Dagblaðið - 05.05.1981, Side 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MAÍ1981.
I
ErJent
Erlent
Erlent
Erlent
„FIDE verður að eflast til muna”:
ff
Mig langaði til að
gefa Karpov tækifæri
ff
—segir Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, í samtali við Sovetski sport
Nýlega var Friðrik Ólafsson, for-
seti FIDE, á ferð 1 Sovétríkjunum.
Hann hefur oftar en einu sinni teflt í
Sovétríkjunum en var hér síðast á
ferðinni sumarið 1979 og var við-
staddur Spartakíödu sovézku þjóð-
anna sem forseti FIDE. Þá var hann
nýtekinn við hinni ábyrgðarmiklu
stöðu og byrjaður að gera framtíðar-
áætlanir. Síðan eru liðin tvö ár og
blaðamaður tímaritsins „Sovetski
sport” spurði hann hverju hann
hefði fengið framgengt á þeim tíma.
„Það fyrsta sem ég tók mér fyrir
hendur var ferð til Parisar til þess að
koma á sambandi við UNESCO.
FIDE hefur gert áætlun til að-
stoöar þeim löndum sem standa
aftarlega í skákmenningu. Skák er
óaöskiljanlegur þáttur i almennri
menningu og þess vegna er þróun á
skáksviöinu lyftistöng fyrir menn-
ingu landsins, menntun og félagslega
þróun.
UNESCO hefur lýst þvi yfir að
árið 1981 sé alþjóðaár fatlaöra. Við
teljum að fólk sem er haldið einhverj-
um líkamsgalla geti náö sér upp í
skáklistinni. Þetta er okkar álit og
þess vegna reynum við að koma á
samstarfi við UNESCO.
I þessu samstarfi vonast FIDE eftir
Karpov og Kortsnoj i einvigi sinu árið 1974.
Kortsnoj og Friðrik við Hótcl Esju í fyrra..
vald.”
,Nýjar rcglur gcfa dómurunum meira
fjárhagslegum stuðningi frá
UNESCO. FIDE hefur ætíð verið í
fjárþröng. Þess vegna er gott að hafa
svo sterk samtök innan vébanda
sinna sem sovézka skáksambandið.
Meginmarkmiö mitt er að gera FIDE
að enn sterkari samtökum en þau
eru.”
„Þér eruð kallaður „forsetinn tefl-
andi” . . . ?
„O, ég tefldi meira hér áður fyrr.
Núna reyni ég að gera eins mikið og
ég get til eflingar skáklistinni og hef
engan tíma til að tefla sjálfur. Ég tók
þátt í ólympíuskákmótinu á Möltu og
tefldi þar alls þrjár skákir. En það
hefði verið eins gott að sleppa því.
Þegar setið er á daglöngum þingfund-
um FIDE, hvenær á þá að tefla? En
mér fannst ég verða að setjast við
skákborðið á móti heimsmeistaran-
um. Ég sigraði hann í Argentínu og
langaði að gefa honum tækifæri til
að svara fyrir sig. Auðvitað sigraði
hann.”
„Á síðasta þingi FIDE var rætt um
hvernig hagað skyldi undanúrslitum í
keppninni um heimsmeistaratitilinn,
hvort haldin skyldu mót eða einvígi.
Hvernig standa þau mál? ”
„Já, við vorum að hugsa um að
skipta yfir um og halda mót. Mót er
hægt að halda á skömmum tíma og
án svo mikils tilkostnaðar. Einvígin
eru dýrt spaug fyrir FIDE. En meiri-
hluti skákmanna var fylgjandi ein-
vígishaldinu svo að við urðum að
halda okkur við gamla kerfið.”
„Nú nálgast heimsmeistaraein-
vígið. Þegar það var síðast háð á Fil-
ippseyjum átti fyrirrennari yðar, dr.
Éuwe, við ýmis vandamál að etja og
gat ekki ráöið fram úr þeim öllum.
Hafiö þér tryggt yður fyrir slíku?”
„Eftir einvígið fórum við
vandlega yfir reglurnar um hald ein-
vigisins um heimsmeistaratitilinn.
Við vonumst til þess að það muni
koma okkur að gangi við lausn þeirra
vandamála sem áður hafa komið
upp. f kviðdómi munu sitja þrír hlut-
lausir fulltrúar og svo eru komnar
nýjar reglur sem gefa dómurunum
meira vald. Þeir munu sjálfir geta
leyst úr mörgum vandamálum. Nú,
auðvitað er ekki hægt að sjá allt
fyrir en ég vona það bezta.”
„Þér náðuð í endann á alþjóða-
skákmótinu í Moskvu. Hvað fannst
yður um samsetningu mótsins, skipu-
lagningu þess og árangur?”
„Þetta var afar sterkt mót og
skemmtilega skipulagt. Ég varð ekki
undrandi á sigri Karpovs. Ég gladdist
yfir frammistöðu Smyslovs. Það er
gaman að hann skuli enn tefla í
sínum gamla stíl og vera í svo góðu
formi. Ég hef ekki litið á allar skák-
imar enn en hreifst af fjölbreyttum
leik Polugajevskys, Petrosjans,
Portish og Timmans. Kasparov, sá
ungi skákmaður, sýndi i þessu móti
að hann tekur sífellt framförum og
það er ekki útilokað að við eigum
eftir að sjá hann í hópi þeirra sem
berjast um réttinn til að skora á
heimsmeistarann.
Allar aðstæður á mótinu voru
framúrskarandi góðar, bæði fyrir
keppendur og áhorfendur. Ég hafði
mikinn áhuga á tölvukerfmu sem
sýndi skákirnar. Ef sérfræðingar
ykkar eru reiðubúnir að hjálpa
verður hægt að koma upp slíku kerfi
á þeim mótum sem FIDE heldur.”
— apn —
Sovézkar jarðf ræðirannsóknir á Islandi:
ISLAND ER OVIDJAFNAN-
LEGT RANNSÓKN ARSVÆÐI
segir Mikail Akmetiev við jarðf ræðistof nun sovézku vísindaakademíunnar
Árið 1970 fór fyrsti hópur
sovézkra jarðfræðinga til íslands til
að dveljast þar um sumartíma. Á
eftir komu níu aðrir rannsóknarleið-
angrar. Fréttaritari APN sneri sér til
Mikail Akmetiev, Ph.D. (jarðfræði
og bergfræði), meðlims jarðfræði-
stofnunarinnar við sovézku vísinda-
akademíuna, og spurði hann um
niðurstöður síðasta rannsóknarleið-
angursins.
ísland, sem er aðallega myndað af
basaltgrjóttegundum, býr yfir fjöl-
mörgum, verömætum upplýsingum
um vísindalega jarðfræði, sem er
aöalviðfangsefni vísindastofnunar
okkar. ísland er eini staöurinn í
heiminum þar sem stórt svæði hins
sokkna Mið-Atlantshafshryggs rýfur
sjávarflötinn. Jarðskorpumyndun-
inni er ekki lokið hér og landið er
vettvangur jarðskjálfta og eldgosa.
Ég verð hér að minna lesendur á að í
náinni fortíð hafa hin gjósandi eld-
fjöll íslands verið einn þriðji af öllum
eldgosum í heiminum.
Þarna eru engar jarðfræðilegar
hliðstæður við Sovétríkin. Basalt-
fjöllin í Úral eru mikið eldri en fjöll
íslands af því að sjórinn yfírgaf þessi
landsvæði fyrir milljónum ára. Kam-
chatka, sem er virkt eldfjallasvæði,
er aðeins brík á þessu meginlandi og
gefur okkur enga hugmynd um for-
sögulegt ferli.
ísland er óviðjafnanlegt rannsókn-
arsvæði, sem dregur til sín jarðfræð-
inga frá öllum hlutum heims. Við
hittum þarna rannsóknarleiöangra
frá Bandaríkjunum, Vestur-Þýzka-
landi, Japan og nokkrum fleiri lönd-
um. Með alþjóðlegri samvinnu og
verkaskiptingu á jarðfræðirannsókn-
um er hægt að fá mjög fullkomnar
upplýsingar um jarðskorpumyndun-
inaoghafsbotninn.
Sovétríkin hafa sent mjög marg-
samsetta visindaleiðangra til islands.
Sérfræðingarnir hafa verið fulltrúar
mismunandi greina jarðfræðivisind-
anna, þar hafa verið jarðeðlisfræð-
ingar, jarðefnafræðingar, vatnsefna-
jarðfræðingar og sérfræðingar í jarð-
myndunarfræði. Allir starfa þeir inn-
an ramma áætlunar rannsóknarleið-
angursins, sem tekur fyllsta tillit til
óska Rannsóknaráðs íslenzka ríkis-
ins. Á þeim tveim til þrem mánuðum
sem rannsóknirnar standa yfir er
safnað upplýsingum, sem síðan er
farið með til Moskvu og unnið úr
þeim þar. Við efnagreinum bergteg-
undir, ákvörðum samsetningu þeirra
og gerum á þeim litrófsgreiningu.
Jarðfræðirannsóknir á íslandi
hafa aðallega fræöilegt aðdráttarafl,
en þó er langt frá að sagt verði að
þær hafi enga praktíska þýðingu.
Sovézkir jarðfræðingar safna
miklum auðæfum vísindalegra stað-
reynda með því að bera upplýsingar
um myndun íslenzku basaltkápunnar
saman við upplýsingar sem fyrir
hendi eru um hina gömlu basalt-
myndun í Sovétríkjunum og það
færir okkur nær lausn á gátu um
myndun ýmissa náttúruauðlinda og
staðsetningu þeirra.
Á meira en tíu ára rannsóknarferli
sínum á íslandi hafa sovézkir jarð-
fræðivisindamenn undirbúið og gefið
út kringum 70 greinar um íslenzka
jarðfræði, i ýms visindatímarit í
Moskvu um einstök efni jarðfræð-
innar. Hið merkilegasta þeirra er
fimm binda verk sem ber nafnið ís-
land og Mið-Atlantshafshryggurinn
og er unnið af nokkrum höfundum.
Mörg þessara verka hafa verið þýdd á
ensku til að gefa islenzkum jarðfræð-
ingum tækifæri til að kynna sér
niðurstöður sovézku rannsóknanna.
Við álítum nána samvinnu við is-
lenzka jarðfræðinga lykilinn að
árangri okkar. Meiri hluti þeirra
sýnir okkur skilning og veitir okkur
verðmæta aðstoð við dagleg störf
okkar.
Við trúum því að starf okkar sé
framlag til rannsókna íslenzkra vís-
indamanna. Árið 1976 héldum við
tveggja hliða fund í Reykjavik þar
sem gerð var samantekt á niður-
stöðum sovézku rannsóknanna í
landinu á fyrsta stigi þeirra. Niður-
stöðumar voru ánEegjulegar. Það kom
fram í bréfi frá Guðmundi Pálssyni,
formanni íslenzku jarðfræðivísinda-
nefndarinnar, til varaforseta sovézku
vísindaakademíunnar. Hann sagðist
álíta sovézku rannsóknirnar á fslandi
hafa skilað góðum árangri með því
að þær innihéldu mjög þýðingarmikl-
ar upplýsingar um jarðskorpuna
á Mið-Atlantshafshryggsvæðinu.
Hann var þeirrar skoðunar að halda
bæri áfram sameiginlegum rannsókn-
um á öðrum jarðfræðilegum — og
jarðeðlisfræðilegum efnum, þeim
sem ísland hefur lykilinn að.
Hvað okkur áhrærir erum við allt-
af reiðubúnir til að aðstoða íslenzka
starfsbræður okkar við að kynna sér
jarðfræðileg fyrirbæri í landi okkar.
íslenzkir jarðfræðingar hafa nú
þegar heimsótt Baikalvatnið og Ar-
meníu. Við vildum gjarnan sjá ís-
lenzka starfsbræður okkar meðal
þátttakenda á hinni alþjóðlegu jarð-
fræðingaráðstefnu sem halda á í
Moskvuárið 1984.