Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 28
Tvö innbrot hjá Rafni hf. í Sandgerði með háKsmánaðar millibili: Stálu humrí og seldu þegar þá vantaði fé — Seldu humarínn á afsláttarverði í veitingahúsum í Reykjavík Tveir menn sátu inni i nótt hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavik. Voru þeir gripnir í Reykjavík síðdegis i gær, en vaknað hafði rökstuddur grunur um aðild þeirra að innbroti í Rafn hf. í Sandgerði og stuld á humri þaða'i. Játning liggur nú fyrir um innbrotið og humarstuldinn aðfara- nótt sl. sunnudags. Stálu mennirnir tveir 15—20 öskjum af humri en hver vegur 5 ensk pund. Er magnið óklárt því mennirnir, sem fæddir eru 1936 og 1953 og þvi 45 og 28 ára, voru ekki alveg klárir í kollinum er þeir stálu humrinum og seldu hann síðan á veitingahúsum í Reykjavík. Við yfirheyrslur í gær kom í ljós, að þeir höfðu framið sams konar verknað á sama stað hálfum mánuði áður. Þá voru þeir við þriðja mann að verki að afloknum dansleik f Keflavík. Einnig þá stálu þeir um 15-20 öskjum af humri.Það innbrot var aldrei kært, því óljóst þótti hjá Rafni hf. hvort nokkuð hefði horfið, þó einhver merki mannaferða hefðu sézt í húsinu. Einn þremenninganna, sem í hlut eiga var á árum áður verkstjóri hjá Rafni hf. og því hnútum kunnugur. Gangverð hverrar öskju af humri er 13—16000 krónur. Gæti því heild- arþýfið numið allt að 60 þúsund krónum eða 6 milljónum gkr. -A.St. Misjöfn þátttaka ísamúðarverkfalli ,,Við önzum ekki svona kjaftæði,” sögðu viðskiptafræðinemar á 3ja ári í Háskólanum í morgun. Þeir töldu að 80% mæting hefði verið hjá sér í skólann í dag, þrátt fyrir allsherjarverkfall stúdenta til stuðnings stundakennurum. Léleg mæting var hins vegar hjá fyrsta ársnemum í viðskiptafræði og víða í deildum Háskólans lá kennsla algjörlega niðri þar sem nemendur létu ekki sjá sig. DB-myndir: Sig. Þorri. Innbrot í Landsbankaútibúið á Hellissandi: „Frusu" þegar þjófa- bjöllukerfið fór ígang —teknir skammt f rá Rif i—annar skólaus Skerandi bjölluhringing vakti Hilmar Viggósson, forstöðumann Landsbankans á Hellissandi, af værum svefni um kl. hálffimm í fyrrinótt. Þekkti hann þar strax þjófabjöllukerfi Landsbankans, sem er á neðri hæð íbúðar útibússtjórans. Hilmar dreif sig út á tröppur og leit í kringum sig en varð ekki var við neitt grunsamlegt. Fór hann þá strax inn og hringdi í lögreglu til að láta vita af því sem var að gerast. Hann fór síðan út aftur og gekk í kringum bankann. Þá sá hann að bakatil á húsinu hafði verið spenntur upp lítill gluggi og var fastur þar í karlmannsskór. 1 sömu svifum bar lögregluna að. Fóru þeir nú inn, lög- reglumennirnir og útibússtjórinn og leituðu hátt og lágt um bankann en fundu ekkert. Ljóst var þó að einhver hafði farið þar inn þótt ekkert hefði verið skemmt né við nokkru hreyft. LOgreglumennirnir fóru þá af stað með sönnunargagnið, karlmanns- skóinn, í pússi sinu. Eftir árangurs- lausa athugun á líklegustu stöðum á Hellissandi óku þeir áleiðis til Ólafs- víkur. Þegar þeir voru komnir skammt inn fyrir afleggjarann að Rifshöfn óku þeir fram á tvo fót- gangandi menn. Stakk annar við fæti og kom í ljós að hann vantaði annan skóinn. Reyndist skórinn, sem tekinn hafði verið úr glugga Landsbanka- útibúsins á Hellissandi, vera sams konar þeim sem maðurinn bar á hin- um fætinum og passa á fótinn í ofanálag. Mennirnir voru drifnir upp í lög- reglubílinn og viðurkenndu þeir strax athæfið. Sagðist þeim svo frá að þeir hefðu í ölvímu fengið þá hugdettu að fara inn í bankann, þó ekkert frekar til að afla sér fjár. Annar fór inn en hinn stóð vakt fyrir utan. Hvorugur þeirra hafði reiknað með því sem gerðist allt i einu; að þjófa- bjöllukerfið færi í gang með gaura- gangi miklum. Varð þeim svo mikið um, að vaktmaðurinn tók á rás og hljóp eins og lífið ætti að leysa i burtu. Sá sem inni var stirðnaði af skelfingu eitt augnablik en tókst síðan að komast út um gluggann — en varð að skilja skóinn eftir. Lögreglan í Ólafsvík, sem hafði hendur í hári tvímenninganna, sagði DB síðdegis í gær, að eftir skýrslugjöf hefðu mennirnir verið látnir lausir. Þeir eru báðir Reyk- víkingar, skipverjar á bát frá Reykja- vík, sem lá í Rifshöfn, og verður mál þeirra sent til réttra yfirvalda i höfuðstaðnum til frekari meðferðar. -HJ Hellissandi. Srfálst, úháð daghlað ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL1981. „Ekki fjár- magn íflug- stöðíár” — segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins „Það er ljóst að í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar var ekki gerð tillaga um neitt fjármagn í flugstöð. Við af- greiðslu í efri deild hafa ekki komið fram neinar breytingártillögur í þá átt frá stjórnarandstöðunni. Það liggur því fyrir að ekki verður varið fjármagni í flugstöð í ár,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, í viðtali við DB í morgun. „Alþýðubandalagið leggur fyrst og fremst áherzlu á að mörg önnur verk- efni á sviði flugmála séu mun brýnni, svo sem um öryggisbúnað og uppbygg- ingu flugvalla úti um land og hugsan- lega uppbygging varaflugvallar, t.d. á Sauðárkróki. Það er hægt að byggja meira og minna upp allt flugvallar- kerfið fyrir það fjármagn sem hugsan- lega yrði lagt í flugstöðvarbyggingu. Alþýðubandalagið telur þó að flugstöð fyrir íslendinga sé mikilvægt verkefni en meginatriði er að íslendingar fjár- magni hana algerlega sjálfir. Þá eru þær teikningar sem fyrir liggja af allt of stórri og íburðarmikilli flugstöð miðað við þróun í flugmálum. Það á ekki að reisa flotta risahöll,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -HH. Háskóladeilan: Ráðuneyt- ismenn á samninga- buxum — félagsf undur stunda- kennara tekur afstöðu til tilboðs ríkisins íkvöld Stundakennarar boða fund í félagi sinu í Árnagarði kl. 20.30 i kvöld til að taka afstöðu til sáttatilboðs í kjaradeil- unni sem fulltrúar fjármálaráðuneytis- ins lögðu fram í gærmorgun. Ráðu- neytið óskar eftir að kennararnir fresti eða aflýsi verkfallinu sem staðið hefur í rétta viku. í tilboðinu er réttur Sam- taka stundakennara til að semja um kaup og kjör félagsmanna í reynd viðurkenndur og gefið vilyrði fyrir að skipan stundakennslu við Háskólann verði þegar tekin til gagngerrar endur- skoðunar, með aðild Samtaka stunda- kennara. Þetta eru einmitt meginkröfur kennaranna sem ríkisvaldið hafði áður hafnað og verkfall þvi boðað 1. apríl. Samningamenn stundakennara óskuðu eftir orðalagsbreytingu á tilboði fjár- málaráðuneytisins og var búizt við svari þess í morgun. Ef ráðuneytið verður við þeirri ósk er talið liklegra að kennarar taki ákvörðun um frestun verkfalls. -ARH. diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Saniltis

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.