Dagblaðið - 05.05.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAl 1981.
i
Erlent
Frlent
Erlent
Erlent
I
Bobby Sands.
Brezka stjómin mun iðrast þessa, segir IRA:
DAUDASTRÍbl SANDS
LAUK SNEUUA f NÓTT
— Miklar óeirðir brutust út á Norður-írlandi jaf nskjótt og f réttist að 66 daga
hungurverkfalli Sands hefði lokið með dauða hans
Erlendar
fréttir
Tilraunir Mannréttindaráðs Evrópu
og sendimanns Jóhannesar Páls páfa
annars, auk fjölmargra annarra aðila
til að finna málamiðlunarlausn á máli
Sands urðu allar án árangurs.
Hinn 27 ára gamli Bobby Sands,
sem dæmdur hafði verið í fjórtán ára
fangelsi fyrir að bera skotvopn, féll i
dauðadá síðastliðinn sunnudagsmorg-
un og kom aldrei aftur til meðvitund-
ar.
Bæði ættingjar Sands og stuðnings-
menn hungurverkfalls hans höfðu
hvatt lýðveldissinna til að bregðast við
dauða hans af rósemi. Ráð lýðveldis-
sinna sem stjórnaði baráttu Sands
opinberlega birti yfirlýsingu í nótt þar
sem sagði að IRA óskaði eftir öguðu
andsvari hinna reiðu ungmenna úr
hópi þjóðernissinna.
Danny Morrisson, talsmaður Sinn
Fein, hins pólitíska arms IRA;
sagði: „Brezka stjórnin er alltaf að
hvetja fólk til að leggja mál sín undir
dóm kjósenda. Bobby Sands gerði það
en engu að síður höfnuðu Bretar máli
hans. Þeir munu iðrast þess.”
Lögreglan sagði að verstar hefðu
óeirðirnar orðið í nótt þegar öflug árás
var gerð á lögreglustöð í vestur Bel-
fast, meðal annars með bensínsprengj-
um. Ekki hefði þó komið til skotbar-
daga og enginn látið lífið enn sem
komið væri.
Ungur Iri býr sig undir að varpa bensinsprengju og brezkir hermenn taka á móti.
Óeirðir brutust út í Belfast í nótt strax og fréttist af dauða Bobby Sands. Bif-
reiðum var velt um, eldur var kvciktur í húsum og ráðizt var að lögreglumönnum
og hermönnum.
írski IRA-skæruliðinn og þingmaðurínn Bobby Sands lézt laust eftir síðastliðið miðnætti í Maze-fangelsinu á Noröur-ír-
landi. Hafði hungurverkfall hans þá staðið samfleytt 66 daga en hungurverkfallið var tilraun hans til að knýja brezku stjórn-
ina til að veita skæruliðum IRA í brezkum fangelsum réttindi pólitfskra fanga. Þeirri kröfu hafnaði brezka stjórnin þrásinnis.
Aðeins nokkrum mínútum eftir að
Sands var allur söfnuðust hundruð
manna saman á götum Belfastborgar,
einkum í hverfum kaþólikka. Lögregl-
an sagðist hafa orðið fyrir hörðum
árásum á mörgum stöðum í borginni.
Bifreiðum var velt um og götuvígi
reist, líkt og gerzt hefur svo oft frá því
yfirstandandi ólga hófst með nýjum
krafti á Norður-írlandi árið 1969.
Lögreglan kvaðst hafa skotið
hundruðum leðurkúlna að óeirðar-
seggjunum í viðvörunarskyni eftir að
eldur hafði verið borinn að verk-
smiðju, málningarvöruverzlun og
banka í Belfast.
Hungurverkfall Sands, sem vakti
heimsathygli eftir að hann var kosinn
sem þingmaður á brezka þingið í auka-
kosningum sem fram fóru á Norður-
Irlandi, hafði þegar leitt til mikillar
ólgu og spennu á milli kaþólska minni-
hlutans á Norður-lrlandi og meiri-
hluta mótmælenda, sem að mestu
styðja stjóm Breta.
Fréttin um dauða Sands barst út
eins og eldur í sinu. Flautur voru
þeyttar og fólk þyrptist út á götur Bel-
fastborgar, einkum í hverfum kaþól-
ikka. Ungir menn gerðu aðsúg að lög-
reglumönnum og herliði, meðal ann-
ars með því að varpa mólótovkokk-
teilum að þeim.
Óeirðirnar komu engan veginn á
óvart. Við'þeim hafði verið búizt I
kjölfar dauða Bobby Sands þrátt fyrir
óskir ýmissa aðila um að menn sýndu
stillingu. Fjórtán þúsund lögreglu-
menn og ellefu þúsund brezkir her-
menn hafa því verið í viðbragðsstöðu á
Norður-írlandi undanfarna daga þar
sem meira en tvö þúsund manns hafa
látið lifið síðan 1969 af völdum óeirða
og ofbeldisverka.
Brezka stjórnin hafði staðfastlega
neitað kröfum Sands um að fangels-
aðir félagar í IRA (írska lýðveldishern-
um) fengju réttindi pólitiskra fanga.
REUTER
Utanríkisráðherrar NATÓ þinga íRóm:
Vilja endumýja
kjamorkuvopnin
—en jaf nf ramt hef ja viðræður við Sovétmenn
Utanrikisráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins munu i dag lýsa yfir þeirri
ákvörðun sinni að endurnýja kjarn-
orkuvopnabúnað bandalagsins í
Evrópu um leið og þeir óska eftir samn-
ingaviðræðum við Sovétmenn um tak-
mörkum vígbúnaðar, að því er emb-
ættismenn segja. Þeir sögðu jafnframt
að ráðherrar aðildarríkjanna mundu
lýsa yfir fullum stuðningi við tilraun
Reagan-stjórnarinnar til að fá Sovét-
menn til að setjast að samningaborð-
inu.
Alexander Haig, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, skýrði frá þvi í gær að
Bandarfkjastjóm hefði í hyggju að
hefja viðræður við Sovétmenn síðar á
þessu ári um takmörkun kjarnorku-
vopna í Evrópu.
Brady enn
skorinn upp
James Brady, blaðafulltrúi Hvíta
hússins, sem var skotinn í höfuðið í
morðtilræðinu við Reagan forseta,
gekkst enn undir skurðaðgerð i nótt
eftir að blóðkökkur fannst í hægra
lunga hans. Talsmenn sjúkrahússins
þar sem Brady var skorinn upp sögðu
hann ekki í lífshættu.
REUTER
Olíuhreinsunarstödin í Bólivíu:
Hersveitir frels-
uðu gíslana 36
Hersveitir Boliviuhers réðust i gær-
kvöldi inn í bandarísku oliuhreins-
unarstöðina í Tita i Bóliviu, sem
verið hefur á valdi skæruiiða hægri
manna sem krefjast afsagnar Luis
Garcia Meza, forseta Bólivíu.
1 yfirlýsingu stjórnarhersins sagði
að tekizt hefði að bjarga gislunum án
þess að þá sakaöi. Sjö skæruliðar
vom handteknir. Gary Brado ofursti,
sem stjórnaöi árásinni, fékk slysaskot
i bakið frá einum manna sinna. Ekki
var vitað hversu alvarlega hann
særðist en vinir fjölskyldu hans héldu
þvi fram, að hann hefði verið fluttur
til Houston i Texas til aðgerðar. Að
öðm leyti kom ekki til blóðsúthell-
inga við töku stöðvarinnar.
Yfir 500
einstaklingar
hafa á sl. tveim árum sótt námskeið Stjórnunarfélags ís-
lands um
hvernig má verjast
streitu
Stjórnunarfélagið mun halda enn eitt námskeið um þetta
efni og verður það í Norræna húsinu dagana 12. og 13. maí
nk. frá kl. 13.30—18.30.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er dr.
Pétur Guðjónsson forstöðumaður
Synthesis Institute í New York, en
það er stofnun sem sér um fræðslu á
þessu sviði, og hefur Pétur haldið
námskeið sem þessi víða í fyrirtækj-
um vestanhafs.
Þátttaka tilkynnist til
Stjórnunarfélagsins í síma 82930.
Stjómunarfélag íslands
Síðumúla 23105 Reykjavík. Sími 82930.