Dagblaðið - 07.04.1981, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 7. APRÍL 1981.
Yfirgnæfandi meirihluta stúdenta í
Háskóla íslands styður stundakenn-
ara í kjaradeilunni sem þeir eiga í við
ríkisvaldhafa. Til marks um það má
taka yfirlýsingar 20 deildarfélaga sem
borizt höfðu í gær, auk stuðnings
allra fylkinganna í Stúdentaráði:
Vöku, vinstri manna og umbóta-
sinna.
Á fundi stúdenta í Félagsstofnun í
hádeginu í gær fengu ræðumenn úr
röðum stundakennara og nemenda
hinar beztu viðtökur áheyrenda, en
hins vegar andaði köldu í garð
Þrastar Ólafssonar aðstoðarmanns
fjármálaráðherra og Guðmundar
Magnússonar rektors sem lýstu verk-
fallið ólöglegt í ræðum sínum. Tveir
stúdentar greiddu atk'væði gegn ein-
dreginni stuðningsyfirlýsingu við
kennarana — sem borin var upp í
fundarlok — og forðuðu sér strax af
fundi þegar ljóst var að allur þorri
viðstaddra samþykkti stuðninginn. í
yfirlýsingu fundarins var átalin sú
stefna yfirvalda að „leysa aukna
kennsluþörf með síaukinni stunda-
kennslu. Verði þróun undanfarinna
ára ekki snúið við er stöðu Háskól-
ans, sem rannsóknar- og kennslu-
stofnunar, stefnt í voða.” Skorað var
ATLI RUNAR
HALLDÓRSSON
Stúdentafundur í Félagsstofnun um stundakennaradeiluna:
Stúdentar leggjast á
sveif með kennurum
„kröfurnareru
vissulegaekki
hógværar,” sagði
aðstoðarmaður
fjármálaráðherrans
Vilja fá aðild að rektorskjöri
á yfirvöld að „ganga til samninga um
sanngjarnar kröfur Samtaka stunda--
kennara” og klykkt út með áskorun
til stúdenta um að „mæta alls ekki til
kennslu” í dag, þriðjudag, til stuðn-
ings stundakennurum.
Kröfur um 40% kaup-
hækkun, sagði Þröstur
Það var Stúdentaráð sem boðaði
til hádegisfundarins í gær og strax um
tólfleytið var matsalurinn þéttsetinn
fólki. Ekkert bólaði hins vegar á-há-
skólarektor, aðstoðarmanni ráðherra
og fulltrúum stundakennara á tilsett-
um tíma. Skýringin var sú að fundur
sem rektor boðaði til með deiluaðil-
um í gærmorgun dróst á langinn.
Menn styttu sér því stundir með því
að taka til sín næringu, skyr úr döll-
um eða kjötbollur, sem sigldu um
diskana í karrísósu.
Seint og um síðir skiluðu ræðu-
menn sér og Jón Ólafur Skarphéðins-
son tók til máls af hálfu stundakenn-
ara. Hann gerði stuttlega grein fyrir
helztu kröfum sinna manna og sagði
að nú væri svo komið að deilan
snerist fyrst og fremst um líf Samtaka
stundakennara, þ.e. hvort ríkisvaldið
viðurkenndi rétt þeirra til að fjalla
um kaup og kjör félagsmanna.
Þröstur Ólafsson, hægri hönd fjár-
málaráðherrans, sagði að kröfur
kennaranna væru „vissulega ekki
hógværar miðað við það sem gengur
og gerist í þjóðlífinu.” Kennararriir
hafi fengið 6% hækkun kaups eins
og félagsmenn í BHM og BSRB.
„Ef allar kröfur stundakennara
Troðfullur fundarsalur i Félagsstofnun í hádeginu i gær þegar stúdentar og
fleiri reifuðu stundakennaradeiluna. Axel Eyjólfsson frá Vöku í ræðustól.
DB-myndir Einar Ólason.
„Stuðningur stúdenta og frum-
kvæði háskólarektors geta orðið til
að flýta fyrir lausn deilunnar,” sagði
Ólafur Jónsson samningamaður
stundakennara á fréttamannafundi í
gær. Þar gerði stjórn Samtaka
stundakennara grein fyrir kröfum
sínum á hendur ríkisvaldinu og stöðu
deilunnar.
Af sjö kröfum, sem lagðar voru
fyrir ráðuneyti fjármála og mennta-
mála 25. febrúar, hefur ríkið fallizt á
eina: að greiðslur í veikindaforföllum
verði samræmdar því sem gerist hjá
stundakennurum í Kennaraháskólan-
um.
Af öðrum kröfum má nefna þá að
stundakennarar geti færzt upp um
launaflokka eins og fastir kennarar.
Stundakennarar taka laun sam-
kvæmt 109.—111. flokki og komast
ekki hærra. Fastir kennarar geta
komizt í 112.—114. flokk. Laun sam-
kvæmt 109. flokki eru ca 63 krónur á
klukkustund, en hæsta mögulega
kaup samkvæmt 111. flokki er um 70
krónur að meðtöldum álögum.
Stundakennarar krefjast þess að fá
greidda yfirvinnu að lokinni 40
stunda kennslu á viku og að laun
verði greidd í hlutfalli við kennslu í
páska- og jólaleyfum.
Þá vilja stundakennarar fá fulltrúa
í háskólaráði og rétt til setu á deilda-
fundum og í deildaráðum, ennfremur
að þeir hljóti aðild að rektorskjöri.
-ARH
*
Stundakennarar hafa náð fram einni af sjö kröfum sem lögð var fyrir
ráðuneytin 25. febrúar:
eru metnar til beinna fjárútláta, er i
þeim farið fram á u.þ.b. 40% kaup-
hækkun,” sagði Þröstur. Ennfremur
sagði hann að eðlilegt væri að reyna
að bæta kjör þess hóps stundakenn-
ara („nokkurra tuga manna”) sem
hefðu þetta að aðalstarfi. Hins vegar
„verða aldrei samþykktar slíkar
kjarabætur handa stundakehmirum
sem eru að aðalstarfi embættismenn
hjá ríkinu.”
Guðmundur Magnússon rektor
sagði að hlutfall stundakennslu væri
hærra hérlendis en í háskólum
erlendis og þannig yrði það líklega
alltaf. Erlendis væru stundakennarar
mest fólk í doktorsnámi í háskólun-
um, hérlendis aðallega „fólk utan úr
bæ”. Rektor taldi að fjölga þyrfti
föstum stöðum við skólann, en einnig
að bæta aðstöðu stundakennaranna
til dæmis að veita þeim aðstöðu til
starfs utan kennslustunda og til að
gefa nemendum færi á viðtölum.
Atli Eyjólfsson fulltrúi Vöku í
menntamálaráði og Guðmundur Þor-
bergsson fulltrúi vinstri manna í
Stúdentaráði töluðu. Axel spurði
hvort stúdentar mættu eiga von á
stuðningi stundakennara í vor, til að
vinna upp það sem tapast vegna verk-
fallsins, ef stúdentar styddu þá nú.
Guðmundur skammaði Þröst Ólafs-
son fyrir „forneskjusjónarmið” og
hvatti stúdenta til að fara í verkfall til
stuðnings stundakennurum.
- ARH
Þröstur Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og Guðmundur Magnús-
son háskólarektor á fundinum i Félagsstofnun. Rektorinn er sýnilega að láta
ráðuneytismanninn fá eitthvað gott í andlegt vegarnesti. Og ráðuneytismaður-
inn hlustar af athygli.
„Hallelúja”, nýtt leikrit eftir Jónas
Árnason, var frumsýnt á Húsavík um
helgina. Það fjallar um forsetafram-
bjóðandann P.B. sem orðið hefur
frægur af kraftlyftingum sínum. Á
móti honum er kona í framboði, Val-
kyrjan, og hafa þau bæði sama bar-
áttusönginn, sem fenginn er að láni úr
Hallelúja-kór Hándels. Dregur verkið
nafn af honum.
„Hvers vegna eru þau bæði með
sama sönginn?” spurðum við Jónas í
stuttu símtali norður á Húsavík.
„Tókstu ekki eftir því að í síðustu
forsetakosningum enduðu allir fjórir
frambjóðendur fundi sína á þvi að láta
syngja eða spila „ísland ögrum
skorið?” svaraði Jónas. „Hallelúja er
gamanleikur, með dýpri kjarna þó, um
þann stíl eða brag, sem getur orðið á
kosningabaráttu eftir tuttugu ár,
nálægt næstu aldamótum, ef svo
heldur sem horfir.”
Jónas sagði að Húsvíkingar hefðu
framkvæmt hreinasta tækniundir í
gamla samkomuhúsinu þar sem leikið
er. „Þeir lögðu tvöfalt sjónvarpskerfi í
húsið. Þetta eru snillingar enda létu
þeir sig í hittifyrra ekki muna um að
setja upp Fiðlarann á þakinu.
' Sjálfur í framboði
á Húsavík
Leikstjóri er María Kristjánsdóttir.
Hún hefur áður sett upp ný verk eftir
íslenzka höfunda, bæði Svövu Jakobs-
dóttur og Véstein Lúðvíksson. Þá er
aðalleikarinn, Sigurður Hallmarsson,
vel þekktur, og fer með hlutverk
Snorra Sturlusonar í stórmynd þeirri
sem gerð var í sumar og væntanlega
kemur á skjáinn eftir nokkra mánuði.
„Ég er stóránægður,” sagði Jónas,
Jónas Árnason við Húsavikurhöfn. Hann metur sjómannastéttina mikils, og hefur látið þau orð falla, að þorskurinn
standi undir menningunni i landinu, að minnsta kosti sinfóniunni.
DB-mynd Ómar Valdimarsson.
Fyrsta sinn sem leikrít eftir Jónas Árnason er frumsýnt utan Reykjavíkur:
„Hallelúja” á Húsavík
— segir frá kraftlyftingamanninum ogforsetaframbjóðandanum P.B.
sem hefur unnið með leikhópnum allt í
allt fimm vikur af æfingatímanum og
breytt ýmsu, enda sagði hann að leik-
ritið hefði varla verið fullunnið, þegar
Húsvíkingar fengu það í hendur.
Leikrit Jónasar hafa hingað til öll
verið frumsýnd í Reykjavík og mörg
orðið feykivinsæl, svo sem „Ðelerium
Bubonis”, sem hann samdi með bróður
sínum Jóni Múla, „Jörundur” og
„Skjaldhamrar”.
, ,Því valdirðu Húsavík núna? ’ ’
Jónas hló við og sagði að Þingey-
ingar væru ættræknir mjög og hann
inga Huld
Hákonardóttir
væri bæði af Skútustaðaætt og Reykja-
hlíðarætt.
„Svo hef ég tvisvar verið hér í fram-
boði til alþingiskosninga og eignaðist
þá góða vini í öllum flokkum.”
Hann hefur ekki erft það við Húsvík-
inga að í hvorugt skiptið náði hann
kjöri, og trúlega munu þeir flykkjast á
„Hallelúja”, sem sýnt verður í sam-
komuhúsi þeirra á miðvikudags-,
föstudags- og sunnudagskvöid kl.
20.30.
-IHH