuggu síðan. Oddur Jónsson, Fagurhólsmýri, sem lézt 27. marz, fæddist 24. júní 1928 á Hofi í Öræfum. Um 1955 réðst Oddur til starfa hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík sem útibússtjóri félagsins á Fagur- hólsmýri. Árið 1965 réðst hann svo sem starfsmaður Kaupfélags Austur-Skaft- fellinga á Höfn og því starfi gegndi hann til dauðadags. Oddur var oddviti Öræfinga frá árinu 1966 til dauðadags. Hann var kvæntur Nönnu Sigurðar- dóttur og áttu þau þrjár dætur. Anna Kvaran Schöth, sem lézt 15. marz sl., fæddist 5. október 1909 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Axel Achiöth og Margrethe Schiöth. Anna lauk námi frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri og dvaldist eftir það um hrið 1 Danmörku. Eftir heimkomuna vann hún á símstöðinni á Akureyri til ársins 1941 en þá giftist Anna Ágústi Kvaran, áttu þau 2 börn en ólu einnig upp sonarson sinn. Anna var um tíma ritari félagsins Framtíðin á Akureyri. Eiríkur Hjartarson rafvirkjameistari lézt að Hafnistu 4. apríl sl. Torfi Þorbjörnsson, Nökkvavogi 12, lézt að elliheimilinu Grund 3. apríl sl. Gunnar Ólafsson, Hraunbæ 13, lézt 5. apríl sl. Ragna Matthíasdóttir frá Holti, Ljós- heimum 20, lézt í sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum 5. apríl sl. Friðrik Óskar Sigurðsson, Kleppsvegi 74, lézt 5. apríl sl. Jón Bergmann Jónsson frá Litla Langadal Iézt í Sjúkrahúsi Akraness 5. apríl sl. Magnús Magnússon járnsmiður, Þórufelli 4, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8. apríl nk. kl. 15. Guðfinna Guðmundsdóttir verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag 7. apríl kl. 14. Peter Colot 1025 E. Taylor Run Pkwy Alexandríu VA lézt 5. apríl sl. Guðfinnur Þorbjörnsson lézt 4. aprií sl. Jarðarförin verður gerð frá Neskirkju mánudaginn 13. april kl. 13.30. Sigriður Hallbjörnsdóttir frá Einars- lóni, Þverholti 2 Keflavík, lézt í Sjúkra- húsi Keflavíkur sunnudaginn 5. april. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14. AA-samtökin I dag þriðjudag verða fundir á veguni AA-sanilakanna sern hér scgir: Tjarnargata 3c ki. 12 og 21, Tjarnargata 5b kl. 21 og 14. Neskirkja kl. 21. Akranes Suðurgata 102 (s. 93-25401 kl. 21. Akureyri Gcislagata 39 Is. 96- 223731 kl. 21. Keflavík Klapparstig 7 Is. 92-18001 kl. 21. Isafjörður Gútló uppi kl. 20.30. Siglufjörður Suðurgala 10 kl. 21. Keflavikurflugvöllur (Svavarl kl. 11.30. Dalvik kl. 21. I hádeginu á morgun. miðvikudag. vcrða íúndir sem hCrsegir:Tjarnargata 5bfopínn)kl. 12og 14. Kvennadeiid Barðstrendinga- fólagsins heldur fund í Domus Medica þriöjudaginn 7. apríl kl. 20.30. Fundarefni: Skírdagsskemmtun eldra fólksins undirbúin. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur veröur haldinn þriöjudaginn 7. april kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Gestur fundarins verður Margrét Hróbjartsdóttir. Tizkusýning. Mætiö vcl og stundvislega. Kvenfélag Háteigssóknar Fundur vcrður i kvöld kl. 20.30 i Sjómannaskól- anum. Gestur fundarins verður Margrét Hróbjarts- dóttir. Þá verður tizkusýning. Kvennadeild Flugbjörg- unarsveitarinnar heldur fund miðvikudaginn 8. april kl. 20.30. Vöru- kynning frá Mjólkursamsölunni. Kynntir verða réttir úr mjólkurafurðum. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Kvenfélag Keflavíkur Fundur i kvöld kl. 9. Fundarefni: Axel Jónsson matreiöslumaður kemur á fundinn og gefur konum uppskriftir og hugmyndir um veizluborð. Konur, fjölmennið og takiö þátt í ákvörðun um framtið Tjarnarlundar. Stjórnin. Kvennadeild Slysavarna- félags íslands, Reykjavík Afmælisfundur verður haldinn fimmtudaginn 9. apríl kl. 20 stundvíslega. Girnilegur matur og góð skemmtiatriöi. Mætum vel og njótum kvöldsins. Látið vita um þátttöku í síma SVFÍ, 27000, á venju- legum skrifstofutima sem allra fyrst. Kvennadeild Flugbjörgunar- sveitar íslands Félagsfundur vcröur haldinn miðvikudaginn 8. april kl. 20.30. Vörukynning frá Mjólkursamsölunni. Kvenfélag Kópavogs Fundur verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs 9. apríl kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. Mætið stundvíslega. Vísnakvöld á Borginni í kvöld í kvöld verða Vísnavinir með vísnakvöld á Hótel Borg og hefst það kl. 20.30. Dagskrá verður fjöl- breytt að vanda og frjálsar upptroðslur verða leyfðar. Fjölmennum. Leiklist Aukasýningar á Gretti — Allra siöustu forvöö að sjá sýninguna. Vegna mikillar aösóknar á siðustu sýningar á söng- leiknum Gretti hjá Leikfélagi Reykajvíkur, hefur veriö ákveðiö aö hafa tvær aukasýningar, annað kvöld (miðvikudag) kl. 21 og á laugardagskvöld kl. 23.30. Þessi vinsæli gamanleikur hefur verið sýndur i Austurbæjarbiói frá því í nóvember við afbragðs- undirtektir. Eins og margoft hefur komið fram eru það Þórarinn Edljárn, Ólafur Haukur Simonarson I GÆRKVÖLDI VEÐUR IDAGSKRARL0K 0G FIMM DAGA SPÁR Veðurspá i lok dagskrár væri þörf og nauðsynleg. Það fór fyrir mér líkt og odd- vitanum í Sandgerði í gærkvöldi, það var víða komið við en stutt ‘steppað. Dagskrár ríkisfjölmiðlanna voru kannski ekki beint til þess fallnar i gærkvöldi að þær höfðuðu til mín. Að loknum kvöldfréttum hlustaði ég á „talnaleik” Böðvars Guðmunds- sonar í Daglegu máli. Þessir stuttu málvöndunarþættir gera sennilega meira gagn en margur gæti haldið, menn ættu bara að minnast allrar bununnar sem kom úr „læknum” hansGuðna. Á eftir Böðvari kom oddvitinn þeirra í Sandgerði, Elsa Kristjáns- dóttir. Hún datt í þá gryfju, líkt og margir þeirra sem á þessum vett- vangi tala, að þeir ætla sér um of, koma of víða við, en þegar upp er staðið stendur fátt eitt eftir minnis- stætt, þótt margt af því sem frúin sagði í gærkvöldi hefði verið athyglis- vert, allt frá magnesíumvinnslu til umhverfisverndar. Á eftir „brjálæðislega æðislega stutta þættinum” sem á dagskránni heitir Lög unga fólksins greip ég lítillega niður í endurtekinn þátt Finnboga Hermannssonar um síldar- ævintýrið í Árneshreppi norður á Ströndum og hafði býsna gaman af. Sérstaklega af því þegar sagt var frá byggingu síldarverksmiðjunnar sem aldrei fékk neina síld. Það er gott á sinn hátt að landsfeður nútímans skuli ekki vera þeir einu sem byggja óarðbært. Þó er aðeins munur á, það var tekið til þess að þeir heiðursmenn sem byggðu síldarverksmiðjuna í Ingólfsftrði og ekki gátu séð fyrir dynti síldarinnar stóðu við sinar skuldbindingar og borguðu sínar skuldir, en „kröflukóngar” nútímans treysta bara á sjóði og vasa skattborgaranna. Fátt eitt annað í útvarpinu i gær- kvöldi freistaði min og frekar hefði mig fýst að heyra lestur Guðna Kolbeinssonar á þætti um Jón Hrólf, sem er á dagskrá í dag, en „dönsku tónlistina”, sem sló botninn í dag- skrá útvarpsins i gærkvöldi. Sjónvarpið í gærkvöldi fór nær alveg fyrir ofan garð og neðan, enda var dagskráin ek'ki margbrotin. Fréttir og veður, stutt teiknimynd svo hægt sé að segja að börnin fái sinn skammt, íþróttarall Jóns B. og seinni helmingur af óperu sem byrjaði á sunnudagskvöldið. Annars má segja Jóni iþróttarallara það til hróss að hann kemur víðar við en Bjarni Fel. og virðist gera sér grein fyrir því að yngri kynslóðin stundar h'ka íþróttir. Ef Jón næði því að slaka aðeins á, keyra í „lægri gír”, þá yrði þáttur hans sennilega hinn ágætasti. Veðurkort í lok dagskrár Einn er sá liður í sjón- varpi sem ég reyni alltaf að ná að sjá, en það er veðrið, Vcðurfregnir i sjónvarpi eru miklum mun greinilegri en í útvarpi, því sjón er sögu ríkari. Einnig fæst meiri fróðleikur um veðrið næsta sólarhringinn í sjónvarpinu en útvarpsfregnunum. Ég hef til dæmis aldrei getað skilið af hverju ekki er hægt i útvarpinu að gefa upp áætlað hitastig í hinum ýmsu landshlutum likt og gert er í sjónvarpi. Ekki sakar heldur að í sjónvarpinu flýtur oft hinn skemmtilegasti fróðleikur um veður og veðurtengda atburði með veður- spá dagsins. Því væri gaman að vita hve dýrt það væri að taka upp veðurfregnir kvöldsins á myndband og senda síðan út aftur i lok dagskrár, þó ekki væri nema semstillimynd. Ef ég þekki rétt til í sjónvarpinu þá hef ég grun um að þessi „dagskráruppbót” myndi nú ekki setja þessa mjög svo fjársveltu stofnun á hausinn en hinsvegar afla henni aukinna vinsælda og hugsanlega mætti telja slíka endur- tekningu á veðurfregnum til öryggis- atriða, sérstaklega á þeim árstímum þegar allra veðra er von. Fyrst veðurfregnir í sjónvarpi eru annars á dagskrá, þá er rétt að kasta þetm bolta til veðurfræðinga og sjónvarpsins hvort ekki væri hægt að hafa einu sinni í viku fimm mínútna þátt þar sem veður vikunnar væri „gert upp" og sagt frá næstu fimm daga spá. Slíkur þáttur væri upplagður í kjölfar veðurfregna á föstudagskvöldum, þegar menn hyggja gjarnan á helgarferðalög og fýsir að vita lengra fram í tímann en einn sólarhring. Grettir æfir sig með gormana (Kjartan Ragnarsson). og Egill'ölafsson, sem eru höfundar verksins og Kjartan Ragnarsson er í titilhlutverki. AUs koma 16 leikarar, söngvarar og dansarar fram og Þursaflokk- urinn sér um tónlistarhliðina. Minna má á, aö fyrir nokkrum dögum kom á markaðinn hljómplata með lögunum úr Gretti og er hún til sölu á kynningar- verði á sýningum í bíóinu. Kvenfélag Óháða safnaðarins Fimmtudagskvöldið 9. apríl kl. 20.30 verður spiluð félagsvist í Kirkjubæ. Verðlaun og kaffiveitingar. Takið með ykkur gesti. Allt safnaðarfólk velkomið. . Aöaffundir íbúasamtök vesturbæjar Aðalfundur íbúasamtaka vesturbæjar verður á Hailveigarstöðum þriðjudagskvöldiö 14. april aö loknum almennum fundi þar sem rædd verða úr- ræði til að bæta húsakost barnaskóla í vesturbæn- um. Fræðslustjóri mun þar kynna athuganir i þeim efnum sem verið er að gera á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Fundurinn hefst kl. 20.30. Hafnfirsk menningarvaka Þriðjudagur 7. apríl: Kl. 20.30 Kammertónleikar i Hafnarfjarðarkirkju: Elín Guömundsdóttir, sembal Gunnar Gunnarsson, flauta Ingi Gröndal, lágfiðla Jóhannes Eggertsson, selló Þorvaldur Steingrímsson, fiðla Útivistarferðir Myndakvöld þriðjud. 7.4 ki. 20.30 að Freyjugötu 27. Hallur og Óli sýna. Kaffi og með því. Páskaferðir: Snæfellsnes, göngur við allra hæfi um fjöll og strönd, gist á Lýsuhóli, sundlaug. Fararstj. Steing- rimur Gautur Kristjánsson o.fl. Fimmvörðuháls, gengið upp frá Skógum, göngu- skiðaferð. Fararstj. Styrkár Sveinbjarnarson. Farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6a, sími 14606. Ferðafélag íslands Ferðafélag íslands heldur myndakvöld að Hótel Heklu, Rauðarárstig 18, miðvikudaginn 8. april kl. 20.30 stundvíslega. íslenzki Alpaklúbburinn (ÍSALP) sýnir myndir frá skíðagönguferð yfir Kjöl, skíðagönguferð á Mýr- dalsjökli, klifri á Eyjafjallajökli og klifri á Hraun- dranga og fleiri stöðum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Veitingar i hléi. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferðamanna Nr. 67 — 6. aprfl 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 6,614 6,632 7,295 1 Sterlingspund 14,356 14,395 15,835 1 Kanadadollar 6,577 5,593 6,152 1 Dönsk króna 0,9787 0,9814 1,0795 1 Norsk króna 1,2187 1,2220 1,3442 1 Sœnsk króna 1,4173 1,4211 1,5632 1 Finnsktmark 1,6053 1,6097 1,7707 1 Franskur franki 1,3084 1,3120 1,4432 1 Belg. franki 0,1880 0,1885 0,2074 1 Svissn. f ranki 3,3758 3,3850 3,7235 1 Hollenzk florina 2,7825 2,7901 3,0691 1 k V.-þýzkt mark 3,0804 3,0888 3,3977 l ltölsk líra 0,00619 0,00620 0,00682 1 Austurr. Sch. 0,4353 0,4365 0,4802 1 Portug. Escudo 0,1143 0,1146 0,1261 1 Spánskur peseti 0,0758 0,0760 0,0836 1 Japansktyen 0,03084 0,03092 0,03401 1 írsktDund 11,224 11,255 12,381 SDR (sórstök dráttarréttindi) 8/1 8,0147 8,0367 # Breyting frá siðustu skráningu. Simsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.