Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.
a ne ytendamarkaði
í ^ v > '
ALBERTSDÓTTIR
Bakaður f iskréttur í eigin soði að hætfi Sigrúnar Davíi
Nú heimsækjum
við f isksalann
og búum til herramannsmat úr nýjum f iski
Páskarnir nálgast óðum og þar sem
kjötréttir verða þá á matborðinu nær
daglega er ekki óvitlaust að hafa fisk
á boðstólum næstu daga. Það hefur
líka komið fram að íslendingar hafi
minnkað stórlega fiskát. Við megum
ekki gleyma því að fiskinn má mat-
reiða á svo geysimargan hátt og með
þvi hráefni sem við eigum úr að velja
getum við gert okkur herramannsmat
úr fiskinum. Hvernig væri að kaupa
sér nýjan fisk strax i dag eða á
morgun og reyna uppskriftina hennar
Sigrúnar Davíðsdóttur um bakaðan
fisk í eigin soði? Við veljum þennan
rétt þar sem við teljum okkur vita að
uppskriftir Sigrúnar eru afar góðar.
í bókinni sinni, Matreiðslubók
fyrir ungt fólk á öllum aldri, er upp-
skriftin Stór bakaður fiskur í eigin
BLÓMAHORNIÐ
COFFEA ARABICA
soði. Sigrún segir: „Soðinn fiskur er
harla góður, en bezt nýtur fiskurinn
sín bakaður í ofni. Þannig fer ekkert
af bragðinu til spillis.
Með þessum fiski er gott að bera
fram góðar soðnar kartöflur, hýðis-
hrísgrjón eða eingöngu gott,brauð.
Þið takið þá heilan fisk sem búið er
að hreinsa innan úr, helzt á hausinn
að vera með. Leggið hann á smurðan
álpappír. Utan um fiskinn og inn í'
hann getið þið síðan lagt sítrónu-
sneiðar, nýjar, frystar eða þurrkaðar
kryddjurtir, hvítlauk og pipar, allt
eftir því hvað ykkur lízt bezt á.
Síðan brjótið þið pappírinn í kring-
um fiskinn þannig að hann myndi
nokkurs konar bát, en lokið ekki
fiskinn inni. Penslið síðan fiskinn
með olíu eða bræddu smjöri og setjið
inn í heitan ofn, t.d. á 200°. Á meðan
fiskurinn bakast er gott að pensla
hann öðru hverju með soðinu sem af
honum kemur. Síðan er auðvelt að
lyfta bátnum yfir á annað fat, að
lóknum bakstri, ef þess er þörf.
Þessi aðferð er bezt við stóran
fisk. Það er talið hæfilegt að baka
t.d. heila ýsu við 200° í u.þ.b. 10
mín. fyrirhverSOOgr.” -ELA
Jón Steinn Elíasson fisksali á Sundlaugavegi 12 sagðist eiga nóg af góðum fiski
og heldur hér hreykinn á ýsunni góðu. Við vonum bara að sem flestir fisksalar
eigi góðan fisk svo við getum búið til réttinn hennar Sigrúnar.
DB-mynd Sig. Þorri.
íslenzku „frönsku” kartöfl-
urnar komnar í verzlanir
Þá eru íslenzku „frönsku” kartöfl-
urnar komnar i verzlanir á höfuð-
borgarsvæðinu. Kartöflurnar eru í
smekklega hönnuðum pokum, 800 gr
og 2 kg. Á umbúðunum eru merktar
leiðbeiningar um notkun, innihald
vörunnar, næringargildi og geymslu-
þol. Þar ermerktur pökkunardagur.
Kartöflurnar eru mátulega skornar.
Blaðamaður Neytendasíðunnar próf-
aði kartöflurnar nýlega og verður að
segja að þær eru mjög góðar, jafnvel
betri en margar af þeim útlendu teg-
undum sem hann hefur bragðað! i
verzluninni Víði fengum við þær
upplýsingar að minni pokinn kostar
14,40 krónur og sá stærri 34,50.
Stærri pokarnir seldust upp um leið
og þeir komu í verzlunina. Sagði
Eirikur Sigurðsson, kaupmaður í
Víði í Starmýri, að fólk væri mjög
ánægt með þessar kartöflur. Þess má
'geta að kartöflurnar má baka í ofni,
grilli, á pönnu eða steikja í olíu.
- ELA
Helga Runólfsdóttir afgreiðslustúlka
í Víði heldur hér á nokkrum 800 gr
pokum af íslenzku „frönsku” kart-
öflunum. DB-mynd Einar Ólason.
— Kaffitré
Kaffitréð er komið frá hitabeltum
Afríku. Það er falleg jurt með glans-
andi sígrænum blöðum. Kaffitréð
blómstrar á sumrin með hvitum
blómum sem lykta vel. Plantan
blómstrar ekki eða ber ávöxt fyrr en
hún hefur náð ákveðinni hæð, venju-
lega eftir 2 til 3 ár. Berin eru rauð og
glansandil Kaffitréð er auðræktað og
þarf að vera á björtum stað en ekki i
brennandi sól eða dragsúg. Með því
að úða yfir plöntuna daglega með
vatni þrífst hún betur. Einnig er gott
að hafa pottinn vel stóran. Á sumrin
þarf að vökva ríkulega með vatni og
áburðarupplausn. Dregið er úr vökv-
unyfir veturinn.
Plöntur sem keyptar eru úr blóma-
búð er nauðsynlegt að aðlaga breyttu
loftslagi með því að hafa þær á
rökkvuðum stað í nokkra daga og
úða daglega yfir blöðin með vatni.
Kaffitrénu er fjölgað með fræjum.
Kaffitréð má klippa niður en falleg-
ast er það þegar það hefur náð ca eins
metra hæð.
-JSB/VG
OHafið plöntuna á
björtum stað en ekki í
brennandi sól. Á vet-
urna þarf hún að vera
í eins mikilli birtu op
hægt er.
Vökvið rikulega yfir
sumarið en dragið úr
vökvun yfir vetrar-
tímann.
Áburðarupplausn er
gefin reglulega.
Þrífst bezt í venjulcg-
um stofuhita. Þolir
illa dragsúg.
Varðan svarar Katrínu: r
„MÆTTIHALDA AÐ HUN HAFI
VERIÐ í TORFÆRUAKSTRI”
Arngrímur Ingimundarson eigandi.
Vörðunnar hafði samband vegna
bréfs Katrínar í DB 2. apríl sl. og
óskaði eftir að blaðið birti eftirfar-
andi athugasemd.
í bréfinu segist Katrín hafa fengið
tvíburavagn af Silver Cross gerð
vorið 1979. Hún lýsir vagninum
þannig: „Ekki liðu margir mánuðir
unz vagninn varð ekki svipur hjá
sjón. Allur í ryðblettum og hjólin
uppspænd. Enginn skyldi trúa að þar
færi nýr vagn.” Og Katrín heldur
áfram: „Ekki held ég að meðferð
hans hafi verið neitt ámælisverð en
hitt verð ég að viðurkenna að ég hef
ekki pússað hann og bónað á hverj-
um degi.”
Ég tel að þessi lýsing Katrínar segi
greinilega sína sögu. Það mætti halda
að hún hafi verið með vagninn í torf-
færuakstri fyrst hjólin voru svona
uppspænd.
Ég get bent á að til okkar hringja
oft konur sem segja sem svo: „Ég er
með Silver Cross barnavagn sem ég er
búin að nota undir eitt bam. Vagninn
litur vel út, svo að segja sem nýr. Nú
langar mig að vita hvað svona vagn
kostar núna svo ég geti gert mér grein
fyrir hvað ég geti sett á hann þegar ég
auglýsi hann til sölu.” Þetta lýsir
nokkuð annarri meðferð en Katrín
talar um.
Eftir þá tilvitnun sem ég hafði eftir
Katrínu hér að ofan kemur alvar-
legasti hlutur þessa bréfs. Þar segir
orðrétt: Það væri kannski rétt að
leiða hugann að því hvort merkið
(Silver Cross) standi undir sér lengur.
Ég get ekki betur séð en svona skrif
falli undir lög um atvinnuróg. Fer
þess vegna fram á það við DB að það
birti fullt nafn og heimilisfang
Katrínar, svo hún sæti ábyrgð ef lög-
fræðingur minn telur ástæðu til. Að
lokum segist Katrín hafa fengið hjól
undir þennan vagnhelmingi ódýrari
annars staðar en í Vörðunni.
Ég efa ekki að það sé rétt. Við
höfum oft bent fólki á að það gæti
verið til í Fálkanum hjól á gömlu
verði. í okkar verðbólguþjóðfélagi
getur oft verið um mikinn mun að
ræða á gömlu og nýju verði.
- ELA
V
l/