Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Hann notar gervifæturna og hækjur þegar hann fer stofugang. KELLY BARFOOT VANTAR NEÐRIHELMING LÍKAMANS Þegar Kelly Barfoot fæddist fyrir 23 árum vantaði á hann báða fótleggi og tvo fingur hægri handar. Þrátt fyrir þessa miklu fötlun er ekki margt sem hann hefur farið á mis við í lífinu. Á uppvaxtarárum veiddi hann með fjölskyldu sinni, lék á trompet í skóla- hljómsveit, tók þátt i skátalífi og ók traktor föður síns og hjálpaði þannig til við búskapinn. Kelly er kominn langleiðina að því takmarki að upplifa draum sinn um að verða læknir. Hann er nú við nám í læknaskóla Kansasborgar og vonast til að útskrifast sem læknir á næsta ári. „Hver maður getur gert það sem hann vill ef viljinn er nógu mikill,” sagði Kelly í samtali við bandaríska tímaritið The Enquirer. „Mig sárlangar að ná langt í læknisfræðinni og mig langar að hjálpa fólki. Að námi loknu ráðgeri ég að snúa heim og vinna í grennd við heimabæ minn, Campell í Montana. Ég held ég eigi héraðinu skuld að gjalda. Þar vant- ar lækna og ég held að ég geti orðið að liði.” Þegar Kelly fæddist árið 1957 var talið að hann myndi aldrei verða fær um að sjá um sig sjálfur. Ellefu mánuðum siðar var foreldrum hans bent á læknamiðstöð sem hugsanlega gat veitt hjálp. Þar voru smíðaðir á hann gervifætur og honum kennt að ganga. Á hverju ári þurfti hann að mæta í læknamiðstöðina til að fá nýja fætur þvi hann stækkaði sífellt. Kelly heldur sér í þjálfun með þvi að taka armréttur daglega. Honum þykir þægilegast að ferðast um innanhúss á hjólabretti. —lýkurlæknisprófíánæstaári Hans mikla fötlun hefur ekki komið í veg fyrir þátttöku hans í félagslífi með jafnöldrum sínum. Sem skáti stundaði hann sund, róður og fékk viðurkenningu fyrir vetrarútilegur. 11 ára gamall var hann farinn að aka traktor sem hægt var að stjórna eingöngu með höndunum og þegar hann hafði aldur til tók hann bílpróf. „Við reyndum að ala hann upp á eins eðlilegan hátt og hægt var,” sagði faðir hans, Alphus Barfoot. „Við létum hann gera eitthvað. Hann sló grasflötina, reytti arfa og ryksugaði. Og hann van í járnvöruverzlun. Þegar Kelly var strákur var okkur sagt að hann yrði í hjólastól það sem eftir væri. En raunin hefur orðið önnur. Við erum farin að halda að hann sé nokkuð sérstakur,” sagði faðir hans. Þó að Kelly hafi aðeins hálfan líkama heldur hann vöðvunum í þjálfun með armréttum daglega. Það kemur sér vel þegar hann þeysist um læknaskólann á hjólabretti. Kelly vill frekar ferðast um á hjólabretti en þegar hann fer stofugang um sjúkrahúsið notar hann gervifæturna og hækjur. „Ég lít ekki á Kelly sem fatlaðan." segir einn af vinum hans. „Við gerum margt saman, förum i bátsferðir, gönguferðir og á sjóskíði. Hann er ekki hræddur við neitt.” MATURINN OFKRYDDAÐUR? —Nei, þetta ereldgleypiraö starfí Það er líklegast best að óvingast ekki við eldgleypi. Hann gæti spýtt yfir þig heitri gusu og líklega er ekki þægilegt að verða fyrir einni slíkri. En ef þið haldið að hann sé að spýja skaphita sínum yfir manngreyið sem er inni í loganum þá er það misskilningur. Myndavélin blekkir í þessu tilviki því maðurinn sem virðist vera að brenna stendur fyrir aftan logann. Eldgleypirinn er þekktur í Kaliforníu undir nafninu Flamo la Grande en hans raunverulega nafn er David Warren. Til að framkvæma svona eldspýtingu fyllir hann munn sinn af eldfimri vökvablöndu og spýtir henni út úr sér. Þegar vökvinn eldfimi snertir eldinn sem logar á járnteininum kviknar samstundis í honum og úr verður myndarlegasta eldgusa. For- múlunni fyrir vökvablöndunni heldur hann hins vegar leyndri. Flamo sem orðinn er 45 ára gamall, var aðeins 14 ára gamall, þegar hann hóf eldferil sinn. Nú er hann að mestu hættur að koma fram og hefur snúið sér að öðru starfi, mun hættuminna. Nú rekur hann vinsælan ferðamanna- stað í San Francisco þaðan sem gott út- sýni er.yfir borgina. GóðkunningiúrSpítalalífiá við vanda að stríða: „Fólk spyr hvar kjóllinn minn sé” —ogafhverju égsé með eymalokka í níu ár hefur Jamie Farr unnið við það að ganga um í kjólum, kvenskóm og með eyrnalokka í eyrunum. Hann hefur í öll þessi ár farið með hlutverk Klingers í M.A.S.H.-gamanmynda- flokknum sem í íslenzka sjónvarpinu nefnist Spítalalíf. Þessi Klinger, eins og sjónvarps- áhorfendur hafa eflaust tekið eftir, reynir að gera sig kvenlegan til að vera álitinn öfugur. Þannig vonast hann til að verða leystur undan her- þjónustu en þrátt fyrir margar, góðar tilraunir hefur honum ekki tekist að verða að ósk sinni. í sínu einkalífi á Jamie í baráttu — gegn ímynd almennings. Fólk sem sér hann á götu býst við að hann sé kvenlegur náungi. „Og fólk býst við því að ég sé alltaf hlæjandi. Það spyr hvar kjóllinn minn sé og af hverju ég sé ekkkmeð eyrnarlokkana í eyrunum. Þetta er ömurlegt. Ég er orðinn mjög viðkvæmur fyrir þessu,” segir Jamie. Eiginkona hans hefur einnig oft orðið fyrir vandræðum vegna þessa máls. „Fólk spyr mig stundum hvers vegna ég sé i kjól en ekki hann! Þetta er fáránlegt!” segir hún. Stundum tekur Jamie svona athugasemdum illa, sérstaklega ef hann er í slæmu skapi. En oftast brosir hann bara að þessu og segir bara einhvern brandara á móti. Jamie Farr — fer með hlutverk Klingers 1 Spítalifi. Eiginkonan segist hins vegar bregðast þannig við að forða sér sem fyrst í burtu. Þegar athugasemdirnar ganga út í öfgar minnir Jamie, sem er 43 ára gamall, sig á hvernig lífi hann lifði áður en hann fékk hlutverk Klingers. Þá kom það oft fyrir að hann átti ekki fyrir húsaleigunni. En launa- greiðslurnar sem hann hefur fengið fyrir að leika Klinger hafa gert það að verkum að hann þarf ekki að hafa verulegar fjárhagsáhyggjur á næstunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.